Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 37 Minning: Gunnar Bjömsson frá Sólheimum Fæddur 14. ágúst 1927 Dáinn 28. október 1988 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að minnast Gunnars Bjömssonar og þakka honum fyrir allt það sem hann hefur verið mér. Það er erfitt að sætta sig við gang lífsins, hve oft lífið getur ver- ið ósanngjamt er vinir manns hverfa allt of snemma. Þá verður maður svo reiður og sár og skilur ekki tilgang lífsins. Það virðist vera að Guð taki alltaf góðu mennina á undan. Ég hef þekkt Gunnar og íjöl- skyldu hans síðan ég var 5 ára gömul er ég og fjölskylda mín flutt- ist í Fellsmúla, og er ég 25 ára í dag. Við Ingibjörg dóttir hans höf- um verið vinkonur síðan. Á heimili þeirra Gunnars og Ragnheiðar eru allir velkomnir, enda em yfirleitt nokkrir heimagangar sem koma og fara. Það var oft glatt á hjalla og á ég margar góðar minningar um kvöldin við eldhúsborðið í eldhús- króknum í Fellsmúlanum. Þar var oft setið og spjallað, oft heyrðum við að Gunnar var að syngja, en það var það skemmtilegasta sem hann gerði. Ég var ákveðin í að verða söngkona þegar ég yrði stór og syngja eins og Gunnar. Fyrir réttu ári gekk ég í hjóna- band og Gunnar og fjölskylda vom að sjálfsögðu-í brúðkaupinu. Ég á svo fallegar minningar frá þessum degi og er það að mörgu leyti hon- um að þakka, ræðunni hans og söngnum. Allir í brúðkaupinu sungu saman og hann stjómaði, glettinn og skemmtilegur. Þetta er ólýsan- legt. Hann gerði allt svo létt og skemmtilegt, það var hans persónu- leiki. Gunnar og Ragnheiður kona hans tóku mér eins og dóttur enda hef ég alltaf sagt að þau væm pabbi og mamma númer tvö. Sérstaklega eftir að faðir minn lést hefur Gunn- ar gengið mér í föðurstað og hef ég oft leitað til hans með mín vanda- mál og er ég ekki ein um það. Betra t Fósturmóöir mín, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Árholti, Haukadal, Dýrafirði, andaðist á Reykjalundi föstudaginn 4. nóvember. Sigurður Steinar Elfasson. t Dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ODDNÝ JÓNASDÓTTIR, Þrúðvangi 10, Hellu, verður jarösungin frá Langholtskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Guðrún Árnadóttir, Jónas Helgason Særún Jónasdóttir, Kjartan Sigurðsson, Helgi Jónasson, Bodil Mogensen, og frændsystkini. t Maðurinn minn, faöir okkar, afi og langafi, ARTHUR EMIL AANES vólstjóri, Efstasundi 12, verður jarðsunginn föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Þeir sem vilja minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta Slysa- varnafélag Islands njóta þess. Katrfn Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SIGURSTEINN BERGÞÓRSSON skipa- og húsasmiður, Þingholtsstræti 12, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvem- ber kl. 13.30. Inga G. Árnadóttir, Árni Einarsson, Bergþór Einarsson, Margrót Guðmundsdóttir, Ólafur H. Einarsson, Sólrún Maggý Jónsdóttir, Sigursteinn Sævar Einarsson, Anna Björg Thorsteinsson, Þórir Már Einarsson, Susanne Schovsbo, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö viö andlát og útför dóttur okk- ar, systur og mágkonu, INGIBJARGAR LAUFEYJAR PÁLMADÓTTUR, Anna Skaftadóttlr, Pálmi Sigurðsson, Sigríður Ósk Pálmadóttir, Birgir Örn Birgisson, Birgir Sigurðsson, Hulda Helgadóttlr, Guðlaugur Ágústsson, Anna Halla Birgisdóttir. fólki hef ég ekki kynnst en Gunn- ari og fjölskyldu. Nú þegar hann er horfinn, þá eigum við öll sem þekktum hann góðar minningar um góðan mann. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og vona að góður Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Kveðja, Olga Helena Kristinsdóttir Gunnar Bjömsson frá Sólheimum í Blönduhlíð, Skagafirði, síðast til heimilis að Drápuhlíð 31, Reykjavík, kvaddi þennan heim 28. október sl. eftir langvinnt veikinda- stríð. Hann var rösklega 61 árs þegar kallið hinzta barst honum. Gunnar var sonur hjónanna Björns Sigurðssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur fýrrum búenda að Stóruökrum í Blönduhlíð en þau eru bæði látin. Auk Gunnars eignuðust þau flögur böm: Gunnfríði, Ing- unni, Herdísi og Sigurð, tvíbura- bróður hans. Milli foreldra undirritaðs og for- eldra Gunnars var alla tíð góð vin- átta og því töluverður samgangur milli heimilanna. Minnisverð er sú glaðværð er einkenndi Akraheimilið og ósjaldan var þar tekið lagið. Ég minnist Gunnars sem einkar hress ungs manns. Hann var kvikur í hreyfingum og skjótur til and- svara. Lágu honum ósjaldan hnytti- yrði á tungu, þótt strengur alvör- unnar væri ríkur í fari hans. Þegar Gunnar var rösklega tvítugur kvæntist hann Ragnheiði Jónsdóttur frá Solheimum í Blönduhlíð. Varð þeim fjögurra bama auðið. Þau em Valgerður Jóna, Ragnar, Sigríður Hrafnhildur og Ingibjörg Ásta. Með þessum ráðahag færðist Gunnar enn nær heimilinu mínu gamla, Miklabæ í Blönduhlíð, ef svo mætti að orði komast. Því að milli þessara tveggja heimila var mikill samgangur á ámm áður, enda ná- inn skyldleiki til staðar og gamal- gróin vinátta. Og þegar huganum verður reikað norður yfir fjöll og heiðar, sem er næsta, oft og numið staðar í Skagafirðinum fagra og gamli Miklibær stígur fram í minn- t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ÓLAFAR GRfMEU ÞORLÁKSDÓTTUR, Stóragerði 23, Reykjavik. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsliöi Landspítalans. Sigursveinn D. Kristinsson og fjölskylda. ingunni, þá em Sólheimar þar ætíð í nánd, báðir staðimir umvafðir töfraljóma. I Sólheimum bjuggu Gunnar og Ragnheiður um tæpra tveggja ára- tuga skeið í sambýli við tengdafor- eldra hans, Jón Bjömsson og Val- gerði Eiríksdóttur. Á þessum ámm kom bezt í ljós hvílíkur atorkumaður Gunnar var til starfa, þá er hann auk þess að vinna að búinu, stundaði störf utan heimilis, svo sem brúarvinnu. Er vart ofmælt að hann hafi á sínum beztu ámm verið nær tveggja manna maki. Árið 1967 fluttust þau öll til Reykjavíkur og eignuðust þar heim- ili að Fellsmúla 13. Vom þau Jón ýg Valgerður hjá þeim til æviloka. I Reykjavík vann Gunnar um ára- bil á vegum framkvæmdanefndar bygginga í Breiðholti. Síðustu árin var hann starfsmaður Búnaðar- bankans. Langhelztu áhugaefni Gunnars, þegar fjölskylda hans og starfið em undanskilin, var söngurinn. Hann var um aðra hluti fram söngsins maður. Fyrir norðan var hann um margra ára bil í karlakómum Heimi. Síðar í Feyki, er var kór austan-vatna manna. Syðra lenti hann í stjóm Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og var þar einn af stofn- endum Skagfirzku söngsveitarinnar og um skeið formaður hennar. Gunnar var um tíma í Söngskólan- um í Reykjavík hjá Garðari Cortes. Nú er Gunnar Bjömsson horfinn af sviðinu langt um aldur fram. Við þessi miklu vegaskil áma ég Ragnheiði og börnunum og öilum ástvinum Guðs blessunar. Megi minningamar um hinn góða ogtrúfasta mann verða þeim líknar- lind á þessum stundum saknaðar og trega. Megi sú hönd, sem er sterk og hlý, leiða hann í nýjum hýbýlum vors mikla föðurhúss. Megi blessun Guðs hvíla yfir minn- ingu Gunnars Bjömssonar. Stefán Lárusson + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jaröar- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, STEINUNNAR KONRÁÐSDÓTTUR, Hamarsstíg 33, Akureyri. Friðþjófur Gunnlaugsson, Hallveig Friðþjófsdóttir, Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, Vilhjálmur Friðþjófsson, Vignir Friðþjófsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför FANNEYJAR JÓNASDÓTTUR, Sogavegi 123. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kvennadeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Magnús Þorsteinsson, Betty Benjamfnsdóttlr, Sigurður Einarsson, Sigurður Benjaminsson, Guðný Jónasdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Hörður Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGFÚSAR JÓNSSONAR fyrrv. verkstjóra skipaafgreiðslu KEA, Skólastfg 9, Akureyri. Þórunn Ólafsdóttir, Ragnheiður Sigfúsdóttlr, Þorgelr Jóhannesson, Jón Ólafur Sigfússon, Alda Skarphéðinsdóttir, Kristján Þór Sigfússon, Ágústa Magnúsdóttir, Haukur Sigfússon, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Vegna jarðarfarar MAGNÚSAR LOFTSSONAR, bif- reiðastjóra, verður skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 9. nóvember. Bjarni Þ. Halldórsson, heildverslun, Vesturgötu 28, Reykjavík. seven seas VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ Seven Seas S2LAWBBURV l'LAWli Calcium 'Kerrú^j@® fwilh Vltnmin D /fZpW mtnorul '&Ssfér urPHWv.llLs with .'UrílruitfUwmrc'ni^ m KALSÍUM orenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.