Morgunblaðið - 09.11.1988, Page 44
44
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
Jabbar að hælta
Félagar hans hjá Lakers ætla að leggja allt í sölurnar
til að vinna titilinn íyrir hann
Vesturdeildin var lengi í skugga Austurdeiidarinn-
ar en árangur Los Angeles Lakers síðustu ár hef-
ur sýnt að liðin í Vesturdeildinni eru ekki siður
sterk. Flestir búast við að Dallas og Lakers berj-
ist um sigurinn í deildinni í vetur. Víst er þó að
Portland, Denver, Utah eða Houston blanda sér
í baráttuna í vor. I dag kynnum við liðin í Vestur-
deildinni.
Vesturdeild
Líkt og í Austurdeildinni eru riðl-
amir nokkuð ólíkir. Los Angeles
Lakers er með langbesta liðið í
Kyrrahafsriðlinum, en í Miðvestur-
riðlinum eru fjögur
jöfn og sterk lið.
Dallas er þó sigur-
stranglest af þeim
liðum að vinna riðil-
inn. Þá hafa nýlið-
amir Miami heat
verið settir í Miðvesturriðilinn (en
eins og flestir vita er Miami á aust-
urströnd Bandaríkjanná á Flórída-
skaganum). Það gæti þó verið flutt
austur næsta vetur þegar tvö ný lið
koma inn í deildina.
KARFA
Gunnar
Valgeirsson
skrifar
Kyrrahafsriðill
Verði ekki jarðskjálfti f Los
Angeles í vetur má bóka sigur
meistaranna í þessum riðli! Eitt
nýtt lið er komið í riðilinn frá í
fyrra, en Sacramento var fært úr
Miðvesturriðlinum fyrir Miami.
Fróðlegt verður að sjá hvort liðið
verður slakara í vetur.
Los Angeles Lakers
Spumingin sem margir velta fyr-
ir sér er: Eiga Lakers enn nægilega
orku til að vinna deildina þriðja
árið í röð? Svarið: Sennilega ekki.
Ekki það að liðið sé slakara en í
fyrra, en e.t.v. eru hin liðin í deild-
inni enn hungraðri í titilinn. Lakers
Þjálfaranámskeið haustið 1988
Eftirtalin námskeið verða í Þjálf-
araskóla KSÍ í haust:
1. Almennt stig 11 .-13. nóv. í Reykjavík.
2. B stig 25.-27. nóv. í Reykjavík.
Þátttaka tilkynnist skrifstofu KSÍ,
sími 84444, í síðasta lagi 4 dögum
fyrir hvert námskeið.
Knattspyrnusamband íslands.
% Landsliðsþjálfarar
Knattspyrnusamband íslands auglýsir eft-
irtaldar stöður landsliðsþjálfara fyrir árið
1989 lausar til umsóknar:
1. Unglingalandslið U-18 ára.
2. Drengjalandslið U-16 ára.
3. Kvennalandslið og stúlknalandslið U-16 ára.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk.
Umsóknir skulu sendar framkvæmdastjóra KSÍ,
pósthólf 8511, 128 Reykjavík.
Knattspyrnusamband íslands.
Knattspyrnuþjálfari
óskasttil Færeyja keppnistímabilið 1989
Knattspyrnufélagið Royn í Hvalba óskar eftir þjálf-
ara sem einnig gæti leikið með liðinu á keppn-
istímabilinu. Royn hefur í mörg ár verið ofarlega í
2. deild, en spilar á komandi keppnistímabili í 3.
deild. Royn hefur á að skipa nokkrum ungum liðs-
mönnum.
Upplýsingar gefur Arnar Guðmundsson í síma 94-4808.
vann mikið afrek á síðasta keppn-
istímabili þegar liðið vann titilinn
annað árið í röð. Það sýndi sig þó
í úrslitakeppninni að sum lið eru
farin að ná Lakers að styrkleika.
Liðið spilaði 115 leiki á sl. keppn-
.istímabili og undir lokin máttu leik-
menn hafa sig allan við í keppnun-
um við Utah, Dallas og Detroit.
Kareem Abdul-Jabbar er nú að
hefla sitt tuttugasta og síðasta
keppnistímabil, og kappinn er nú
41 árs. Hann er þó enn betri en
flestir aðrir miðverðir í deildinni og
víst er að félögum hans langar
mikið að vinna titilinn með honum
í síðasta skiptið. Kannski slappa
félagar hans bara af í vetur og
hafa gaman af öllu saman með
gamla manninum. Ef svo verður
ættu hin liðin að vara sig, því þeg-
ar stórstjömur Lakers eru afslapp-
aðir eru þeir hættulegast.ir. Allar
stjömumar frá sl. keppnistímabili
verða með í vetur og þar verða erfið-
ir andstæðinga á ferð fyrir hvaða
lið sem er. Orlando Woolridge kom
frá New Jersey og hefur hann kom-
ið vel út í leikjum liðsins undanfar-
ið. Ef hann nær sér á strik í vetur
styrkir hann liðið mikið.
Seattle Supersonlcs
Liðinu gekk ekki sem best á sl.
keppnistímabili_ eftir frábært tíma-
bil árið áður. í sumar létu Sonics
stjömuna og stigaskorarann Tom
Chambers fara til Phoenix fyrir
ekki neitt. í staðinn tókst þeim að
næla í Michael Cage frá Los Ange-
les Clippers í flóknum skiptúm.
Cage vann frákastatitilinn (þ.e.
flest fráköst að meðaltali í leik) og
mun bæta vöm Sonics mikið, en
margir telja að þjálfari liðsins hafi
verið orðinn þreyttur á því að
Chambers nennti ekki að spila al-
mennilega vörn. Auk Cage eru tveir
aðrir stórgóðir leikmenn í liðinu,
þeir Dale Ellis og Xavier McDaniel.
Ekki kæmi á óvart að Seattle kæmi
vel út á þessu keppnistímabili.
Portland Trailblazers
Blazers eru einkennilegt lið.
Standa sig alltaf vel í riðkeppninni,
en þegar í úrslitakeppnina er komið
er eins og allur vindur sé úr liðinu.
Liðið er með góðan þjálfara og
mannskap. Þrír ^oðir miðverðir eru
í liðinu, en gallinn bara sá að í fyrra
vom þeir allir meira og minna
meiddir. Portland bíður nú leyfis
að fá Sovétmanninn Arvydas Sa-
bonis til liðs við sig, en hann stóð
sig vel á Ólympíuleikunum með
sovéska landsliðinu. Ef hann, Steve
Johnson og Kiki Wandeweghe verða
allir með liðinu í vetur gæti liðið
komið vemlega á óvart. Kannski
verður læknir liðsins mikilvægasti
maðurinn í liðinu í vetur!
Phoenlx Suns
Mikil uppstokkun hefur orðið á
leikmönnum í kjölfar eiturlyfja-
vandamála og ýrrlissa annarra
vandræða þeirra. Þá var skipt á
eigendum, auk þess sem fjórir þjálf-
arar hafa verið hjá liðinu á tveimur
ámm. En er nú loks von á að Suns
snúi blaðinu við og eigi tækifæri á
að komast í úrslitakeppnina. Það
hefur liðinu ekki tekist undanfarin
flögur ár, enda vandamál liðsins átt
rætur sínar ð rekja utan leikvallar-
ins til eiturlyfja, dauða upprennandi
stjömu og fjármálabrasks. Tom
Chambers er kominn frá Seattle,
en óvíst að það dugi til að koma
liðinu inn í úrslitakeppnina, en liðið
er ungt og loks virðist vera hægt
Kareem Abdul-Jabbar hefur nú sltt 20. og sfðasta keppnlstíma-
bll. Hér sést hann I bar&ttunnl.
að einbeita sér að körfuknattleikn-
um sjálfum í Phoenix.
Golden State Warriors
Eftir að spila um NBA-titilinn
árið 1987, hrundi lið Warriors sam-
an í fyrra og náði aðeins að vinna
20 leiki. Liðið átti í miklum vand-
ræðum með meiðsli í fyrra og í vor
var þjálfarinn rekinn. Við tók Don
Nelson, sem áður var hjá Mil-
waukee, en hann er talinn einn
besti þjálfarinn í deildinni. Liðið
fékk í fyrra Ralph Sampson frá
Houston, en hann meiddist í mars
og spilaði ekki meira eftir það.
Gengi Golden State veltur mikið á
því hvemig að Sampson stendur sig
í vetur, en það er hlutur sem hefur
reynst ómögulegt að reikna út hjá
Sampson þau fimm ár sem hann
hefur verið í deildinni.
Los Angeles Clippers
Undanfarin 12 ár hafa liðin í
deildinni notað heimavöll Clippers
(en liðið lék áður í San Diego) sem
áningastað og afslöppun í erfiðum
ferðum á útivelli. Clippers hafa sett
met með því að komast ekki í úrsli-
takeppnina í 12 ár í röð, sem er
einstakt afrek þegar flest liðin kom-
asts þangað hvort sem er! Breyting
kann þó að vera á því í vetur.
Síðustu tvö árin hefur félagið feng-
ið fimm sterka leikmenn úr há-
skólavalinu og ber flestum saman
um liðið eigi mjög bjarta framtíð
fyrir höndum. Eitt skyggir þó á
bjartsýnina í herbúðum liðsins.
Danny Manning, stórstjarnan frá
Kansas-háskóla, neita að spila með
liðinu fyrr en hann hefur náð að
semja um kaup. Er jafnvel talað
um að liðið muni reyna að selja
hann ef samningamál dragast eitt-
hvað á langinn. Fróðlegt verður að
sjá hvort Clippers bijóti ísinn í vet-
ur eða bæta við sitt eigið met.
Sacramento Klngs
Kings voru fluttir frá Miðvestur-
riðli í Kyrrahafsriðilinn sem er ekki
eins sterkur. Þrátt fyrir það er mjög
sennilegt að liðið hafni enn á botnin-
um í riðlinum. Otis Thorpe er eini
almennilegi leikmaðurinn, ef frá er
talinn Kenny Smith og eflaust mega
áhangendur Kings þola enn einn
langan vetur í Sacramento.
Miðvesturriöill
Mun jafnari og sterkari riðill en
Kyrrahafsriðilinn. Dallas verður að
teljast sigurstranglegast, en Den-
ver, Utah og e.t.v. Houston munu
veita þeim mikla keppni. Hvað
Miami er að gera í þessum riðli,
veit ég ekki! Oruggt er þó að þeir
munu verma botnsætið allan vetur-
mn.
Dallas Maverics
Það má segja að Dallas sé í sömu
stöðu og Detroit var fyrir ári síðan.
Liðið veitti Los Angeles harða
keppni og margir halda því fram
að nú sé tíminn kominn til að vinna
Vesturdeildina. Forráðamönnum
liðsins fannst engin ástæða að
breyta mannskapnum og seldu því
alla dragrétti sína. Maverics eru
með geysiöflugt lið. Rolando Black-
man og Derek Harper stjóma spil-
inu, James Donaldson er sterkur
miðvörður, og þeir Mark Aguirre
og Sam Perkins eru geysisterkir
undir körfunni. Þá hefur liðið besta
varamanninn frá í fyrra, Roy Tarp-
ley, sem nú er orðinn einn af bestu
framvörðum í deildinni. Ef liðið
getur hrist af sér minnimáttar-
kenndina gagnvart Lakers, er liðið
til alls líklegt í úrslitakeppninni.