Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 19 mér í annarri sígarettu snarlega, það mátti ekki tæpara standa, því að bíllinn hafði snúið við og var að koma aftur. Ég veifaði glaðlega til þeirra og lyfti upp eldspýtunum til að sýna þeim að ég hefði fund- ið eldsneyti. Þegar þeir voru farnir hjá, teygði ég mig eftir vélinni, brá henni í veskið, sat hæfilega lengi enn og horfði í kringum mig og fannst ég hefði unnið hið mesta þrekvirki. Þegar ég lagði af stað aftur sást lögreglubíllinn hvergi. Samt er Bagdad í rauninni ekk- ert spaug, það tekur mann bara fáeina daga að skilja, hversu nötur- leg alvara er á ferðum. Á nóttunni fara um sveitir forsetans og hand- taka þá sem eru grunaðir um and- stöðu eða annarlegar hugsanir. Oftar en ekki spyrst ekki til þess- ara manna meir. Símar eru hlerað- ir og þótt hermenn séu ekki óeðli- lega áberandi á götum eru þeir á hveiju strái, óeinkennisklæddir. Ég settist oft inn á litlar testof- ur og gaf mig á tal við menn og það brást ekki að þeir tækju mér vinsamlega, en þeir voru tregir að tala. Ég sagði að Bagdad væri falleg borg, gróðri vafin og fljótin sem renna gegnum hana gæfu henni undursamlegan svip. Já, það mátti taka undir það. Og nú er stríðinu lokið, er það ekki gleði- legt? Stríðinu lokið, hver getur verið viss um það. Ja, þeir eru að reyna að semja í Genf, er það ekki? Tja, maður les það í blöðunum, en það er bara ekkert að marka sem stendur í blöðunum. Eða maður veit ekki hvað er satt og hvað ekki. Eins og hvað. Það er alltaf verið að tíunda uppbyggingarstarf- ið og lýsa framtíðinni og allir í útlöndum standi með írak. Og það er sem sagt ekki rétt heldurðu? Hvernig eigum við að vita hvað er rétt. Við vitum um svo margt sem er ósatt að það er alveg eins trúlegt að hitt séu ósannindi. Og maður má hvergi spyrja og ef maður reynir að hlusta á fréttir frá erlendum útvarpsstöðvum er hægt að bóka að fólk er handtekið og hverfur og sést ekki meira. Það þorir enginn að segja neitt, spyija neins. Ef þú gerir það ertu tekinn og það er alltaf borið við að maður sé að stofna öryggi ríkisins í hættu og niðurrifsöflin bíði á næsta leiti eftir að klekkja á okkur. Við getum ekki haft hugann við venjulegt líf, því að hér er haldið kverkataki um okkur. Fjárhagurinn er í rúst eftir stríðið og í staðinn fyrir að hefja uppbyggingu er öllum fjármunum ausið í að koma höndum yfir óvin- ina, sem forsetinn og hirð hans sér í hveiju horni. Ut á við hefur Irak vissulega unnið mikla diplómatiska sigra og fjárhagsaðstoð og hvers kyns stuðningur berst írökum úr öllum áttum. Þá viku sem ég var í landinu var stórmikil alþjóðleg vörusýning í Bagdad og tugir þjóða sýndu þar varning, þar á meðal allar Norðurlandaþjóðirnar, að ís- landi undanskildu. Einnig stóð yfir „listahátíð“ og mér var sagt að hún væri árlegur viðburður og ' hefði nánast haldið lífinu í fólki að aldrei var brugðið út af þeirri venju að halda hátíðina, jafnvel þegar stríðið stóð sem hæst. En þó svo að hvers konar stuðn- ingur berist Irökum efast fólk stór- lega um að þeir peningar og sú aðstoð lendi í réttum höndum. Fyrir utan að nú hafa Irakar snúið sér að því á nýjan leik að sækja að Kúrdum — hvað sem öllum neitunum þeirra um það líður. Og þrátt fyrir yfirlýsingar opinberra aðila um að hvergi uni Kúrdar sér betur en í írak. Ólgan er ekki á yfirborðinu, en hún kraumar rétt undir því og það eina sem gæti stuðlað að eðlilegra mannlífi væri að forsetinn slakaði á ógnarklónni og beindi fjárhagsstefnunni inn á þær brautir að fólk hefði á tilfinn- ingunni, að einhvers konar betri framtíð væri í vændum. Eftir að ég hafði beðið eftir að fá vegabréfsáritun til landsins lengi, var mér samtímis áritun lof- að ýmsu fögru. Viðtöl við alla sem mér dytti í hug, það átti að taka á móti mér á flugvellinum, sem Allir á íslandi kannast við leið- toga ykkar, þeim þætti gaman að lesa smáskraf við hann í Morgun- blaðinu, sem er stærsta blað í heimi. ??? Ég meina miðað við fólksfjölda, altso. Jahá. Og vilt fá númerið hjá forsetanum. _ Hárrétt. Ég er með penna við höndina, ég skrifa það niður og svo skal ég ekki trufla þig meira við vinnuna. Ég veit ekki hvort ég má segja númerið. Það er öryggisatriði að það geti ekki hver sem er hringt í forsetann. Ég verð að ræða við yfirmanninn hér á skrifstofunni. Það er alveg óþarfi. Gefðu mér númerið. Ekki drep ég forsetann gegnum síma. HA??????? Þetta var brandari. Brandari! Að tala um að drepa forsetann. Nei, söde, við tökum bara svona til orða á íslandi. Við drepum aldr- ei neinn. Ég er mjög spennt að hitta forsetann, en auðvitað get ég fengið númerið hjá upplýsinga- ráðherranum . . . Geturðu það. Síðan hvenær veit hann númerið. Ókei, en ég veit að þú hefur það á hreinu. Ég er viss um að forset- inn hefði gaman af að heyra frétt- ir af íslandi. Svona fróðleiksfús maður. Heldurðu það. Ertu viss. En heyrðu, þú segir ekki neinum að ég hafi látið þig fá númerið — ef ég geri það. Það gæti bakað mér óþægindi. Skilurðu. Hvað ætlarðu að segja ef þú verður spurð? Ég finn út úr því. Ég heyri að þú hlýtur að vera yfirmaður þarna, maður sem talar svona fína ensku. Heyrðu, hvað sagðirðu aftur að númerið væri, söde? Suðe, er það íslenska. Og held- urðu að ég sé yfirmaður. Hvað ertu gömul. Get ég kannski hitt þig í kvöld. Ja, það fer náttúrlega eftir því hvort ég hitti á forsetann, eins og þú skilur. En hann talar aldrei við blaða- menn. Hvaða vitleysa. Svona mikill in- dælismaður. Álla vega gæti verið hann vildi tala við mig af því er frá íslandi. Hvað sagðirðu að númerið væri aftur? Var ég búinn að láta þig hafa númerið! Já, en ég missti úr fyrstu staf- ina, svo að þú skalt bara endur- taka það alveg. Númer endurtekið. Flott, ég náði því. Já, en þú segir ekki að þú hafir fengið það hér. Af öryggisástæð- um eins og þú skilur . . . Það máttu bóka og þakka þér kærlega og blessaður. Hvað með að hittast. Það er truflun á línunni, hringi seinna . . . Svo fór ég að hringja í hitt númerið, samtalið þar var áþekkt því sem á undan er rakið, forsetinn var að borða, eða skrifa ræður eða undirbúa friðinn eða að tala við ráðgjafa sína. Mér var sagt að hringja seinna, eftir klukkutíma, daginn eftir. Daginn eftir var Hus- sein kominn. En forsetinn bað fyr- ir kveðju. Næst þegar ég kæmi til íraks skyldi hann taka á móti mér . . . En það athyglisverða gerðist að nú opnuðust allt í einu ýmsar aðr- ar dyr. Ráðuneytisstjóri upplýs- ingaráðuneytisins, elskulegur maður, kvaddi mig til sín á frídegi, föstudegi, og ég var beðin afsökun- ar í bak og fyrir. Ég skyldi fá bíl og bílstjóra til að ég gæti tekið myndir, ég skyldi hitta ráðherrann og fulltrúar kvennasamtakanna biðu með öndina í hálsinum, að ekki sé nú talað um ritstjórann og skáldið. Það hafði augsýnilega skilað sér að ærast kurteislega og hafa upp á símanúmeri hins heittelskaða forseta. Svo að ég mun geyma það eins og sjáaldur auga míns. Og halda áfram sögunni í næstu viku. íspæjaraleik við Byltingarbrúna og hringingar íforsetahöll Götumynd frá Bagdad. Eg veit ekki hvort ég má segja númerið. Það er öryggisatriði að það geti ekki hver sem er hringt íforsetann. Ég verð að ræða við yfirmanninn hér á skrifstofunni. Það er alveg óþarfi. Gefðu mér númerið. Ekki drep égforsetann gegnum síma. Hver er þetta? Ég heiti Jóhanna og er frá ís- landi. Mig langar til að hitta forset- ann. Ég skil ekki mikið í ensku. Hvernig fékkstu þetta símanúmer? Ég ætlaði bara að vita hvort forsetinn væri heima. Hvar fékkstu þetta símanúmer? Er þetta ekki ábyggilega á for- setaskrifstofunni? Jú, en forsetinn er heima hjá sér í höllinni. Hann hefur svo mik- ið að gera, er að undirbúa friðinn og svo er Hussein Jórdaníukonung- ur að koma á morgun. En hvað það var skemmtilegt fyrir forsetann að fá Hussein í heimsókn. Ég skil vel að hann sé upptekinn. Ég hringi bara í hann beint. Hvað er aftur númerið heima hjá honum? Þögn. Af hveiju viltu tala við hann? Borg gróðri vafin. Afreksmyndin mín! Byltingarbrúin yfir Tígris. Krakkarnir voru himinlifandi að fá tekna af sér mynd. heitir náttúrlega Saddam-flugvöll- ur, og þar átti að kynna mér drög að prógrammi. Ekkert af þessu stóðst og eftir þras við einhveija undirtyllu í upplýsingaráðuneytinu sem allir blaðamenn þurftu að eiga samskipti við áður en lengra kæm- ist, var mér loks nóg boðið. Ég sagðist myndu hringja sjálf í fulltrúa kvennasamtakanna sem mætti ekki gefa mér upp hveijir væru, ég myndi taka allar þær myndir sem mér þóknaðist, ég skyldi hringja í upplýsingaráðherr- ann og klaga og svo skyldi ég að mér heilli og lifandi grafa upp símanúmer forsetans, þó ekki væri nema til að láta það berast til hans, að blaðamaður frá íslandi hefði þó sýnt lit á að fá að hitta hann og heyra hans hlið. Herra Ma’an, undirtylla fórnaði höndum. „Þú getur ekki hringt í forsetann. Þú færð hvergi númerið. Og þú mátt ekki gera mér þetta, allt svona á að ganga í gegnum mig og ég lendi í vandræðum. Og hugsaðu þér eft- ir allt sem ég hef verið að gera fyrir þig.“ Ég sagði snúðug að það eina sem hann hefði gert væri að láta mig hanga uppi á hóteli af því að hann lofaði að hringja og láta mig vita um allt sem ég ætti að fá að gera. Hann vissi ég yrði að hafa leyfi og hann gerði ekkert til að útvega mér þau. Mér væri nokk sama þótt hann fengi skammir. Hann ætti ekkert betra skilið. Svo rigsaði ég í brottu og herra Ma’an sat eftir með tárin í augunum. Tveimur tímum síðar hafði ég fengið símanúmer á skrifstofu for- setans og hringdi „Eg heiti Jóhanna og er blaða- maður frá íslandi. Mætti ég segja orð við forsetann?" Þögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.