Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 12

Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Glæsilegur söngur Tónlist Jón Ásgeirsson Rannveig Bragadóttir söng sína fyrstu tónleika í Gerðubergi sl. mánudag og flutti verk eftir Haydn, Mozart, Mahler, Wolf og de Falla. Haydn samdi 52 sönglög með píanóundirleik, þar af tólf canzon- ettur er hann samdi við enska texta, þá hann dvaldist í London. Tvö fyrstu lögin, She never told her love, og Piercing Eyes, eru úr seinna hefti canzonettanna en þriðja lagið, O Tuneful Voice, er samið í Vín, haustið eftir að Haydn fór frá Lond- on í seinna skiptið. Ein sehr ge- wöhnliche Geschichte er gefíð út 1781 en Das Leben ist ein Traum, 1784'. Þetta eru falleg lög sem voru mjög vel sungin, einkum þó tvö síðustu og fengur í að heyra þessi lög, sem trúlga hafa ekki oft heyrst hér á landi. Tvö lög eftir Mozart voru næst á efnisskránni, Als Luise die Briefe og Der Zauberer og voru þau mjög vel sungin. Þá voru þrjú lög, nr. 5, 9 og 10, úr Des Knaben Wunder- hom, eftir Mahler ekki síðri. Lögin eftir Wolf voru feikna vel flutt eink- um það fyrsta Auf ein altes Bild og nr. 2 í Mignon ljóðunum. Spönsku alþýðulögin eftir de Falla bera svo sterk einkenni spánskrar sönghefðar, að fáir hafa þar fullt vald á að leika sér með. Rannveig er frábær söngkona og sýndi það einnig í spönsku lögum. Til að nefna dæmi í Astriana og Nana. Undirritaður vissi til þess að að Rannveig var ekki búin að ná sér eftir flensu og mátti heyra það, að hún treysti röddinni ekki fyllilega fyrr en í aukalögunum og sérstak- lega í „Vínarlaginu". Þar breitti hún röddinni að fullu og „söng út“. Söngur Rannveigar stendur á feikna góðri tækni og náttúrugjaf- imar em falleg rödd og tónlistar- gáfa, sem gefur henni að verða stór- kostleg söngkona og nú er að bíða hvaða hún „Fortúna" ætlar þessari efnilegu og frábæru söngkonu í framtíðinni. Það skal tekið fram að Rannveig mun endurtaka tónleik- ana nk. sunnudag í Gerðubergi, en uppselt var að þessu sinni. Undirleikari var Jónas Ingimund- arson og þar sem hann leikur undir hjá nær öllum söngvumm er í raun alltaf verið að tala um sama hlut- inn. Eins og áður hefur verið sagt, þá á hann það til að vera ýmist ótrúlega góður eða allt eins jafn vondur sem undirleikari og þessar misfellur vom því miður nokkuð afgerandi í sumum spönsku lögun- um, sérstaklega þar sem leika þarf með hljóðfall og hryn. Hins vegar var leikur hans aldeilis glæsilegur í hægu lögunum, þar sem hann lék mjög fallega með ýmis viðkvæm blæbrigði og þar fara ekki allir í fötin hans. Guðmundur Andri Thorsson Hótel Borg: Skáldakvöld Ólafúr Jóhann Ólafsson BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á Hótel Borg i kvöld klukkan 21. Þar verða kynntar eUefú nýjar bækur sem inni- halda skáldskap af ýmsu tagi. Lesið^ verður úr skáldsögum þeirra Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Guðmundar Björgvinssonar, Guð- mundar Andra Thorssonar, Ey- vindar P. Eiríkssonar og Jóham- ars; smásagnasöfnum Einars Más Guðmundssonar, Gyrðis Elíassonar og Guðbergs Bergssonar og ljóða- bókum þeirra Sigurðar Pálssonar, Nínu' Bjarkar Amadóttur og Jóns Óskars, en síðasttalda bókin hefur að geyma ljóðaþýðingar úr frönsku. Flestar em bækur þessara höfunda glóðvolgar úr prentsmiðju eða væntanlegar á næstu dögum. Undantekningalítið lesa höfund- Leiðrétting Þau mistök urðu í firétt af dag- skrá í minningu Magnúsar Jóns- sonar, i Morgunblaðinu sl. þriðju- dag að Geirlaug Þorvaldsdóttir, leikkona, var ranglega nefnd Þorláksdóttir. Morgunblaðið bið- ur Geirlaugu og lesendur velvirð- ingar á þessum mistökum. Nína Björk Árnadóttir amir sjálfír úr verkum sínum. Fólk er hvatt til að mæta tíman- lega, enda hafa kynningar Besta vinar ljóðsins á nýjum bókum und- anfarin ár verið vel sóttar. Veit- ingasala Hótels Borgar er opin af þessu tilefni. Kynnir á skáldakvöldinu er Við- ar Eggertsson leikari. Miðaverð er 300 krónur. Kristinn G. Harðarson ásamt nokkrum verka sinna. Morgunblaðið/Einar Falur Rannsókn og leikur Myndlist BragiÁsgeirsson Það er ekki ýkja langt síðan Kristinn Guðbrandur Harðar- son sýndi í gömlu húsakynnum Galleris Svarts á hvítu við Óðin- storg. Það var frekar einhæf sýning og virkaði þung á skoðandann og var líkast sem að Kristinn Guð- brandur 'stæði á krossgötum, ef ekki á blindgötu og vissi vart í hvom fótinn hann ætti að stíga. Nú er hann kominn aftur með sýningu og að þessu sinni í húsa- kynnum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg. Það er allt annar svipur yfír þessari sýningu en hinni fyrri og öllu meira að gerast, er líkt því sem listamaðurinn hafí brugðið á leik og sótt föng sín í allar áttir úr listasögunni og því sem næst honum var hverju sinni. Kristinn umtumar venjulegu samhengi hlutanna og setur jafn- vel vonda list og ódýra fjöldafram- leiðslu (Kitsch) inn í þaulhugsuð mótunarform. Það má kenna sterk áhrif úr öllum áttum á sýningunni, jafnvel framlagi Donalds Judds til síðustu Listahátíðar, en jafnan bætir Kristinn einhverjum ólíkum eðlis- þáttum inn í myndlistarverkið, jarðrænum sem hugmyndafræði- legum. Þá hefur hann einnig tek- ið upp á því að prjóna smá mynd- heildir og er það einn áhugaverð^ asti þáttur sýningarinnar. Sumar mynda hans geta virkað mjög fagurfræðilegar en svo eru t.d. tvær lágmyndir uppi á lofti, sem koma mjög á óvart fyrir skýra og skynræna myndhugsun. Þessi sýning býr yfír meiri fyöl- breytni en flest annað sem í lang- an tíma hefur gist húsakynnin og er auðséð að heilmikið er að bijót- ast um í listamanninum Kristni Guðbrandi Harðarsyni um þessar mundir. Ljóðræn sértekning Óformleg list, eða „Art infor- mel“ eins og málunaraðferðin nefnist á frönsku, er andstæða þaulhugsaðrar strangflatarlistar. Aðferðin hafnar beinni lýsingu myndefnisins svo og formrænum og byggingarlegum reglum til hags fyrir frjálslegan málunar- máta og hugrænan innblástur. Hún hefur verið iðkuð á margví- slegan hátt frá því að hún kom fyrst fram á árunum 1945—46 og er ,í eðli sínu hvort tveggja skyld abstrakt-expressjónisman- um og starfrænu málverki (action painting). Hér ber einnig að nefna ljóðræna sértekningu, slettumál- verkið og dropamálverkið, abstraction lyrique, Tachismus og dripping painting. Allar aðferðirn- ar eru sprottnar af sama meiði, sem eru rannsóknir á hinni aust- urlenzku skrift — kalligrafíunni. Málarinn Kristján Davíðsson, sem um þessar mundir sýnir í Gallerí Borg, hefur verið helsti fulltrúi þessara stefna hér á Is- landi frá því í lok sjötta áratugar- ins og víða komið við í rannsókn- um sínum. Aðaleinkenni hans hef- ur löngum verið litrænn styrkur og lífræn mýkt og list hans hefur smám saman þróást í mjög ljóð- ræna sértekningu, sem er byggð á þeirri miklu reynslu sem hann hefur viðað að sér innan óform- legu listarinnar. Á undanfömum árum hefur hann í æ ríkari mæli málað undir beinum hughrifum frá náttúrunni allt um kring og á stundum hafa málverk hans jafn- vel nálgast hlut- lægan myndheim sbr. andlita- og kommóðumyndir hans. Staðfesta Kristjáns á þessu sviði hefur fyrir löngu borið ríku- legan ávöxt svo að hann verður að teljast einn mikilhæfasti mál- ari þjóðarinnar í dag. Hjá Kristjáni er aldrei um bein- ar endurtekningar að ræða heldur hæga og markvissa þróun þannig að myndir hans bera í vaxandi mæli svip af skapara sínum. Að vísu er ferill hans ekki jafn rökvís og heill og ýmissa norr- ænna starfsbræðra svo sem Dan- anna Carls Hennings Padersens, Ejlers Bille og Egils Jacobssens, svo að einhveijir séu nefndir, en þeir eru allir ólíkir að upplagi en hafa rannsakað sama myndefnið allt frá árunum eftir heimsstyij- öldina. I septembermánuði sá ég t.d. í Galleríi Asbæk í Kaup- mannahöfn mikla sýningu á vatnslitamyndum Carls Hennings Pedersens og styðst hann við sömu myndefni og fyrir 50 árum, en myndir hans eru þó alltaf jafn ferskar og upplifaðar eins og að hann sé að mála þær í fyrsta skip- tið. Þetta er einmitt meginkjaminn í allri list, hæfíleikinn til að halda sér ferskum og sífijóum innan marka listar sinnar — þessir menn eru hafnir yfír það að þurfa að eltast við hveija bylgjuna á fætur annarri til að þóknast grunn- hyggnum fræðingum, sem helst krefjast fjarstýrðrar kúvendingar á hverri sýningu. ÖIl mikil list sprettur upp úr djúpum innri hræringum, er vilja bijótast fram líkast blómum villimerkurinnar, sem eru einungis háð skapara sínum, sjálfum himnaföðumum. Það er langt um liðið síðan Kristján Davíðsson var einn af athafnasömustu málurum þjóðar- innar á sýningarvettvangi þótt hann hafi þegið ýmis boð um sýn- ingar og tekið þátt í ótal samsýn- ingum. Þess vegna er það mjög af hinu góða að sjá jafn mörg spánný verk hans samankomin á einum stað og bestu málverk hans á sýningunni staðfesta fullkomlega, að hann hefur engu gleymt og er í miklum vígaham sem fyirum. í stuttu máli mjög gott og sumt frábært... Kristján Daviðsson — Vatn og land á vordægrum '88. — Olía á striga — 100x120 sm. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.