Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Alvar Aalto hefiir gegnum árin orðið einskonar tákn fyrir það skapandi afl sem býr að baki finnskri hönnun. Vasi hans hann- aður árið 1936 stóð sem einskon- ar symból Finnskrar viku í Reykjavík. (Framl. Iittala.) vandi steðjar að í sambandi við hönn- un á ullarfatnaði, að sjá að Mari- mekko, sem lengst af hefur einbeitt sér að framleiðslu á og úr prentuðum dúkum, tekur nú upp framleiðslu á ptjónavörum. Eins og áður er hið fijálsa og óþvingaða form látið ráða. Andstæðuna er að finna í hinni yfirveguðu og hnitmiðuðu hönnun Iija Zeimu og Reijo Ojala fyrir Pent- ik. Þegar veturinn nálgast er ekki óeðlilegt að vetrarfatnaðurinn frá Luhta veki sérstaka athygli skoðan- dans. Og manni verður fyrir að spyija hvort þarna sé ekki eitthvað fyrir íslenska framleiðendur og hönnuði að spreyta sig á. Að vísu byggir Luhta á langri reynslu eða allt frá 1907. Framleiðir um 15.000 flíkur á dag. Hefur útibú í Portúgal o.s.frv. Sölutölur síðasta árs nálgast 900 milljónir Finnmarka, 56% fram- leiðslu í Finnlandi og 95% fram- leiðslu í Portúgal fara til útflutn- ings. Hér er öðru fremur verið að selja góða hönnun, sem stöðugt er þróuð og aðlöguð markaðnum. Margt fleira gat að líta á þessari kynningu sem snertir vöruhönnun. Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á finnskri umbúðahönnun. Nægir í því sambandi að nefna sæl- Elegia, hnifapör frá Hackman, hönnun: Hackman ateiier 1987. Finnland — formland Finnsk vika í Reykjavík, sýning á Holiday Inn POTTÞÉTTAR BLEIUR ENGIN AUKAEFNI NÁTTÚRULEGAR í GEGN OFNÆMISPRÓFAÐAR ______Hömnun Stefán Snæbjörnsson Nýlega stóð yfir finnsk vika í Reykjavík. Af því tilefni var haldin kynning á finnskum vörum í and- dyri Holiday Inn-hótelsins. Það sýn- ishom af finnskum gæðavörum, sem kynnt var, hefði mátt vera fjölbreytt- ara og gefa betur til kynna þá miklu breidd sem er í finnskum iðnaðarvör- um. Ótalmargt fleira en það sem sýnt var að þessu sinni hlýtur að eiga erindi til okkar í viðskiptalegu tilliti. Undirritaður verður að viður- kenna að hann saknaði einhvers af þeim sóknaranda og ferskleika sem svo oft einkennir sýningar þær sem Finnar standa að í því skyni að kynna framleiðsluvörur sínar. Hugs- anlegt er að skrifa þetta að einhveru leyti á kostnað húsnæðisins, sem ekki rúmar nema litla sýpingu. Þetta leiddi til þess að uppsetning sýning- arinnar var ekki í nægilega góðu samhengi, nánast engin heildaráhrif. Trúlega á einstaklega léleg lýsing sinn þátt í þessu. Það hefði mátt bæta mikið úr hinu annars drunga- lega umhverfi anddyrisins í Holiday Inn með því að lýsa betur upp sýn- ingarhluti. Lýsingin var köld og dauð. Fallegir hlutir, eins og fatnað- urinn frá Marimekko og Luhta, og listræn borðskreyting frá Arabia og Iittala, urðu einkennilega bragð- daufir fyrir alla þá sem þekkja möguleika þessara hluta til að geisla frá sér gleði og ferskleika. Hönnun sem selur En þrátt fyrir að sýning þessi hafi ekki verið mikil að vöxtum og með vissum annmörkum fór varla nokkur sem hana skoðaði varhluta af þeirri alúð sem Finnar leggja við hönnun framleiðsluvöru sinnar. Margt af því sem sýnt var, einkum hvað varðar glerið, voru gamlir kunningjar. Gjaman hefði mátt draga fram fleiri af hinum yngri hönnuðum í finnskum gleriðnaði. Harlekin, borðbúnaður hannaður af Inkeri Leivo fyrir Arabia, 1987. Skíðafatnaður frá Luhta, hönnuðir: Seija Haapsaari og Riita Kuppan- inen. Engu að síður, finnska glerið stend- ur fyrir sínu og Alvar Alato er óum- deilanlegur og sama gildir um Oiva Toikka. í sambandi við listiðnaðinn þá beindist athyglin öðru fremur að leir- munum Inkeri Leivo, sem hún hefur gert fyrir Arabia. Matarstell hennar, sem gengur undir nafninu Harklek- in, sækir formfyrirmyndir til stílbrigða áranna kringum 1920. Það fellur vel að því umhverfi sem fólk skapar sér í dag og því afturhvarfi til „Bauhausskólans", sem á svo rík ítök í formsköpun „dagsins". í eldhúsáhöldum og hnífapörum frá Hackman eru einnig merkjanleg- ar tilraunir til að nálgast strauma í samtímanum, sneiða hjá hinu hefð- bundna en í stað „f4—unksjonalis- mans“ eru það austurlenskir „form- tónar“ sem ráða. Leita nýrra leiða Það er forvitnilegt, ekki síst fyrir okkur á íslandi, þar sem stöðugur gætis- og matvöruumbúðir hvers konar og ekki má gleyma hinni sér- hönnuðu flösku Finlandia Vodka sem Tapio Wirkkala hannaði árið 1966. Vonandi fleiri sýningar Þessi litla sýning gaf aðeins tak- markaða hugmynd um þau viðskipti sem eiga sér stað milli Finnlands og íslands eða öllu heldur því sem Finnar hafa að bjóða í því sambandi. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að við fáum hingað stærri sýn- ingu frá Finnlandi sem gefur okkur enn betri yfirsýn yfir finnskan iðnað og listiðnað. Sú sýning mætti gjarn- an sigla undir merki menningarinnar og trúlega myndi slík sýning gefa íslendingum betri heildarmynd af Finnlandi og finnskri þjóð, möguleik- um til viðskipta og menningarlegra samskipta, en lítil vörusýning svo háð viðskiptum líðandi stundar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.