Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
23
hyggst fá fram eða þegar hann
heyrir í hljómsveitinni?
— Það er nú ekki svo auðvelt
að útskýra það en það má kannski
segjá að þarna sé um einhvers kon-
ar þróun að ræða. Við getum eigin-
lega líkt þessu við tölvuvinnslu.
Gögnum er safnað inn á tölvuna
og síðan má vinna úr þeim á ýmsa
vegu. Ég skoða og læri tónlistina
og þessar upplýsingar gerjast hið
innra með mér og hafa þróast nokk-
uð þegar ég kem á æfingu. Þessi
þróun heldur síðan í raun áfram
meðan á æfingum stendur og þann-
ig mótast einhver ákveðin leið sem
ég hyggst fara með hljómsveitina
í tónlistarflutningnum. í næsta
skipti getur svo farið að ég leggi
allt aðrar áherslur, úrvinnsla upp-
lýsinganna verður önnur þá.
Efnisskrár þessara tónleika sem
þú stjómar eru talsvert ólíkar —
þú ert ekkert fastur í ákveðnum
tímabilum eða stefnum?
— Nei, það held ég ekki og ég
vil gjaman stjórna hvers kyns tón-
list, bara að það sé góð tónlist og
að hún sé þess konar að ég treysti
sjálfum mér til að koma henni vel
til skila með hljómsveitunum. Aðal-
atriðið í þessu máli er að vera hei
ðarlegur og vandvirkur og við eig-
um að bera ákveðna virðingu fyrir
tónskáldunum — án þeirra væri
engin tónlist og ekkert tónlistarlíf.
Sá frægi hljómsveitarstjóri Tosc-
anini sagði þegar hann var orðinn
áttræður: Hvemig gat ég eiginlega
stjórnað Beethoven þegar ég var
sextugur? Ég ætla ekkert að líkja
mér við hann en ég treysti mér til
dæmis ekki ennþá til að stjóma
verkum eftir Bmckner þó að mér
geðjist mjög vel að tónlist hans.
Kannski þykist ég einhvern tíma
tilbúinn til að takast á við Bruckner!
Hvernig starfar Sinfóníuhljóm-
sveit New Haven-borgar og hvað
geturðu sagt almennt um slíkar
hljómsveitir í Bandaríkjunum?
— Hljómsveitin starfar nokkuð
svipað og sú íslenska, við erum með
reglulega tónleika í borginni og
reynum síðan að heimsækja aðrar
borgir. Það er gott og nauðsynlegt
fyrir hljómsveitina og þá sem
stjóma daglegum rekstri hennar og
gott fyrir áheyrendur okkar heima
að heyra hvernig okkur vegnar
annars staðar. Ef gagnrýnendur
taka okkur vel emm við stolt og
ánægð með hljómsveitina, stjórn-
inni gengur betur að afla fjár til
starfsins og áheyrendur í heima-
borginni vita að þeir eiga góða
hljómsveit. Ef illa gengur viljum við
náttúrlega sem minnst um það tala!
Þannig er það einmitt núna hjá
okkur því hljómsveitarmenn í New
Haven hafa verið í verkfalli síðustu
vikurnar og sér ekki enn fyrir end-
ann á því.
1.500 hljómsveitir
— Það er auðvitað margt hægt
að segja almennt um sinfóníuhljóm-
sveitir í Bandaríkjunum. Núna em
þærum 1.500 — já, fimmtán hundr-
uð — og þar af má segja að 120
séu vemlega góðar. Hinar em
áhugamannahljómsveitir sem vjssu-
lega em góðar svo langt sem þær
ná. En þessar 120 em þær sem
spila um allt landið, þær leika inn
á hljómplötur og stjómendur þeirra
em flestir þekktir og færir tónlistar-
menn heima og heiman.
Munurinn á hljómsveitum í
Bandaríkjunum og Evrópu er
kannski helst á rekstrarlega svið-
inu. Við eigum svo litla hefð og
fáar hljómsveitir njóta nokkurs op-
inbers styrks öfugt við flestar evr-
ópskar sinfóníuhljómsveitir. Um
það bil helmingur tekna hljómsveit-
anna heima er af sölu aðgöngu-
miða, hitt em framlög einstaklinga
og fyrirtækja og lítið brot em opin-
ber framlög. Þetta þýðir að stjórnir
hljómsveitanna þurfa að veija mikl-
um tíma í fjáröflun og það þýðir
auðvitað ekkert að leita eftir slíkum
stuðningi nema að hljómsveitin
standi sig vel.
Þá vil ég líka benda á það að
auk þess sem hljómsveitir njóta
lítils stuðnings frá hinu opinbera
finnst mér vanta hvatningu fyrir
gildi tónlistar í almennum skólum
og meiri almenna tónlistarkennslu.
Þetta virðist koma í sveiflum, sum-
ir forsetar hafa lagt mikla áherslu
á listir og menningu og veita fjár-
magni til slíkrar starfsemi en aðrir
hafa á því minni áhuga og við höf-
um búið við það síðustu árin. í
Evrópu á tónlistin sér hins vegar
langa hefð og það er ekki svo lítils
virði.
Um 30% bandarísk tónlist
Hvað með efnisskrá?
— Mér sýnist hljómsveitir vestra
bjóða upp á svipaða efnisskrá og
Sinfóníuhljómsveit Islands gerir.
Ef ég tek hljómsveitina í New Hav-
en sem dæmi þá erum við með tals-
vert mikið af bandarískri tónlist.
Kringum 30% af efnisskránni eru
verk bandarískra tónskálda og þar
komum við aftur að hefðinni. Við
eigum aðallega samtíðarskáld og
þess vegna finnst mér mikilvægt
að kynna þau og verk þeirra. Það
er samið mikið af tónlist í Banda-
ríkjunum. Margt af því er góð tón-
list sem við viljum eiga þátt í að
koma á framfæri enda er mikilvægt
að gefa tónskáldunum tækifæri.
Að lokum má minna á efnisskrá
tónleikanna í Háskólabíói á fimmtu-
dagskvöldið. Þar flytur hljómsveitin
atriði úr vinsælum söngleikjum.
West Side Story og Candide eftir
Bernstein, Porgy og Bess eftir
Gershwin og Cats eftir Lloyd-
Webber. Bandarísku söngvararnir
Baskerville og Lofton syngja lögin
úr Porgy og Bess og sagðist Murry
Sidlin þekkja til þeirra beggja og
því geta ábyrgst skemmtilega tón-
leika.
jt
Hafrúnu, sem er um helmingi
styttri tími en með Akraborginni
og fyrstu ferðina fórum við á
mánudagsmorgun."
Hafrún fer frá Akranesi kl. 7.15
og til baka frá Reykjavík kl. 8.15.
Aftur er farið frá Akranesi kl.
12.15 og frá Reykjavík kl. 18.
„Við höfum þegar fengið ábend-
ingu um að hafa fyrstu ferð frá
Reykjavík kl. 9 í stað 8.15 og ég
reikna með að við gerum það,“
sagði Svanborg. „Þá höfum við
fengið fyrirspurnir um nýtingu
bátsins, til dæmis hvort mögulegt
sé að nota hann í skoðunarferðir,
svo sem upp í Hvalfjörð. Það er
vel mögulegt að við notum tímann
frá 13-18, .pegar Hafrún er í
Reykjavíkurþöfn, til slíkra ferða,
auk þess sem hægt er að leigja
bátinn þil sérverkefna."
í sumar var greint frá því í
Morgunblaðinu að fyrirhugað væri
að hefja ferðir milli Akraness og
Reykjavíkur á nýrri og hrað-
skreiðri feiju, sem tæki 320 far-
þega og yrði aðeins 18 mínútur á
milli. Haukur Snorrason, sem er í
forsvari fyrir þá aðiia sem áhuga
hafa á að koma slíkum ferðum á,
sagði að það væri enn ekki útilok-
að. Fremur væri spurning um hve-
nær af því gæti orðið en hvort það
yrði. Hann sagði að ferðir Haf-
rúnar væru því ekki til fyrirstöðu,
enda yrðu Eyjaferðir aðeins með
þessa flutninga yfir veturinn og
Hafrún væri of lítill bátur. Haukur
sagði að það myndi líklega skýr-
ast eftir næstu helgi hvenær nýja
feijan kæmi til landsins.
Hjá Skallagrími h.f., útgerðar-
félagi Akraborgarinnar, fengust
þær upplýsingar að ferðum hefði
nýlega verið flýtt um hálftíma.
Ástæða þess væri sú, að útgerðar-
félagið er háð samkomulagi við
Ríkisskip um hafnaraðstöðu. Ferð-
ir Akraborgarinnar frá Akranesi
eru nú kl. .8, 11, 14 og 17. Frá
Reykjavík er farið kl. 9.30, 12.30,
15.30 og 18.30. Morgunferðum
og kvöldferðum er hins vegar
sleppt um helgar, en hefjast að
nýju í mars. Akraborgin tekur 430
farþega og 68 bifreiðir.