Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
Japanskir leikdansar á Litla sviðinu í kvöld:
Sólin rís í kvöld
— Gestaleikur Yoh Izumo í Þjóðleikhúsinu
TEXTI: Viðar Eggertsson
MYNDIR: Stein/Sverrir
Hún stendur í reykvískri nepj-
unni, á þeim árstíma þegar sólin
verður æ sparari á sig. Vefur þunnri
ullarkápunni sem gæti verið úr
tískuhúsi í París, þéttar að sér og
brosir þessu ómótstæðilega brosi,
sem þó felur ekki íhyglina í augun-
um. Hún hvessir augun út í myrkr-
ið, því hún er komin hálfan hnöttinn
á enda til að bera okkur list frá
heimalandi sínu, „Landi rísandi sól-
ar“.
Yoh Izumo heitir hún og sýnir
japanska leikdansa Á Litla sviði
Þjóðleikhússins í kvöld, á morgun
og laugardagskvöld kl. 20.30. Hún
er á sýningarferðalagi um þijú
Norðurlönd: Noreg, ísland og
Svíþjóð. Ferðin hófst í Noregi og
voru tvær sýningar í síðustu viku
á Det Norske Theatret og var hrein-
lega slegist um miðana.
Haukur J. Gunnarsson, hinn
íslenski leikstjóri, sem er löngu
kunnur hér heima fyrir að vera
helsti merkisberi japanskrar leik-
listar er með í for sem sérlegur
kynnir á sýningunum, en starfar
annars um þessar mundir sem leik-
stjóri í Osló. Við spyrjum Hauk
hveiju þessi aðsókn í Osló sætir.
„Yoh Izumo er mikilsmetinn
dansarí og danshönnuður í Japan
og hefur hlotið margar viðurkenn-
ingar, m.a. Japanska menntamála-
ráðuneytisins. Þau hlaut hún á ár-
legri listahátíð japanskra danslista-
manna þar sem saman er stefnt
öllum helstu listamönnum Japans í
þessari listgrein, dansinum. Þar eru
samankomnir bestu dansarar í bal-
lett, nútímadansi, hefðbundnum
dansi í fomri japanskri leikhefð, og
það var einmitt í þeirri grein sem
Yoh Izumo sigraði. Hún hefur verið
brautryðjandi í því að færa æva-
foma japanska danshefð nær
nútímamanninum. Hún hefur ekki
hikað við að nýta sér hinar fomu
hefðir til að tjá það sem öllum
mönnum er skiljanlegt á öllum
tímum og jafnvel hér á íslandi sém
í Japan."
Haukur Gunnarsson fór ungur
til Japans að kynna sér hina hefð-
bundnu japönsku leiklist sem hafði
skipt sér í tvær greinar. Önnur þró-
aðist fyrir yfírstéttina, en hin var
alþýðulist. Báðar hafa lifað góðu
lífí allt fram á okkar dag. Þessi
kunnátta hefur skilað sér farsæl-
lega í fslensku leikhúslífí, þar sem
hann hefur starfað sem leikstjóri.
Hann hefur sett upp fjöldamörg
Haukur og Yoh í Reykjavík (f eigin hlutverkum).
Yoh í hlutverki ungrar stúlku.
leikrit upp í íslenskum leikhúsum,
en efalaust bera þar hæst sýningar
hans af japönskum toga. Svo
skemmtilega vill til að fyrsta leikrit-
ið sem hann sviðsetti í Þjóðleik-
húsinu var slíkt „Kirsiblóm á Norð-
urfjalli" og það síðasta sem hann
starfaði við var einnig byggt á
frægri japanskri sögu „Rashomon".
Nú er hann enn kominn færandi
hendi. En hvemig lágu leiðir þeirra
Yoh Izumo saman?
„Þegar ég lauk námsdvöl minni
í Japan forðum daga, þá var mér
bent á hana sem besta kennara
fyrir Vesturlandabúa sem vildi
komast í kynni við þessa foma list,
því hún hafði til að bera metnað
og víðsýni sem gerði fólki af öðmm
menningarsvæðum þessa list skilj-
anlega. Ég hef síðan sviðsett þijár
sýningar í Osló á japönskum verk-
um og ég hef verið svo heppin að
fá hana í tveimur sviðsetningana
til að semja leikdansana. Sem Vest-
urlandabúi vinn ég ekki japönsk
verk eins og þau væm fýrir inn-
vígða, heldur laga þær að þeim
menningarheimi sem við hræmmst
í og það er það sem hún kann svo
vel, að nota fomar hefðir á nýjan
og ferskan hátt.“
En hvemig vom viðbrögð áhorf-
enda í Noregi í síðustu viku spyijum
við leikkonuna.
„Þau vom ótrúleg. Húsið var
þéttsetið. Það var 140% sætanýting,
því alls staðar var troðið inn auka-
stólum sem pláss var að fínna."
Og það var ekki nóg með að
áhorfendur bókstaflega þrengdu að
leikkonunni.
„Ég fann þessa ótrúlegu ein-
beitni, fólk virtist hlusta og horfa
með öllum líkamanum. Það var
ótrúlegt! Mér fannst ég þurfa að
hörfa undan þessari flóðbylgju sem
skall á mér og síðan að bijótast
gegnum hana,“ segir hún og augun
verða aftur svo töfrandi íhugul.
En hveiju mega Islendingar eiga
von á? Þau horfa bæði út í kalt
nóvemberkvöldið. Haukur rýfur
þögnina. „Þeim opnast vonandi nýr
heimur, sem er þó kunnuglegur.
Því sýningin spannar ótrúlega breitt
svið. Hún byijar með leikrænum
dansi frá upphafí 19. aldar, þar sem
dansarinn túlkar sjö mismunandi
hlutverk: gleðikonu, blindan nudd-
ara, glæstan ungan aðalsmann,
stríðsmann, perlukafara og að lok-
um guðinn Shoki, verndara bam-
anna. Það er í þessum dansi sem
hún nær að sameina hina hefð-
bundnu danshefð. Hún tekur óhikað
fom minni úr hefðinni og steypir
þeim saman. Því næst er leikrænn
dans sem byggir á sögu frá 19.
öld. Þar segir frá konu sem er perlu-
kafari og fómar lífi sínu til þess
að bjarga dýrmætum gimsteini úr
klóm Drekakonungs á hafsbotni.
Þetta er fyrri hlutinn og byggist á
hefð sem kallast Jiuta-mai og þró-
aðist meðal geisha-dansmeyja fyrir
u.þ.b. 200 árum í tehúsum i Osaka,
sem þá var miðstöð verslunar og
viðskipta. Þessir leikdansar leggja
áherslu á kvenlega fegurð og kyn-
þokka og tjá tilfinningar kvenna í
gleði og sorg.
í seinni hlutanum biýtur Yoh
Izumo allar hefðir því hún tekur á
sig karlmannsgervi. Því hún tekur
á sig gervi stríðsmanns, Samurai.
Upprunalega er tilgangur Kabuki-
dansarana að sýna hæfni leikarans
í að túlka persónuleika og tilfínn-
ingar ákveðins hlutverk með dansi.
Þama kemur uppruni íslendinga
að góðum notum, því samurai—
stríðsmenn voru af sömu rót mnnir
og heljarmenni íslendingasagna s.s.
Grettir og hans líkar og verður því
fróðlegt að sjá hvemig fíngerð jap-
önsk leikkona tekur á sig gervi
þeirra! En það fáum við einmitt að
sjá. Því þessi þáttur hefst með því
að við sjáum hvemig leikarinn und-
irbýr sig undir leikinn. Yoh Izumo
Viðtalstímar
alþingismanna
Sjálfstæðisflokksins
Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til við-
talstíma í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í nóvember.
Allir eru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná
sambandi við alþingismennina í síma 91-82900.
Viðtalstímar í dag, fimmtudag, eru sem hér segir:
Kl. 10.00-12.00
Friðrik Sophusson, þingmaður Reykvíkinga
Friðjón Þórðarson, þingmaður Vesturlands.
Kl. 17.00-19.00
Eyjólfur K. Jónsson, þingmaður Reykvíkinga.
Menahem
Meir heldur
tónleika á
íslandi
ÍSRAELSKI sellóleikarinn Mena-
hem Meir heldur tónleika í sal
Menntaskólans við Hamrahlíð
sunnudaginn 27. nóvember kl.
15.00.
Menahem Meir fæddist í Jerúsal-
em, en stundaði tónlistamám í
Bandaríkjunum. Hann lauk BA-
prófi í tónlist frá Manhattan School
of Music og mastersgráðu hlaut
hann við The University of Connec-
ticut. Hann hefur einnig numið hjá
Diran Alexanian, Antonio Janigro
og Pablo Casals í Puerto Rico.
Meir hefur haldið flölmarga tón-
leika, bæði í Bandaríkjunum,
Kanada, Mið- og Suður-Ameríku
og Evrópu. Hann var um tíma
skólastjóri tónlistarháskóla ísraels
í Tel Aviv og er nú prófessor í selló-
leik og kammertónlist við „Mozart-
eum“ í Salzburg.
Meðal verka hans á sunnudag
er Sfaradik melodi eftir P.P. Ben
Haim og verk eftir Coberyan og
Menahem Meir sellóleikari.
Chopin.
Undirleikari Menahems Meir
verður Catherine Williams.
Menahem Meir er sonur Goldu
Meir, sem var meðal stofnenda ísra-
elsríkis og forsætisráðherra þess
1969 til 1974. Hann kemur hingað
til lands í boði bókaútgáfunnar
Bókrúnar, sem um þessar mundir
gefur út sjálfsævisögu Goldu Meir
á íslensku. Eftir tónleikana er Meir
reiðubúinn að svara fyrirspumum
um ísrael í fortíð og nútíð.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
^ VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 -
685966
LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416
Ný þjónusta
Mikið úrval hreinlœtis- og blöndunartœkja.
Útvegum einnig menn til uppsetningar et óskaö er.
Eitt símtal — fullkomin þjónusta.