Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 25 Haukur Gunnarsson og Yoh í hlutverki stríðsmanns. sýnir sérstæða förðunartækni sem fylgir hlutverkinu. Andlitsförðun Kabuki-leiklistarinnar er ákaflega stílfærð og lýsir andlegum og líkamlegum eiginleikum hlutverks- ins. Þessi förðun er notuð í hlut- verkum ofurmenna, sem oftast eru hugaðir og tröllsterkir bardaga- menn. „Hún er ótrúleg," segir Haukur, „hún spannar allt sviðið. í sýning- unni tjáir hún kímni, ást, hatur, afbrýðisemi, fórnarvilja og sárs- auka. Hún hefur leikinn á því að leika undurblíða og viðkvæma mey og lýkur sýningunni á harðsvíruð- um karlmannsrusta." Ósjálfrátt verður manni litið á þessa fíngerð konu í myrkrinu á hjara veraldar í myrkurhjúp ísa- landsins, komna óraveg frá landi hinnar rísandi sólar með list sem hefur yljað mörgum jarðarbúa í gegnum aldimar, en í hennar bún- ingi er hún fersk og tær, því mann- skepnan er alls staðar eins og því ætti enginn að verða svikinn af því að leyfa sér stundargleði í öllu svartnættinu, því dijúg er stundin þar til sólin rís. Skáldsaga Agnars í enskri kiljuútgáfu Breska útgáfufyrirtækið Dedalus er að gefa út í pappírskiljuformi skáldsögu Agnars Þórðarsonar “Hjartað í borði“, sem í enskri þýðingu nefnist A Medal of Dist- inction. í kynningarbæklingi útgáfunnar er þess getið að jafnframt sé þessi bók fáanleg innbundin í enskri útgáfu. Er bókin gefin út í sérstökum flokki sígildra evrópskra bóka og nefnist flokkurinn Dedalus European Classics. Þýðandinn er prófessor Robert Cóok frá New Orleans, sem hefur unnið mikið að íslenskum fræðum og þýtt fleiri bækur eftir Agnar Þórðarson. En framkvæmda- stjóri Dedalus útgáfunnar er Eric Lane. Skáldsagan Hjartað í borði var á sínum tíma gefin út af Almenna bókafélaginu. Rithöfundurinn Agnar Þórðarson samdi hana upphaflega í leikritsformi undir nafninu Ekið fyr- ir Stapann og var það flutt sem framhaldsleikrit í ríkisútvarpinu. Síðan gerði höfundur úr efninu skáldsögu. Fyrir nokkrum árum kom hún út í enskri þýðingu í Banda- ríkjunum. Þetta er þriðja skáldsagan Agnars Þórðarsonar sem þar hefur verið gefin út. Hinar eru Ef sverð þitt er stutt, sem á ensku nefnist einfaldlega The Sword, og Kjam- orka og kvenhylli, sem nefnist Atoms and Madams. I kynningu á pappírskiljunni hjá Dedalus, sem boðuð var 31. oktober sl., segir að með upprifjun á fortí- ðinni og laustengdum minningabrot- um söguhetjunnar dragi höfundur upp vel gerða mynd af manni sem lendir í kreppu í lífi sínu vegna þess að honum mistekst að standa fræg- um föður sínum á sporði. Nútíma samfélagsvandamál og veikleiki hans sjálfs blandist hörmulegum atburðum þar til söguhetjunni tekst að rétta úr kútnum og komast úr ógöngunum. Samstarf Lionsklúbba og Colgate endurtekið LIONS-klúbbar um allt land dreifðu á síðasta ári Colgate- tannkremi, sem fylgdi hveiju jóladagatali er þeir seldu. Þetta mæltist það vel fyrir að ákveðið hefur verið að endurtaka tann- vemdarátak þetta fyrir þessi jól. Bömin telja dagana til jóla á dagatalinu en því fylgir ein tann- kremstúpa, sem þeim finnst gaman að eiga sjálf og hvetur þau um leið til að bursta tennur sínar reglulega. Lions-klúbbamir eru að hefja sína árlegu sölu á jóladagatölunum og með kaupum á þeim styrkir Lions-menn og börn þeirra sáu hveiju dagatali. fólk líknarsjóði þeirra ríkulega. Allur hagnaður af sölunni rennur óskertur til ýmissa góðgerðarmála og þannig styrkti Lions-klúbburinn FVeyr á síðasta ári t.d. MS félagið, um að pakka tannkremstúpu með dvalarheimili fyrir aldraða, Skála- túnsheimilið, Slysavamadeildina Ingólf, heimili Styrktarfélags van- gefinna og vímuvamarstarf Li- ons-hreyfingarinnar. Okkar landsþekkta víkingaskip erhlaðið gómsætum réttum þannig að allir finna eitthvað ijúfféngt við sitthæfi. * Þegarþú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum. Hlaöborðiösamanstendurafeftírtöldumréttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapaté, sjávarréttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruðum hörpu- diski, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn- um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, laxa- salati íbrauðkollum, hangikjöti, pottrétti, hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávarréttum í hvítvínssósu, hrútspungum, sviðasultu, lifrarpylsu og blóðmör, lunda- böggum, hákarli, ostabakka, ananastertu, harðfiski, úrvali af meðlæti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl. -------------- nudaga bjóðum við aukþess nsæta íslenska heiðalambið afsilfurvagni. ..»«r.,nannaðeinskr.995;- Bamahlaðborðið, þarsem börnin velja sér að vild á sunnudögum: Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lamba- kjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500,- Fríttfyriryngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allir sannir sælker- arættu að bragða. Borðapantanir í síma 2 23 22. Við hóteiið, sem er í alfaraleið, er ávalit fjöldi bílastœða. P.S. Og auðvKað kynnast útlendlngar íslenskum mat best af Víkingaskiplnu. „Heimur útaf fyrir sig “ HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.