Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 27 Morgunblaðið/Bjami Nýkjörin forysta Alþýðusambands Islands: Asmundur Stefánsson, forseti, Ragna Bergmann, fyrsti vara- forseti og Örn Friðriksson, annar varaforseti. Alls ekki hættur afskipt- um af verkalýðsmálum - segir Björn Þórhallsson fráfarandi varaforseti ASI „ÉG ER alls ekki hættur afskiptum af verkalýðsmálum, en ég er hættur í miðstjórn Alþýðusambandsins. Ég hef hug á að vinna áfram að málefhum verslunarmanna, að minnsta kosti eitthvað fyrst um sinn,“ sagði Björn Þórhallsson fráfarandi varaforseti ASÍ. Hann gaf ekki kost á sér til setu í miðstjórn sambandsins nú, en útilokar ekki að fara í sambandsstjórn sem fulltrúi verslunarmanna. Morgun- blaðið ræddi við Björn eftir að forseti og varaforsetar ASÍ höfðu verið kjörnir í gær. Bjöm Þórhallsson var varaforseti ASI síðustu tvö kjörtímabil, eða átta ár. Áður átti hann sæti í mið- stjóm sambandsins, fyrst sem vara- maður og síðan sem aðalmaður. Hann var fyrst spurður hvers vegna hann hefði dregið sig í hlé núna. „Það var nú einfaldlega. til þess að létta af mér störfum," sagði hann. „Mér finnst ekkert óeðlilegt heldur að það séu nokkur skipti í þessu og komi inn nýir menn. Ég tel að núna hafi vel til tekist, ég er mjög ánægður með niðurstöður þessara kosninga." Hvemig líst þér á næstu framtíð á vettvangi Alþýðusambandsins? „Það er nú erfitt að spá í það..Á síðustu misserum hefur stefnt í nokkra sundmng og ég tel ekki líklegt að Alþýðusambandið verði á næstunni sá möndull sem það hefur verið til dæmis í samningagerðum. Það kom í ljós síðastliðinn vetur að svo var ekki og ég sé ekki fyrir mér að það verði alveg á næstunni." Ásmundur Stefánsson hefur lagt mikla áherslu á sameiningu kraft- anna og samhent átak verkalýðs- ins, ertu ekki bjartsýnn á að það geti tekist? „Við höfum auðvitað alltaf lagt mikla áherslu á samstarf, en það er sitt hvað að vilja og að fá. Sum orð sem hafa fallið á þinginu og fyrir það, svo og starfið í fyrravet- Ásmundur Stefánsson: Þessi hópur ætti að geta unnið vel samau „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu vegna þess að viðbrögð manna hér á þinginu hafa sýnt að það er mjög breið samstaða,“ sagði Ás- mundur Stefánsson þegar hann hafði verið endurkjörinn forseti Alþýðusambands íslands án mótframboðs. „Fólk er sammála um að stóra verkefnið er að ná samningsréttinum aftur. Næsta verkefiii þar á eftir er að sjá til þess að þeir samningar sem gerðir verða í fi'amtíðinni verði virtir.“ Björn Þórhallsson. ur, það bendir ekki til þess að það sé á þeirri leið. Við höfum fyrir ------------------------------------------------------ okkur, hvemig þetta er orðið í Bandalagi starfsmanna ríkis og Hafiiað að færa þmg- assssw JL n er hræddur um að við eigum eftir i / g* P P að ganga í gegn um það enn frekar Tl "ITl T| T| I Y* fV| 1 YVf C11 á næstunni, þó ég teldi miklu æski- C'l.lllCCllll J-J- CCJJJ J. JJJ.CJ/J. legra að menn stæðu sem þéttast saman,“ sagði Bjöm Þórhallsson. LAGANEFND ASÍ-þingsins lagði til að allar tillögur miðstjórnar um ______________________ lagabreytingar yrðu samþykktar og hafhaði flestum öðrum tillögum á _ þinginu í gær. Tillögur nefhdarinnar hlutu samþykki, allar nema ein, lulöflltl L50rglTIÍHlH* um að færa þingtímann fram í maí næst þegar þing verður haldið ---------3 " árið 1992. Björn Þórhallsson sagði i framsögu um húsnæðismál, að hann efaðist um ágæti framkominna tillagna um húsbréfakerfi i stað núverandi húsnæðislánakerfis. Ásmundur sagði aðspurður að hann teldi of mikið gert úr flokkspó- litískum áhrifum í ASÍ. „Ragna Bergmann er í Alþýðuflokki en Om er óflokksbundinn. Eg hef ekki trú á því að þetta breyti í grundvallarat- riðum hinu daglega starfi vegna þess að sú umfjöllun og sú vinna sem hefur verið í miðstjórninni hef- ur ekki skipst eftir slíkum línum nema í örfáum undantekningartil- vikum. Ég þekki Rögnu af löngu samstarfi og veit að við getum unn- ið vel saman. Ég hef minna sam- starf átt við Öm, en hef fulla trú á honum og veit að hann hefur mjög mikla reynslu af því starfi sem hann hefur unnið sem forsvarsmað- ur í álverinu og formaður Málm- og skipasmíðasambandsins. Ég held að þessi hópur geti unnið vel saman og það tel ég vera hið mikilvægasta í málinu. Ég hef ekki trú á því að við eigum eftir að lenda í einhveij- um deilum út frá flokkspólitískum sjónarmiðum." Ásmundur var spurður hvers vegna hann hefði dregið svo lengi að segja af eða á um framboð sitt. „Sú óvissa á ósköp einfaldlega ræt- ur að rekja til þess að ég var í nokkmm erfiðleikum að taka þessa ákvörðun. Ég taldi að mörgu leyti eðlilegt að ég hætti. Ég er búinn að vera hér í átta ár og þetta er erfitt starf og mér fannst óhjá- kvæmilegt að velta því vandlega fyrir mér hvort ég ætti að gefa kost á mér til fjögurra ára í viðbót. Ég tók þá ákvörðun og ég er reiðu- búinn að takast á við þau verkefni sem em framundan. Ég veit nokkuð af reynslunni hvað við er að fást.“ Örn Friðriksson: Háði mér ekki að vera óflokksbundinn „KJÖR mitt er ekki af pólitískum toga spunnið þannig að fólk hefiir ekki látið það hafa áhrif á sig að ég er ekki í neinum pólitískum flokki,“ sagði Öm Friðriksson, nýkjörinn annar varaforseti Alþýðusam- bands íslands. Öm var tilnefindur af kjörnefnd og bar sigurorð af Vilborgu Þorsteinsdóttur i kosningum. „Við vitum að það em erfiðir við höfum ekki getað bmgðist nægi- tímar. Við búum við það að tvær ríkisstjómir hafa sett á okkur lög, takmarkað athafnafrelsi okkar og á þeim hlutum þurfum við að taka,“ sagði Öm. Af öðmm málum sem munu brenna á forystu ASÍ nefndi Öm kjaramál, atvinnumál, starfs- menntunarmál og skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar. „Við mun- um fara yfir þau mál sem afgreidd verða hér á þinginu, það er ekkert eitt mál öðm mikilvægara í sjálfu sér og ég lít ekki svo á að ég sé kosinn í miðstjórnina til að vinna að neinu einu máli öðm fremur. Mér þykir staða verkalýðshreyfingarinn- ar hafa verið veik. Það byggist með- al annars á því að stjómvöld hafa ítrekað komist upp með það að hefta starfsemi verkalýðshreyfingarinnar með lögum og slíkt hamlar auðvitað allri eðlilegri starfsemi. Það em ýmsir aðrir þættir í þjóðfélaginu sem lega vel við og við hljótum auðvitað að skoða okkar starfsaðferðir út frá þeimi reynslu." Öm sagði að kjömefnd hafði haft samband við .sig og beðið sig að hugleiða möguleikann á varafor- mennsku seint í fyrrakvöld. Hann hefði svo ákveðið að gefa kost á sér í gærmorgun eftir að hafa ráðfært sig við félaga sína. „Það er mjög eðlilegt að greiða atkvæði á milli fólks og tillögur um tvo fulltrúa sýna að báðum er treyst til starfsins." Öm hefur verið aðaltrúnaðarmað- ur starfsmanna í álverinu í Straumsvík frá árinu 1971 og átti sæti um tíma í stjóm Félags jámiðn- aðarmanna. í vor var hann svo kjör- inn formaður Málm- og skipasmíða- sambandsins. Hann sagðist eiga von á því að draga úr starfi sínu í álver- inu eftir kjörið í varaforsetaembætt- ið. Lagabreytingar vom afgreiddar á þinginu í gærmorgun. Alls lágu fyrir 22 tillögur til lagabreytinga, þar af var öllum hafnað nema fjórum tillög- um miðstjómar og þijár aðrar vom að hluta samþykktar. Laganefnd mælti með tillögum miðstjómar um breytingar á lögum samtakanna. Þær em m.a. um úrskurð í ágrein- ingsmálum, þar er gert ráð fyrir að 5 manna úrskurðamefnd geti fjallað um mál sem miðstjóm vísar til henn- ar. Nokkrar umræður urðu um tillög- umar. Einna mest var rætt um skipu- lagsbreytingar og um sjúkrasjóði. Samþykkt var tillaga um að réttindi til greiðslna úr sjúkrasjóðum flytjist með mönnum ef þeir fara í annað verkalýðsfélag. Aðeins ein tillaga laganefndar hlaut ekki hljómgmnn, það var tillagan um að færa þing- tímann fram í maí. Hún var felld, 178 greiddu atkvæði gegn henni, 159 vom samþykkir. Umræður um húsnæðismál hófust í gær. Bjöm Þórhallsson flutti fram- sögu um málið. Þar mælti hann fyr- ir nauðsyn þess að veija núverandi húsnæðislánakerfi og að gera á því nauðsynlegar breytingar. Hann lýsti efasemdum um ágæti þeirra tillagna sem fram hafa komið hjá nefnd fé- lagsmálaráðuneytisins, sem fjallaði um úrbætur í þeim málum, að taka upp svokallað húsbréfakerfi. Taldi Bjöm að ef slík bréf væm í umferð gætu þau mettað verðbréfamarkað- inn. Af því leiddi að afföll af þeim yrðu mikil og þar af ieiðandi stór- hækkaður fj ármagnskostnaður íbúðakaupenda. Hann mælti með því að húsbréf yrðu reynd í tilrauna- skjmi á aftnörkuðum hluta markað- arins og fremur yrðu famar aðrar leiðir til að bæta núverandi kerfi. Þar nefndi hann m.a. að herða út- hlutunarreglur húsnæðislána og lækka lánsfjárhæð. Hann varaði við hugmyndum um að hækka vexti af lánunum, taldi að ef slíkt væri gert sæju lífeyrissjóðir sér ekki lengur fært að kaupa skuldabréf af bygg- ingasjóðunum og gætu þá allt eins lánað beint til sinna félagsmanna. Megum ekkí láta taka samn- ingsréttinn af okkur aftur „VIÐ höfúm talað um það, konur í verkalýðshreyfingunni, að það þurfi að auka hlut okkar og þarna var að hrökkva eða stökkva,“ sagði Ragna Bergmann, sem kosin var fyrsti varaforseti Alþýðusam- bands íslands í gær án mótframboðs. Hún sagðist ekki hafa skýrt frá ákvörðun sinni að gefa kost á sér fyrr en snenuna í gærmorgun eftir að eftir þvi var leitað í fyrradag. „Þegar við fáum samningsréttinn hún kannski veik í dag. Eg held aftur verðum við að standa vörð um það að sljómvöld taki hann ekki aftur,“ sagði Ragna þegar hún var spurð hvaða málefniyrðu mikil- vægust á vettvangi ASI í nánustu framtíð. „Þá brenna samningamálin á vörum ailra og síðan eru það skipulagmál ASÍ. Ég held að við getum ekki rekið það lengur á und- an okkur að skipuleggja verkalýðs- hreyfinguna eftir starfsgreinum. Þjóðfélagið býður upp á að bijóta verkaiýðshreyfinguna upp í æ smærri einingar og þess vegna er að fólk sé farið að gera sér grein fyrir því að ef það verður atvinnu- leysi kemur það fyrst niður á þeim sem lægst hafa launin.“ Aðspurð sagðist Ragna halda að flokkspólitísk sjónarmið væru á undanhaldi í verkalýðshreyfing- unni, en Ragna er félagi í Alþýðu- flokknum. Hún á einnig sæti í kjör- nefnd á ASÍ-þinginu og sagði að nefndin hefði einkum tekið tillit til skiptingu á milli sambanda og starfs í þágu verkalýðshreyfingar- innar við uppröðun manna í mið- stjórn. „Ég er búin að vera í verkalýðs- hreyfingunni í nokkuð mörg ár og hef verið formaður Verkakvennafé- lagsins Framsóknar í sjö eða átta ár. Ég hef verið í miðstjóm síðustu fjögur ár og hef starfað mikið að jafnréttismálum. Annað mikið áhugamál mitt hefur verið kjör hinna lægst launuðu," sagði Ragna er hún var spurð um störf hennar í verkalýðshreyfingunni. „Ég held að það hljóti að vera hægt að segja að það hafi miðað í rétta átt í jafnréttismálunum á þessu þingi. Mér finnst það mikiil sigur að kona sé fyrsti varaforseti og þá er það okkar kvennanna í miðstjórn að standa sig,“ sagði Ragna Bergmann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.