Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
Israel:
V erkamannaflokkurinn
ætlar í stjórnarandstöðu
Jerúsalem. Reuter.
LEIÐTOGAR Verkamannaflokksins í ísrael kváðust í gær heldur
mundu vera í stjórnarandstöðu en taka þátt í annarri samsteypu-
stjórn með Likud-flokknum. Nefndu þeir það til, að Likud-flokkur-
inn vildi ekki láta Verkamannaflokknum eftir mikilvæg ráðherra-
embætti og væri auk þess andsnúinn alþjóðlegri ráðstefhu um frið
í Miðausturlöndum.
Eftir kosningarnar 1. nóvember
fékk Yitzhak Shamir, leiðtogi
Likud-flokksins, umboð til stjórn-
armyndunar enda þóttist hann þá
hafa að baki sér meirihluta á þingi
með stuðningi ýmissa hægrisinn-
aðra smáflokka. Hann fór þó fram
á viðræður við Verkamannaflokk-
inn um áframhaldandi samstjóm
flokkanna en þær fóru út um þúf-
ur á þriðjudag.
Forystumenn í Verkamanna-
flokknum ætla að bera það undir
atkvæði í stofnunum flokksins
hvort rétt sé að vera utan stjómar
en orðrómur er á kreiki um að
þessar vendingar séu öðmm þræði
áróðursbragð og til þess gert að
hafa áhrif á Likud-flokkinn.
Flokkana tvo greinir á um margt
og ekki síst um alþjóðaráðstefnuna
um frið í Miðausturlöndum. Sham-
ir og aðrir Likudmenn líta á hana
sem sovéskt-arabískt samsæri um
að neyða ísraela til að láta af hendi
hemumdu svæðin, sem þeir geti
þó öryggisins vegna ekki verið án.
Verkamannaflokkurinn leggur líka
áherslu á að fá tvö af þremur
helstu ráðherraembættunum að
forsætisráðherraembættinu und-
anskildu og jafn marga ráðherra
og Likud.
Shamir vill trúlega nokkuð til
vinna að fá Verkamannaflokkinn
í stjórn því að það yrði til að friða
bandaríska gyðingaleiðtoga. Þeir
krefjast þess, að Shamir ógildi lof-
orð, sem hann gaf trúarlegu smá-
flokkunum, úm að setja lög, sem
takmarka mjög rétt manna til að
gerast gyðingatrúar. Verka-
mannaflokkurinn er andsnúinn
slíkum lögum.
Ljimo og JMimo Komnir
til Frakklands
Höfrungarnir Nimo og Limo virðast nú loks vera búnir að fá
tryggan samastað. Eigandi þeirra skildi þá eftir í hótelsundlaug
i Kairó fyrir hálfú ári. Breskir fjölmiðlar tóku höfrungana upp
á sína arma og fundu þeim Ioks samastað í sædýrasafni í Antibes
i Suður-Frakklandi.
Hvað er svona seið-
andi við þessa menn?
Woody Allen
Eftir Amanda
Craig
í GREIN sem Anthony Lejeune
ritaði í Sunday Telegraph er
fjallað um fegurðina, „sem er
svo mikilvæg i lífi okkar jafnt
sem bókmenntunum,“ eins og
hann kemst að orði. Þótt grein-
in hafi verið afar heillandi og
vel grunduð olli hún mér mik-
Uli gremju vegna þess að f henni
er litið á fegurðina sem sér-
stakan eiginleika kvenna, sem
gagnkynhneigðir karlar lof-
syngi.
Samt eru karlmenn fallegir,
ekki síður en konur. Trójustrið-
ið, sem Lejeune vísar til i byrj-
un greinarinnar, hófst eftir að
París hafði dregið Helenu á
tálar. Listamenn, allt Crá gríska
myndhöggvaranum Praxiteles
til Elizabethar Frink, hafa veg-
samað fegurð karlmanna, hún
hefúr verið lofsungin i Ljóða-
Ijóðunum og fest á kvikmyndaf-
ilmu til jafns við fegurð
kvenna. Það sem er heillandi
við þetta fyrirbæri er munurinn
á afstöðu kynjanna til fegurð-
arinnar, sem virðist benda tU
þess að konur og karlmenn séu
ólik bæði andlega og tilfinn-
ingalega.
Karlmenn þrá ekki aðeins feg-
urð kvenna; þeir vilja einnig vera
fagrir, þar sem þeir standa rang-
lega í þeirri trú að fegurðin færi
þeim velgengni í kyn- og félagslíf-
inu. Þetta getur hafa átt við rök
að styðjast í heimi fom-Grikkja,
þar sem samkynhneigð var nokk-
uð algeng og líkamsfegurðin var
lofsömuð sem eðlileg afleiðing
andlegrar fullkomnunar (þótt al-
kunnur ljétleiki Sókratesar ætti
að afsanna það). Þessi goðsögn
hefur hins vegar haldið lífi í heimi
gagnkynhneigðra, oft með
hörmulegum afleiðingum.
Fegurðin er ekki
nauðsynleg’
Ekki væri út í hött að álykta
að hinn vestræni heimur hefði
orðið allt öðruvísi en hann er hefðu
Hitler og Napoleon ekki verið litl-
ir og ljótir. Þetta getur haft jafn
Adolf Hitler. Hefði hann ekki
verið lítUl og ljótur væri heim-
urinn efalaust ekki eins og
hann er.
átakanlegar afleiðingar í einkalífi
manna. Cyrano de Bergerac, sem
var guðdómlega hnyttinn og sönn
hetja an með gríðarstórt nef,
áræddi ekki að bera fram bónorð-
ið við sína heittelskuðu, réð þess
í stað myndarlegan bjálfa til
verksins.
Í bókmenntunum eru fjölmörg
dæmi um viðlíka harmleiki. I
skáldsögu Trollopes, The Small
House at Allington, elska tveir
menn aðal kvensöguhetjuna, hinn
undurfagri aumingi „Apollo"
Crosbi og forljóta hetjan Johnny
Eames. Jafnvel eftir að aumingja-
skapur hins fyrmefnda er orðinn
fullkomlega ljós reynir kvenhetjan
af öllum mætti að verða ekki ást-
fangin af hinum síðamefnda.
Þessu eiga konur að vísu erfitt
með að trúa. Ef eitthvað er sem
konur gera ekki er það að setja
jöfnunarmerki milli fegurðar og
mannkosta (nokkuð sem karl-
menn flaska oft á). Fegurð karl-
manna er jákvæður eiginleiki, rétt
eins og offita og sóðaskapur eru
hið gagnstæða, en hún er alls
ekki nauðsynleg. Flestir hommes
fatals hafa verið sérlega ljótir:
Picasso, Lorenzo de Medici, Getty,
Onassis, Humphrey Bogart, jafn-
vel Woody Allen.
Karlar þurfa að vera
yfirburðamenn
Gámngar gætu haldið því fram
að peningar allra þessara manna
Byron lávarður
hefðu bætt útlitið upp; en þar með
gleymdu þeir hversu mikið að-
dráttarafl yfírburðamenn á hvaða
sviði sem er hafa á konur. í sann-
leika sagt þurfa karlmenn aðeins
að vera heimsins mestu sérfræð-
ingar í einhveiju, jafnvel bara
kúlulegum, til að fögur kona falli
í yfirlið við fætur þeirra.
Þeim sem eru góðum gáfum
gæddir em allir vegir færir hafi
þeir sjálfstraust: Voltaire hélt því
fram að hann gæti fengið hvaða
konu sem er til að gleyma hmkk-
óttu andliti sínu eftir í mesta lagi
tíu mínútna samræður. Hvaða
kona með ríka kímnigáfu gæti
sagt hið sama? Tökum sem dæmi
óheppni Nancy Mitford og Dorot-
hy Parker í ástum, en báðar vom
þær ófríðar, báðar einstaklega
fyndnar.
Til hafa verið fögur átrúnaðar-
goð af karlkyni, sérstaklega eftir
að kvikm}mdimar komu til sög-
unnar, en samt er það alkunn
staðreynd að konum finnast
myndir af nöktum körlum síst af
öllu kynæsandi (aðeins samkyn-
hneigðir karlmenn lásu tímaritið
Playgirl). Þetta er ekki vegna
þess að kvenmönnum þyki kynlíf-
ið ógeðfellt, eins og karlar héldu
áður fyrr, heldur vegna þess að
konur lita ekki á karlmenn sem
kynvemr á sama hátt og karlar
hneigjast til að líta konur - eða
aðra menn.
Byron, Valentino, Nurejev,- og
James Dean vom kyntröll síns
tíma, en það vom þeir vegna þess
að þeir vom holdtekjur andlegs
eða rómantfsks kraftar. Slíkur
kraftur heldur varanlegu aðdrátt-
arafli sínu löngu eftir að æskan
er glötuð; tökum sem dæmi Shaw
og Sean Connery, sem báðir vom
sérlega seiðandi á miðjum aldri;
tökum sem dæmi hlutverkið sem
John Cleese fór með í A Fish
Calied Wanda, þar sem miðaldra
maður nær ástum stúlku á sann-
færandi hátt frá kretínþorskhausi.
Þótt fegurð karlmanna geti
valdið tímabundinni ástsýki em
það aðeins bamalegar stúlkur og
aldurhnignir hommar sem verða
fyrir varanlegri ásthrifni þegar
útliti mannsins fylgja ekki mann-
kostir.
Þótt Rupert Everett, til að
mynda, sé miklu nærri því að
vera ímynd hinnar sígildu fegurð-
ar en Kenneth Branagh, er önug-
ur svipur hans síður aðlaðandi en
glaðlegt svipmót hins síðarnefnda.
Meðan fyrirsætur þurfa að líta
þóttafullar eða aðeins heimskar
út til að selja vömmar, þurfa
karlar í fyrirsætustörfum að vera
broshýrir eða þenkjandi - nema
þeir séu að selja karlmönnum vör-
uraar.
í klassískri goðsögn var Afród-
íta gift bækluðum guði eldsins,
Hefaistos, en hún var ekki hjá-
kona Apollos heldur hins ljóta
Aresar. Mannfræðingum þykir
þetta auðskilið. Konur þurfa að
vera fagrar til að ná tökum á
mönnum; það sem skiptir okkur
konumar mestu er að tiltekinn
maður vemdi okkur betur og afli
meira en hinir mennimir sem við
getum laðað að okkur.
Reay Tannahill greinir frá því
í bókinni Sex in History að í hinni
gömlu mökunarstellingu fremdar-
dýranna „hafði karlinn sýn yfir
bak makans og hann virðist hafa
fengið fagurfræðilega fullnægju
af ríkulegum, ávölum þjóhnöpp-
um. Konan sá hann alls ekki. Hún
á ef til vill heiðurinn af heimspek-
inni í „drengur er sá sem drengs-
verk vinnur.““
Eðlilegt væri að þessi viska
úreltist þegar félagslegt og efna-
hagslegt vald kvenna eykst, og
sú er raunin. Á þessum áratug
aldarinnar hefur orðið sprenging
hvað varðar eftirspurn eftir körl-
um í fyrirsætustörf og snyrtivör-
um fyrir karla og hefur annað
eins ekki gerst síðan á tímum
Georgs krónprins og Elísabetar.
„Fyrir tuttugu árum,“ segir Gavin
Robinson, einn af atkvæðamestu
umboðsmönnum tískuheimsins,
„voru karlar í fyrirsætustörfum
aldrei annað en varaskeifur, eins
og hrokkinhærðir kjölturakkar
eða pálmar í potti; núna fá þeir
jafn háa þóknun og hæstlaunuðu
konumar."
Sagt er að kvikmyndaver hafi
fengið það inn í samninga Ric-
hards Gere að hann beraði sig og
sýndi stórkostlegan líkama sinn
að minnsta kosti einu sinni í
hverri mynd. Listamenn eins og
Elizabeth Frink og Emma Serge-
ant lofsyngja fegurð karlmanna;
Fiona Pitt-Kethley lofar konur í
hlutverki flagarans. Erfitt væri
að ímynda sér að Cecil Parkinson
hefði fengið uppreisn æru eftir
Keays-hneykslið væri forsætis-
ráðherrann karlmaður; meðan
stjómmálamennimir tauta: „sér-
hver Elísabet þarfnast síns jarls
af Essex."
Samt er „leikfangastrákurinn"
enn frekar fágætt fyrirbrigði,
einkum takmarkað við leikkonur.
í augum’ okkar flestra - og ég
tala sem eiginkona sérstaklega
myndarlegs manns - skipta hinir
ósýnilegu kostir mestu: kímnin,
riddaramennskan, krafturinn og
ímyndunaraflið. Fyrir mörgum
árum velti Robert Graves því fyr-
ir sér hvers vegna svo margar
„yndislegar, hæfíleikaríkar stúlk-
ur/ giftast óþolandi mönnum?
Venjulega sjálfsfóm getum við
útilokað,/ og trúboðstilraunir, níu
af hverri tíu.“ Hlutlaus dómari
gæti komist að þeirri niðurstöðu
að þetta sé vegna þess að konan
væri einfaldlega vitrari og betri
en maðurinn.
Grein þessi er þýdd úr blaðinu
Sunday Telegraph.