Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 32

Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 ~ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. „ Alnæmi er al- heimsvandamál“ Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur skráð yfir 120 þúsund einstaklinga með alnæmi í heimin- um, flesta á aldrinum 20-40 ára. Stofnunin telur þó alnæmisjúkl- inga tvöfalt fleiri, eða um 250 þúsund. Þessar tölur eru þó aðeins toppurinn sem upp úr stendur af þessum ísjaka dauðans. Þannig telur Alþjóða heilbrigðisstofnunin að fjöldi smitaðra af alnæmisveir- unni sé langleiðina í 10 milljónir. Hér á landi hafa sjö einstakling- ar greinzt með þennan sjúkdóm á lokastigi. Þar af eru fjórir látnir. Fjörutíu og fímm hafa greinzt með mótefni gegn alnæmisveiru (HIV), þar af 32 hommar og tvíkynhneigðir og 8 fíkniefnaneyt- endur (sprautur). Þetta eru ugg- vekjandi tölur. En fræðsluherferð heilbrigðisyfírvalda gegn alnæmi hefur, engu að síður, borið árang- ur. „ísland er nú fímmtánda landið í röð Evrópuríkja hvað varðar Qölda eyðnitilfella, en fyrir þrem- ur árum var það fimmta í röð- inni,“ segir Ólafur Ólafsson, land-' læknir í sérstökum fíórblöðungi með Morgunblaðinu í gær, sem helgaður er fyrirbyggjandi fræðslu um ógn alnæmis. Ekki orkar tvímælis að fáfræði almennings um eðli sjúkdómsins og smitleiðir er helzti farvegur hans heims um ból. Þannig segir landlæknir að „sjúkdómurinn breiðist örast út þar sem fátækt og fáfræði er mest.“ Sú staðreynd vísar veg um fyrirbyggjandi að- gerðir í formi almennrar og við- varandi fræðslu. Viðteknar hugmyndir fræði- manna um smitleiðir veirunnar, sem sjúkdómnum veldur, hafa lítið breytzt á síðustu árum. Alnæmi smitast ekki, að dómi fræði- manna, við daglega umgengni. Smitleiðir veirunnar eru fyrst og fremst um kynmök við sýkta — og blóðblöndun, einkum um nál- arstungur fíkniefnaneytenda. Fræðimenn leggja höfuðáherzlu á að upplýsa fólk um þessi meginat- riði málsins: að forðast lauslæti í kynhegðan sem og blóðblöndun, sem ekki er að læknisráði. Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, segir að þessi viðleitni hafi borið þann Arangur hér, skv. könnun í október 1988, að Vs karla og kvenna 15-24 ára hafi breytt hegðan sinni til að draga úr hættu á alnæmi. Landlæknir telur að íslending- um og fleiri Norðurlandaþjóðum hafí tekizt betur upp í eyðnivörn- um en Vestur- og Suður-Evrópu- þjóðum, þótt enn megi betur gera. Líklega skýringu telur hann af tvennum toga. I fyrsta lagi meiri efnahagslegan jöfnuð á Norður- löndum sem og betri aðbúð hvers konar. í annan stað öflug, skipu- leg og almenn fræðsla, sem hófst tiltölulega snemma, eftir að sjúk- dómsins var vart. Þessi árangur vísar veginn um framhald hins fyrirbyggjandi starfs. Arangur sá, sem hér bryddar á, er þó hvergi nærri nægur. Um sumt er þróunin jafnvel á hinn verri veg. Þannig hefur hlutfall sýktra eiturlyfjaneytenda vaxið. Það stafar sennilega af því að eiturlyfjaneytendur tileinka sér síður þá almennu fræðslu, sem á boðstólum er, en aðrir. Við þessu þarf að bregðast, m.a. með stór- hertri baráttu gegn eiturlyfjum. Eiturlyf eru ein stærsta „upp- spretta“ mannlegra þjáninga og dauða. Þáttur þeirra í útbreiðslu alnæmis eykur enn á þá ógn sem ekki var á bætandi. Þá skekkir það vamarstöðuna, að verulegir fordómar hafa sagt til sín gegn eyðnismituðu fólki, hér sem annars staðar. „Til eru dæmi þess að fólk er hrakið úr starfí og frá heimili. Menn snúast jafnvel gegn sínum nánustu," seg- ir landlæknir í Morgunblaðsgrein sinni. Ótti við þennan hræðilega sjúkdóm er skiljanlegur. En sú þekking á eðli sjúkdómsins og smitleiðum, sem fræðimenn hafa miðlað almenningi, hjálpar til að eyða fordómum, eða ætti að gera það, ef hyggindi, góðvild og mann- úð ráða ferð. Þess er þó rétt að geta í þessu sambandi að eyðnismitaður ein- staklingur segir í viðtali við Morg- unblaðið: „Mín reynsla er sú að íslenzkar heilbrigðisstéttir reynist eyðnismituðum og alnæmissjúkl- ingum sérstaklega vel, bæði hvað mannlega og læknisfræðilega hlið mála snertir." Víða um heim vinna vísinda- menn á sviði læknisfræðinnar að rannsóknum á þessum sjúkdómi, veirunni, sem orsakar hann, og hugsanlegum varnar- og lækn- ingaleiðum. Sigurður Guðmunds- son, smitsjúkdómalæknir, segir í Morgunblaðinu í gær að „enn sé ófarinn langur vegur að endan- legri lyfjameðferð við alnæmi". Helgi Valdimarsson, prófessor, segir á sama stað að „ólíklegt sé að nokkur lyf geti útrýmt eyðni- veirunni úr líkama þeirra sem hafa smitast. Hinsvegar standi vonir til að lyf, sem nú er verið að prófa, muni geta komið í veg fyrir að veiran leggi ónæmiskerfið í rúst“. Eins og sakir standa á hinn almenni maður aðeins eina tiltæka vamarleið. Eigin hegðan, byggða á tiltækri þekkingu og heilbrigðri skynsemi. Það er kjaminn í fyrir- byggjandi fræðsluátaki íslenzkra heilbrigðisyfirvalda. AF INNLENDUM VETTVANGI HJÖRTUR GÍSLASON Skiptar skoðanir um skráningu gengis: Gengið rangt skráð en gengis- felling er ekki á dagskránni Hallinn á rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi eykst stöðugt að sögn forystumanna í greininni og kretjast þeir nú tafarlausra aðgerða, meðal annars gengisfellingar. Ríkissljórnin er ekki á sama máli, þar er gengislækkun ekki á dagskrá. FULLTRÚAR atvinnugreina í sjávarútvegi, öðrum útflutningi og samkeppnisgreinum telja nú óhjákvæmilegt að fella gengi islenzku krónunnar verulega, um 15 til 20%. Forsætisráðherra hef- ur lýst því yfir á opinberum fiindi, að gengið sé skráð um 15% of hátt, en gengisfelling sé engu að síður ekki á dagskrá. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri, sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins, að fella þyrfti gengið um 10 til 20%. For- sætisráðherra svaraði þeirri fiill- yrðingu meðal annars með því, að gengismálin yrðu endurskoð- uð eftir áramót. Utanríkisráð- herra segir gengisfellingu vera skottulækningu. Skráning gengis íslenzku krón- unnar hefur verið mjög til um- ræðu frá því í síðustu viku, en þá héldu Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna og Félag Sambandsfisk- framleiðenda (SAFF) aukafundi og kröfðust meðal annars Ieiðréttingar á gengi — gengisfellingar. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á ísafírði, sagði þá meðal annars á fundi SH, að væri verðbólga glæpur, væri gengisfell- ing refsingin. Fulltrúar fískvinnsl- unnar hafa til þessa sagt að verð- bólga hér á landi umfram verðbólgu í þeim löndum, sem kaupa af okkur fískafurðimar, sé mesti vandinn. Við getum ekki lengur flutt út verð- bólguna í formi hækkaðs afurða- verðs erlendis. Nú er svo komið að sögn þeirra að langvarandi verð- bólgumunur hefur lamað frysting- una og munurinn á tekjum og gjöld- um sé svo mikill að ekkert geti bjargað stöðunni nema gengisfell- ing samfara sérstökum ráðstöfun- um til að koma í veg fyrir almenn- ar verð- og kostnaðarhækkanir af hennar völdum. Bent er á að rúm- lega 20% gengisfelling á þessu ári án hliðarráðstafana hafi ekki bætt stöðu útflutningsgreinanna. Fundir SH og SAFF voru haldn- ir miðvikudaginn 16. nóvember. Síðan þá hafa foyrstumenn atvinnu- greinanna og stjómmálaflokkanna sagt ýmislegt á síðum Morgun- blaðsins og verður stiklað á því hér á eftir. Fimmtudagur 17. nóvember. „Mikill samdráttur í afla er borðleggjandi á næsta ári, en ekk- ert bendir til þess að markaðsverð hækki um þá tugi prósenta, sem þarf til að fískvinnslan standi af sér þá erfíðleika, sem framundan eru. Forsætisráðherra hefur sjálfur sagt á opinberum fundi að sjálfsagt sé gengi skráð 15% of hátt. Það er ekki vafí á, að sú tala er sízt of há miðað við stöðuna í dag, hvað þá miðað við það, sem blasir við á næsta ári." Friðrik Pálsson, for- stjóri SH. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að gengisfelling væri ekki á dagskrá. Gengisfelling gæti verið lækning samfara mjög ströngum hliðarráðstöfunum, svo sem að taka áhrif hennar út úr láns- kjaravísitölunni, þannig að fjár- magnskostnaður hækkaði ekki. Fyrst yrðu þó allar aðrar leiðir til að leysa vanda fískvinnslunnar reyndar, meðal annars að lækka Jjármagnskostnaðinn mjög mikið. „Það þarf gengislækkun af stærra taginu, sem komi sem minnst inn í almennt verðlag, það þarf íhlutun í útflutning á ísuðum físki og stöðva þenslu og verðbólgu innan lands.“ Tryggvi Finnsson, formaður SAFF. „Ef verðbólga er glæpur er gengisfelling sú refsing sem þjóðin verður að taka á sig, enda á hún sök á glæpnum með eyðslu um efni fram.“ Jón Páll Halldórsson, íramkyæmdastjóri Norðurtang- ans á ísafirði. „Hér innanlands hefur allur tilkostnaður við framleiðsluna farið stöðugt hækkandi auk þess sem fjármagnskostnaður hefur vaxið úr hófí fram á sama tíma og gengi krónunnar hefur lengst af verið haldið föstu, og þær smávægilegu gengisbreytingar sem gerðar hafa verið því runnið út í sandinn, bæði vegna aukins tilkostnaðar innan- lands og einnig vegna lækkandi gengis Bandaríkjadollars, sem veg- ur þyngst í tekjum frystingarinn- ar.“ Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH. „Hann sagði að vissulega væri gengið rangt skráð en benti á að það hefði verið fellt um rúmlega 20% á árinu. Þrátt fyrir það hefði staðan aldrei verið verri. Það sýndi að nauðsynlegt væri að taka áhrif gengisfellingarinnar út úr hagkerf- inu. Hann benti t.d. á að ekki gæti verið skynsamlegt að fella gengið þegar skuldir margra fyrirtækja væru orðnar meiri en ársveltan. Ráðast yrði gegn fjármagnskostn- aðinum áður en gripið yrði til slíkra ráðstafana.“ Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. Föstudagur 18. nóvember. Steingrímur Hermannsson ítrekaði að gengisfelling væri ekki á dagskrá. „Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að gengisfelling dugir ekki til að bæta hag útflutn- ingsatvinnuveganna ef vfxlverkanir eru í sambandi, bæði hvað varðar gengistryggð lán og lánskjaravísi- tölu á innlendum lánum.“ Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, sagði að ljóst væri að frystihúsin hefðu mætt enn meiri erfíðleikum en gert hefði verið ráð fyrir í haust, meðal annars vegna falls Bandaríkjadals. Hins vegar vildi hann ekki ræða gengisfellingu í því sambandi. „Það hefur því mið- ur ekki legið nægilega ljóst fyrir hver staðan er.“ „Gengisfelling hefur sem betur fer verið afskrifuð sem úrræði, vegna þess að hún kemur verð- bólguhjólinu af stað. Með því að heimta gengislækkun eins og Sjálf- stæðisflokkurinn gerir eru menn að biðja um verðbólgu og hækkun á skuldum sínum." Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði að það kæmi sér ekki á óvart að fisk- vinnslan bæði nú um gengislækkun. „Það lá fyrir í ágúst að þetta þyrfti að gera,“ sagði Þorsteinn. „Ef um það hefði tekist samstaða þá hefði eflaust verið hægt að komast af með minni gengisbreytingu en núna.“ Albert Guðmundsson, for- maður Borgaraflokksins, sagðist ekki vera trúaður á gengisfellingu. „Gengisfelling er margslungið dæmi,“ sagði Albert. „Hvað þýðir gengisfelling fyrir 150 milljarða þjóðarskuld? Hvað gefur svo aftur sá gjaldeyrir sem við getum aflað við gengislækkun? Segjum svo að 10% græðist í gjaldeyristekjum, en hins vegar yrði tapið 20% af skuld- um í krónutölu. Hvaða vit er þá í gengislækkun?" Guðrún Agnarsdóttir, þing- maður Kvennalistans, sagði að ekki væri vafí á því að gengið væri of hátt skráð, og skiljanlegt að ósk kæmi frá útflutningsatvinnugrein- unum um lagfæringu. Hún lét hins vegar í ljós efasemdir um að gengis- felling ein og sér leysti vanda út- flutningsgreinanna. „Eg get tekið undir það að gengi sé rangt skráð. Hins vegar eru menn sammála um að tilgangs- laust sé að fella gengið ef allur kostnaður fylgir strax í kjölfarið -... Eg hallast frekar að gengissigi á lengri tíma en gengisfellingu." Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ. „Sjávarútvegurinn fékk aldrei notið góðærisins og situr nú í verri stöðu en áður vegna tregðu stjórn- valda til að skrá gengi krónunnar í samræmi við tilkostnað. Hvemig má það vera, að stjómvöld telji eðlilegt að allt verðlag og vextir leiki lausum hala, en einn þáttur skuli vera fastur, það er gengið? Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Laugardagur 19. nóvember. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði að reynslan frá síðastliðnum vetri hefði sýnt að gengisfelling væri skottu- lækning, sem aðeins gerði illt verra. Hann sagði að gengisfelling nú myndi aðeins eyðileggja möguleika á verðstöðvun, koma í veg fyrir möguleika til lækkunar vaxta og enda með hruni atvinnuveganna. „Ég spurði reyndar mann að því, hvað hefði þurft að fella geng- ið mikið, svo útflutningsgreinamar væru nú með rekstrargrundvöll. Hann átti ekki svar við því og stað- reyndin er sú að við þurfum fyrst og fremst að lækka ýmsa aðra kostnaðarliði, fyrst og fremst fjár- magnskostnað. Á það verðum við að leggja áherslu áður en farið er í gengisfellingu, en við verðum hins vegar að meta málin þegar því verki er lokið,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, og sagðist ekki útiloka gengisfellingu á næstu árum. „Viðbrögð forystumanna stjómarflokkanna við rekstrarerfið- leikum frystihúsa eru með ólíkind- um. Forsætisráðherra, sem er nýbú- inn að segja á opinberum vettvangi að gengi krónunnar sé að minnsta kosti of hátt skráð um 15% og að ríkisstjómin muni í næstu viku fjalla um væntanlegar aðgerðir, segir í viðtali við Morgunblaðið að gengislækkun komi ekki til greina. Viðskiptaráðherra ber því við að ekki hafi legið nægilega ljóst fyrir hver staðan væri. Mér er spum: Hvar hefur viðskiptaráðherra alið manninn?" Jón Ingvarsson, for- maður stjórnar SH. Þriðjudagur 22. nóvember. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins sagði Valur Arnþórsson, sljórnarformaður Sambandsins, að á fastgengistímanum hefðu æðar atvinnulífsins verið opnaðar og því látið blæða. Nauðsynlegt væri að fella gengið um 10 til 20% til að leiðrétta gmndvöll útflutningsveg- anna. Fleiri tóku í sama streng á þinginu. „Ég hef sagt að gengisfelling, sem stuðlar að mismun á launum og fíármagnskostnaði og öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja, kemur ekki til greina að mínu mati. Ég skal ekkert segja hvað verður í framtíðinni. Við þurfum að meta þessa stöðu mjög vandlega eftir áramótin, m.a. með tilliti til verð- lags erlendis. Þetta er ekki fast- gengisstjóm, sem núna situr, heldur skynsemisgengisstjórn." Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra. „Ég held að kannski séu menn búnir að ganga leiðina til enda í þessum skammtímalausnum. Geng- isfelling er í raun og veru engin lausn á málunum heldur, hún er hringrás og menn verða síðan að ákveða hvenær þeir ætli að stöðva þá hringrás svo hún verði ekki að endaleysu. Ég held að þess vegna geti spumingin, sem við stöndum frammi fyrir, ekki veríð hvort fella eigi gengið eða ekki því við verðum einfaldlega að taka á þeirri upp- stokkun atvinnulífsins sem er for- senda þess að við getum byggt upp það atvinnulíf, sem við þurfum á að halda, og staðið undir því kaupi, sem við gerum tilkall til. Gengis- felling ein og sér er ekki lausn. Vaxtakostnaður er auðvitað óhugn- anlegur og gengur ekki til lengdar. Vaxtabyrði fyrirtækja er ekki bara há vegna hárra vaxta, heldur einn- ig vegna fíárfestingar. Rekstrar- skipulagi er víða ábótavant og víða má ná árangri og ná kostnaði nið- ur,“ segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. „Það lætur nærri að hin litla lækkun gengisins í september, 3%, og ver gerð í verðstöðvun og launa- frystingu, hafi nánast ekkert komið fram í verðlagi. Það má því segja að launafrystingin og verðstöðvunin hafi komið út sem einfaldar hliðar- ráðstafanir og hafi dugað til að hindra að gengislækkunin færi út í verðlagið. Því hefur hún að fullu komið fram sem lækkun á raun- gengi. Gengisbreytingamar í febrú- ar og maí, 10%, vom gerðar við ólíkar aðstæður. Hliðarráðstafanir þá héldu ekki og hærra verð á er- lendum gjaldeyri fór út í verðlag og kauplag á örfáum vikum. Þær breytingar höfðu því tiltölulega lítil áhrif á raungengi en neikvæð áhrif vom þau, að erlendar skuldir hækk- uðu og innlendur kostnaður fór líka upp. Yfirleitt er erfitt að koma í veg fyrir að áhrif gengisbreytinga fari út í verðlagið. Það tókst í sept- ember, kannski ekki sízt vegna þess hve lítil breytingin var þá. Ég er á þeirri skoðun að breyta eigi gengi oftar en minna í hvert sinn. Það er vænlegra til árangurs. Mikil breyting er varhugaverð og mistak- ist þetta, vprður skaðinn auðvitað minni af minni breytingu," segir Sigurður B. Stefánsson, for- stöðumaður Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, segist ekki ræða gengismál við fjölmiðla. Hins vegar sé það rétt að gengislækkun hafi ekki verið á dagskrá. Stjórnvöld Hafi einbeitt sér að því að lækka vexti, en því miður hafi gætt mjög mikillar tregðu innan bankakerfis- ins til lækkunar vaxta. Síðasta vaxtalækkun sé ekki í neinu sam- ræmi við þróun verðlags og sé það mjög miður. AF ERLENDUIUI VETTVANGI eftir KRISTÓFER M. KRISTINSSON V estur-Evrópusambandið: Samstarfsvettvangur um varnar- mál í endurnýjun lífdaga Aðild Spánverja og Portúgala markar tímamót Vestur-Evrópusambandið (Western European Union) er að stofiii til fyrsta tilraun Evrópuríkja til samstarfs eftir síðari heimsstyrj- öldina. Árið 1948 undirrituðu fimm Evrópuríki, Bretland, Belgía, Lúxemborg, Frakkland og Holland, svokallaða Brussel-yfirlýs- ingu. Á grundvelli hennar stofiiuðu þessi ríki með sér Vestursam- bandið (Westem Union). Hlutverk þess var að auka samvinnu aðildarríkjanna fyrst og fremst á sviði varaar- og öryggismála en jafiiframt var gert ráð fyrir samstarfi um efiiahags- og menn- ingarmál. Brussel-yfirlýsingin gerði ráð fyrir náinni hernaðars- amvinnu og var afdráttarlausari en aðrar yfirlýsingar sem seinna komu um gagnkvæma ábýrgð ríkjanna á landamærum hvers annars. Þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofiiað, 1949, urðu aðildarríki Vestursambandsins aðilar að því og segja má að NATO hafi gleypt hernaðarskipulag sambandsins með húð og hári. Næstu árin er komið á fót Kola- og stálbandalaginu, OECD og fíölda annarra sam- starfsstofnanna á milli Evró- puríkjanna. Eftir að tilraunir til að stofna Varnarbandalag Evrópu (European defence community) fóru út um þúfur árið 1954 fékk Vestursambandið nýtt hlutverk. Á fundi í París í október það ár voru gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á Brussel-yfirlýsingunni til að gera Vestur-Þjóðveijum og ítölum unnt að ganga í samtökin. Jafnframt var nafni samtakanna breytt í yestur-Evrópusambandið, WEU. í endurskoðaðri útgáfu stofnskrárinnar er og kveðið á um samband WEU við NATO, komið er á samstarfi á milli þjóðþinga aðildarríkjanna og ítrekuð sú kvöð á Bretum að hafa her á meginl- andinu. Aðild Vestur-Þýskalands að WEU opnaði síðan Þjóðvetjum leiðina inn í Atlantshafsbandalag- 12 ár í dvala Ráðherrafundir Vestur-Evr- ópusambandsins hafa alla tíð ver- ið með því sérstaka sniði að þá sitja alltaf bæði utanríkis- og vamarmálaráðherrar aðildarríkj- anna og að því leytinu eru þeir einstæðar samkomur í Evrópu. Þó svo að sambandið hafi verið einskonar garðshom á því höfuð- bóli sem Atlantshafsbandalagið varð í öryggi og vörnum beggja vegna Atlantshafsins þá skipti til- vera þess miklu, a.m.k. meðan Bretar gerðust ekki aðilar að Efnahagsbandalaginu eftir stofn- un þess 1957. í rauninni má full- yrða að Vestur-Evrópusambandið hafí fyrst og fremst gegnt hlut- verki sem samtalsvettvangur Breta við aðildarríki Efnahags- bandalagsins en af aðildarríkjum WEU vom Bretar einir utan við það. Eftir inngöngu Breta í Evr- ópubandalagið (EB) 1973 lagðist Vestur-Evrópusambandið í tæp- lega tólf ára dvala. Einungis þing- mannafundum á grundvelli sam- starfsins var haldið áfram í París. Margir litu svo á að stjórnmála- samvinna aðildarríkja EB (European political cooperation, EPC) sem stofnað var til upp úr 1970 myndi leysa WEU endan- lega af hólmi, en vegna andstöðu Dana, Grikkja og íra hafa allar tilraunir til að ræða hagnýt atriði sem varða öryggis- og varnarmál á þeim vettvangi farið út um þúf- ur. Það voru síðan breyttar að- stæður í vamarsamstarfinu innan NATO upp úr 1980 sem endan- lega urðu til þess að hugað var að lífgunartilraunum á WEU. Þörfín fyrir náin samráð og samstarf Évrópuríkjanna vegna vaxandi gagnrýni í Bandaríkjun- um á lág framlög þeirra til sam- eiginlegra varna skipti miklu máli í þessu samhengi og að sama skapi endurheimt sálfstraust gamla heimsins svonefnda. Um- ræðan um sameiningu Evrópu og jafnvel sambandsríki var hávær, evrópsku einingarlögin og innri markaðurinn voru í undirbúningi. Evrópa var á leiðinni að verða pólitískt og efnahagslegt stór- veldi, vel þess umkomið að standa undir eigin vömum. Endurnýjun lífdaga í október 1984 voru lífgunartil- raunirnar á WEU staðfestar á ráðherrafundi í Róm en þá voru liðin 11 ár frá því ráðherrafundur sambandsins var haldinn síðast. Tengsl Vestur-Evrópusambands- ins við Evrópubandalagið eru í senn styrkur þess og veikleiki. Innan sambandsins er ekki ein- hugur um þá skoðun að aðild að EB sé skilyrði fyrir aðild að WEU: Sumir kjósa að líta svo á að það sé tilviljun að öll aðildarríki Vest- ur-Evrópusambandsins eru og aðilar að EB. Aðrir líta svo á að WEU sé samband EB-ríkja sem eigi aðild að NATO. Það er a.m.k. ljóst að oftar en ékki er möguleg aðild að sambandinu skilyrt stuðn- ingi við markmið EB. Á þeirri forsendu má fullyrða að WEU lifi einungis svo lengi sem öryggis- og varnammræðu er haldið utan við Evrópubandalagið. Þó svo að Evrópumönnum verði æ tamara að líta á sig sem slíka hefur alltaf verið gmnnt á sterk- um þjóðarhagsmunum í öllu sam- starfi Evrópuríkjanna, Vestur- Evrópusambandið hefur ekki farið varhluta af þessu. Fyrir utan hefð- bundnar deilur um aðsetur höfuð- stöðva sambandsins, sem um þessar mundir em í London, greinir ríkisstjórnimar á um markmið og leiðir svo sem eðlilegt er. Óttinn við að veikja NATO eða styggja Bandaríkjamenn hefur og sett svip sinn á samstarfið innan WEU. Sambandið hefur ekki held- ur fyllilega jafnað sig eftir 12 ára Þyrnirósarsvefn. Ný aðildarríki Aðild Spánverja og Portúgala að Vestur-Evrópusambandinu hlýtur í framtíðinni að styrkja sambandið, ekki endilega sjált- stæða tilvem þess heldur sem vettvangur þeirra EB-ríkja sem líta svo á að aðildin að NÁTO sé ekki nóg heldur sé þörf fyrir sér- stakan samstarfsvettvang Evró- puríkja til að þjappa þeim saman og styrkja aðild þeirra að Atlants- hafsbandalaginu. Innan Vestur-Evrópusam- bandsins em bæði kjamorkuveldi Vestur-Evrópu, Frakkland og Bretland, og sambandið hefur ávallt haldið tryggð við kjarnorku- vopn og fælingarmátt þeirra sem er eitt af gmndvallaratriðum vest- rænnar varnarstefnu. Þar er m.a. að finna ástæðu þess að Danir hafa ekki sýnt áhuga á aðild að bandalaginu. Norðmenn kunna að vera í svipaðri stöðu og Danir þrátt fyrir að þeir hafi rekið and- stöðu sína gegn kjamavopnum um á öllu hljóðlátari máta. Allt bendir til þess að lífgun Vestur-Evrópusambandsins hafi tekist framar vonum. Á þess veg- um hefur verið allnokkurt starf undanfarin ár. Hópar embættis- manna og sérfræðinga hafa gert úttektir og samið skýrslur sem hafa þótt athyglisvert framlag til öryggis- og varnarmála. Utanrík- is- og varnarmálaráðherrar aðild- arríkjanna hittast a.m.k. tvisvar sinnum á ári. Sambandið stóð að sameiginlegum aðgerðum aðild- arríkjanna á Persaflóa og innan þess er vaxandi áhugi á sam- starfí um önnur verkefni af því tagi, þ.e. utan vamarsvæðis NATO. Nýleg aðild Spánveija og Portúgala staðfestir aukinn áhuga á sambandinu og sömuleiðis hafa Tyrkir og Grikkir sýnt áhuga á aðild. Til að Vestur-Evrópusamband- ið falli enn betur inn í NATO-EB- íjölskylduna skortir það helst heimilisfang í Brussel. Höfuðstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel. Telja má víst að Vestur-Evrópusambandið lifi einungis meðan EB vísar frá sér allri umræðu um sameiginleg varnarmál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.