Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 36

Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 36
Fjögurra til níu ára telp- ur áreittar kynferðislega Sextán ára piltur játar á sig sökina SEXTÁN ára gamall piltur á Akureyri hefur viðurkennt að hafa áreitt kynferðislega ungar stúlkur á aldrinum fjögurra til níu ára á undanförnum vikum. Öll tilfellin áttu sér stað í Glerár- þorpi. Foreldrar sex ára gamallar stúlku lögðu fram kæru hjá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri fyrir síðustu helgi þess eðlis að stúlkan Tónlistarskólinn: hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Skömmu síðar var sextán ára piltur handtekinn og viður- kenndi hann að hafa leitað á þessa stúlku og aðrar, allt frá fjögurra til níu ára. Atburðimir áttu sér allir stað í Glerárþorpi og gekk pilturinn mis- jafnlega langt hverju sinni, að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknar- lögreglumanns. Daníel sagði að pilt- urinn hefði gjaman lokkað stúlk- umar inn í sameignir fjölbýlishúsa. Þó gekk hann ekki það langt að stúlkurnar meiddust líkamlega. Daníel sagði að pilturinn hefði áreitt ungar stúlkur um nokkurn tíma og hefðu tilfellin ágerst eftir því sem á leið. Hinsvegar hefði ekki verið lögð fram kæra fyrr en nú og þegar rannsóknalögreglan fór að skoða málið, komu fleiri tilfelli í ljós sem þessi sami piltur hafði á samviskunni. Pilturinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Honum var sleppt að rannsókn lokinni og hefur málið verið sent ríkissaksóknara, sem væntanlega gefur út ákæru á hendur piltinum innan skamms. Daníel sagði að mál af þessu tagi væm sem betur fer nær óþekkt á Akureyri. Nokkur smámál af þessu tagi hefðu þó komið upp á þessu ári sem öll væm afgreidd. Daníel sagði að það væri mál ýmissa manna að allar umræður um svona mál virki hvetjandi á þá menn, sem framkvæma slíka hluti. Þær yrðu frekar til þess að vekja menn held- ur en hitt. Því væm menn ekki á eitt sáttir um hvort æskilegt væri að opna umræður um þessi mál upp á gátt og sýna kvikmyndir, eins og Stöð 2 gerði ekki alls fyrir löngu. Fyrstu tónleik- ar píanódeildar FYRSTU tónleikar píanódeildar Tónlistarskólans á Akureyri á þessum vetri verða haldnir á sal skólans í kvöld, fimmtudags- kvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram nem- endur á ýmsum stigum píanónáms og flytja ijölbreytta efnisskrá. Með- al höfunda má nefna Bach, Tele- mann, Haydn, Mozart, Beethoven, Grieg, Chopin, Tsjajkovskíj, Lut- oslawskí, Tákács, Pál ísólfsson og Jón Leifs. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. BETRA BOÐ FRÁ SAMSTOTG Samsung örbylgjuofnarnir eru traustir og öruggir. Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað mörgum eldamennslnma. Getum nú boðið takmarkað magn af RE-553 á sérstöku tilboðsverði. RE-553 býður upp á: 17 lítra innanmál - 500 wött - snúningsdisk - 5 hitastillingar. Fáaniegur í hvitum eða brúnum lit. Verð 14.950,- stgr. JAPISS • BRAUTARHOLT 2 ■ KRtNGLAN,■ ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKiPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ Sundlaugarbygging á lokastigi í Grímsey BYGGING sundlaugar í Grímsey er nú sem næst á lokastigi. Sjö ár eru liðin síðan fyrst var hafist handa við sundlaugarbygging- una, en sökum fjárskorts hefúr byggingin dregist á langinn. Kostnaður skiptist þannig að ríkissjóður greiðir helming og hreppurinn helming. Sundlaugin er 12,5 metrar á lengd og 5,5 metrar á breidd. Nú er unnið að því að leggja á gólf hússins og eftir er vinna við rafmagnslagnir, pípulagn- ir og frágangur við hreinsilagnir. Grímseyingar búast því ekki við að hægt sé að fara að taka sundsprett þar fyrr en með vorinu. .Áætlað er að heildarkostnaður við bygginguna nemi um 20 milljónum króna. Ljósmyndir Harðar Geirssonar kynntar í Alþýðubankanum Menningarsamtök Norðlend- inga, MENOR, og Alþýðubankinn á Akureyri kynna að þessu sinni áhugaljósmyndarann Hörð Geirsson. Hörður er Akureyringur, 28 ára rafvirki að mennt. Hann hefur hald- ið tvær einkasýningar á ljósmynd- um. Þá fyrstu hélt hann í sýningar- sal Myndlistarskólans á Akureyri 1983 og þá síðari hélt hann á Þórs- höfn á Langanesi árið 1985. Auk þess hefur hann unnið að ýmsum ljósmyndaverkefnum. Hörður starf- ar nú við ljósmyndadeild Minja- safnsins á Akureyri. Á kynningunni eru þrettán litljósmyndir, sem Hörð- ur hefur tekið síðustu fjögur árin og er myndefnið sótt í íslenska náttúru og evrópska menningu. Kynningin er í afgreiðslusal Al- þýðubankans á Akureyri, Skipa- götu 14, og lýkur henni þann 6. janúar 1989. Hörður Geirsson áhugaljósmynd- ari. Ferðamálasamtök Norðurlands: Aðalfundur á Sauðárkróki Aðalfúndur Ferðamálasam- taka Norðurlands verður hald- inn á Hótel Mælifelli á Sauðár- króki í kvöld og hefst fúndurinn kl. 18.00 með borðhaldi. Síðan ætla þeir Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðár- króki, Valtýr Sigurbjarnarson for- stöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri og Reynir Adolfsson ferðamálafulltrúi að flytja erindi um ferðamál, hlutverk Byggða- stofnunar og stöðu bæjarfélagins í þessu sambandi svo eitthvað sé nefnt. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á ferðamálum, en Ferðamálasamtök Norðurlands eru í eðli sínu „regnhlífa“-samtök þeirra, sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi. Fundurinn er hald- inn bæði sem hefðbundinn aðal- fundur, en væntanlega verða lagð- ar línur viðvíkjandi framtíð sam- takanna, sem eru fimm ára um þessar mundir. 31' MI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.