Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Bubbatónleikar íTunglinu Bubbi Morthens heldur trúbadúrtónleika í Tunglinu í kvöld, en hann hefur að undan- förnu verið á ferð um skóla í Reykjavík og nágrenni. Þetta verða síðustu sólótón- leikar Bubba um skeið, því á næstu vikum mun hann leika með Megasi til að kynna plötu þeirra Bláir draumar sem vænt- anleg er á næstu dögum. Eftir áramót er Bubbi síðan á förum til Svíþjóðar til tónleikahalds með hljómsveit sem hann hefur stofnað þar, til að fyfgja á eftir plötunni Serbian Flower, sem kom út í Svíþjóð í síðasta mán- uði. Sungið um mat og stráka Risaeðlan vakti mikið umtal vegna þrennra tónleika sem sveitin hefur komið fram á, eitt sinn sem aðalhljómsveit og tvívegis sem upphitunarhljómsveit, nú fyrir skemmstu. Nú berast þær fréttir að Risaeðlan sé á útleið og muni leika með Sykurmolunum á fernum tónleikum, i Belgíu, Hollandi og tvívegis í Bretlandi. Rokksíðan fann Risaeðluna við jð skemmtileg. æfingar í kjallara í Þingholtunum pað er eitt sem maður hefur og tók eftir því að á dyrunum stóð tekið eftir; mönnum hættir til að Ungt fólk með hlutverk, þó ekki eigi það víst við Eðlurnar. í umfjöllun dagsins finnst manni oft eins og Risaeðian sé u.þ.b. mánaðargömul. Kjarninn hefur verið að starfa saman í um fjögur og hálft ár, Siggi, ívar og Dóra í allan þann tíma, Magga Örnólfs hætti fyrir ári, en hún hafði verið með frá upphafi, en Magga Stína kom inn fyrir hálfu ári og varð þá strax hluti af kjarnanum en Tóti er búinn að vera með í ár. Hefur tónlistin mikið breyst frá því hljómsveitin varð til? Byrj- aði Risaeðlan kannski sem froðupoppsveit? Nei, hún er að verða froðu- poppsveit núna. Er enginn metnaður, engin alvara? Ekki til í dæminu, nema hjá Sigga og Tóta, því þeir ætla að verða frægir. Þeir eru að notfæra sér okkur hin til að komast áfram, á meðan þeir eru „strákarnir á bak við okkur“, eins og sumir segja. Alvara getur síðan líka ver- líta á ykkur sem kvennahljóm- sveit, vegna þess að Dóra og Magga Stína eru fremstar á svið- inu. Strákarnir svara: Jú og það sést á þeim myndum sem koma í blöðunum; stelpurnar sjást bara, en það tekur enginn myndir af okkur. Er þá ekki ráð að breyta upp- stillingu á sviðinu? Við höfum ekki spilað á nógu stóru sviði til að geta haft Tóta fremst, en það stendur til. Hljóðfæraskipan hljómsveit- arinnar er óvenjuleg, burtséð frá trommum, bassa og gítar, og ekki oft sem saxófónn, fiðla og víbrafónn sjást á sviði hjá rokk- sveit. Dóra: Við notum þessi hljóð- færi vegna þess að við kunnum ekki á önnur. Ef ég kynni á gítar myndir ég leika á gítar og Magga Stína liklega líka. Þá væri Risaeðl- an mikil gítarrokksveit og léki þungarokk. Hvernig verða lögin til? Yfirleitt verða lögin til þannig að strákarnir spila saman beina- grind sem við fyllum síðan öll út í og hvert hljóðfæri finnur sér sinn stað. Lögin verða yfirleitt til sem heilsteypt leikin lög og síðan bætum við textanum við og sníðum sönginn inní. Stelpurnar semja textana og það má segja að þeir verði til eiginlega um leið og þeir eru sungnir. Strákarnir virðast aftur á móti ekkert hafa að segja. Lögin verða til sem heilsteypt lög án texta og textarnir eru síðan sniðnir inn í lagið. Leggið þið þá mikið í textana og skipta þeir einhverju máli? Dóra: Textarnir skipta máli, því annars gæti maður ekki sungið þá, maður gæti þá eins sungið úga búga eða eitthvaö álíka. Mað- ur verður að hafa eitthvað til að syngja og þá skiptir líka megin- máli að innihaldið sé eitthvað. Um hvað eru textarnir? Dóra: Þeir eru um stráka og mat, eiginlega meira um mat en stráka, því maður borðar alltaf svo mikiö ef það er enginn strákur og þá fitnar maður. Magga Stína hugsar mikið um mat og ég hugsa mikið um stráka. Ég borða reynd- ar mikið líka. Er einhver einn leiðtogi og fjórir sem fylgja? Það eru fimm leiðtogar og fimm sem fylgja. Það er að verða meira sumar mjög áhrifaríkt, en ég vil þó ekki gera hljómplötum hærra undir höfði en Ijóðabókum. Hvað gerist ef platan kemst iila af f jólasamkeppninni, leggur þú þá upp laupana sem tónlistar- maður? Nei, ég mundi ekki láta það stjórna mér. Ég hef ætlað mér að taka frí fljótlega eftir áramót, enda liggur geysileg vinna á bak við gullfiskana mína, og fríið yrði þá kannski bara eitthvað aðeins lengra. Ég hefði getað látið undan óskum útgefenda og gert plötu sem væri meira léttmeti, en þá hefði ég líka þurft að fórna tveimur þriðju af því sem ég hafði í huga og ég var ekki reiðubúin til þess. Ég keypti mér því þetta frelsi og það kostaði sitt, en ég neita mér bara um einhvern annan lúxus í staðinn, ef platan ber sig ekki því frelsi er lykilorð í allri sköpun. En málið er nú samt það að ég hef trú á þessari plötu. Þú ert að spila með fullskip- aðri hljómsveit núna. Já, það er ofsalega gaman að spila með hljómsveit sem í er trommuleikari og okkur gengið ótrúlega vel. Við erum að ná vel saman núna og verðum betri með hverjum tónleikum, þannig að þetta lítur mjög vel út. Við ætlum að spila fram að jólum og kannski eitthvað eftir jól, en ekki lengi. Þetta verða nokkrir mánuðir og svo búið. Við ætlum að halda okkur að mestu við minni staði og erum reyndar búin að ráða okkur í spil- verk á Gauk á Stöng næstu viku. Samt munum við tylla niður tánum í stærri húsum, á Hótel íslandi 4. desember og í Háskólabíói þann 10. Eftir áramót höldum við svo nokkra skólatónleika. Að lokum: Hugsar þú mikið um haustið? Ég held að það megi frekar segja að ég eigi að baki langan vetur. Ég átti mjög erfitt tímabil fyrir nokkrum árum og þá urðu mörg af þessum lögum til og vissu- lega hugsa ég um haustið og dauð- ann og lífið, en smátt og smátt er að koma meiri gleði inn í líf mitt. Það er að verða meira sumar. Herdís Hallvarðsdóttir hefur lengi fengist við tónlist og enn er hún að. Um tíma var hún í rokkhljómsveit, en lagði sfðan fyrir sig þjóðlagatón- list. Nú hefur hún sett saman hljómsveit, Gullfiskana, og gefið út plötu sem ber einnig heitið Gullfiskar. Á plötunni þræðir Herdís ein- stigið á milli rokk og trúbadúrtón- listar með dyggri aðstoð Gísla Helgasonar og Sigurðar Rúnars Jónssonar og fleiri og flytur eigin lög við texta eftir sig og aðra. Rokksíðan hitti Herdísi á Gaukn- um, en Gullfiskarnir eru orðnir einskonar húshljómsveit þar, í bili, a.m.k. Herdís, segðu mér frá aðdrag- anda þess að þú gerðir þessa plötu. Hún er nú þannig til komin að þegar starfað er við tónlist er líka mjög gaman að sitja og semja. Þá verða til lög sem aðeins er hægt að fullvinna í hljóðveri. í vor hafði ég tækifæri og tíma og gott fólk með mér, þannig að ég ákvað að slá til. Þú átt öll lög á plötunni og flesta texta. Eru útsetningar líka þínar? Við Gísli og Diddi fiðla útsett- um. Þeir gerðu góða hluti strák- arnir, en sum lögin hafði ég nær fullbúin áður en ég fór f hijóðver. Hvaða vonir bindur þú við þessa plötu? Ég er sjálf að flestu leyti ánægð með plötuna og þá held ég að tak- markinu sé náð. Ég vona bara að hún falli ekki í gleymsku strax eftir tvo til þrjá mánuði. í textum mínum og lögum er ég að segja ákveðna hluti sem mér finnst eiga erindi við okkur, þetta nútímafólk, sem erum yfir okkur stressuð og hé- rumbil búin að týna sjálfum okkur. Ef ég með þessum lögum mínum næ að nálgast þá sem hlusta á þau verð ég afskaplega ánægð. Er þetta þá ekki sókn eftir vin- sældum? Ég er að koma á framfæri hugs- unum og vangaveltum — að ógleymdri tónlistinni sjálfri. Vitan- lega yrði ég himinlifandi ef platan næði vinsældum. Einhver sagði við mig að sér þættu textarnir vera laufblaða- textar, eða hausttextar. Já, það er nokkur undiralda í sumum lögunum, en önnur eru eins og vorið, gfull af bjartsýni. Haustið er þó líka fallegt. Annars finnst mér gott að hlustað er á textana líka. Heldur þú að fólk hlusti al- mennt á texta? Já, ef eitthvað er í þá lagt held ég að fólk leggi við hlustir. Sem betur fer. Finnst þér þá að það sé betra að gefa út plötu með aðgengi- legri tóniist en Ijóðabók? Ekki betra, nei. Næsta markmið hjá mér er einmitt Ijóðabók, en þar sem ég er tónlistarmaður líka þá skarast þetta. Það er mjög skemmtileg að setja orð og tóna saman í eitt og það getur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.