Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 46

Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson 21. október síðastliðinn birtist í þættinum getraun sem bar fyrirsögnina Hver er ég? Þar stóð: „Eg birtist stundum í lífi fólks og kem þá oftast án þess að gera boð á undan mér. Það má segja að ég hafi gaman af því að koma á óvart. Eg kem eins og elding °g þegar ég er farinn er allt breytt.“ Svar viÖ getraun Auk framangreinds var sögð saga af konu sem lifði fyrst og fremst fyrir aðra. Það breyttist hins vegar þegar við- fangsefni getraunarinnar kom í heimsókn. Konan varð óánægð og fann hjá sér þörf fyrir að gera eitthvað nýtt og spennandi. Hún vildi fara að lifa fyrir sjálfa sig. Lykilorð voru uppreisn og endumýjun. Neikvaeður fylgifiskur var til- iitsleysi og eigingimi. Hið já- kvæða var að gesturinn gaf sjálfstraust og orku til að bijótast úr stöðnuðu mjmstri. Þyrnirós vaknaði Síðan var sagt: „Þetta ár sem ég var í heimsókn fannst kon- unni spennandi. Það var óró- legt, en margt nýtt og skemmtilegt gerðist." Úranus Rétt svar við getrauninni var Úranus. Hér var ekki verið að spyija um merki, heldur plánetu. Það var m.a. gefið í skyn þegar sagt var „Þetta ár sem ég var í heim- sókn...“, en kynslóðaplán- etumar mynda afstöður inn á kort okkar og geta haft „áhrif“ í eitt ár eða tvö. í sögunni var konan að ganga I gegnum Úranusartímabil. Vinningsha.fi Svörin sem bárust voru margvísleg. Flestirþeirra sem skrifuðu nefndu Úranus en margir héldu að verið væri að spyija um stjömumerki. Eins og áður var dregið úr réttum svörum og hinn heppni er Þorsteinn Sigurðsson, Móa- barði 2b. Vinningurinn er fæðingar- og framtíðarkort að eigin vali frá Stjömuspeki- miðstöðinni, Laugavegi 66. Er hinn stórheppni og marg- fróði maður beðinn um að hafa samband og vitja vinn- ingsins. Bréf frá lesendum Eins og lesendur þessa þáttar vita hafa þeir átt kost á því að senda inn fyrirspumir. Slík þjónusta er sjálfsögð. Nú er hins vegar tímabært að breyta því formi sem hefur verið al- gengast. Dæmigerð bréf sem hafa borist eru eitthvað á þessa leið: „Ég stend nú á tímamótum í lífi mínu og langar að biðja um ráð í sam- bandi við val á námi og at- vinnu. Einnig væri gaman að vita hvað stjörnumar segja um mig sem persónu." Síðan fylgir fæðingardagur og ár. AðstæÖur viökomandi Slík bréf eru í sjálfu sér ágæt en á þeim er þó einn galli. Hann er sá að stjömukortið sýnir upplag persónuleikans, eða það hver viðkomandi er. Uppeldi, umhverfí og núver- andi aðstæður skipta hins vegar miklu. Ef gefa á ráð sem snerta raunverulegt líf okkar er þvi betra að vita hverjar fyrri og núverandi aðstæður eru. Lík bréf og hér að framan eru því of stutt. í framtíðinni mun ég því láta bréf sem greina að einhvetju leyti frá aðstæðum viðkom- andi ganga fyrir. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þess gætt að viðkomandi þekkist ekki á svarinu. Því er gott ef dul- málsorð sem sendandi einn þekkir fylgi hveiju bréfi. GARPUR kXtMJSKt FXBte þtuu ŒT/SA6T . /Vtéfí AF UVSRJU ÖLLU/H LR UPPSA wb euso ,, Peorr/J- II 1U6U.'__ GRETTIR SRETTlie, EF PJÓFUIZ ÖRVT 1&T HjJN l'Nas|E>//UVNDlEÐU p'A HÆTTA UF/ pi'NU TIUAP BSAKGA MÉf?? HafexJs. vAtHSARSAKy HA!H4/ \ tóSSt UA' WM(n * D?AA PWffi 5-M BRENDA STARR LOfZRÐUAÞ KOMA \ TAKTU -TÍ/WtNN. AFtVí? EFT/R HÚLF- I OG Gey/HDU SÍÐASXq TÚHA ? f PXNs/W FyR/F ANG.' Y I AFSAkAPO t/AKrp/, eN þAÐ KD/A UPP NeyEXG- TILVIKi' FJÖL- Það er. fur&ulbgt. ap ö'll þess/ SA/SHEF /ÉG EKK/ KOW£> i lBÖÐ 8/eeNDU -OKKAF i&ÚЗ T/L AÐ SFKTA DÓTIÐ /VUTT- ENN FU/ZÐU- LFGFA « AÐÉG HEF EKKJ TÝNT ML lvkl/num o \tír AII R.ghlm Rmnad í V * 1 * ™ 1 1 ' L -^5 / w 1 UÓSKA FERDINAND X o ° Uuo\ SMAFOLK HEV, CHUCK, l‘M CALUN6T0 SEE IF YOU'RE IMTERE5TEP | IN TRAPIN6 KI6HT FIELPER5.. 5URE, ILL TRAPE YOU 7 I HATE marcieforlucy.. Uaseball YEAH, I KNOU) MARCIE ISN'T VEKY 600P.. BUT 5HE HA5 A LOT OF ENTHU5IASM.. OH, HOU) I HATE BASEBALL! Sæll, Kalli, ég leit við til að kanna hvort þú vildir skipta um mann á hægri kantinum. Ég hata hafna- bolta. Allt í lagi, ég skal láta þig hafa Möggu fyrir Láru ... já, ég veit að Magga er slöpp. Ég hata hafnabolta. En hana skortir ekki áhug- ann. Æ, en hvað ég hata hafnabolta! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Italir spiluðu mjög vel í riðla- keppni ólympíumótsins og unnu meðal annars íslendinga með 49 IMPum gegn 10. Þeir græddu 13 IMPa þegar DeFalco og Mar- iani völdu annað geim en Guð- laugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson: Norður ♦ 52 ♦ G108653 ♦ DG7 ♦ 82 Vestur Austur ♦8 ... ♦ ÁG10964 ♦ KD74 V9 ♦ K10432 ♦ Á86 ♦ DG7 ♦ Á65 Suður ♦ KD73 ¥Á2 ♦ 95 ♦ K10943 í lokaða salnum varð DeFalco sagnhafi í þremur gröndum í vestur, sem unnust auðveldlega eftir hjarta út. í opna salnum spilaði Guðlaugur fjóra spaða doblaða í austur. Það var Laur- ian í suður sem hafði doblað. Vinningshorfur Guðlaugs voru ágætar þegar Lauria valdi að spila út laufþristinum, 3. eða 5. hæsta. Guðlaugur fékk fyrsta slaginn á drottningu og lét spaðaáttuna rúlla yfir á drottn- ingu suðurs. En Lauria fann nú einu vömina, að skipta yfir í tígulníu. Guðlaugur drap á ásinn heima og spilaði hjarta, sem Lauria drap á ás og hélt áfram með tígul. Þar með fór innkoma í blindum og Guðlaugur reyndi að taka tvo slagi á hjarta. En Lauria gat trompað síðara hjart- anu. Enn niður. Á opnu borði er til skemmtileg vinningsleið í fjórum spöðum. Það er nauðsynlegt að spila strax í öðrum slag tígli heim á ás og síðan hjarta. Suður stingur upp ás og spilar tígli. Kóngur blinds á þann slag og þá er tígli hent niður í hjartahámann. Og nú fyrst er spaða spilað. Suður á einungis svört spil eftir og gerir best í því að spila litlum spaða til baka. En það er skammgóður vermir, sagnhafi spilar honum aftur inná tromp og þá verður hann að spila frá laufkóngnum í annað sinn! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í 1. umferð v-þýzku deilda- keppninnar í vetur kom þessi skemmtilega staða upp i skák þeirra Thiel, sem hafði hvítt og átti leik, og Michaelsen. Svartur lék síðast 31. - Rf4xg2? og hefúr líklega talið sig vera að ná gagn- sókn, en féll á eigin bragði: 32. Dxf7! - Hxf7 33. Hxe6 - Rxel 34. Hxd6 (Svartur kemst nú engan veginn hjá liðstapi vegna hinnar hrikalegu hótunar 35. Hd8+) 34. - Hg7+ 35. Kfl - Rc2 36. Bxg7+ - Kxg7 37- Ke2 - h4 og nú var 38. Hd7+ einfaldast. f 31. leik varð svartur að fóma skiptamun og á þá þokkalega möguleika í miðtafli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.