Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 50
900
SNisoNvawvs onaovoNiSAiDnv
Pér er óhætt aö treysta
eldhúshnífunum frá Knivman.
Peir hafa oftar en einu sinni
hlotiö viöurkenningu sænsku
neytendasamtakanna
fyrirgæöi og endingu.
/MIKLIG4RDUR
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
saet'naawavovi .þs ?itj;rA;«UTM,Mr’r;qi(iA.mvmojioM
„Hann lifir mig er
ég nú hræddur um“
Júlíus Sölvi Snorrason frá Hlíðarenda í Vestmannaeyjum heimsóttur
Það er ætíð svo, sérstaklega í litl-
um bæjarfélögum, að ákveðnar per-
sónur setja svip sinn á bæjarlífið.
Persónur sem hafa sinn eigin stíl
og fara sínar eigin slóðir, hvað sem
öðru líður. Sérstaklega hefur mann-
gerðir þessar verið að finna í þeirri
kynslóð sem nú er smám saman að
hverfa inn í eilífðina.
En þó kynslóðir hverfi þá standa
eftir minningar og margir þeirra sem
skáru sig úr, fyrir stíl sinn, lifa sem
þjóðsagnapersónur í hugum fólks.
Hjá þeirri kynslóð sem nú er að
vaxa úr grasi er erfíðara að eygja
þá sem skera sig úr, fyrir stíl sinn.
Hvað veldur? Því er vandsvarað,
en ef til vill er það tíðarandinn sem
mestu ræður. Fjölmiðlar eru á hveiju
strái og línur eru gefnar um það
hvaða pól þykir rétt að taka í hæð-
ina. Þeir sem skera sig úr á ein-
hvem hátt, með stíl sínum, í dag,
em frekar álitnir skrítnir en að þeir
nálgist þann blæ sem yfír „þjóðsagn-
arkempunum" er.
í Vestmannaeyjum hafa alist upp
margir persónuleikar, sem skreytt
hafa lífstréð, og hafa lagt sitt á
vogarskálamar til að halda þeim
sérstaka svip sem verið hefur á
mannlífínu í Eyjum gegnum árin.
Þessir menn hafa sett stefnuna í þá
átt sem þeim hefur þótt boðleg og
haldið sínu striki í ólgusjó lífsins.
Það hefur mátt reiða sig á að þeir
Tveir af föstu póstunum í Evjum, Júlli á Hlíðarenda og jeppinn hans.
hafa ekki hvikað frá strikinu þrátt
fyrir ágjöf og sterka strauma í
þjóðlífinu. Þeir hafa ekki látið undan
í öldurótinu frekar en að Heimaklett-
ur hefur vikið sér undan sterkri öldu
úthafsins í aldanna rás.
Þessir persónuleikar hafa verið
útverðir hins sérstaka mannlífs sem
ríkt hefur í Eyjum og verið stór hluti
af þeirri stemmningu sem oft er
nefnd Eyjastemmning.
Einn þeirra gullnu kvista, sem
sett hafa svo sterkan svip á bæjar-
' braginn í Eyjum um langa hríð, er
Júlíus Sölvi Snorrason frá Hlíðar-
enda, eða Júlli á Hlíðarenda eins og
hann er oftast kallaður. Þeir em
fáir í Eyjum sem ekki kannast við
Júlla á einhvem hátt og kemur þar
margt til. Júlli var á sínum yngri
árum í hópi bestu fijálsíþróttamanna
landsins og keppti oft fyrir hönd
Eyjamanna á þeim vettvangi. Hann
varð virkur golfari strax á upphafsár-
um íþróttarinnar í Eyjum og meðal
stoftienda Knattspymufélagsins
Týs. Margir setja jafnaðarmerki
milli Júlla og þjóðhátíðarinnar, því
þar hefur hann, með þanda harmon-
ikku sína, verið einn af föstu póstun-
um. En flestir kannast þó ef til vill
við karlinn vegna bíls þess sem hann
ekur á í dag og hefur gert um langa
hríð.
Fólk, sem komið er yfír miðjan
aldur, man eftir bíl þessum frá
bemskuárum sínum, enda hefur Júlli
ekið honum um göturnar í 42 ár og
er bíllinn því sá lang elsti sem um
götur Eyjanna ekur.
Við, Sigurgeir ljósmyndari,
ákváðum að kynnast betur sögu
bílsins og persónunnar sem honum
ekur. Við tókum okkur því til, einn
laugardaginn í haustblíðunni, og
bönkuðum upp á að Hlíðarenda.
Ósk, systir Júlla, kom til dyra og
sagði bróður sinn hafa fengið sér
örlítinn hænublund eftir matinn, en
varla hafði hún sleppt orðinu þegar
marraði í stiganum á bak við hana
og Júlli birtist í forstofunni kankvís
á svip, með glettnisglampa í augum.
Hann brást vel við erindi okkar,
skellti sixpensaranum á höfuðið,
hallaði honum vel til vinstri, að
vanda, og gekk síðan með okkur til
bílgeymslunnar til að sýna okkur
dýrgrip sinn.
42 ára og gengur enn
Bíll Júlla er Willy’s-jeppi, árgerð
1946, blár að lit með hvítu húsi,
rauðum toppi og rauðum hjólfelg-
um, sem eru sömu litir og voru á
bílnum er Júlli fékk hann fyrir 42
árum. Bíllinn sem ber sömu ein-
kennisstafína og í upphafí, V-61,
er ákaflega vel útlítandi, af þetta
gömlum bfl að vera.
Júlli sagðist hafa keypt bílinn
nýjan eftir stríð. Hann hafði pantað
bílinn og beðið talsvert eftir að fá
hann en þegar að afhendingu kom
þá ætlaði það ekki að ganga átaka-
laust fyrir sig. „Ég fékk skeyti um
ÞAÐ ER ALVEG SAMA HVE OFT ÞÚ OPNAR
OSBY KÆLISKÁPANA FRÁ JOHAN RÖNNING,
NO FROST TURBO KERFIÐ SVIPTIR ÞEIM Á
RÉTT KULDASTIG Á SVIPSTUNDU!
Osby Turbo kælikerfin eru meö því besta sem
fyrirfinnst á markaðinum enda eru sænsku Osby
frysti- og kæliskáparnir þekktir fyrir hina svo-
kölluðu NO FROST TURBO kælingu sem á sér
fáa líka. Þegar hurðin hefur verið opin á kæli-
skápnum eru venjulegir skápar lengi að ná réttu
stigi aftur. Þetta er vandamál þar sem kæliskápur-
inn er opnaður oft á dag t.d. hjá barnmörgum fjöl-
skyldum.
NO FROST TURBO kælikerfið í Osby skápunum
sér við þessum vanda. Viftan efst í frysti- eða
kæliskápnum sér um að halda jöfnu kælistigi í
skápnum. Þar að auki stendur sjálfvirkur affrysti-
búnaður í vegi fyrir klakamyndun. Ef hurð á Osby
kæli- eða frystiskáp hefur staðið opin, tekur
aðeins þriðjung þess tíma sem áður tók að ná upp
réttu kælistigi. Þrátt fyrir allt þetta helst rafmagns-
eyðsla í lágmarki.
Osby Turbo KNF 305-170 í, Osby Turbo Osby Turbo FNF 2101-211 I.
kælirými og 135 I. frystirými. NF 305-305 I. frystirými. frystirými, en aðeins
140 cm. hár.
Björg S. Björns-
dóttir - Minning
Fædd 22. maí 1919
Dáin 19. nóvember 1988
Okkur langar að minnast í ör-
fáum orðum ömmu okkar er lést í
St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði
aðfaranótt laugardagsins 19. nóv-
ember.
Amma var fædd 22. maí 1919.
Amma og afí, Sigursveinn Þórðar-
son skipstjóri, fæddur 2. maí 1917,
giftust 22. nóvember 1941 og áttu
þau 4 böm. Óhætt er að segja, að
samband þeirra hafi veríð sérstakt,
þau unnu hvort öðru svo heitt og
voru sjálfum sér nóg.
Alveg er furðulegt hvað sumum
tekst allt vel, sem þeir taka sér
fyrir hendur. En þannig var amma.
Það var sama hvort það voru hús-
verkin, saumaskapurinn eða matar-
gerðin. Þegar við bamabörnin
hugsum til baka minnumst við
þeirrar stundar sem við áttum með
ömmu með söknuði. Amma var
okkur öllum yndisleg og hugsunin
um hana kallar fram bæði tár og
bros. Þótt við væmm 12 að tölu
kom það ekki fyrir að afmælisdagur
gleymdist. Það er svo erfitt að
hugsa til þess að við sjáum ömmu
aldrei aftur, hana ömmu sem okkur
þótti svo vænt um.
Amma átti við erfiðan sjúkdóm
að stríða sem að lokum náði yfir-
höndinni. Hún hafði aldrei verið
fyrir það að barma sér og tók ekki
upp á því þótt hún lægi rúmföst
meira eða minna þetta árið. Afi
stóð sem klettur við hlið ömmu þar
til yfír lauk.
Megi elsku amma hvíla í friði.
Við söknum hennar en það sem
styrkir okkur er að við trúm því
að henni líði vel.
Elsku afí, megi þínar góðu minn-
ingar um ömmu verða þér styrkur
og stoð í sorg þinni.
Barnabörnin
Nú er hún sofnuð — svefninum
langa, elskuleg tengdamóðir mín
Björg S. Björnsdóttir sem búin var
að beijast við þann skæða sjúkdóm,
krabbameinið, í rúmt ár, og hafði
hann betur að lokum. Björg var
fædd í Ólafsvík 22. maí 1919, for-
eldrar hennar voru Vigdís Péturs-
dóttir og Björn Steinþór Ólafsson.
Björg náði ekki að kynnast föður
sínum, því hann lést áður en hún
fæddist. Hún var skírð yfír kistu
hans og hlaut nafnið Björg Stein-
rún. Seinni maður Vigdísar var
Gestur Yngvi Bjömsson og gekk
hann Björgu í föðurstað. Gestur og
Vigdís eignuðust eina dóttur, Gunn-
hildi. Aðeins 9 ára gömul verður
Björg fyrir þeirri þungu reynslu að
missa móður sína. 14 ára gömul fer
hún til Akureyrar og dvelur þar hjá
móðursystur sinni Guðbjörgu Pét-
ursdóttir og hennar manni Jakobi
Olsen málarameistara. Þau reynd-
ust Björgu vel, og var henni alla
tíð mjög hlýtt til þeirra. Hjá þeim
dvelur hún til ársins 1941. Þá verð-
ur á vegi hennar ungur og glæsileg-
ur maður, sem átti eftir að verða
eiginmaður hennar. Það var Sigur-
sveinn Þórðarson skipstjóri frá Nes-
kaupstað. Þau giftu sig á Neskaup-
stað 22. nóvember 1941. Fyrstu 10
árin sín búa þau í Sandbrekku í
sambýli við inóður Sigursveins,
Matthildi Bjamadóttir. Talaði Björg
oft um tengdamóður sína með mik-
illi ástúð virðingu. Svenni var
mikið fjarverandi frá sínu heimili
vegna atvinnu sinnar. Má nærri
geta að oft hefur verið nóg að gera
hjá Björgu því fjölskyldan stækkaði
jafnt og þétt. Á Neskaupstað fædd-
ust 3 af 4 bömum þeirra. Oft tal-
aði Björg um þessi ár, og minntist
þess, að tengdamóðir sín hefði ver-
ið hennar stoð. Árið 1951 bregða
þau búi og flytja til Reykjavíkur.
Þar bjuggu þau í tvö ár, en flytjast