Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.11.1988, Qupperneq 53
MOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1-988 53 Minning: SigríðurK. Gísladóttir frá Ytra Fædd 7. febrúar 1891 Dáin 15. nóvember 1988 Við andlát móður minnar líða mér fyrir hugskotssjónir minningar úr frumbemsku, frá kyrrlátum vetr- arkvöldum heima í sveitinni forðum, þegar olíulampinn og kertaljósið voru einu ljósgjafar heimilisins. Þetta brot úr kvæði eftir Einar Benediktsson er eins og meitlað í huga mér: Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við ljðs, sem blakti gepumn vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. Móðir mín Sigríður Karitas Gísla- dóttir var fædd í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi 7. dag febrúar- mánaðar árið 1891. Faðir hennar var Gísli Kristjánsson bóndi þar og þjóðhagasmiður fæddur á Amar- stapa á Snæfellsnesi 22. mars 1860, en fluttist 9 ára gamall með föður sínum að Ytra-Skógamesi og var þar heimilisfastur alla tíð síðan að undanskildum 5 síðustu æviámn- um, en þá átti hann heima í Reykjavík og þar andaðist hann 22. mars 1953. Móðir hennar Jóhanna Ólafsdóttir fædd í Sviðnum á Breiðafirði 5. nóvember 1851, dótt- ir Ólafs Teitssonar bónda þar og Bjargar dóttur Eyjólfs Einarssonar alþingismanns í Svefneyjum, sem kallaður var Eyjajarl. Móðir mín ólst upp hjá foreldrum sínum í Ytra-Skógarnesi ásamt bróður sínum Kristjáni fæddum 31. janúar 1897 síðar trésmíðameistara í Stykkishólmi og fjórum fóstur- systkinum á fjölmennu heimili, sem þá var í þjóðbraut meðan alfaraleið lá um Lönguíjörur, sem taldar voru bestur vegur á landi hér. í Skógar- neshólmi í næsta nágrenni var aðal- verslunarstaður nálægra sveita frá því fyrir aldamót og allt fram und- ir 1930. Á þeim árum voru gesta- komur tíðar í Ytra-Skógamesi, því margir þurftu að sækja vamirig í kaupstaðinn, oft um langan og erf- iðan veg og urðu stundum að leggja nótt við dag. Það varð því sjálfsagð- ur hlutur að vinna öllum eins góðan beina og föng framast leyfðu og mörgum þurfti að búa næturstað. Varð því vinnudagur heimakvenna stundum nokkuð langur, en allt vom þetta þó miklir aufúsugestir, enda bám þeir hátíð í bæinn með glaðværð sinni og ljúfu viðmóti. Á unglingsárum stundaði móðir mín nám í Hjarðarholtsskóla í Dölum og var í vistum í Reykjavík á heimil- um þekktra borgara svo sem Sig- fúsar Eymundssonar (d. 1911) bók- sala og ljósmyndara í Lækjargötu 2 og Jakobs Havsteen í amtmanns- húsinu Ingólfsstræti 9, sem nú er horfið. Þann 12. febrúar 1921 gift- ist móðir mín föður mínum Krist- jáni Ágústi Kristjánssyni kennara frá Rauðkollsstöðum, sem fæddur var í Selárdal í Hörðudalshreppi 4. ágúst 1890. Eignuðust þau saman níu böm, þar á meðal tvíbura, sem öll komust til fullorðinsára. Hófu þau þá strax búskap í Ytra-Skóg- arnesi sem leiguliðar á jörð afa míns, sem dvaldist þar áfram og vann heimilinu i skjóli foreldra minna. Jafnframt búskapnum stundaði faðir minn vinnu í Reykjavík hluta af árinu, lengst af sem skjalavörður Alþingis. Einnig gegndi hann ýmsum erilsömum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og féll því oft í hlut móður minnar að annast búið. Kristján móðurbróðir minn, sem lifir systur sína í hárri elli á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, bjó um skeið í tvíbýli við foreldra mína í Skógamesi og á nálægum slóðum ásamt eiginkonu sinni Jó- hönnu Ólafsdóttur, sem látin er fyrir allmörgum árum. Þann 4. júlí 1934 andaðist faðir minn snögglega og stóð móðir mín þá ein uppi með allan barnahópinn, það elsta 12 ára en það yngsta aðeins fjögurra mán- aða. Hún hélt samt búskapnum ótrauð áfram með öll bömin án mikils stuðnings, því tryggingabæt- ur vom þá öllu minni en nú tíðkast. Margs þarf búið við og ekki síður bömin. Upp frá þessu varð því ekki mikið um svefn né hvíld hjá hús- freyjunni á bænum og erfiðleikar hennar stundum meiri en unnt er að lýsa. Föðuramma mín Ágústína Gísladóttir (1862-1955) á Rauð- kollsstöðum kom móður minni til hjálpar þegar mest á reyndi og dvaldist á heimilinu næstu árin ásamt föðursystur minni, sem var vanheil. Meðan öll bömin voru í æsku hélt móðir mín auk þess vinnufólk, kaupamann eða vetrar- mann eftir árstíðum eins og þá var siður. Ekki má heldur gleyma þeim mikla stuðningi, sem hún hlaut frá mörgum góðum nágrönnum, sem alltaf voru boðnir og búnir til að rétta hjálparhönd, þegar eitthvað á bjátaði. Inntu þeir af hendi mörg dagsverkin án þess að spyija að launum og létu eitt og annað af hendi rakna. Ein húsfreyja í sveit- inni kom með fatnað á öll bömin, sem hún hafði saumað sjálf, og gaf móður minni. Fyrir þetta allt ber að þakka, þótt of langt yrði að telja nöfn alls þessa ágæta fólks. Það var ekki fyrr en öll börnin voru vaxin úr grasi og flest komin í vinnu á fjarlægum slóðum og sjúkdómar teknir að hetja á bústofninn, að móðir mín loks brá búi og fluttist til Reykjavíkur árið 1948. Þar bjó hún lengst af við góða heilsu í skjóli og nálgæð barna sinna, þar til halla tók undan fæti og síðustu tíu árin dvaldist hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að mestu rúmföst síðustu árin og naut góðrar umönnunar starfsfólksins. Þetta er þá í stuttu máli lífshlaup móður minnar. Er þá ekkert meira um hana að segja? Það kann að þykja lítt frásagnarvert að lýsa störfum húsfreyju á stóru og bam- mörgu sveitaheimili hér fyrr á árum, þegar fýrirvinnuna vantaði og ekkert af þeirri tækni, sem við þekkjum í dag, var komin til sög- unnar. Allar aðstæður voru þær sömu og vinnubrögð að mestu óbreytt frá því sem tíðkast hafði allt frá árdögum íslandsbyggðar. Auk venjulegra heimilisverka, sem við þekkjum nú á tímum, þurfti sem dæmi að þvo allan þvott, sem til féll á stóru heimili, á bretti í þvottabala með höndunum einum, hita allt vatn og sækja það fýrst í vatnsfötum í læk hálfa bæjarleið í burtu hvemig sem viðraði sumar jafnt og vetur. Bera þurfti þvottinn sömu leið fram og aftur til að skola hann í hreinu vatni og hengja hann til þerris. Þá þurfti að handmjólka fjórar til fimm kýr tvisvar á dag og gefa þeim hey til fóðurs, en fyrst þurfti að troða heyinu í meisa og bera þá langan veg milli fjóss og hlöðu og sækja allt vátn til brynn- ingar í djúpan brunn allfjarri. Svo þurfti að bera út ösku og kveikja upp eld á hveijum morgni í eldavél eða hlóðum með mó einan eða sprek til eldsneytis og oftar en ekki þurfti að sækja eldiviðinn lengst út með sjó og jafnvel bera hann í poka yfir ótræði. Allan fatnað þurfti að sauma og hafa hann tilbúinn á hveijum morgni handa mörgum krökkum, stoppa í sokka, staga í sauðskinnsskó eða gera nýja, sem oft entust varla daginn og gæta þess að þeir hörðnuðu ekki yfir nóttina. Allt var þetta einungis brot af því, sem oft var í daglegum verkahring húsfreyjunnar í Skógar- nesi. Allir þessir hlutir vom gerðir strax og þörfin krafði, án þess að höfð væm um það mörg orð og ekki var kvartað um þreytu. Aldrei kom það fyrir, að fatnaður okkar systkina væri ekki til taks, er við vöknuðum á morgnana, hreinn, heill og þurr, hvemig svo sem við höfðum skilið við hann að kvöldi, kannski bæði blautan eða rifinn og óhreinan. Ekki kom það heldur fyr- ir, að ekki væri nægur matur á borðum á tilskildum tímum dagsins handa hveijum og einum, þótt oft hafí vægast sagt verið úr litlu að spila. Allt urðu þetta sjáifsagðir hlutir í augum okkar systkina, sem aldrei bmgðust. Það varð heldur aldrei uppvíst, að móðir okkar yrði nokkm sinni veik, þótt flestir á heimilinu lægju rúmfastir í ein- hveijum af þessum farsóttum eða umgangspestum, sem stöðugt vom að hijá okkur á þessum ámm. Það var ekki fyrr en hún var hætt að geta staðið á fótunum, að því var léð einhver athygli, að ekki væri allt með felldu. Þrátt fyrir þrotlaust amstur og strit gaf móðir okkar sér ætíð tíma til að sinna öllum okkar þörfum. Hún var okkur ömgg huggun og styrkur, þegar veikindi eða einhver leiðindi steðjuðu að. Hún hélt í höndina á okkur á hveiju kvöldi á meðan við fómm með bænimar, sem hún hafði kennt okkur, eins og til dæmis þessa bæn: Vertu Guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Að lokum bauð hún okkur góða nótt með kossi á kinnina og signdi rúmið. Hafi nokkur maður nokkm sinni átt einhveijum eitthvað að þakka, þá hljótum við að hafa stað- ið í mikilli þakkarskuld við þessa umhyggjusömu konu, móður okkar, sem héðan af verður aldrei goldin. Sem ég er að hripa niður þessar línur, þá kemur upp í huga mér löngu gleymd minning. Hún tengist fyrstu ferð minni í Varphólmann í Skógarnesi. Ég hef þá verið hátt á fjórða ári. Faðir minn réri sterkleg- um áratogum yfir straumþungt sundið, en ég sat á afturþóftu við hlið afa míns. Fáum vikum síðar fór faðir minn til uppskurðar á spítala í Reykjavík. Hann hefur líklega ætlað að ljúka þessu lítil- ræði af, áður en heyannir byijuðu. — En það kom kona með helfregn. — Sama konan, og fór fyrst höndum um okkur systkinin, er við fædd- umst í þennan heim, varð nú að stíga þessi þungu spor. Þrátt fyrir fjórtán manns í heimili varð allt svo undarlega hljótt í bænum. Aðeins fískiflugan heyrðist suða við gluggann. Það var hásumar og ár- gæska með sól á þili og flæsuvind á.norðurgafli. Úti var þytur í grasi á fullsprottnu túni. Ég hef líklega ekki skilið fyllilega það sem gerst hafði. Einhvers staðar þar sem lítið bar á heyrðist móðir mín gráta í hljóði, en amma, sem misst hafði tvo eiginmenn og börn sín uppkom- in hvert af öðru í blóma lífsins, hafði fyrir löngu misst allt sem tá- rum tók. Frá kirkjunni komú allir heim daprir og hljóðir í svörtu. Þrátt fyrir sólskinið var gleðin horfin sumarlangt. Og nú líður senn að jólum og þá verður huganum reikað norður yfir Faxaflóa heim í Ytra-Skógarnes við Löngufjörur. Þar er allt eins og áður var. Mamma er að undirbúa jólahátíðina í gamla hlýlega bænum okkar við lágan sjávarniðinn ún^ íjarska. Úti er hjarn og snjór, búfé allt á húsi og Itjörnurnar blika skært á himninum. Hún er búin að hita súkkulaðið og kveikja á öllum kertunum og í hönd fer Nóttin helga. í huga mér kemur brot úr kvæði Davíðs Stefánssonar, sem hann nefnir Jólakvöld: Og nú vil ég syngja og sál mina yngja með söngvum um lágnættið hljótt og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt er kyrrt og rótt, og láta mig dreyma um Ijósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt. Einar. Jón Kr. Magnús- son — Kveðjuorð Fæddur 20. mars 1927 Dáinn 10. nóvember 1988 Hann afi okkar er kominn til Guðs. Bóbó afi, eins og við kölluðum hann alltaf, hafði verið í sambúð með föðurömmu okkar frá því löngu áður en við fæddumst. Þegar afí veiktist hugsaði amma um hann heima, þar til hann fór á St. Jós- efsspítala og andaðist þar nokkrum dögum síðar. Það var alltaf gaman að koma til afa, hann var ætíð svo hress og kátur og lék sér við okkur og sagði okkur sögur frá því er hann var lítill strákur á Norðfirði. Hann var líka alltaf svo góður þegar við kom- um til hans á Austurgötuna, stund- um með kaldar hendur og þá yljaði hann okkur með hlýju höndunum sínum og þerraði burtu tárin eins og öfum er einum lagið. Hann var ávallt svo gjafmildur og rétti okkur stundum aur til að kaupa litla bók sem mamma átti svo að lesa fyrir okkur. Hann var sjálfur mjög bók- hneigður og sleppti varla bók úr hendi. Við þökkum afa fyrir samveru- stundirnar og biðjum góðan Guð að geyma afa okkar vel. Heilagi Guðs son kenn þú oss krossinn að bera, kraftur þinn megnar oss aflvana styrka að gera. Styrk oss og styð, stattu oss sjálfur við hlið, elskunnar ímynd og vera. Sendu nú frið þinn í syrgjandi ástvina hjörtu. Sýn þeim hinn dána í upprisuljósinu bjarta. Eilífa ást. Aldrei er syrgjendum brást, hastaðu á harmélin svörtu. Vinir og ættmenn er harmþrungnir sitja í sárum. Sólarljós æðra heims brotnar í jarðneskum tárum. Guðs góði son gaf öllum samfundar von. Kvíðum ei komandi árum. (Valdim. V. Snævarr) Rósu ömmu, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sandra og Róbert Oddsbörn t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, GUÐMUNDAR SKÚLA BERGMANN BJÖRNSSONAR, Gnoðarvogi 28, Reykjavfk. Fyrir hönd vandamanna, Regína Bergmann. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR O. VESTMANN, Álfhólsvegi 4, Kópavogi. Danfel Vestmann, Lilja D. Vestmann, Svavar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför EMILS ÞORLEIFS JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til kvenfélags Hreyfils, skrifstofufólks og bílstjóra Hreyfils fyrir veitta aðstoð. Fyrir hönd aðstandenda, Inga E. Karlsdóttir. Erff idrykkjur I hlýju ogvinalegu umhverfi. í ; A Salir fyrir 20-250 manna hópagr Veit ingahöllinni og Domus Medíca. Veitingahöllin Húsi Versiunarinnar S: 685018-33272.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.