Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 (I IKB/IAIIfl /t veró vist ah fara---hann bi'dur eftir háciegismatnum ást er. . . . létt snerting. TM Reg U.S. Pal Ofl —all righls reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicale !NFC Kvörtunum yfir leturs- mæðinni í símaskránni á að beina í símanúmerið sem gefið er upp á bls. Einkennileg gleymska Til Velvakanda. I hinni vönduðu og efnismiklu sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins þann 13.11. er að finna stuttan og að því er virðist ósköp sakleysisleg- an greinarstúf eftir Súsönnu Svav- arsdóttur, bókmenntafræðing og blaðamann. Er þar reifaður hlutur smásögunnar í jólabókaflóðinu á yfirlætislausan hátt. Greinin er þó áðfinnsluverðari en hún virðist vera því orðrétt segir á einum stað: „Á jólabókamarkaðnum í ár er mér kunnugt um fjögur smásagna- sögn . . .“ Nefnir höfundur síðan bækur þeirra Agnars Þórðarsonar, Njarðar P. Njarðvík, Gyrðis Elías- sonar og Guðbergs Bergssonar. Er bersýnilegt að höfundur telur ekki að fleiri smásagnarsögn komi út fyrirþessi jól. Af einhverjum ástæð- um hefur Súsanna Svavarsdóttir ekki heyrt getið um smásagnasafn Einars Más Guðmundssonar sem ber heitið „Leitin að Dýragarðin- um“ og gegnir það raunar furðu ■því Einar Már er landskunnur höf- undur og fréttir af útkomu bókar hans hafa verið áberandi í fjölmiðl- um. En öllum geta orðið á mistök og hugsanlega fýlgist Súsanna Svavarsdóttir ekki jafnvel með og æskilegt væri, starfs hennar vegna. Hins vegar er útilokað að hún hafði ekki heyrt getið um smá- sagnasafn undirritaðs, síðasti bíllinn sem gefið er út af höfundi sjálfum og inniheldur 9 smásögur, þvi hún hefur sjálf fengið bókina í hendur sér að kostnaðarlausu eins og títt er um blaðamenn þá sem um menningarmál fjalla, auk þess sem 4 önnur eintök af bókinni eru undir höndum ýmissa ágætra kol- lega hennar á Morgunblaðinu af mismunandi ástæðu. Engu að síður kýs Súsanna að láta sem hún viti ekki af tilvist bókarinnar í um- ræddri úttekt sinni. Þess má geta að bókin hefur þegar hlotið tvær umsagnir í fjölmiðlum (í útvarps- þættinum Kviksjá og menningar- dálki Tímans) sem báðar gefa til kynna frambærileika hennar, auk þess sem ein sagan hefur birst í Tímariti Máls og menningar. Það er því erfitt að ímynda sér að bók þessi uppfylli ekki þær listrænu kröfur sem nægi til að hennar sé getið í hlutlausri upptalningu á smásagnaútgáfu í jólabókaflóðinu. . Því verður ekki neitað að ýmis lágkúrueinkenni á fjölmiðlafári nú- tímans, svo sem stjörnudýrkun, snobb og annar smáborgaraskapur hefur einnig sett mark sitt á bókaútgáfu hér á landi og bókaum- fjöllun. Þannig finnast dæmi þess að ætterni rithöfunda, lífsferill og jafvel útlit hafi áhrif á viðtökur sem verk þeirra hljóta. Þá þykir mörgu fólki bækur ekki viðlits verðar nema þær séu gefnar út hjá stórum og þekktum forlögum og hvergi til sparað í hönnun og útliti. Með öðr- um orðum skiptir ytra borð meira máli en innihald, enda eru bækur enn í fullu gildi sem stofustáss, þrátt fyrir myndbandabyltinguna með tilheyrandi leðurhulstrum í bókalíki. Kæri Velvakandi. Vegna greinar eftir mig sem birtist í seinni hluta októbermán- aðar undir fyrirsögninni „Eru Vottar Jehóva yfirstétt" langar mig til að biðja þig um að birta þetta stutta bréf vegna þeirra við- bragða fólks sem ég hef orðið fyr- ir á opinberum vettvangi sökum umrædds bréfs. Eg fékk sent bréf frá manni utan af landi með þeim yfirlýsing- um að hann gladdist að ég skyldi ekki lengur fara villur vega með Vottum Jehóva. Vottamir hafa haft samband vegna skrifa minna. Hjá báðum þessum aðilum hefur ríkt mikill misskilningur eftir lest- ur greinar minnar. Þá vil ég beina þessum orðum til þeirra sem hlut eiga að máli og einnig hinna sem lásu umrædda grein: Vottar Jehóva eiga ekki ein- ir trúflokka slíka gagnrýni skylda. Aðventistar, hvítasunnumenn, babtistar, methodistar, mormónar, kaþólikkar, lútherstrúarmenn og fleiri söfnuðir geta tekið orð þessi til sín: Erfiðara er fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsríki, en fyrir útvalda að fara í gegnum nálarauga. Jesús sagði eitt sinn við ríka Það kemur varla á óvart þó að þvílík yfirborðsmennska finnist hjá hluta almennings og fjölmiðlafólki af ýmsu tagi. En það er öllu verra og raunar ófyrirgefanlegt ef þessi ömurlegu .viðhorf menga huga fag- fólks sem ætlað er að fjalla um bókmenntir á hlutlausan og vitræn- an hátt. Hér verður ekki fullyrt að Súsanna Svavarsdóttir hafi gerst sek um þennan hugsunarhátt í umræddri grein, en geti hún ekki gefið skýringu á því hvers vegna hú kannast ekki við tilvist bókarinn- ar Síðasti bíllinn, þá mun ljótur grunur um slíkt sveima í huga und- irritaðs. Ágúst Borgþór Sverrisson manninn: „Far burt og gef eigur þínar fátækum og þú munt eiga fjársjóð á himnum." T.d. er það svo í mörgum löndum að kaþólska kirkjan á ótrúlegar eignir meðan fátækir deyja hungurdauða nánast við bæjardyrnar. Allir hljóta að sjá að þar er á ferðinni gróðafyrirtæki en ekki kristindómur. Margt ber að lofa hjá Vottum Jehóva og skal ég nefna örfá dæmi til að vera stuttorður: 1) Þeir boða ríki guðs hús úr húsi, allt í sjálfboðavinnu. 2) Þeir selja bækur og tímarit á lygilega lágu verði. Sem dæmi kosta gömul eintök af Varð- tuminum eina krónu (1 kr.). 3) Til að geta verið í boðunar- starfínu sem lengst taka þeir að sér ýmsa vinnu, s.s. skúring- ar og gluggaþvott og aðrar ræstingar, m.a. að þrífa kló- sett. 4) Þeir fara til fólksins eins og Kristur bauð þeim að gera en bíða ekki eftir að fólkið sæki þá heim. Vona ég að þessi misskilningur sé hér með leiðréttur. Einar Ingvi Magnússon Misskilin skrif HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Fyrir skömmu var haldin í höfuð- borginni ráðstefna um fatlað fólk og atvinnulífið. Á forsíðu Tímans var þess þá getið, að fatlað- ir hefðu ekki komizt af eigin ramm- leik inn í ráðstefnuhúsið. „Hjóla- stólafólk komst ekki af sjálfsdáðum upp tröppurnar að ráðstefnuhúsinu og þurfti aðstoðarmenn til að kom- ast inn í húsið," segir í frásögninni og birtist mynd með af tröppunum. Nú var ráðstefna þessi haldin af opinberum aðilum í ráðstefnusal ríksins. I samtali við Tímann segir fulltrúi skipuleggjenda ráðstefn- unnar, að þama hafi áður verið haldnir fundir og ráðstefnur um málefni fatlaðra án þess að athuga- semdir væru gerðar við útitröppum- ar. Jóhann Pétur Sveinsson, for- maður Sjálfsbjargar, segir í sam- tali við Tímann, að ekki ætti það að vera kostnaðarsöm framkvæmd að gera tröppurnar færar fyrir fatl- aða og innandyra sé allt í lagi. Vissulega ættu fatlaðir að gera meira af því að mótmæla þessu og öðmm skyldum atvikum, segir Jó- hann Pétur. xxx Tíminn spyr Jóhann Pétur um skilning yfirvalda á aðgangi fatlaðra að opinberum stofnunum. Og Jóhann segir. „Ætli það sé ekki óhætt að segja að í orði sé þetta allt saman mjög jákvætt en þegar að framkvæmdunum kemur verður heldur minna úr en til stóð. Það má til dæmis benda á að embætti bæjarfógeta og sýslumanna, sem jafnframt eru umboðsmenn Trygg- ingastofnunar ríkisins, eru víða um land algjörlega út í hött hvað varð- ar aðstöðu fyrir fatlaða." Víkverji, sem nú er, hefur satt að segja oft furðað sig á því, hversu víða við opinberar stofnanir hindr- anir standa í vegi fyrir fötluðum. En ekki bara þar. Athygli Víkverja var einu sinni vakin á nýbyggingu fyrirtækis, sem selur sérstakar vör- ur fyrir fatlaða, en inngangurinn í verzlunina var ekki fyrir fatlaða. Ef Víkveija misminnir ekki fékk húsið samt verðlaun, annað hvort fyrir útlitið eða umhverfið. Það hefur enginn verið fatlaður í þeirri dómnefnd. Auðvitað er sums staðar erfitt um vik að lagfæra, en Víkveija hefur líka oft dottið í hug, að ekki þyrfti það að vera kostnaðarsöm framkvæmd að koma fyrir skábraut eða gera staðinn með öðrum hætti greiðfæran fyrir fatlað fólk. Það hefur hins vegar ef til vill farizt fyrir af því að engar athugasemdir voru gerðar, eins og skipuleggjandi ráðstefnunnar um fatlaða og at- vinnulífíð sagði. Þurfi þær alltaf til er það auðvitað rétt hjá Jóhanni Pétri að fatlaðir verða að mótmæla hástöfum. En hitt ætti ekki síður að vera til í dæminu, að þeir, sem ganga heil- ir til skógar, eigi sjálfír frumkvæði að úrbótum, að ekki sé nú talað um þá, sem halda ráðstefnur um málefni fatlaðra eða sinna þeim að öðru leyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.