Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 ÍÞRÚmR FOLK ■ SKOSKUR kaupsýslumaður gerði sér lítið fyrir í gær og keýpti stórliðið Glasgow Rangers. Kaup- sýslumaðurinn, sem er frá Edin- borg, greiddi átta Frá Bob milljónir sterlings- Hennessy pund fyrir félagið. i England/ Hans fyrsta verk var síðan að bjóða Gra- eme Souness, stjóra liðsins, að koma inn í stjóm félagsins, og síðan lýsti hann því yfir að hann myndi láta Souness í té fé til að kaupa enn fleiri leikmenn. Souness heftir eytt 8 milljónum punda í kaup á leikmönnum síðan hann tók við lið- inu 1986. ■ CHELSEA hefur mikinn áhuga á að kaupa ástralska fram- heijann David Mitchell frá Feyno- ord í Hollandi. Mitchell er fæddur í Skotlandi en er ástralskur ríkis- borgari og lék á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir Ástralíu. Komi hann til Chelsea aukast líkumar á að Kerry Dixon verði seldur frá Chelsea. ■ JOSEPH Wolf sagði í gær af sér starfi sem stjórnarformaður v- þýska knattspymufélagsins Eintracht Frankfiurt — aðeins átta dögum eftir að hann tók við starfinu! Aðrir stjórnarmenn vom á móti því að hann við starfmu á aðalfundinum fyrir rúmri viku og sagðist Wolf í gær hafa sagt af sér til að koma á friði í stjóm félags- ins. Liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er vetri og er nú í þriðja neðsta sæti deiidarinnar. ■ HELGA Sigurðardóttir er eina stúlkan úr FH, sem er í kvennalandsliðinu skipað stúlkum 19 ára og yngri, en það tekur þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi um helgina. Auk hennar em í Iiðinu Þuríður Reynisdóttir, Sigríður Snorradóttir, Elísabet Þorgeirs- dóttir og Brynhildur Þorgeirs- dóttir, Gróttu, Sigrún Ólafsdótt- ir, Hjördis Guðmundsdóttir, Halla Helgadóttir og Heiða Erlingsdóttir, Víkingi, Andrea Atladóttir og Ingibjörg Jónsdótt- ir, IBV, og Ragnheiður Stephen- sen, Ingibjörg Andrésdóttir og Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörn- unni. ■ RÚMENÍA vann ísrael, 3:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu í Rúmeníu í gær. Mörk Rúmena gerðu: Camataru á 23. mín. og Mateut á 31. og 40. mínútu. ■ JÚLÍUS Jónasson mætti gömlu félögum sínum í gær í leik Vals og Gróttu. Hann lék eitt ár með Gróttu í 4. flokki. Með honum í liði var Egill Markússon sem nú er 1. deildar dómari. Valur-Grótta 23 : 18 íþróttahús Vals, íslandsmótið í hand- knattleik 1. deild, miðvikudaginn 23. nóvember 1988. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 4:4, 6:4, 6:5, 9:5, 12:8, 12:11, 14:11, 15:12, 15:14, 22:14, 23íl5, 23: 18. Valur: Valdimar Grímsson 6/1, Sig- urður Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 2, Gísli Oskarsson 2 og Geir Sveinsson 1. Þorbjörn Jensson, Theodór Guð- finnsson og Sigurður Sævarsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 13/1. Páll Guðnason. Utan vallar: 6 mínútur. Grótta: Davíð B. Gíslason 5, Stefán Arnarson 4/1, Svafar Magnússon 3, Páll Bjömsson 2, Halldór Ingólfsson 2 og Willum Þór Þórsson 2/1. Gunnar Gíslason, Sverrir Sverrisson, Friðleifur Friðleifsson og ólafur Sveinsson. Varin skot: .Sigtryggur Albertsson 12/1. Stefán Öm Stefánsson. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: 400. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Jóhannesson. Mjög slakir og náðu illa saman. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ ísland sækir um HM Körfuknattleikssamband íslands býðst til að taka einn riðil undankeppn- innartil íslands. Bestu þjóðirheims meðal ÍSLAND hefur ákveðið að sækja um að fá að halda einn af þremur riðlum f undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar i körfuknattleik. Keppn- in fer f ram í byrjun september á næsta ári og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mikfar Ifkur á að umsókn íslendinga verði samþykkt. Islendingar hafa aldrei tekið þátt í heimsmeistarakeppninni en bestu þjóðir heims taka þátt í þessari undankeppni. Þrjár efstu þjóðir í Evrópukeppninni fara beint í iokakeppnina, en þjóðir á borð við Spán, Italíu, Grikkiand og jafnvel Júgóslaviu verða að taka þátt í undankeppninni. Ef íslendingar fá keppnina munu landslið einhverra þessara þjóða koma til landsins. Sjö þjóðir sækja um Hðla Riðlamir í undankeppninni eru þrír og sjö þjóðir sækja um. Það em Spánn, V-Þýskaland, ísrael, Finnland, Ungverjaland og Eng- land, auk Islands. Israel, V- Þýskaland og Finnland sækja einnig um riðil í Evrópukeppninni og ef þessar þjóðir fá riðla í Evr- ópukeppninni fá þær ekki riðil í HM. Líkumar eru því íslendingum í hag og margt sem bendir til þess að umsókn ísiendinga verði samþykkt. Dýrt Það yrði að sjálfsögðu mjög dýrt fyrir ísland að halda þessa keppni. Alþjóða körfuknattleiks- sambandið borgar þó stóran hluta, s.s uppihald að vissu marki. ís- lendingar þyrftu þó að borga uppi- hald fyrir dómara, umsjónarmenn ogýmislegt sem fylgir slíku móti. „Þetta yrði vissulega mjög dýrt en að fengjum ýmislegt í stað- inn,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við Morgunblaðið. „Tekjur af aðgangseyri, auglýsingum og sjónvarpssendingum gefa mikla peninga. Það er ljóst að ef þjóðir á borð við Ítaíu og Spán koma tii íslands þá verða leiídmir sýndir beint,“ sagði Pétur. Pétur Guðmundsson með? Spumingin sem skiptir íslend- inga mestu máli er hvort Pétur Guðmundsson fær að leika með íslenska liðinu í keppninni. Sam- kvæmt reglum FIBA mega leik- menn í NBA-deildinni ekki leika með landsliði. Á heimsþingi FIBA í apríl verður ákveðið hvort þess- ari reglu verður breytt og NBA- ieikmönnu leyft að leika með landsliðum. Ákveðið í desambor Á skrifstofu FIBA fengust þær upplýsingar að góðir möguleikar væri á að umsókn íslendinga um riðil í HM yrði samþykkt, en enda- leg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en í desember. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Morgunblaðiö/Einar Falur Jakob Sigurðsson svífur inn í víta- teig Gróttu og lyftir boltanum yflr Sigtrygg Albertsson markvörð. Bolt- inn fór í stöngina og í fangið á Sig- tryg^i. Á innfelldu myndinni slá þeir félagar svo á létta strengi svona í hita og þunga leiksins. Ármannssigur Armenningar gerðu góða ferð til Keflavíkur í gærkvöldi. Þar unnu þeir Keflvíkinga, 25:20, í 2. deildarkeppninni í handknattleik. IMýliðamir stóðuí Valsmönnum GRÓTTULIÐIÐ er sýnd veiði en ekki gefin. Það fengu meistara- efni Valsmanna að reyna í gær. Nýliðarnir stóðu í Vals- mönnum nærallan leikinn en þeim síðarnefndu tókst að gera út um leikinn með góðum endaspretti. Gróttumenn gáf- ust þá upp, enda orðnir lang- þreyttir að f urðulegri dóm- gæslu. Undir lokin var sigur Vals öruggur, 23:18. Gróttumenn mættu mjög ákveðnir til leiks og fyrstu mínútumar var jafnt á öllum tölum. Gróttumenn léku mjög skynsam- ■■■^■H lega og langar sókn- LogiB. ir þeirra skiluðu ár- Eiðsson angri. í vöminni var sknfar svo te^ið 4 af fullum krafti og Valsliðið komst lítt áleiðis. Valsmenn tóku þó við sér undir lok fyrri hálfleiks og í leikhléi var fjögurra marka munur, 12:8. Gróttumenn byijuðu mjög vel í síðari hálfleik og fyrstu þijú mörkin vom þeirra. En þegar staðan var 12:11 var tveimur Gróttumönnum vikið af leikvelli og Valsmenn náðu yfírhöndinni að nýju. Gestirnir létu þó ekki deigan síga og minnkuðu muninn að nýju í eitt mark, 15:14, þegar 11 mínútur vom til leiksloka. En í annað sinn máttu Gróttumenn horfa á eftir tveimur mönnum af leikvelli. Eftir það var viðnám liðs- ins á þrotum og Valsmenn gerðu sjö mörk í röð og tryggðu sér sigur. Valsliðið lék ekki jafn vel og í síðustu leikjum og líklegt að mót- spyman hafi komið þeim í opna skjöldu. Flestir leikmenn liðsins léku þó vel. Valdimar Grímsson og Geir Sveinsson náðu vel saman hægra megin og Einar varði vel. Þá var Júlíus Jónasson dýrmætur þegar illa gekk hjá liðinu. Gróttuliðið lék mjög vel og af skynsemi lengst af. Vörnin var gífurlega sterk og þar mátti sjá greinileg fingraför Árna Indriða- sonar þjálfara. Sóknarleikurinn var langdreginn en árangursríkur og liðið beið eftir rétta færinu. Sig- tryggur Albertsson varði mjög vel og Davíð B. Gíslason nýtti færi sín vel. Þá átti Stefán Arnarson góðan leik í vörninni. Dómararnir Sigurður Baldursson og Björn Jóhannesson áttu vægast sagt slæman dag. Þeir voru langt frá því að vera samkvæmir sjálfum sér og undarlegir dómar breyttu verulega gangi leiksins. En líkt og leikmenn eiga dómarar ekki alltaf góðan leik. „Það verður að hafa í huga að við erum lið úr 2. deild og eigum undir högg að sækja. Því verðum við að leika sérstaklega vel ef við ætlum að ná stigum úr svona leikj- um. Við verðum að leika vel í 60 mínútur en ekki 40 eða 50 eins og núna," sagði Ámi Indriðason þjálf- ari Gróttu eftir leikinn. „Við vissum að ef við héldum\ andstæðingunum undir 20 mörkum þá ættum við möguleika. En þegar við vomm komnir niður í eitt mark þá var slegið á þetta og það gengur ekki að vera fjórir gegn sex. Vals- menn máttu gera ýmislegt í vörn- inni sem við máttum ekki,“ sagði Ámi 2. DEILD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.