Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 64

Morgunblaðið - 24.11.1988, Síða 64
Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Endurski í skam Borgarspítalinn: Gömul vararaf- stöð uppfyllir ekki kröfur um öryggi SJÚKLINGUM á gjörgæsludeild og skurðstofum Borgarspítalans getur stafað hætta af því að vararafstöð sjúkrahússins er fornfáleg og ótrygg. Stöðin fór ekki í gang þann 16. október, þegar raf- magnslaust varð í Reykjavík. Spítalinn hefúr lagt fram beiðni að upphæð 26,3 milljónir króna tii að koma þessum málum í viðunandi horf. Þetta kemur fram í svari fram- kvæmdastjóra Borgarspítala við fyrirspum í borgarráði. Fram kem- ur, að aðalrafmagnstöflur spítalans eru komnar til ára sinna og upp- fylla ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru. Ákveðið hafí verið, þeg- ar Borgarspítalinn var reistur, að vararafstöð við spítalann fullnægði þörfum hans tii raforku ef eitthvað brygði út af. Vararafstöð Borg- arspítalans er 500 kw díselstöð, rússneskrar gerðar, og sú eina sinnar tegundar hérlendis. Að mati sérfræðinga er stjómkerfi hennar fomfálegt og kann að reynast erf- itt að fá varahluti, ef um áfram- haldandi notkun stöðvarinnar yrði að ræða. Ekki yrði hjá því komist að skipta um stjómbúnað, gangráð og spennustilli. Þá em ýmsir hlutar vélarinnar óvenjulegrar gerðar og erfitt að fá sambærilega varahluti. I bréfínu kemur fram, að á und- anfömum ámm hefur vélin bmgðist í 5 skipti af 24 er á reyndi. Þá fylg- ir bréfinu umsögn yfirlæknis á svæfinga- og gjörgæsludeild, þar sem segir að aidrei hafi komið til þess að tjón hafi hlotist af því að vararafstöðin fór ekki í gang, en því sé eingöngu að þakka árvekni og snarræði hjúkmnarfræðinga deildarinnar. Það er mat framkvæmdastjórans að ekki verði hjá því komist að endurnýja þennan búnað til að' tryggja að spítalinn hafi nægjanlegt °g tryggt rafmagn ef raforkukerfi landsins bregst. Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketilsson Búið um sjómanninn um borð i Drangavík skammt frá Kolbeinsey í gærmorgun. Slasaðist á miðunum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar náði í alvarlega slasaðan sjómann um borð í rækjubát í gærmorg- un. Flogið var með manninn til Akureyrar og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn slasaðist um borð í rækjubátnum Drangavík ST 71, sem var þá staddur suð-vestur af Kolbeinsey. Vír slóst í andlit hans, svo hann hlaut af alvarlega áverka og var óskað eftir liðsinni Land- helgisgæslunnar. Þyrlan fór frá Reykjavík kl. 10.40 í gærmorgun og sjómaðurinn var kominn um borð kl. 12.20. Maðurinn var fluttur til Akureyrar, en þaðan með flug- vél til Reykjavíkur. Hann liggur nú í Borgarspítalanum. Bandaríska flugfélagið Flying Tigers: Eftirlýstur grískur auð- jöfur dvaldi hérlendis TALIÐ er að eftirlýstur grískur auðjöfúr og Qár- glæframaður hafi dvalist hér- lendis í rúman sólarhring í siðustu viku og gist Loftleiða- hótelið á flótta sínum. Al- þjóðalögreglan, Interpol, leit- ar nú mannsins og er hann talinn vera í Brasiiíu. Grikki þessi, George Koskot- as, mun hafa komið hingað und- ir fölsku nafni í einkaþotu. Þor- steinn A. Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, stað- festi að Interpol hefði sent ráðu- neytinu fyrirspurn um ferðir manns, sem talinn er vera Ko- skotas, síðastliðinn sunnudag. Koskotas var þá farinn héðan ásamt fámennu fylgdarliði sínu. Á þriðjudag var síðan óskað eft- ir nákvæmri skýrslu um dvöl fólksins hér á landi. Fjárglæfrar Koskotas hafa verið fréttaefni í Grikklandi og víða um heim undanfarnar vik- Hann varð á skömmum tíma einn auðugasti maður Grikk- lands, átti einn stærsta banka landsins, þijú dagblöð, fjögur tímarit, útvarpsstöð og knatt- spymulið. Hann hafði alls um 3000 manns í vinnu. Hann er grunaður um víðtæk fjársvik, skjalafals og blekkingar og er talinn hafa mútað fjölda grískra áhrifamanna. Gríska rétttrúnað- arkirkjan ávaxtaði hins vegar sjóði sína í banka hans á hærri vöxtum en aðrir buðu. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Veðurblíða með eindæmum Holti. SÉRSTÖK veðurblíða og hlýindi hafa verið undir Eyjafjöllum í allt haust. Túnin eru græn og þar sem áburður hefur verið keyrður á tún má glöggt sjá vöxt og gróanda. Síðustu haust hafa verið óvenju góð en þetta haust er engu öðru líkt hvað þetta varðar. Búfénaður er á beit og jafnvel mjólkurkúm er enn beitt út'eins og meðfylgjandi mynd sýnir þar sem Holtsnúpur gnæfir yfir og snjórinn í fjarska boðar veturinn sem hlýtur um síðir að koma. - Fréttaritari. Hyggur á vöruflutninga milli Japans og Islands Höfum óskað eftir samvinnu við Flugleiðir, segir yfirmaður Evrópudeildar felagsins VIÐRÆÐUR hafa farið fram hér á landi síðustu daga milli Burt Hubbs, yfírmanns Evrópudeildar flugfélagsins Flying Tigers, og Möskvamælir Gæzlunn- ar hlaut ekki löggildingu MÖSKVAMÆLIR sá, sem Landhelgisgæzlan hefúr notað að undan- förnu við möskvamælingar, hefúr ekki hlotið löggildingu. Hann mun ekki standast þær kröfúr, sem gerðar eru til möskvamæla sam- kvæmt gildandi lögum og reglugerðum og var Landhelgisgæzlunni meðal annars tilkynnt það bréflega fyrir tæpu ári. Þó var leyft að nota mælinn til viðmiðunar. Þór J. Gunnarsson, fulltrúi á lög- gildingarstofunni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nokkuð hafi vantað upp á að mælirinn hlyti lög- gildingu; að hann stæðist allar reglugerðir og lög um notkun möskvamæla. Þar sem að þeim hafi hvarflað að málaferli gætu ris- ið vegna notkunar mælisins, hefðu meðal annars verið send bréf til dómsmálaráðuneytis, sjávarútvegs- ráðuneytis, Hafrannsóknastofnun- ar og Landhelgisgæzlunnar, þar sem niðurstöður Löggildingarstof- unnar hefðu verið kynntar; það er að hann sé aðeins nothæfur til við- miðunar. Ekki hefði þótt ástæða til að banna notkun mælisins, þar sem hann hefði hlotið löggildingu í Dan- mörku. Löggildingarstofan hefur nýlega löggilt á þriðja tug möskvamæla fyrir Hampiðjuna, en þeir eru af þeirri gerð, sem notuð hefur verið af öllum aðilum hér á landi til skamms tíma. íslenzkra aðila, m.a. þriggja ráð- herra, um flug með vörur til og frá íslandi, auk aðstöðu vegna millilendinga hér eins og áður hefúr verið greint frá. Burt Hubbs sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að fyrirtækið hefði mikinn áhuga á að fá leyfi til millilendinga í Keflavik og vöruflugs í tengslum við það. Hann sagði að Flying Tigers færi fram á leyfí fyrir vöruflug, ekki aðeins frá Keflavík til Asíu og baka, heldur hefði fyrirtækið einnig áhuga á flugi milli Keflavíkur og Evrópu. Hann sagði það viðkvæmt mál vegna hagsmuna Flugleiða, en Flying Tigers væri reiðubúið til samvinnu við Flugleiðir. Sem dæmi nefndi hann að fyrirtækið flytti mikið af hátæknibúnaði frá Asíu til Evrópu. Þann varning gæti Fly- ing Tigers fært til Keflavíkur og Flugleiðir síðan áfram til Evrópu. „Við höfum mikinn áhuga á fisk- flutningum, sem við teljum eiga mikla framtíð og getum tryggt Is- lendingum verulega flutninga á fiski til Japans og hugsanlega til Evrópu. Þá flytur fyrirtækið mikið af lifandi dýrum, sérstaklega naut- gripum og hrossum, og munum við geta flutt hesta héðan fáum við leyfi til þess. Við höfum samræmt starf okkar og ýmissa annarra flugfélaga og gætum til dæmis veitt Flugleiðum aðgang að ákveðnu rými í flugvél- um okkar, sem þeir gætu selt sínum viðskiptavinum. Formlegar viðræð- ur um samstarf af þessu tagi eru ekki hafnar, en við höfuin þegar sent þeim tilboð þess efnis og bíðum nú svars. Við höfum rætt við flugmála- stjóra og ráðherra utanríkismála, samgöngumála og forsætisráðherra og fengið góðar móttökur. Við höf- um verið hvattir til að leggja fram skriflega umsókn um leyfi fyrir flutningum á þessari flugleið. Þetta er vissulega gott tækifæri, ekki aðeins fyrir okkur, heldur líka Keflavíkurflugvöll, vegna aukinnar umferðar og umtalsverðrar fjár- hæðar, sem við munum greiða fyrir lendingargjöld, eldsneyti og ýmsa aðra þjónustu,“ sagði Burt Hubbs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.