Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
Holræsakerfíð í Reykjavík:
Verður fyrirmynd slíkra fram-
kvæmda á hinum Norðurlöndunum
- segir Sveinn Torfi Þórólfsson,
aðstoðarprófessor við Tækniháskól-
ann í Þrándheimi
„HOLRÆSAKERFIÐ við Skúlagötu og Sætún sýnir stórhug og fram-
sýni forráðamanna borgarinnar í baráttunni fyrir hreinna um-
hverfi, og mannvirki þau sem byggð hafa verið eru borginni til
sóma. Ég met kerfið sem byggt hefúr verið af slíkum gæðum, að
það er notað sem dæmi um velheppnuð mannvirki í kennslu í frá-
veitufræði við Tækniháskólann í Þrándheimi," segir Sveinn Torfi
Þórólfsson, aðstoðarprófessor við Tækniháskólann i Þrándheimi.
Hann var faglegur ráðgjafi við hönnun nýs holræsakerfis fyrir mið-
bæ, Þingholt og austurbæ, en nýlega var gangsett dælustöð við
Skúlagötu, sem er hluti holræsakerfisins.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sveinn Torfi Þórólfsson t.v. ásamt Sigurði Skarphéðinssyni, aðstoðar-
gatnamálastjóra, við líkan af holræsakerfínu sem verið er að byggja
upp í Reykjavík.
Sveinn Torfi Þórólfsson lauk
prófi í byggingaverkfræði frá
Tækniháskólanum í Þrándheimi
árið 1970, með vatnsveitu- og frá-
veitufræði sem aðalgrein. Hann
hefur síðán starfað við vatnsveitu-
og fráveitufræði og umhverfismál
í Noregi. Fimm fyrstu árin að loknu
námi vann hann hjá ráðgefandi
verkfræðistofu Arne Reinertsen í
Þrándheimi við skipulagningu hol-
ræsamannvirkja, og að loknu fram-
haldsnámi í fráveitufræði hjá Norsk
Institut for Vannforskning árið
1976 var hann fenginn til að byggja
upp námsbraut með vatnsveitu- og
fráveitukerfi sem aðalfag við
Tækniháskólann í Þrándheimi.
Sveinn Torfi varð lektor við Tækni-
háskólann árið 1978, og aðstoðar-
prófessor 1987.
„Það er að mínu mati alveg ein-
stakt að bæjarfélag af þessari stærð
leggi að eigin frumkvæði svo mikla
áherslu á umhverfismál af þessu
tagi, og leggi út í jafn miklar fram-
kvæmdir í einu og gert hefur verið
í Reykjavík. Það sem hér hefur
verið gert síðastliðin ár er að magni
til langtum meira en ég hef séð
gert nokkurs staðar á hinum Norð-
urlöndunum á svo skömmum tíma.
Hér hefur á fáum árum verið gert
það sem til dæmis í Þrándheimi
hefur tekið 15-20 ár að gera. Mér
hefur skilist að það sé pólitískur
vilji fyrir þessu, og ekki hafi þurft
þann utanaðkomandi þrýsting sem
víða annars staðar verður að beita
heilbrigðis- og umhverfísmálayfir-
völd til að ráðast í slíkar fram-
kvæmdir. Það er reyndar ekki fyrr
en í seinni tíð sem þrýstingur frá
almenningi ýtir á að lagt er í svona
framkvæmdir víða á Norðurlönd-
um,“ segir Sveinn Torfí.
„Staða mín í Noregi býður upp
á að ég hef mjög gott yfirlit yfir
það sem gert er á þessu sviði á
Norðurlöndunum, og þá sérstaklega
í Noregi. Þetta vérk sem verið er
að vinna hér í Reykjavík hefur ver-
ið skipulagt og unnið alveg frá
grunni, og ég met mikils að hafa
fengið tækifæri til að taka þátt í
undirbúningi að byggingu þessara
veglegu mannvirkja, og þannig láta
í té sérþekkingu mína innan frá-
veitufræðinnar.
Ég vil sérstaklega minnast á
gæði verksins og þær miklu kröfur
sem gerðar hafa verið í því sam-
bandi. Oftast hefur verið litið á
mannvirki af þessu tagi sem annars
flokks mannvirki, og varla að tímt
hefur verið að eyða á þau máln-
ingu, hvað þá að fengnir væru arki-
tektar til að teikna þau. Þetta hefur
að vísu verið að breytast í Noregi
í seinni tíð, en Reykvíkingar standa
miklu framar. Allt sem viðkemur
aðbúnaði fyrir starfsmenn, frágangi
umhverfis og öryggismálum er
langtum betur unnið hér en ég
þekki til á öðrum stöðum.
Þá er alveg sérstakt hversu opn-
ir tæknimenn hjá gatnamálastjóra
hafa verið fyrir öllum nýjungum og
óhræddir við að fara ótroðnar slóð-
ir. Hér hefur til dæmis verið leyst
vandamál varðandi dælingu á yfír-
borðsvatni, sem hingað til hefur
verið talið allt of dýrt í fram-
kvæmd, og satt að segja sé ég nú
fyrir mér hvernig hægt er að leysa
sambærilegt vandamál í miðbæ
Þrándheims. Þar hefur þessu verið
slegið á frest hingað til af því það
hefur hreinlega þótt vera óyfirstíg-
anlegt tæknilegt vandamál. Hér er
einnig að finna lausnir á ýmsum
öðrum tæknilegum vandamálum
sem ég hef ekki séð notaðar annars
staðar, og ég er sannfærður um að
þessar framkvæmdir hér í
Reykjavík eiga eftir að verða fyrir-
mynd sambærilegra framkvæmda á
hinum Norðurlöndunum."
Holræsið við Sætún tekið í notkun;
Skólpið hreinsað og dælt
hundruð metra á haf ut
Dælustöðin við Sætúnið er gróin inn í umhverfi sitt.
Morgunblaðið/Rax
Morgunblaðið/Rax
Á ströndinni frá Ingólfsstræti og út á Laugarnes hafa verið gerðar
tváer dælustöðvar, sem leysa af hólmi um tuttugu minni ræsi.
BORGARSJÓÐUR hefur undan-
farin flögur ár veitt tugum millj-
óna króna til holræsagerðar
meðfram Sætúni. Dælustöð fyrir
þessa nýju skolpveitu var tekin
í nokun sl. vor og nú í haust var
samskonar stöð á uppfyllingu við
hús Fiskifélagsins tekin í notkun.
Dælustöðvarnar munu framvegis
veita skolpi úr miðbæ, Þingholt-
unum og austurbænum hundruð
metra á haf út. Smiðshöggið
verður rekið á kerfið með
hreinsistöð í Laugarnesi, sem
skilur föst efhi úr skolpinu og
er því síðan veitt 3-400 metra út
frá ströndinni á u.þ.b. 15 metra
dýpi. En óhreinar fjörur heyra
þó ekki sögunni til, því meðfram
Eiðsgranda, Ægissíðu og í Naut-
hólsvík þarf að gera samskonar
ráðstafanir.
í borgarkerfínu var um árabil
rætt um lausn vandans í holræsa-
málum Reykvíkinga, en á ótal stöð-
um lágu ræsin út í sjó, nánast í
fjörukambinum.
Með tilkomu dælu- og hreinsi-
stöðvanna við Sætún ætti þetta
vandamál að heyra fortíðinni til við
norðurströndina, en vandamálið er
enn óleyst sunnanmegin, þar sem
skólp úr stærstu borgarhverfunum
rennur til sjávar.
Ákvörðun um gerð holræsis með-
fram Sætúni og Skúlatúni, frá Ing-
ólfsstræti út á Laugarnes, var tekin
í borgarstjóm fyrir fjórum árum.
Tvær dælustöðvar eru hluti af kerf-
inu, önnur fyrir framan sjávarút-
vegsráðuneytið, hin skammt norðan
við gamla frystihúsið á Kirkju-
sandi. Áður rann skólpið óheft um
tuttugu minni rásir meðfram endi-
langri Qörunni.
Vandinn er fullt eins alvarlegur
við Skeijafjörðinn. Holræsi vestur-
bæjarins liggja út í fjöruna við Eiðs-
granda og Ægissíðu, en skólpi úr
Breiðholti og Árbæ er veitt út rétt
fyrir utan olíubryggjuna hjá Shell.
Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins-
sonar aðstoðargatnamálastjóra er
þegar byijað að huga að dælustöðv-
um og nýjum holræsum fyrir þessa
borgarhluta. Eins og málin standa
nú er talið brýnna að hefja fram-
kvæmdir við holræsi meðfram
Ægissíðu en ljúka gerð Sætúnsræs-
isins, enda hefur ástand við Skúla-
götu batnað mjög vemlega.
Með Laugamesstöðinni yrði loka-
hnúturinn rekinn á holræsakerfið
meðfram Sætúni.. Án hennar er
kerfíð starfhæft en nær ekki því
markmiði að skilja föst efni frá
skólpinu og veita því nægilega langt
frá ströndinni. Þegar kerfið er full-
búið munu dælustöðvamar tvær sjá
til þess að skólpið renni inn í Laug-
amesstöðina, þar sem sjálfvirkur
búnaður skilur föst efni frá skólp-
inu. Þau þarf að urða, en eftir verð-
ur vökvi sem dæla á 3-400 metra
á haf út.
Áður en hreinsistöðin tekur til
starfa verður skólpinu dælt í sjóinn
við Laugalæk, en dælustöðin við
Ingólfsstræti veitir skólpi úr mið-
bænum eftir Sætúnsræsinu inn að
dælustöðinni við Laugalæk. Þegar
úrkoma verður meiri en svo að
skolpdælur hafi undan fer það
magn sem umfram er út um útrás-
arstokk við dælustöðvamar. Við
háa sjávarstöðu er því dælt með
öflugum yfírfallsdælum, en við lága
sjávarstöðu opnast lokar, þannig
að það skilar sér frá dælustöðinni
án dælingar. Þá verða varavélar í
dælustöðvunum til taks, ef háflæði
helst í hendur við mikla úrkomu.
Sætúnsræsið er engin smásmíði
og hafa framkvæmdimar vart farið
framhjá vegfarendum á Skúlagötu
undanfarin misseri. Inn í kerfíð
koma tæplega 100.000 rúmmetrar
á sólarhring. Framreiknaður heild-
arkostnaður við kerfíð er áætlaður
375 milljónir króna. Kerfið var
hannað af starfsmönnum gatna-
málastjóra, útreikningar unnir í
samvinnu við norska fyrirtækið
A.R. Reinertsen og Svein Torfa
Þórhallsson, prófessor í Þránd-
heimi. Aðalverktakar voru Miðfell
h.f., Sveinn Runólfsson s.f., Gunnar
og Guðmundur h.f. og Hagvirki
h.f. Meðal undirverktaka vom kaf-
arar sem fengu það hlutverk að
leggja stokka frá dælustöðvunum
út í sjó, við heldur óþrifalegar að-
stæður.