Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
Síldarminningar
Mál og menning:
Nikkólína
og’villikött-
urinn
MAL og menning hefur sent frá
sér norsku verðlaunamyndabók-
ina Nikkólína og villikötturinn
eftir Anne Kierulf.
Þetta er saga af sómakærri heim-
iliskisu sem ókyrrist einn daginn
og leitar í burtu á vit ævintýranna.
Fyrr en varir skilar hún sér heim
aftur og ekki líður á löngu uns
heimilisköttunum fjölgar. Á hverri
síðu eru litmyndir.
Bókin, sem er 32 blaðsíður, er
þýdd af Silju Aðalsteinsdóttur.
Prentun fór fram í Danmörku.
Bókmenntlr
Erlendur Jónsson
SÍLDARÆVINTÝRIÐ Á SIGLU-
FIRÐI. 208 bls. Björn Dúason
tók saman. Útg. Björn Dúason.
Höfundur tekur fram í inngangi
að þetta sé ekki »sagnfræði í
þröngri merkingu þess orðs. Hér
er um að ræða minningar höfundar
sem ungur lifði þennan umbrot-
atíma og kynntist af eigin raun
hvemig síldveiðar og síldarsöltun,
þessi fyrsta stóriðja Islendinga,
umbylti atvinnu- og menningarlífi
bæjarins.« Raunar mun Siglufjörð-
ur vart hafa staðið undir því að
kallast bær áður en síldin kom til
sögunnar. Bjöm segir að það hafi
verið upp úr aldamóturh, eða nánar
til tekið frá og með árinu 1904, sem
sfldarævintýrið hófst fyrir alvöru.
Það vom Norðmenn sem kenndu
íslendingum síldveiðar. »Á ámnum
1903 til 1912 mátti kalla að Norð-
menn réðu öllu á Siglufirði um
síldveiðamar svo og um meðferð
og söltun síldarinnar,« segir Bjöm.
Á sumrin var Siglufjörður eins og
hver annar hafnarbær þar sem
margra þjóða sjómenn höfðu við-
komu pg settu svip á götulífið.
Unga fólkið eygði þama ný og áður
óþekkt tækifæri til að afla peninga.
Duglegir útvegsmenn komust yfir
skjótfenginn auð sem þeir töpuðu
að vísu jafnharðan aftur, oft og
tíðum, allt eftir árferði og heppni.
Þam’a var líf og fjör, mikið unnið,
stundum drabbað; og fjöldi fólks
starfandi á sumrin; fólks sem kom
og fór. Því var síst að furða þó
hinu aldagamla og kyrrstæða
bændaþjóðfélagi stæði stuggur af
þessum umbrotum. Sumpart mun
andúð þess á Siglufirði hafa stafað
af kaldri hagsmunahyggju: bænda-
þjóðfélagið gat ekki keppt um
vinnuaflið við þennan spánnýja at-
vinnuveg. En hitt vó líka þungt á
metunum að sveitafólki stóð ógn
af lífemi því sem orð fór af í síldar-
bænum. Þarf ekki annað en fletta
upp 5 sagnaskáldskap frá 3. og 4.
áratugnum til að komast að raun
um að ekki var allt talið í sómanum
á staðnum þeim. Nú vitum við að
heimamenn þoldu önn fyrir þennan
»rógburð og álygar« eins og Bjöm
Dúason orðar það. »Þama í bæ
áttu manndráp að vera daglegir
viðburðir . . . Allan sólarhringinn
linnti aldrei blóðugum ölæðisbar-
dögum. En — verst varð þó kven-
þjóðin úti. Siglfirskar konur og að-
komustúlkur, sem stunduðu síldar-
söltun, voru hispurslaust stimplaðar
hómr, eða vægast skækjur.« Hér
er sterkt að orði kveðið. Viðkvæmt
hefur málið verið með samtíðinni
úr því að manni getur hitnað svona
í hamsi áratugum síðar vegna sögu-
sagna sem gengu um bæinn hans
í gamla daga. Ekki þvertekur Bjöm
Erum að taka upp glænýjar jólavörur
á hlægilegu verði s.s.:
jóJaseríur
jólaskraut
jólakort
styttur
vasar
glervörur
matar- og kaffistell
10 kerti í pakka - hvít og
rauð 99 kr. kassinn
heimilis- og raftæki
mjög eðlileg gervijólatré
sængurog koddar
skór
fatnaður
jólapappír
Beinn innflutningur
JOLAMARKADURINN BILDSHOFDA10
viö hliöina á Bifreiöaeftirlitinu
\
Björn Dúason
þó fyrir að stundum hafi verið sukk-
samt í bænum. En vitanlega hefur
það verið alhæfingin sem heima-
mönnum sveið verst. Enda má af
frásögn Bjöms ráða að félagslíf
Siglfírðinga sjálfra hafi verið bæði
blómlegt og menningarlegt. Síldar-
ævintýrið fór saman með revíuöld-
inni. Gamankvæði voru þá ort í öll-
um kaupstöðum landsins og sungin
á skemmtunum; á Siglufírði eins
og annars staðar. Bjöm segir að
margt hafí það farið forgörðum
með tímans rás. En allnokkru hefur
hann náð að safna og birtir í bók
sinni. Hafi það ekki skáldskapar-
gildi má þó alltént segja að það
hafi nokkurt menningarsögugildi;
sýni hvemig fólk stytti sér stundir
á löngum vetrum þarna við ysta haf.
Bjöm Dúason bendir á að á Siglu-
fírði hafí konur fyrst farið út á
vinnumarkaðinn og unnið hlið við
hlið án minnsta tillits til stéttar eða
stöðu og að því leyti hafi bærinn
hans rutt brautina til jafnréttis
karla og kvenna: »Konur, sem allt
til þess að síldarvinna hófst, höfðu
sjaldan eða aldrei átt því láni að
fagna að fá tækifæri til að vinna
sér inn aukaskilding, fengu nú þann
möguleika í ríkum mæli,« segir
Björn.
Þar sem Síldarævintýrið á Siglu-
firði er bók skrifuð af tilfínningu
og átthagaást gerir höfundur sér
far um að lýsa stemmningunni í
gamla daga ekki síður ep hinum
hagnýtu hliðum atvinnulífsins.
Upplýst er að bókin sé skrifuð á
löngum tíma þannig að »nútíðin«
er ekki alltaf sú sama. Ekki þarf
það þó að villa fyrir lesandanum.
Og furðu samstæð er bók þessi
yfír heildina litið þótt efni hennar
sé f raun harla sundurleitt.
og hvenær drepur
maður ekki mann?“
Bókmenntir
Friðrika Benónís
Toni Morrison:
Ástkær
Þýðandi: Úlfúr Hjörvar
Forlagið 1988
Toni Morrison er löngu viður-
kenndur höfundur í Bandaríkjun-
um, en aldrei hafa gagmýnendur
lofað nokkra bók hennar eins og
Pulitzer- verðlaunasöguna Ástkær
sem út kom á síðasta ári. Einkunn-
ir eins og “Meistaraverk", “Stór-
kostleg", “Frábær" o.s.frv. eru
gefnar og lesendur virðast sammála
gagnrýnendum því bókin hefur selst
í risauppIögUm vestra. Nú gefst
íslenskum lesendum færi á að fylla
þann stóra flokk sem hefur látið
heillast af Ástkærri, því íslensk
þýðing Úlfs Hjörvar er komin út
hjá_ Forlaginu.
Ástkær er saga blökkukonunnar
Sethe, sem losnar úr þrældómi í
upphafí þrælastríðsins og drepur
bam sitt fremur en að láta það
falla í hendur þrælahaldaranna
hvítu. En fortíðina getur hún ekki
drepið. Kúgun svartra og þeirra
eigin þáttur í henni ásækir Sethe í
líki draugs dótturinnar myrtu, -sem
ekki ber annað nafn en það sem
letrað er á legstein hennar; Ástkær.
Ástin nær ekki að verða afl í lífi
fyrrverandi þræla, sem sífellt tor-
tryggja velgengni hinna, óttast svik
og hatast við Sethe vegna þess að
glæpur hennar minnir stöðugt á þá
ábyrgð sem hver og einn ber á eig-
in lífi og örlögum sem fijáls mað-
ur. Og þegar Paul D, fyrrverandi
samþræll Sethe, verður ástmaður
hennar stendur draugur bamsins
myrt§ á milli þeirra og hrekur Paul
D loks út úr húsinu, út úr lífi Set-
hé. Og Sethe tekur endurkomu for-
tíðarinnar fegins hendi; öll sú ást
sem Ástkær aldrei fékk að njóta
er nú veitt, en til einskis, því draug-
ar fortíðarinnar fá aldrei nóg, þeir
éta upp tíma, kraft og líf þess sem
sinnir þeim uns að lokum er engin
leið til baka. Það er hin dóttirin,
Denver, sú sem fæddist á leið Sethe
til frelsisins sem verður móður sinni
til bjargar, vegna þess að hún þolir
ekki þá fortíð sem hún er ekki hluti
af. Og allt fær lukkulegan endi,
ástkær fortíðin gleymist að mestu,
en spor hennar birtast þó alltaf af
og til og áhrif hennar eru til stað-
ar, jafnvel þótt enginn viti af því
eða vilji við það kannast. Því eins
og Paul D segir við Sethe þegar
draugurinn er horfin og hún hefur
misst viljann til að lifa: “við eigum
meira af fortíð en nokkur annar.
Við þörfnumst einhverskonar
framtíðar."
Toni Morrison
Ástkær er sterk saga. Full af
sársauka og hlýju og hatri og ást
streymir hún fram eins og fljót sem
á sér það eitt markmið að komast
sem fyrst til sjávar. Og engin mis-
kunn er sýnd á þeirri leið, lesandinn
sogast inn í hringiðu svartra tilfínn-
inga, sem við öll þykjumst skilja
að eigi rétt á sér þrátt fyrir allt,
en viljum þó sem minnst af vita.
Það er eins og Toni Morrison vilji
særa burt þá anda sem enn í dag
valda kúgun svartra, um leið og
hún opnar sársaukanum, hatrinu
og sjálfsfyrirlitningunni æð sem
vandséð er að nokkru sinni geti
hætt að streyma úr það blóð er
krefst hefnda.
Þegar ég frétti af því að Úlfur
Hjörvar hefði ráðist í það vanda-
sama verk að þýða þessa bók þótti
mér það óðs manns æði. Enski text-
inn er svo ljóðrænn og fljótandi,
sterkur og hljómmikill að ég gat
ekki hugsað mér íslenskan texta
sem ekki gerði frumtextan'um stór-
lega rangt til. En Úlfur hefur ber-
sýnilega lagt sig allan fram og út-
koman er texti sem er sterkur og
ljóðrænn, þótt einstaka sinnum
verði hann full stirðlegur og fram-
andi. Að koma texta af einu máli
á annað er alltaf snúið, ekki síst
þegar frumtextinn er eins sérstakur
og í Ástkær og mér þykir Úlfur
komast mjög vel frá sínu verki,
þótt sá magnaði seiður sem ber
uppi frumtextann komist ekki til
skila nema stundum. Enn eitt bók-
menntaverkið á heimsmælikvarða
hefur eignast íslenskan búning sem
hæfír því og fyrir það ber að þakka,
ekki síst vegna þess að þessi bók
opnar heim sem er okkur framandi
en um leið lýsir hún tilfínningum
sem láta ekki staðar numið við
nokkur landamæri.