Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir
Ný stjórn Félags íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfh.
Ný stjórn námsmanna
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
Sigríður Sæmunds
dóttir - Minning
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
námsmanna í Kaupmannahöfn
var haldinn í október. Var hann
fjölmennur, enda starf félagsins
með blóma. Fráfarandi formað-
ur, Aðalbjörg Jónsdóttir, lagði
fram skýrslu stjórnar og Kristín
Hlín Þorsteinsdóttir gjaldkeri
gerði góð reikningsskil.
Stjóm FÍNK skipa nú Edda Rós
Karlsdóttir formaður, Svala Þor-
móðsdóttir gjaldkeri, Freygarður
Þorsteinsson ritari, Ragnheiður
Inga Þórarinsdóttir, Baldur Þorgils-
son, Eiríkur G. Eyvindsson og Ellen
R. Ingimundardóttir. Nýr fulltrúi
félagsins í hússtjóm Jónshúss er
Bima Baldursdóttir og í félags-
heimilisnefhd eru áfram Vilhjálmur
Ásgeirsson og Ólafur Hjálmarsson.
í svæðisstjórn SÍDS voru kosin
Salvör Aradóttir, Lárus Ágústsson
og Freygarður Þorsteinsson og fyr-
ir sögusjóð Aðalbjörg Jónsdóttir og
Kristín Hlín Þorsteinsdóttir.
Fjölbreytt starfsemi verður á
vegum félagsins í desember. Það
heldur fullveldisdaginn hátíðlegan
með dansleik föstudaginn 2. desem-
ber í Teatersalen 'nð Bispetorv, þar
sem hljómsveitin „Síðan skein sól“
leikur fyrir dansi, og kemur hún
að heiman. Laugardaginn 3. desem-
ber verður hátíðardagskrá í félags-
heimilinu í Jónshúsi og hefst hún
kl. 15\ Þá stendur Námsmannafé-
lagið fyrir laufabrauðsbakstri og
Þorláksblóti skömmu fyrir jól.
- G.L.Ásg.
Fædd 29. júní 1937
Dáin 21. nóvember 1988
I dag er kvödd hinstu kveðju
frænka mín og vinkona, Sigríður
Sæmundsdóttir.
Foreldrar hennar voru Ólína Sig-
urðardóttir (Oddsdóttir) frá Hrísdal
og Sæmundur Einarsson úr
Keflavík.
Samgangur var mikill milli fjöl-
skyldna okkar og alltaf var jafn
gaman að koma til Ólu og Sæma
í Keflavík. Þar virtist fólkið búa við
algjört áhyggjuleysi, sama þótt erf-
iðleikar eða veikindi steðjuðu að,
og þessa eiginleika erfði Sigga í
ríkum mæli. Æskuárin liðu með
heimsóknum á víxl í Keflavík og
Hafnarfirði.
Ung hitti Sigga Guðmar Elvar
Tyrfingsson og þau giftu sig. Þegar
hún var 16 ára eignuðust þau Önnu,
Jónína kom tveimur árum síðar og
eftir önnur tvö fæddist Kristjana,
þtjár stelpur og Sigga rétt tvítug.
Á þessum árum héldum við góðu
sambandi, ég vann í Keflavík á
sumrin og var hálfgerður heimaln-
ingur hjá Siggu og Elvari. í eitt
ár vorum við nábúar í Hafnarfirði
og skelfing var gott að hvfla sig frá
skólabókunum og skreppa til Siggu
í smá spjall.
Ævintýraþráin greip Siggu og
fjölskyldu og tóku þau sig upp og
fluttu til Ameríku þar sem þau
bjuggu í nokkur ár.
Ferma átti Önnú hér heima, svo
Sigga kom heim með telpumar,
Elvar kaus hinsvegar að vera eftir
í Ameríku og skildu þau.
Sigga var hæglát, glaðlynd og
æðrulaus. Mestalla ævi átti hún við
heilsuleysi að stríða, lenti oft inni
á sjúkrahúsum, en henni fylgdi
ótrúleg bjartsýni og trú á líflð. Hjá
henni var ekkert mál svo stórt að
þyrfti að gera sér rellu út af því.
Sunnudagskvöldið áður en hún
dó áttum við tal saman á sjúkrahús-
inu. Hún sagði mér hvað komið
hafði út úr rannsóknum sem hún
hafði gengist undir. Hún var yflr-
veguð og full rósemi og bjó sig
undir þá meðferð sem læknavísind-
in bjóða upp á, en á þeirri meðferð
þurfti hún ekki að halda.
Er við kvöddumst sagðist ég
koma aftur á þriðjudag. Það er fínt,
sagði hún, þá get ég sagt þér meira
því ég fer í lokarannsókn á morg-
un. En rannsókn lauk aldrei því hún
lést næsta dag.
Minningamar hrannast upp bæði
eldri og yngri. Eg man t.d. eftir
ættarmótinu í fyrra, sem af varð
mikið til fyrir tilstilli Siggu, sem
notaði hvert tækifæri sem gafst til
að hvetja skyldmennin til að mæta.
Elsku Anna, Nína, Jana, Einar
og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Elsa Hannesar
Friðrik Kjartansson
Akureyri — Minning
Ég vil skrifa nokkur þakkarorð
tii afa nafna, eins og ég kallaði
hann alltaf. Við vorum mjög nánir
vinir. Ég var ekki nema fímm ára
gamall er ég fór fyrst að heim-
sækja afa til Reykjavíkur. Ég fór
alltaf á hveiju ári og stundum oftar
að heimsækja afa til Reykjavíkur á
meðan hann bjó þar.
Á þeim tíma er afí bjó í Reykjavík
kom hann alltaf heim til fjölskylcju
minnar á Akureyri Um jólin og átt-
um við þá okkar góðu samveru-
stundir sem aldrei gleymast.
Snemma vors árið 1982 flutti afí
til Akureyrar og vorum við þá mjög
mikið saman, við eyddum flestum
okkar frístundum saman. Við fórum
á hverju sumri til Siglufjarðar, þá
í Fljótin og í Sléttuhlíðina, en þess-
ir staðir voru afa mjög kærir. Þeg-
ar við fórum í þessar ferðir þá rifj-
aði afí alltaf upp gamlar minningar
af þessum slóðum sem hann hafði
svo gaman af að segja mér frá.
Fyrir um hálfum mánuði síðan flutt-
ist ég til Reykjavíkur og ekki lét
ég mér detta í hug að þá yrði í
síðasta sinn er ég sæi afa minn.
En eftir að ég flyt suður höfðum
við stöðugt samband í síma og er
ég spurði hvemig hann hefði það
þá leið honum alltaf vel og var allt-
af jafn hress og kátur.
Elsku afa þakka ég fyrir allar,
þær góðu stundir sem við áttum
saman og ég veit að Guð tekur vel
á móti honum.
Guð geymi góðan mann.
Friðrik Þorbergsson
Afi var fæddur á Siglufirði 21.
maí 1924. Hann var sonur hjónannat
Kjartans Stefánssonar skipstjóra^
frá Móskógum í Fljótum og Rósu
Halldórsdóttur frá Bjamagili í Fljót-
um. Hann dvaldist sem bam hjá,
Guðrúnu Halldórsdóttur móðursyst-
ur sinni og Guðleifí Valgeiri Jóns-
syni á Syðstahóli f Sléttuhlíð.
Afí átti tvö systkini, Kjartan
Kjartansson og Stellu Klöru Bohns-
hak.
Afi fór aftur ungur til Siglufjarð-
ar þar sem hann hóf akstur og
önnur störf. Afí hafði taugar til
æskustöðva sinna, og fór um þær
slóðir á hveiju sumri. Afí átti þijú
böm; þau eru Bryndís, Robert og
Kjartan, og sex bamaböm; þau eru
Friðrik Þorbergsson, Þorbergur
Þórður, Inga Þórlaug, Gunnhildur
Helga, Friðrik Kjartansson og
Sveinn Ingi. Síðar flytur afí til
Akureyrar þar sem hann vann við
ýmis störf, svo sem ökukennslu.
Nemendur afa urðu allm^gir víða
um landið.
t
HALLDÓR ÞORSTEINSSON
frá Grýtubakka, Höfðahverfi,
siðast til heimillsá Norðurbrún 1, Reykjavfk,
andaðist 27. nóvember síðastliðinn í Landspítalanum.
Vandamenn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, systir og dóttir,
ÞÓRDÍS RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfraeðingur,
Klapparbergi 4,
Reykjavfk,
sem lést í Landspítalanum föstudaginn 25. nóvember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. desember kl.
15.00.
Pótur Ágústsson,
Rannveig L. Pótursdóttir,
Magnús Pótursson,
Guðfinna G. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Magnússon.
Gunnhildur Sigurðar-
dóttir - Minning
1971 fluttist afí til Reykjavíkur
þar sem hann bjó í um áratug og
þar hélt hann ökukennslu áfram í
nokkur ár, en gerðist síðan leigubíl-
stjóri hjá Bæjarleiðum í Reykjavík.
Snemma vors 1982' flutti afi aftur
til Akureyrar þar sem hann hélt
áfram leigubflaakstri á Bifreiðastöð
Oddeyrar. Voru viðskiptavinir hans
orðnir allmargir uns yfír lauk.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Barnabörnin
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast mágkonu minnar Gunnhildar
Sigurðardóttur, sem lést á sjúkra-
húsi í Reykjavík, hinn 21. nóvember
síðastliðinn.
Gunnhildur var fædd hinn 3. júlí
1923 á Þingeyri við Dýraflörð, dótt-
ir hjónanna Bigurðar FY. Éinarsson-
ar kennara og Þórdísar Jónsdóttur,
og var hún næstyngst ellefu systk-
ina.
Ég minnist ungrar stúlku vestur
á Þingeyri fyrir rúmum §órum ára-
tugum. Hún geislaði af lífsorku og
gleði, var síbrosandi og syngjandi
og heillaði alla sem á hlýddu. Þann-
ig kynntist ég Gunnhildi mágkonu
minni og þannig mun ég minnast
hennar um alla framtíð. Við trúum
því að lífíð hafi tilgang og eftir að
hafa fylgst með lífshlaupi þéssarar
vinkonu minnar hef ég sannfærst
æ betur um það stóra hlutverk, sem
henni var úthlutað í þessu lífi, að
kenna okkur, samferðafólkinu, að
meta þann mun sem er á því að
lifa við heilbrigði, eða vera sviptur
því í blóma lífsins.
Árið 1952 giftist hún Gunnari
Einarssyni, sem reyndist henni
skilningsríkur og góður eiginmaður.
Þau eignuðust þijá syni, Sigurþór,
Ólaf og Ragnar, sem allir eru efnis-
menn.
Eftir fæðingu yngsta drengsins
t
Móðir okkar,
ÞÓRA V. JÓNSDÓTTIR,
Brávallagötu 46,
lést þriðjudaginn 29. nóvember í Sjúkrahúsi Suöurlands.
Guðfinna Einarsdóttir,
Guðmundur Einarsson,
Jón Þ. Einarsson,
Valgerður Elnarsdóttir.
t
Jarðarför oiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður
og afa,
HAFSTEINS BALDVINSSONAR
hæstaréttarlögmanns,
Fjölnisvegi 16,
fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. desember kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Ásgeir Hannes Eirfksson, Valgerður Hjartardóttir,
Baldvin Hafsteinsson, Björg Viggósdóttir,
ElfnJ.G. Hafsteinsdóttir, Haukur G. Gunnarsson
og barnabörn. .
fór Gunnhildur að kenna þess sjúk-
dóms, sem haldið hefur henni í hel-
greipum hálfa ævina og nú að lok-
um náð að stöðva brosið hennar
blíða.
Nú þegar leiðir skilja, þakka ég
mágkonu minni öll þau bros og all-
an þann lífsskilning, sem hún gaf
mér og við hjónin kveðjum hana
með þessari bæn eftir systur henn-
ar og vottum öllum aðstandendum
hennar, okkar dýpstu samúð.
í himnanna hásal hamingjan býr,
þar alfaðir, friður og fögnuður gnýr.
Stjömumar lýsa og leiftra til þín,
leiða þig þar sem að guðsljósið skín.
(H.S. Hinumegin götunnar.)
Kjartan og Hrefha
Kransar, lcrossar
ogkistuskreytingar. W
Sendum um allt land. ^
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74. sími 84200