Morgunblaðið - 30.11.1988, Page 44

Morgunblaðið - 30.11.1988, Page 44
44 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 STALDRAÐ VIÐ/Ari Gísli Bragason og Steinunn Ásmundsdóttir „Það getur verið stutt bíliðmiUi lífs og dauða“ Já, bilið milli lífs og dauða getur verið stutt. Einn viðmælandi okkar hér á síðunni í dag veltir vöngum yfir þessari staðreynd. Hann hefur starfað við löggæslustörf og segir okkur frá því að í starfisínu sjái hann hina hliðina á lífínu. Þá hlið sem við, hinir almennu þegnar, sjáum sjaldan. Annar viðmælandi okkar segir okkur frá þeim miklu viðbrigðum sem það voru þegar hann fluttist úr foreldrahúsum og dvaldist á heimavist Menntaskólans á Isafirði. Hann lærði að byija uppá nýtt. Aga sig og hugsa sjálfstætt. Morgunblaðið/Ari Gísli Fólk ber litla virðingu fyrir lögreglunni. Ég man að þegar maður var lítill strák- ur þá bar maður mikla virðingu fyrir lögreglunni. Það voru viss viðbrigði að fara úr foreldrahúsum en maður hefurgott af þessu. Maður verður sjálfstæður. Lærir að byija uppá nýtt. Aga sig. Þaðgetur náttúrulega gengið misjafnlega, en þetta er allt á réttri leið. Hið nýja Stjómsýsluhús á Isafírði fer ekki framhjá neinum, en bak við Stjómsýslu- húsið glæsilega er lögreglan á ísafirði komin með nýtt húsnæði og aðstöðu til lög- gæslustarfsemi. Þar hitti ég ungan vörð laganna, Birgi Finnsson. Birgir er 21 árs gamall Akur- eyringur en hóf nám í Menntaskól- anum hér á ísafirði fyrir fjórum ámm og útskrifaðist í vor. Ég byijaði á því að spyrja hann hvort hann væri alfluttur til ísafjarðar. Þetta byijaði nú þannig að ég var hér í skólanum á vetuma en fór svo heim á sumrin. Þegar ég útskrifaðist í vor ákvað ég að prófa að vera hér yfír sumar og fékk ég starf á slökkviðstöðinni sem brunavörður! Eftir að hafa starfað við það í sumar komst ég að því, að mér líkar svo vel héma að ég fer ekki í bráð. í haust ákvað ég svo að prófa lögregluna og sótti um starf þar og hef starfað þar í vetur. Hvernig kanntu við starfíð? Ég kann vel við það að mörgu leyti en starfíð hefur mjög stóra galla. Maður á ekkert einkalíf. Ég man að ég fór mikið á böll héma í gamla daga en ef maður fer á böll núna þurfa menn mikið að ræða málin. Menn sem maður hefur afskipti af í starfinu segja ekkert edrú, en þegar menn eru komnir í glas þá nota þeir tækifæ- rið og þurfa mikið að tjá sig. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvem- ig starf þetta er. Sjálfur hélt ég líka að menn sætu á rassinum all- an daginn glápandi á sjónvarpið en þetta er allt annað. Auðvitað er rólegt inn á milli en þegar eitt- hvað er að gera þá er sko mildð að gera. Þá sitjum við ekki auðum höndum. Fólk ber litla virðingu fyrir lögreglunni. Ég man að þeg- ar maður var ungur strákur þá bar maður mikla virðingu fyrir lögreglunni. Þetta hefur breyst. Það er eins og fólk beri ekki virð- ingu fyrir nokkmm sköpuðum hlut. Lögreglustarfíð felst fyrst og fremst í þjónustu við landsmenn. Lögreglan er ekki yfírvald eins og margir halda. Fylgir ekki andleg spenna störfíun af þessu tagi? Jú, vissulega. Sérstaklega í sumar þegar ég starfaði í slökkvi- liðinu. Ég lenti nú ekki í neinu stórvægilegu en maður fór mikið að spá í þetta allt saman. Maður er jú fyrsti maður á staðinn með sérhæfða hjálp. Auglýsingamar sem komu í sjónvarpi með sjúkraliðum og lög- reglu leiddu hugann að því hvem- ig það væri að koma á slysstað þar sem allt væri í klessu. Þetta em hlutir sem þú gleymir ekki. Maður sér hina hliðina á lífínu þegar maður er í þessum störfum. Það getur verið stutt bilið á milli lífs og dauða. Jæja, snúum okkur að ein- hverju öðru. Hvernig voru menntaskólaárin héma á ísafirði, Birgir? Mér fannst gaman í mennta- skólanum. Mikið Qör. Ég bjó á heimavistjnni og þar var ýmislegt brallað. Ég starfaði mikið í fé- lagslífínu og síðasta árið var ég menningarviti. Sólrisuhátíðin sem haldin er árlega var í byijun mars og þá vom tónleikar og haldið fjöl- Magnús Sigurðsson er tvítugur nemi f Menntaskólanum á ísafírði. Magnús er fæddur og uppalinn í Reykjavík en fluttist 6 ára gamall til Húsavíkur þar sem hann bjó ásamt foreldmm sínum og 5 systk- inum. Ég heimsótti Magnús á heimavist menntskælinga á Torfu- nesi og byijaði á því að spyija hann hvað hann væri að gera vestur á ísafírði. Ég hóf skólagöngu mína í Reykjavík og t var einn vetur í Menntaskólanum við Sund en mig langaði til að prófa eitthvað nýtt og fór í skólann hér. Þetta er annar veturinn minn héma og er ég á 3. ári. Hvernig er að vera á heima- vist? Það er dáldið athyglisverð upplif- un að vera héma á heimavistinni. Það gefur manni tækifæri til að jcynnast móralnum á stað eins og ísafírði. Maður kynnist nýju fólki og nýjum viðhorfum. Mér líkar vel héma. Það voru viss viðbrigði að fara úr foreldrahúsum en maður Morgunblaðid/Ari Gísli Það eru krakkar frá öllum landshornum hérna á vistinni og það myndast skemmtileg stemmning meðal fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.