Morgunblaðið - 30.11.1988, Page 51

Morgunblaðið - 30.11.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 51 Vísvitandi heilsuspilling? Hjartanlegt þakklœti til allra þeirra, sem heiÖr- uöu okkur hjónin meÖ nœrveru sinni, blómum, gjöfum og heillaóskum eÖa á annan hátt 21.nóvember sl. á 90 ára afmœli mínu ' ' Gœfa og gengi fylgi ykkur öllum. Gísli Ólafsson. Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu var gamall kunn- ingi okkar- hjónanna, enskur lækn- ir, á ferð hér á landi og staldraði þá við hjá okkur í eina þrjá daga. Hann er maður ræðinn og skemmti- legur viðtals, enda bar margt á góma. Yngsta bamið okkar, sjö ára drengur, kom einn daginn heim úr skólanum og sagðist hafa verið í árlegri skoðun hjá skólatannlækn- inum. Sagði hann okkur frá því, að tannlæknirinn hefði orðið að taka nokkrar röntgenmyndir af tönnunum og hefði myndað efri og neðri kjálka báðum megin, áður en hann boraði í einn jaxlinn og setti örlitla fyllingu í. Vinur okkar fyrr- nefndur heyrði þetta, og honum brá sýnilega í brún. Sagðist hann alls ekki geta trúað því, að íslenskum tannlæknum leyfðist að ganga þannig til verks: Töku röntgen- mynda af mjólkurtönnum skóla- barna, og það án sérstaks samráðs við foreldra bamsins, taldi hann fáheyrðar aðfarir og hinn mesta ábyrgðarhlut. „Til hvers, til hvers í ósköpunum," spurði þessi erlendi læknir. „Og þið leyfið þetta virki- lega?" Dökkt útlit Kæri Velvakandi. Að undanförnu hafa forystu- menn þjóðarinnar skifst á harðorð- um yfirlýsingum vegna efnahags- ástands. Meira að segja orðtak eins og þjóðargjaldþrot og efnahagshrun hefur verið í gangi. Að mínu mati er þetta verulegur möguleiki. En gemm við okkur grein fyrir afleið- ingum ef allt færi norður og niður? Það gæti þýtt einræði eða erlenda íhlutun. Ég býst við því að íslenska þjóðin myndi ekki sætta sig við svoleiðis. En hitt er víst, þriðja leið- in verður alveg ófær þar sem for- ystumenn þjóðrinnar halda uppi innbyrðis deilum. Einu sinni sagði Winston Churchill við bresku þjóð- ina: Ég get aðeins lpfað ykkur blóði, svita og tárum. Ég hef þá óþægilegu tilfinningu að íslenska þjóðin fái svoleiðis boð- skap á næstunni. Vilhjálmur Alfreðsson Hvert mannsbarn sinn skammt Við urðum að játa, að öll okkar eldri börn, þijú talsins, hefðu líka — eins og allir jafnaldrar þeirra í skólanum — fengið árlega þessa meðferð á 7—13 ára aldrinum, al- veg sjálfkrafa. „Nei, þetta er ekki heilsugæsla — þetta er vísvitandi heilsuspilling!" hrópaði þá vinur okkar. Kvaðst hann aldrei hafa heyrt um þvílíkt glapræði framið í nafni heilsugæslu bama. Útmálaði hann fyrir okkur, hvaða afleiðingar slíkir geislaskammtar kynnu vel að geta haft fyrir heilsufar barnanna í framtíðinni. Hefur okkur foreldr- unum ekki verið alls kostar rótt eftir þessar umræður um alla þá geislaskammta, sem bömin hafa fengið hjá skólatannlæknum í ár- anna rás. Vil ég því beina þeirri spumingu til yfirstjórnar íslenskra heilbrigðismála, hvort víðtækar og tíðar röntgenmyndatökur af mjólk- urtönnum skólabarna fari fram með fullri vitund heilbrigðisyfirvalda — og sé svo, hvort þær teljist þá í öllum tilvikum hluti af eðlilegri meðferð skólatannlækna, af því að geislunin sé með öllu meinlaus eða sé jafnvel einkar heilsusamleg? Sér- staklega ungum börnum? Sé á hinn bóginn skaðsemi slíkrar röntgengeislunar á heilsu bamanna eitthvað í líkingu við það sem enski læknirinn sagði, þá er mér enn spum: Hvers vegna er þetta látið óátalið hérlendis og fólki jafnvel talið trú um, að þetta sé heilsu- gæsla? Liggur þama ef til vill fisk- ur undir steini? Hafliði B. Hvalveiðimálið; Geftim ekkert eftir Til Velvakanda. Mikið hefur verið skrifað og spjallað um hvalamálið og er vart á bætandi en hins vegar hefur ver- ið átakanlegt að sjá og heyra hve íslenska þjóðinn stendur illa saman í þessu máli og ekki síst forráða- menn þjóðarinnar, sem svo eiga að heita. Þá á ég við alla þingmennina en margir af þeim tala eins og þeir séu á mála hjá samtökum Grænfrið- unga. Hvernig má það vera að þjóð- areiningin sé svo lítil að við getum ekki sagt t.d. við Bandaríkjamenn að vera þeirra hér sé ekki æskileg og þeir verði að hverfa með allt sitt héðan ef þeir þaggi ekki niður þennan óhróður um ísland sem við- gengst í Bandaríkjunum. Einnig við aðrar þjóðir að við getum ekki hald- ið áfram að kaupa af þeim alls konar vömr eins og við geram (oft óþarfa) nema þær hætti að styðja þennan óhróður um ísland. Við eigum að standa saman og halda áfram með okkar stefnu, hopa hvergi og gefa ekkert eftir. Nýta auðlindir okkar og borða að- eins íslenska framleiðslu því hún er best. Halda menn virkilega að Grænfíðungar hætti bara og fari að vinna fyrir sér á eðlilegan hátt ef þeir koma hvalamálinu í höfn? Nei og aftur nei. Þá kemur að fæðu hvalanna t.d. loðnunni. Stöndum saman og afneitum öllu erlendu sem ekki er nauðsynlegt. Veljum aðeins íslenskar vörar. Allan matvælainn- flutning til landsins ætti að banna og ætti það bann einnig að ná til vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. ísfirðingur LYGILEGA ÓDÝ MASTER Enn ný sending! Ekta leður frá K o i n o Góö greiöslukjör Opið til kl. 19 á föstudag Opið kl. 10-16 á laugardag r Uthlutun úr Vilborgarsjóði Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði stendur yfir frá þriðjudeginum 6. des. til 17. des. Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins í Skip- holti 50a, eða hafi samband í símum 681150 og 681876. ____ Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. Var Jesús Kristur ekki mannlegur? Til Velvakanda. Er hægt að segja að maturinn sé góður áður en hann er smakkað- ur? Getur gagnrýnandi myndað sér skoðun á bíómynd áður en hann sér hana? Já, auðvitað, ég er að tala um hina umtöluðu og stórgóðu mynd „Síðasta freisting Krists". Fjölmiðl- ar hafa undanfama daga biit viðtöl við heittrúarmenn þar sem þeir keppast við að úthúða þessari mynd og hrópa í kór: „Guðlast", sennilega af því að þeir lásu það í einhveiju tímariti, því þeir viðurkenna fúslega að þeir hafi ekki séð myndina. Þeir klykkja svo út með einhveiju í þess- um dúr: „Klám, ofbeldi, viðbjóður," o.s.frv. Þessir menn hafa líklega tekið skoðanir annarra heittrúar- manna og gleypt í heilu lagi og ælt því svo í fjölmiðlana. Það er ekkert klám í þessari mynd. Það er enginn viðbjóður í þessari mynd. Þaðan af síður er guðlast í þesari mynd. Þessi stór- kostlega vel gerða kvikmynd tekur einvörðungu á þessari spumingu: Hvað ef Jesús Kristur var mannleg- ur með tilfinningar eins og aðrar manneskjur. Var Jesús Kristur ekki mannlegur? í upphafi myndarinnar er það skýrt tekið fram að þetta listaverk sé ekki byggt á hinum heilögu ritn- ingum. Éinungis er verið að velta fyrir sér þessari eilífu baráttu hug- ans og holdsins, hvað ef. Ég var skírður, ég var fermdur og ég fór í sunnudagaskóla á yngri áram. Það sem ég sá í þessari mynd var ekki guðlast. Það er al- veg á hreinu. Hann læknar holds- veika, hann gefur blindum sýn, breytir vatni í vin og hann reisir Lasaras upp frá dauðum og, um- fram allt, hann dó á krossinum fyr- ir mannkynið. Þetta er allt í þess- ari mynd og ekki skrumskælt á nokkurn hátt. Því skora ég á þá heittrúarmenn sem blása sig upp i fjölmiðlum að fara og sjá þessa mynd. Jesús var mannlegur. Runólfur Þórhallsson Kuldablússur Kuldaúlpur Margar nýjar gerðir, m.a. yfirstærðir. Verð frá kr. 3.950,- Póstsendum GEíSiB?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.