Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MTOVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
53
KNATTSPYRNA
Hólmbert Frlðjónsson.
Hólmbert
meðKefl-
víkingum?
„Ég eraðhugsa mál-
ið," sagði Hólmbert
Friðjónsson
KEFLVÍKINGAR hafa verið að
ræða við Hólmbert Friðjóns-
son, þjálfarann gamalkunna,
að undanförnu og eru þeir
mjög spenntir fyrir að Hólm-
berttaki við stjórn Keflavíkur-
liðsins.
Hólmbert er ekki ókunnugur í
Keflavík. Þar er hann fæddur
og hann varð íslandsmeistari með
Keflavíkurliðinu 1964 og var þjálf-
ari Keflvíkinga sem urðu meistarar
aftur 1969. Síðan hefur Hólmbert
þjálfað Fram, KR og Keflavík með
góðum árangri.
„Ég hef ekki gefíð ákveðið svar,
en er að hugsa málið," sagði Hólm-
bert i viðtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Epn er ekki ljóst hvaða breyting-
ar verða á Keflavíkurliðinu. Bræð-
umir, Daníel og Grétar Einarssynir
eru ' famir í Garðinn. Siguijón
Sveinsson og ívar Guðmundsson
hafa ákveðið að koma aftur til
Keflavíkur - frá Reyni í Sand-
gerði. Þá em miklar líkur á að
Valþór Sigþórsson, baráttumaður-
inn mikli, taki fram skóna á ný og
leiki með liðinu. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um það að
Valþór myndi styrkja liðið Keflavík-
urliðið mikið.
KNATTSPYRNA /ENGLAND
Guðni lék í stöðu Stevens
„ÞESSUM reynslutíma er
nánast lokið. Mér hefur geng-
ið sæmilega með varaliðinu
og Terry Venables hefur verið
mjög jákvæður í minn garð,
en ég fæ svar um framhaldið
fyrir helgi," sagði Guðni
Bergsson við Morgunblaðið í
gærkvöldi eftir 3:1 sigurTott-
enham gegn Fulham.
Guðni lék ekki sem miðvörður
eins og hann hefur átt að
venjast með Val og landsliðinu
heldur hægra megin á miðjunni.
Gary Stevens lék í þeirri stöðu
með aðalliði Spurs, en hann verð-
ur sennilega frá vegna meiðsla
út tímabilið. Guðni komst ágæt-
lega frá þessari nýju stöðu og
iagði upp annað mark Tottenham
um miðjan seinni hálfleik. Hann
lék á tvo mótherja og er hann kom
upp að endamörkum gaf hann
fyrir þar sem einn félagi hans kom
aðvífandi og skallaði í markið.
„Ég slapp sæmilega frá leikn-
um. Reyndar tók tíma að aðlagast
stöðunni úti á vængnum, en ráð
var fyrir því gert. Eins hafa menn
vitneskju um hve langt er liðið
síðan timabilinu heima lauk —
menn vita að ég er ekki í leikæf-
ingu,“ sagði Guðni-v,Þetta hefur
aimennt verið mjög jákvætt og
skemmtilegt tímabil, en nú er
bara að bíða eftir næsta kafla,“
bætti hann við.
KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ:
Björn Steffansen átti mjög góðan leik með ÍR-liðinu.
HANDKNATTLEIKUR / LIÐ VIKUNNAR
Gunnar jQflT - * __ ___ UW ÍJJ Mjomunnuij- rum J)\ Hafsteinn
Beinteinsson ~JT~ “ 'J&Ji - " \í(£Zá Bragason
FH(1) | AM„a nPI Stjörnunni(l)
Sigurður
Sveinsson
Val(2)
Morgunblaðslið vikunnar er valið með leiki sjöttu umferðar til hliðsjónar. Valsmenn og KR-ingar héldu
áfram á sigurbraut, Valur sigraði Gróttu og KR Víking. Stjarnan gerði góða ferð til Akureyrar og vann
KA, en UBK sótti ekki gull í greipar FH í Hafnarfírði. Leik Fram og ÍBV var frestað og verður hann i
Laugardalshöll á laugardag. Sigurlið umferðarinnar eiga öll fulltrúa í liði vikunnar og eru fjórir þeirra valdir
í fyrsta sinn.
ÍR-ingar léku
sér að Sauð-
krækingum
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
BJÖRN Steffensen átti stórleik
og var maðurinn á bak við góð-
an sigur ÍR-inga á Tindastóli í
íslandsmótinu í körfuknattleik
í Seljaskólahúsinu í gærkvöldi.
Bjöm skoraði grimmt úr nánast
hvaða stöðu sem er, stundum
úr hálfgerðri klípu, en auk þess
hirti hann urmul frákasta í vöm
og sókn. ÍR-liðið var
heilsteypt, byggði
upp sóknir sínar og
notaði tímann til að
skapa sér skotfæri
og vamarleikur þess var lengstaf
góður.
Hið sama verður ekki sagt um
Norðanmenn, eða Val, Eyjólf og
hina. Allt snýst um Val og Eyjólf,
sem leika aðalhlutverkin og era
yfirburðamenn í liðinu. Ef ekki
kæmi til mikil harðfylgi og sókn-
dirfska Eyjólfs og Vals hefði mun-
urinn orðið mikið meiri.
ÍR-ingar tóku leikinn í sínar
hendur strax; skoraðu 12 stig í röð
og hleyptu ekki Tindastólsmönnum
að körfu sinni fyrr en eftir rúmar
fimm mínútur. Hélzt 10-15 stiga
ENGLAND
munur en varð mestur 19 stig í
fyrri hálfleik og 18 í þeim seinni.
Leikurinn var hraður og gekk
knötturinn hratt milli manna og af
einum knati yfír á annann. Var
hann því nokkuð skemmtilegur á
að horfa.
ÍR-Tindastóll -
82 : 68
fþróttahúsið, Seljaskóla, íslandsmótið
í körfúknattleik, þri^judaginn 29. nóv-
ember 1988.
Gangur leiksins: 12:0, 19:6, 24:9,
33:16, 37:18, 40:23, 42:28, 42:30,
44:30, 44:35, 50:35, 54:38, 58:43,
64:48, 66:51, 72:56, 76:58, 78:61,
82:68.
Stig ÍR: Bjöm Steffensen 29, Jón Öm
Guðmundsson 18, Ragnar Torfason 10,
Jóhannes Sveinsson 8, Sturla Örlygsson
8, Karl Guðlaugsson 5 og Bragi Reynis-
son 4.
Stig Tindastóls: Eyjólfúr Sverrisson 27,
Valur Ingimundarson 20, Bjöm Sig-
tryggsson 12, Kári Mariasson 5, Sverrir
Sverrisson 3 og Ágúst Kárason 1.
Áhorfendur: 50.
Dómarar: Bergur Steingrtmsson og Jón
Bender dæmdu sæmilega.
Fashanu vill fara
frá Wimbledon
John Fashanu hefur fengið nóg
af því að spila með 1. deildarliði
Wimbledon og vill róa á önnur mið.
Hann sagði af sér sem fyrirliði liðs-
ins og segist vilja losna undan
samningi sínum sem rennur út eftir
18 mánuði.
„Ég vil ekki vera talinn grófur
leikmaður og vil losna við það orð
sem farið hefur af mér,“.sagði Fas-
hanu. „Til þess þarf ég að byrja
upp á nýtt og með
öðra liði,“ sagði Fas-
hanu í gær.
Bobby Gould,
framkvæmdastjóri
Wimbledon, var ekki hrifinn af
þessu uppistandi og sagði að Fas-
hanu yrði ekki seldur fyrr en samn-
ingur hans rennur út. Nokkur félög
höfðu áhuga á honum í sumar en
þá kostaði hann um eina milljón
punda. Bobby Gould sagði að hann
hefði að minnsta kosti ekki lækkað
í verði síðan þá, þrátt fyrir að hon-
um hafi gengið illa í vetur.
Þess má geta að Wimbledon
keypti Fashánu fyrir þremur árum
FráBob
Hennessyí
Englandi
John Fashanu
frá Millwall, sem þá lék í 2. deild,
fyrir 100.000 pund.