Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVTKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
vT
HANDBOLTI
„Islend-
ingar
skulda
okkur
leiki“
- segirGunnar
Knudsen, formaður
danska handknatt-
leikssambandsins
DANIR eru bjartsýnir á að ís-
lendingar komi og taki þátt í
Eyrarsundskeppninni, sem
þeir og Svíar sjá um. Eins og
hefur komið fram þá leituðu
Danirtil íslendinga og A-Þjóð-
verja, eftir að Spánverjar og
Sovétmenn hœttu við þátttöku.
m
Eg hef trú á að bæði íslendingar
og A-Þjóðverjar komi, en þeir
gefa okkur svar nú í vikunni. íslend-
** ingar ætla að gefa okkur svar eftir
að búið er að ræða við 1. deildarfé-
lögin, en leikið er í 1. deild á sama
tíma. Þeir þurfa að fá leikjum fre-
stað í deildinni, tii að komast," sagði
Gunnar Knudsen, formaður danska
handknattleikssambandsins í viðtali
við Politiken.
Gunnar sagðist ekki trúa öðru
en íslendingar kæmu til Eyrasund-
skeppninnar í janúar. „Við veittum
íslendingum aðstoð fyrir ÓL í Seoul
- þegar við lékum tvo æfingaleiki
?~*~í Reykjavík. Nú er komið að þeim
að hjálpa okkur,“ sagði Knudsen.
Þá kom það fram hjá Knudsen
að leitað yrði til Tékka, ef íslending-
ar eða A-Þjóðverjar koma ekki.
Það er mikið í húfí fyrir Dani
að Eystrasundskeppnin fari fram.
Þeir hafa nú þegar gert samning
við danska sjónvarpið að sjónvarpa
beint mótinu.
KNATTSPYRNA / VALLARMAL
Laugardalsvöllurlnn er aðalleikvangur landsins, en bæta þarf aðstöðu fyrir áhorfendur innan fjögurra ára ef landsleikir eiga að fara þar fram í framtíðinni.
Undankeppni HM 1992;
Ekki keppt á Islandi
við óbreyttar aðstæður
„MÁLIÐ er ósköp einfalt. Al-
þjóða Knattspyrnusamband-
ið, FIFA, hefur ákveðið að frá
og með undankeppninni, sem
hefst árið 1992 fyrir úrslita-
keppni heimsmeistaramóts-
ins 1994, verður ekki leyfilegt
að selja aðgöngumiða í stæði
á landsleiki. Mesti hluti áhorf-
endasvæðis Laugardalsvallar
verður því ólöglegur við
óbreyttar aðstæður," sagði
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, í samtali
við Morgunblaðið (gær.
Að sögn Sigurðar eru forystu-
menn íslenskra knattspyrnu-
mála þegar famir að hafa miklar
áhyggjur vegna þessa máls. Stúk-
an við aðalleikvanginn í Laugar-
dal tekur um 3.500 áhorfendur
og við óbreyttar aðstæður verður
ekki hægt að selja fleiri miða á
landsleiki eftir fjögur ár.
Stúku hringinn
Eina lausnin er að byggja stúku
umhverfis leikvanginn og var
reyndar gert ráð fyrir því fyrir
um þremur áratugum, er völlurinn
var tekinn { notkun.
„Laugardalsvöllurinn er aðal-
leikvangur landsins og þar fara
helstu landsleikir fram eins og
flestum er kunnugt. Knattspym-
an verður að öllum líkindum hér
eftir sem hingað til vinsælasta
íþróttin á íslandi, en í allri upp-
byggingunni, sem á sér stað, má
ekki gleyma landsliðinu. FIFA
hefur lagt spilin á borðið og þær
þjóðir, sem ætla að vera með
landsleiki í framtíðinni, verða að
bjóða upp á löglegar aðstæður.
Með öðrum orðum, þá verður að
byggja stúku umhverfis leikvang-
inn í Laugardal ef við ætlum að
fylgja öðrum þjóðum," sagði Sig-
urður.
Fráhrindandl völlur
Ólæti á knattspymuvöllum víðs
vegar um heim hafa gert það að
verkum að allar öryggiskröfur
hafa verið hertar til muna. Því
er krafan um sætin komin, en
ýmislegt fleira hefur verið gagn-
rýnt í Laugardalnum. Margir hafa
haft á orði að Laugardalsvöllurinn
væri frekar fráhrindandi og að-
kallandi væri að gera viðhlítandi
breytingar. „Mikil uppbygging á
sér stað í Laugardalnum og ýmis
mannvirki fyrir ýmsar greinar eru
á dagskrá, en aðalleikvangurinn
hefur setið á hakanum. Aðkoman
er ekki nógu góð, stúkan er köld
og áhorfendur eru of langt frá
vellinum. I vaxandi samkeppni er
biýnt að búa vel að áhorfendum
og því fyrir löngu orðið nauðsyn-
legt að fara að huga að aðkall-
andi málum. Stúka hringinn er
auðvitað mikilvægasta verkefnið,
en það þarf einnig að skipta henni
niður og númera sæti eins og alls
staðar er gert. Áhorfendur eiga
að geta keypt miða á ákveðnum
stað og gengið að sætum sínum
vísum. Landsleikir bera sig ekki
án áhorfenda," sagði Sigurður.
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
25% áhorf-
endafækkun
í l.deild
Mesta fækkunin var hjá Valsmönn-
um. 6.058 áhoríendursáu leiki liðs-
insá móti 12.823 ífyrra
ÁHORFENDUM fækkaði veru-
lega á leikjum í 1. deildar-
keppninni í knattspyrnu sl.
sumar. 62.222 áhorfendur
mættu á leikina 90 í deildinni,
sem er 24.9 % fækkun frá árinu
1987, en þá sáu 82.941 áhorf-
endur leikina í 1. deild.
Það er margt sem spilar þarna
inn í. Mikið var um íþróttir í
sjónvarpi í sumar. Fyrst var sýnt
beint frá Jeikjum í Evrópukeppni
Iandsliða, sem fór fram í Vestur-
Þýskalandi og síðan voru beinar
útsendingar frá Ólympíuleikunum í
Seoul," sagði Páll Júlíusson, skrif-
stofustjóri Knattspymusambands
íslands, f viðtali við Morgunblaðið
í gær.
Fækkunln mest hjá Val
Áhorfendafækkun var á heima-
leikjum allra 1. deildarliðanna. Mest
var fækkunin hjá bikarmeisturum
Vals, eða 52.8%. 6.068 áhorfendur
komu á níu heimaleiki Vals, sem
er að meðaltali 773 áhorfendur á
leik. Aftur á móti sáu 12.823 áhorf-
endur leiki Valsmanna 1987, eða
1.425 áhorfendur að meðaltali á
leik.
Fækkun á heimaleiki Völsunga
var einnig mikil, eða 52.6%. 2.896
áhorfendur sáu leikina á móti 6.101
í fyrra.
31.5% fækkun var hjá Þór. 6.414
áhorfendur sáu heimaleiki liðsins,
en 9.355 í fyrra. Fækkunin var
24.6% hjá KR, þar sem áhorfendur
voru 8.257 á móti 10.943 í fyrra.
Keflvíkingar fengu 6.109 áhorf-
endur á heimaleiki sína á móti 7.629
í fyrra, sem er 20% fækkun. Það
vekur athygli að 3.372 áhorfendur
sáu þijá fyrstu leiki liðsins, sem eru
fleiri heldur en sáu sex síðustu leiki
Morgunblaöiö/Einar Falur
Slgurjón Krlstjánsson og Jósteinn Einarsson eigast við í leik Reykjavíkur-
liðanna Vals og KR. Á þessum stórleik voru þó aðeins 235 áhorfendur.
liðsins. Aðeins 91 áhorfendi mætti
á síðasta heimaleik Keflvíkinga -
gegn Víkingi.
Hjá KA varfækkunin 11%. 7.225
áhorfendur sáu leiki liðsins miðað
við 8.109 í fyrra.
Minnst var fækkunin hjá íslands-
meisturum Fram, eða 10%. 9.899
áhorfendur sáu heimaleiki liðsins -
á móti 10.989 í fyrra. Nokkra at-
hygli vakti að aðeins 392 áhorfend-
ur sáu síðasta leik Fram - gegn
Akranesi, en þá fengu Framarar
íslandsbikarinn. Aðeins 952 áhorf-
endur sáu leikina fímm í síðustu
umferð deildarinnar.
Leikimirsem
flestir sáu
Valur- Fram 2.109
Fram - Valur 2.031
KR-Víkingur 1.676
Fram - KR 1.655
KA-Þór 1.601
KR-Valur 1.422
Fram - Víkingur 1.390
Þór-KA 1.307
Keflavík - Fram 1.279
KR - Völsungur 1.241
Það voru aðeins yfir þúsund
áhorfendur á sautján leikjum
af 90 í deildinni.
nHOHHMH
tmmmmummmiiiAiit'