Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVHCUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 55 KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ V—ÞÝSKALAND Rinus Michels til Ajax? Talið er líklegt að Rinus Michels, þjálfari Bayer Leverkusen, segi af sér fljótlega. Liðinu hefur gengið illa og áhorfendur hafi kraf- ist uppsagnar Michels. Hann tók við liðinu eftir að hafa stjómað hol- lenska landsiiðinu sem sigraði í Evrópukeppninni í sumar. Ef Michels segir af sér er talið nær öruggt að hann fari til Ajax í Hollandi. Michels hefur þegar rætt við forráðamenn Leverkusen. Tveir menn hafa þegar verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Michels hjá Leverk- usen: Udo Lattek sem var hjá Köln og Hannes Löhr sem hefur þjálf- að v-þýska ólympíuliðið. KNATTSPYRNA / V—ÞÝSKALAND Morgunblaöiö/Kr. Ben Steinþór Helgason svífur gegnum vörn Njarðvíkinga og skorar. mm m Guðmundur Bragason Grindavík. Teitur Örlygsson Njarðvík. Bjöm Steffensen ír: m Hjálmar Hallgrímsson, Ástþór Ingason og Steinþór Helgason Grindavík. Helgi Rafnsson og ísak Tómasson Njarðvík. Valur Ingimundarson og Ey- jólfur Sverrisson Tindastóli. Sturla Örlygsson og Jón Öm Guðmundsson ÍR. ínémR FOLK ■ BOBBY Gould, framkvæmda- stjóri Wimbledon, hefur mikinn áhuga á pólska landsliðsmanninum Detze Kriszynsky sem leikur með Homburg í 2. deild- FráBob inni í V-Þýska- Hennessy landi. Hann hefur ÍEnglandi æft með wimble- don undanfamar vikur og líklegt þykir að hann skrifi undir samning við Wimbledon á næstu dögum. ■ ÓTRÚLEGTen satt! Wimble- don er á góðri leið með að verða eitt prúðasta lið ensku 1. deildarinn- ar. Á þessum vetri hefur liðið að- eins fengið 9 gul spjöld og hafa aðeins sjö lið fengið færri spjöld í vetur. Á sama tíma í fyrra var Wimbledon komið með 30 gul spjöld og tvö rauð. Þess má geta að á síðustu þremur árum hefur liðið þurft að borga 11.500 pund í sektir fyrir slæma hegðun og grófan leik. H IAN Rush verður ekki með Liverpool gegn West Ham í deild- arbikamum í kvöld. Rush meiddist í mjöðm fyrir skömmu og hefur ekki náð sér að fullu. I DANINN Corlton Jensen hefur æft með Southampton síðustu daga og mun líklega skrifa undir samning hjá liðinu fljótlega. Jensen lék með danska 1. deildar- liðinu Herfölge. H GARTH Crooks var í gær kjörinn formaður félags breskra atvinnuknattspymumanna. Crooks, sem leikur nú með Charl- ton, tekur við að Brian Talbot sem nú er framkvæmdastjóri WBA. Tveir aðrir leikmenn höfðu áhuga á stöðunni: Gary Mabbut hjá Tott- enham og Nigel Spackman hjá Liverpool. H LUTHER Blisset var í miklu stuði er Bournemouth vann Hull 5:1. Hann gerði fjögur af fyrstu fímm mörkum Bournemouth. ■ GUÐMUNDUR Svansson þjálfar knattspymulið Vals á Reyð- arfirði næsta keppnistímabil, en Valur Ingimundarson var með lið- ið á síðasta tímabili. Guðmundur þjálfaði Hugin á Seyðisfirði und- anfarin tvö ár. ■ BRAGI Bjömsson og Hörður Theódórsson hafa báðir ákveðið að leika áfram með ÍR-liðinu í knattspymu. Þá hefur Jón G. Bjarnason gengið til liðs við ÍR, en hann var í herbúðum KR. ■ NÆR allir pólskir lyftingar- menn yngri en 20 ára hafa tekið ólögleg lyf. Þetta kom fram í könn- un, sem pólska lyftingasambandið gerði. Átak verður gert í Póllandi til að koma í veg fyrir lyfjanotkun- ina, en „ef menn hætta ekki að nota þessi iyf verður pélska deildar- keppnin í lyftingum stöðvuð," sagði Janusz Przedpelski, formaður sambandsins. Heppnin með Stuttgart Komst áfram í bikarkeppninni - eftirframiengdan leik gegn Bochum ÁSGEIR Sigurvinsson og félag ar hjá Stuttgart höfðu heppn- ina meö sér í gœrkvöldi er þeir komust í 8-liða úrslit f v-þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Stuttgart sigraði Bochum, 3:2 fframlengdum leik og mætir 2. deildarliði Saabrucken í 8-liða úrslitum. Stuttgart lék mjög illa í þessum leik og það var Boehum sem náði forystunni á 7. mínútu með marki frá Leifeld. Nehl bætti öðru marki við fyrir FráJóni Bochum og ekki H. Garðarssyni bætti úr skák að iV-Þýskalandi Jurgen Klinsmann fór illa með tvö dauðafæri sem hann fékk eftir und- irbúning Ásgeirs. Þegar 12 mínútur voru til leiks- loka náði Schmáler að minnka muninn. Staðan var 2:1 fyrir Boch- um allt þar til á 91. mínútu. Þá fékk Stuttgart aukaspymu 20 metra frá marki Bochum. Karl Allgöwer skoraði úr henni með þrumuskoti og 15 sekúndum siðar var flautað til loka venjulegs leiktíma. í framléngingunni lék Stuttgart ágætlega og Klinsmann tryggði lið- inu sigur er hann skoraðj með skalla eftir homspyrnu frá Ásgeiri á 116. mínútu. Tveir aðrir leikir voru í bikar- keppninni. Karlsmhe sigraði Niirn- berg, 1:0 og Köln vann 4. deildarlið Saar 05 Saarbmcken, 7:1. Þá var einn leikur í v-þýsku úr- valsdeildinni, Bremen sigraði Dort- mund, 2:0. Tottenham úr leik Tottenham er úr leik í enska deildarbikamum eftir tap gegn Southampton í gærkvöldi 2:1. Glenn Cockerill og Kevin Moore gerðu mörk Sout- FráBob hampton en Guy Hennessy Butters minnkaði iEnglandi mUninn fyrir Tott- enham. Paul Gas- goigne var nálægt því að jafna en skaut framhjá skömmu fyrir leiks- lok og Paul Stewart átti þmmuskot í þverlslá. Tony Cottee bjargaði Everton með tveimur mörkum á síðustu átta mínútunum er Everton sigraði Old- ham 0:2. Sigur Everton hefði getað verið stærri því markvörður Old- ham, Andy Rhodes, varði víta- spymu frá Trevor Steven, fjómm mínútum fyrir leikslok. Bikarmeistararnir, Luton, kom- ust áfram í 8-liða úrslit með sigri á Manchester City, 3:1. David White náði forystunni fyrir Manchester á 9. mínútu, en David Oldfield jafn- aði fyrir Luton skömmu síðar. Það var svo Roy Wegerle sem tryggði Luton sigur með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Bristol City er einnig komið í 8-liða úrslit en liðið sigraði Tran- mere Rovers í gær 1:0. Það var Carl Shutt sem gerði sigurmark Bristol City. Tony Cottee skoraði tvö. Ikvöld Handbolti 1. dcild karia ÍBV-Stjaraan..........Eyjum kl. 20 Grótta-Fram.......Digranesi kl. 20 Vík.-Valur.........Höllinni kl. 20.15 KA-UBK.............Akureyri kl. 20.30 1. deild kvenna FH-Valur........Hafnarfírði kl. 19 Haukar-Stjaman..........Hf. kl. 20.15 Fram-ÍBV...........Höllinni kl. 19 Morgunblaöiö/Kristinn Benediktsson Fögnuöur Grindvíkinga var mikill í leikslok, enda fyrstir til að sigra Njarðvíkinga í vetur. Grindvfldngar stöðv- uðu IMjarðvíkinga „ÞETTAertuttugasti leikurinn minn á móti Njarðvík með tveimur liðum og loksins tekst mér að sigra. Og hvílíkur sigur. Hann kemur á besta tíma og er mér mjög kær því hann set- ur okkur í mjög góða stöðu í deildinni", sagði Ástþór Inga- son leikmaðurinn snjalli úr Grindavík eftir að lið hans hafði lagt Njarðvfkinga að velli, 88:76, í íþróttahúsinu í Grindavík í gærkvöltjji — fyrst liða í vetur. >i| Astþór átti stórleik í fyrri hálf- leik gegn sínum gömlu félög- um og raðaði körfum þar til hann meiddist illa á fæti og varð að fara af leikvelli. Félagar hans héldu sínu striki með Guðmund Bragason sem lang besta mann vallar- ins og var sigur Grindvíkinga ör- uggur. Liðin byijuðu leikinn á að skora til skiptis en fljótlega 'keyrðu Grindvíkingar upp hraðan og sigu Kristinn Benediktsson skrifar fram úr. Sóknarleikur þeirra var fjölbreyttur og lifandi, og hittnin í góðu lagi. Njarðvíkingar áttu ekki svar og virkuðu þungir í sókn og vöm. Staðan í hálfleik var 44:30 fyrir Grindavík og var stemmnigin í íþróttahúsinu eftir því,. í seinni hálfleik héldu Grindvík- ingar uppteknum hætti og komust í 22 stiga forystu upp úr miðjum hálfleiknum. Teitur Örlyggsson sem verið hafði atkvæðamestur Njarðvíkinga reyndi af öllum mætti að ná liði sínu af stað með kröftug- um leik en alit kom fyrir ekki þvi einn mátti hann sín lítils gegn frískum Grindvíkingum. Það var helst að Helgi Rafnsson legði hon- um lið en hann var í villuvandræð- um og gat ekki beitt sér sem skyldi. Njarðvíkingum tókst þó að saxa á forystu Grindvíkinga en of seint og ætlaði allt af göflunum að ganga í íþróttahúsinu slík urðu fagnaðar- lætin er dómaramir höfðu flautað til leiksloka. Grindvíkingar voru þvi fyrsta liðið til að stöðva óslitna sig- urgöngu Njarðvíkinga undanfama fiórtán leiki í íslandsmótinu í körfu- knattleik. UMFG-UMFIM 88 : 76 íþróttahúsið í Grindavík, fslandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 29. nóvember 1988. Gangur leiksins: 2:4, 9:8, 17:16, 29:24, 37:28, 44:30, 51:36, 57:40, 66:46, 70:52, 77:58, 80:61, 84:71 88:76. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 22, Steinþór Helgason 14, Ástþór Ingason 12, Rúnar Áraason 9, Sveinbjöra Sigurðarson 8, Hjálmar Hallgrímsson 8, Jón Páll Haraldsson 8, Ólafur Jóhannsson 4 og Eyjólfur Guðlaugsson 3. Stig UMFN: Teitur örlygsson 27, Helgi Rafnsson 16, Hreiðar Hreiðarsson 10, Friðrik Ragnarsson 10, ísak Tómasson 9, Kristinn Einarsson 2 og Georg Birgisson 2. Dómarar: Sigurður Valur Halldórssn og Árai Freyr Sigurlaugsson. Dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 412. ENGLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.