Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 56

Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 56
VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! I ;Sail f MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Torkennileg ljós sáust víða á lofti rTORKENNILEG ljós sáust víða á lofti yfir landinu í gærkvöldi. Náði þetta yfir svæðið frá Snæfellsnesi austur í Þingeyjarsýslur. Lýsingar fólks á fyrirbrigðinu eru mjög misrnunandi eftir iandshlutum en helst er taiið að um loftsteinaregn hafi verið að ræða. Ljós þessi sáust öll um kvöldmat- arleytið. Lögreglumaður í Stykkis- hólmi segir að hann hafi séð ljós á lofti sem verið hafi eins og skært blys, hvítt á lit. Hafi það verið mjög nálægt bænum, svo nálægt að lög- reglunni barst skömmu síðar tilkynn- ing frá vegfarenda sem taldi að ljós- Notar 150 ára tónsprota við kórstjómina „ÞESSI gripur er eiginlega meira í ætt við lögreglukylfu en nútíma tónsprota," sagði Jón Stefánsson, kórstjóri, um tónsprotann sem hann ætlar að stjórna Bruckner-tónleik- um kórs Langholtskirkju með í næsta mánuði. Sprotinn var í eigu Bruckners sjálfs og er vart yngri en 150 ára gamall. Tónsprotinn er úr íbenholti og fílabeini og skreyttur með perlu- móður. íslandsvinurinn, Helmut Neumann, gaf Jóni sprotann í fyrra. Afí Neumanns var arftaki Bruckners sem kórstjóri og org- anleikari og tók við sprotanum frá tónskáldinu. „Hvort Bruckner sjálfur er nálægur sprotanum veit ég ekki, en það gefur að minnsta kosti sérstaka tilfínningu að halda á hlut með svo merkilega sögu," sagði Jón. Morgunblaðið/Bjami ið hefði komið niður milli kirkjunnar og hótelsins í bænum. Lögreglumaður á ísafírði segir að hann hafí séð ljós á leið inn Djúpið og hafí það verið eins og grænt blys á himninum. Skömmu síðar barst lögreglunni tilkynning frá Súðavík þar sem vegfarandi lýsti sama fyrir- bærinu, taldi að um flugeld hefði verið að ræða. Ljósin sáust víða í Skagafírði. Rjúpnaskyttur í Vatnsskarði til- kynntu um þau svo og fólk á leið um Sauðárkróksbraut. Þar voru ljós- in talin blá eða bláleit á lit. Lögregl- unni á Akureyri barst tilkynning um ljós á himni frá manni er staddur var í Öngulstaðahreppi. Hann lýsti ljós- inu sem bláleitu og taldi að um neyð- arblys væri að ræða. Lögreglumaður á Húsavík er var staddur skammt fyrir utan bæinn lýsir þessu svo að allt í einu hafí allt orðið glansbjart í kringum hann og hafi birtan verið bláleit. Ljósið dofnaði hinsvegar skyndilega og hon- um sýndist fyrirbrigðið stefna í norð- ur, á haf út. Tilkynningarskyldunni bárust til- kynningar um þessi ljós frá bátum víða af þessu svæði en þó aðallega bátum á Breiðafírði og út af Vest- fjörðum. Veðurstofunni barst fjöldi tilkynn- inga um ljósin í gærkvöldi af öllu landinu. Að sögn Eyjólfs Þorbjörns- sonar veðurfræðings hefur hér að öllum líkindum verið um loftsteina að ræða. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurbjörn Einarsson, biskup, virðir fyrir sér nýprentaðar arkir Nýja testamentisins ásamt starfs- mönnum prentsmiðjunnar Odda, þeim Ómari Kristjánssyni og Guðmundi Jóhannssyni. Nýja testamentið: Þýðing Odds prentuð í fyrsta skipti á Islandi ELZTA bók sem prentuð hefúr verið á islensku og varðveist hefúr, Nýja testamentið í þýð- ingu Odds Gottskálkssonar, verður gefin út með nútíma- stafsetningu innan fárra daga. Þýðing Odds hefúr ekki áður verið prentuð á íslandi. Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið fyrstur manna á íslenska tungu-og var þýðing hans fyrst prentuð í Hróarskeldu árið 1540. Bókaútgáfan Lögberg annast nýju útgáfuna í samvinnu við Biblíufélagið, Kirkjuráð og Orða- bók Háskólans. Undirbúningur Lögbergs hófst árið 1981 og verð- ur útgáfan aðgengileg almenn- ingi. Vinna við ritið er langt kom- in í Prentsmiðjunni Odda. Bankar og sparisjóðir fá leiðréttingu: Seðlabankími greiðir 2% vexti á bindiskylduna frá 1. mars SEÐLABANKINN tilkynnti við- skiptabönkum og sparisjóðum á mánudag, að 2% vextir verði greiddir umfram verðtryggingu á bindiskyldu bankanna í Seðla- banka. Verða vextirnir greiddir frá og með 1. mars sl. til áramóta en óráðið er hvað verður eftir áramót. Þetta gerir bönkum og sparisjóðum m.a. kleift að lækka raunvexti um allt að 1% um mán- aðamótin. Bindiskylda bankanna hjá Seðla- banka er nú 13% af innlánum og hefur Seðlabankinn hingað til greitt verðtryggingu á þessa upphæð en ekki vexti. Samtals eru um 10 millj- arðar króna bundnir í Seðlabankan- Ráðizt á Kristján Jóhannsson í Nice í Frakklandi: „Horfði beint í bj/ssuhlaupið en tókst að forða mér á hlaupum44 KRISTJÁN Jóhannsson, óperusöngvari, varð fyrir líkamsáras Nice í Frakklandi í lok síðustu viku. Skammbyssu var miðað á hann, en Kristján slapp að mestu óskaddaður. „Ég sá fyrir mér endalokin er ég horfði í byssuhlaupið, en tókst að forða mér á hlaupum," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Hann fer nú með annað aðalhlutverkið í La Fanciulla Del West eftir Puccini í Óperunni í Nice. „Ég var með fjölskylduna í bílnum á leið á æfingu í óper- unni," sagði Kristján. „Þarna er löng gata meðfram sjávarsíðunni, þröng og bílastæði meðfram henni. Ég ók rólega eftir götunni til að svipast um eftir stæði og sá að einn var að fara. Ég beið eftir því og ætlaði svo að bakka lítillega til að komast í stæðið. Þá kom í ljós að á eftir mér var maður á bíl og sá var aldeilis ekki á þeim buxun- um að færa sig. Ég fór því út úr bílnum til að biðja hann að færa sig og beitti á hann ítölsku því franskan er ekki mín sterkasta hlið. Hann hellir sér þá yfir mig með óbóta skömmum og svívirð- ingum og segir að ítalir geti bara lagt bílunum sínum heima. Það fauk í mig og sagði að þjóðerni skipti engu máli, ég myndi ekki gefa mig. Þá fór að fara um kauða, því hann sá að ég var tilbúinn til að rétta honum einn og hefði farið létt með það. Hann drap þá á bílnum og hljóp á brott. Ég nennti þessu þá ekki lengur og bað Sigurjónu að finna stæði annars staðar og gekk að óper- unni. Þegar ég átti eftir svona 200 metra heyrði ég fótatak á eftir mér og þar var maðurinn kominn aftur með múrara af stærri gerð- inni og kvensu með sér. Dóninn hafði skyndilega öðlast hugrekki og sveif í mig. Ég slengdi honum í götuna og hélt honum þar, en þá sparkaði múrarinn í bringuna og hausinn á mér svo ég varð að snúa mér að honum. Þá sá ég að kvensan þreif skammbyssu úr pússi sínu og ég glápti beint í kol- svart hlaupið. Eg tók á sprett og komst lítt skemmdur inn í Óper- una. Það var ekki fyrr en það fór að líða á kvöldið að ég kenndi til í brjóstinu, en annars staðar sakaði mig ekki. Mér tókst að ljúka æfing- unni og er nú orðinn nánast jafn góður. Það vill svo einkennilega til, að verkið sem ég er að syngja í fjallar um byssubófa og fleira fólk. Ég syng þar hlutverk bófa, sem ætlar að ræna banka, en ást- in umbreytir honum í annálað prúðmenni," sagði Kristján. um með þessum hætti, og mun Seðlabankinn greiða bönkum og sparisjóðum í kringum 180 milljónir í vexti af þessu fé. Vaxtagreiðsla þessi á m.a. að auðvelda bankakerfinu að lækka raunvexti um mánaðamótin, og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins munu raunvextir lækka að jafn- aði um 1% á verðtryggðum skulda- bréfum, en þeir vextir eru 8,75% hjá flestum bönkum. Þá munu nafn- vextir af óverðtryggðum skuldabréf- um lækka að jafnaði úr 17,9% í um 12%. Ef miðað er við að verðbólga sé tæplega 4% á þriggja mánaða tímabili samsvara þessir nafnvextir um 8% raunvöxtum. Innlánsvextir lækka hins vegar aðeins minna en útlánsvextir, eða um 2-3%. Vextir af almennum spari- sjóðsbókum eru nú 4,4% að jafnaði, en vextir af tékkareikningum eru 1%. Raunvextir af spariskírteinum ríkissjóðs eru nú 7,3% af þriggja og fímm ára bréfum, en 7% af átta ára bréfum. Bankar og sparisjóðir hafa gert samning við ríkissjóð þar sem þeir tryggja sölu fyrir ákveðna upp- hæð. Mjög lítið mun hafa selst af þessum bréfum undanfarið á al- mennum markaði, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, og þykir ljóst að bankar og sparisjóðir muni sitja uppi með stóran hluta þeirra sjálfir. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.