Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Frelsisreglan rökstudd Bókmenntir GuðmundurHeiðar Frímannsson Hannes Hólmsteinn Gissurar- son: MARKAÐSÖFL OG MIÐ- STÝRING, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar 1988,238 blaðsið- ur. Menn þykjast kunna ýmisleg svör við þeirri spumingu, hver séu mikil- vægustu gæði mannlegs félags, og ber þar hæst frelsi og réttlæti. Sú ftjálslyndisstefna eða frjálshyggja, sem á rætur að rekja til Johns Lock- es (1632—1704) og fleiri manna, lítur svo á að frelsið sé ekki síður mikilvægt en réttlætið og kannski sé réttlætið einmitt fólgið í því að frelsisreglunni sé framhaldið. Nauðsynlegur þáttur þess er nánast skilyrðislaus virðing fyrir eigna- rétti. Það þarf vart að taka fram að margvísleg álitamál fylgja þess- um svöram og um þau hafa bæði lærðir og leikir rökrétt og deilt í aldanna rás. Það era til dæmis hefð- bundin rök skynsamlegrar jafnað- arstefnu, sem er sprottin úr þessari hugsunarhefð, að frelsið rekist á og kannski hljóti að rekast á rétt- lætið og þar sem svo fer, eigi frels- ið að víkja. En það er ekki ofmælt að þessi hugsunarhefð hefur mótað sjónarmið og skoðanir stjómspek- inga, stjómmálafræðinga og stjóm- málamanna umfram allar aðrar fram á okkar dag. Þetta hefur lengi verið augljóst flestum upplýstum mönnum, en hefur orðið næsta aug- ljóst á síðustu áram, þegar jafnvel stjómmálamenn í Kreml hafa lýst yfír gjaldþroti sósíalimans og vilja hefja frelsisregluna til vegs. Eg hygg að það séu margar og margvíslegar ástæður til þess að frelsisreglan hefur orðið svo áhrifa- mikil, sem raun ber vitni. Ein er sú að lögmætt ríkisvald sæki vald sitt til réttinda og samþykkis þegn- anna, en það er ein lykilhugmynd Lockes. Til að geta gefíð samþykki sitt til einhvers í marktækum skiln- ingi, þurfa menn að geta vaiið um kosti, vera frjálsir. Mikilvægust þeirra allra era þó þau sannindi, að frelsisreglan í efnahagslegum samskiptum manna virðist skila mestum árangri. Farsæld og efna- leg velmegun er mun meiri í þeim ríkjum samtímans, þar sem frelsis- reglan er f heiðri höfð í efnahagslíf- inu, en í þeim sem vilja stýra því frá einni skrifstofu. Auðvitað er það svo að efnahagsstarfseminni era ekki búin nákvæmlega sömu skil- jrrði í öllum þeim ríkjum, sem halda frelsið í heiðri. Sum ganga lengra í skattlagningu en önnur, sum leyfa stjómmálamönnum að stjóma meira en önnur. En megindrættim- ir era þeir sömu. Þriðja ástæðan, sem mætti nefna, er að frelsisreglan tryggir réttindi einstaklinganna betur en önnur skipan mannfélags- ins. Dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur ritað bók, sem er einn samfelldur rökstuðningur fýrir því að frelsisreglan skuli í heiðri höfð á sem allra flestum sviðum mann- lífsins. Síðasta áratug hefur eitt einkennt stjómmál og rökræður um þau öðra fremur, en það er upp- gangur frjálslyndis og ftjálshyggju á Vesturlöndum. í stjómmálum hafa Margaret Thatcher og Rondal Reagan verið í fararbroddi þessarar fylkingar og Hayek og Friedman í rökræðum manna. Sósíalistaflokkar hafa ýmist ient í varanlegri stjórn- arandstöðu og reynt að losa sig við ýmis gömul stefnumál sín, eins og brezki Verkamannaflokkurinn, eða komizt til valda og losað sig þá við stefnumálin, eins og hefur gerzt í Frakklandi og á Spáni, og stjómað með svipuðum hætti og fijálsljmdir stjómmálamenn. Þessara breytinga hefur líka séð stað á íslandi, fyrst og fremst í auknu frelsi á fjár- magnsmarkaði en einnig í nýjum áherzlum stjómmálaflokka. Al- þýðuflokkurinn lagði áherzlu á frjálslyndi í efnahagsmálum fyrir síðustu kosningar, Alþýðubanda- lagið hefur látið af vantrú sinni á markaðinn, Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt meiri áherzlu á frelsi einstaklingsins en áður og meira að segja Framsóknarflokkurinn hefur daðrað við frelsið. Hannes Hólmsteinn hefur verið áhrifamesti talsmaður frjálslyndis og frjáls- hyggju á íslandi síðasta áratuginn. I þessari bók er farið yfír flestar meginröksemdir þess að markaður sé heppilegur háttur á efnahagsleg- um samskiptum manna og skýrt hvað í því felst. Það er ekki van- þörf á, því að sá ótrúlegi misskiln- ingur er útbreiddur, að markaðs- frelsi þýði stjómleysi. Sá ágæti rit- höfundur, Indriði G. Þorsteinsson, segir til dæmis í Morgunblaðinu 19. nóvember sl.: „Sturlungaöldin er öld algjörs frelsis til allra hluta, skipulagslaus og sýnir okkur í dag hvað frelsið er varhugavert. Sturl- ungaöld höfðar mjög til samtfmans varðandi þetta algjöra frelsi og þess sem slíkt leiðir af sér.“ Fyrst Ind- riði skilur þetta svo, þarf engan að undra þótt minni spámenn eins og Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, virðist aldrei skilja, hvað í frelsinu felst. Frelsið byggir á virð- ingu fyrir ákveðinni skipan: eigna- rétti og því að menn skulu að öðra jöfnu ekki þvingaðir til samninga, svo að tvennt það mikilvægasta sé nefnt. Þessi hugsun er útfærð með ýmsum hætti í þessari bók. Hannes lýsir bókinni sem fram- lagi til stjómmálahagfræði, sem ég hygg að sé rétt, því að hún fer um slóðir, sem ekki falla beint undir neina tiltekna fræðigrein, en era á mörkum stjómspeki, hagfræði og stjómmálafræði. í bókinni era fímm kaflar. Fjórir fyrstu fjalla um sér- eignarskipulag, áætlunarbúskap, samkeppni án séreignar og blandað hagkerfí. í þeim er farið yfír helztu röksemdir með og móti þessum ólíku lausnum á samlífsvanda mannfólksins. Fimmti kaflinn nefn- ist „Nokkur nútímaviðhorf" og greinir röksemdir manna í fáeinum deilumálum líðandi stundar. Allt mál bókarinnar hnígur að þeirri niðurstöðu, „að allir menn hagnast að lokum á fijálsum samskiptum," eins og segir í lokasetningunni. Það væri víða hægt að bera nið- ur í þessari bók, en mér fínnst siðasti kaflinn af ýmsum ástæðum forvitnilegastur. Eitt efnið, sem tek- ið er fyrir þar, er jafnaðarbarátta kvenna. Sjónarmið Hannesar í þeim eftium er í sem ailra styrztu máli að mismunur á launum kvenna og karla á íslandi stafí hvorki af mis- rétti né mismunun, heldur eigi sér ýmsar eðlilegar skýringar. Fleiri konur vinni hlutastörf en karlar og tölur í Bandaríkjunum bendi til að launamunur ógiftra kvenna og ókvæntra karla sé hverfandi. Konur hneigist fremur til að velja sér þau störf, þar sem þær geta horfíð af vinnumarkaði á meðan böm þeirra era ung án þess að skerða starfs- möguieika sína. Þetta skýri meðal annars þann mikla launamun, sem sé á kvæntum körlum og giftum konum. Hann leiðir síðan rök að því að fráleitt sé að líta svo á, að sá munur sé til marks um tap kvenna við að ganga í hjónaband. Hann segir einnig að ýmislegt bendi til að lög um tímabundin forréttindi hafí engin marktæk áhrif til að bæta stöðu kvenna. Nú get ég vel ímyndað mér að kvenréttindakona féllist á allt, sem Hannes segir og sjái enga ástæðu til að rengja það. En hún gæti hæglega bætt við: Það, sem þarf að brejrta, era skoðanir kvenna og karla um hvað sé eðlilegt og sjálf- sagt, sem oft fela í sér innibyggða mismunun. Þær ákvarðanir, sem hver stúlka tekur og foreldrar henn- ar, um hvað sé henni hentugast að læra og gera, leiða oft til þess, þegar hún er orðin fullorðin, að hún á ekki kost á að læra til þeirra starfa, sem gefa bezt laun. Af hveiju skyldi það vera sjálfsagt mál, að sú Iíffræðilega staðreynd, Hannes Hólmsteinn Gissurarson að konur ganga með og fæða börn, útiloki þær frá störfum sem kreij- ast sífelldrar endumýjunar og stöð- ugs viðhalds þekkingarinnar? Það þarf að breyta samfélaginu. Nú þykist ég vita, að Hannes kunni ýmis svör gegn þessum rökum, en aðalatriðið er að röksemdir hans ættu að ýta undir að þeir, sem hon- um era ósammála, setji skýrar en ella fram hugmyndir sínar. Þessi bók er hugsuð sem kennslu- bók. Hannes nefnir ágætar ástæður þess að höfundar slflcra bóka ættu ekki að draga neitt undan skoðanir sínar. Til þess er engin ástæða, enda geta kennarar sjálfír séð um að gæta jafnvægis skoðana með því að nota aðrar bækur til mótvæg- is bók Hannesar. En ég hygg að sumar ívitnanir hans gætu þó orkað tvímælis. En í langflestum tilvikum tekst honum mjög vel að flétta íslenzk dæmi inn í rökræðu bókar- innar. Það er hins vegar vart við því að búast að allir felli sig við dæmanotkun hans fremur en að allir fallist á röksemdimar. En það ættu allir að hagnast á að lesa bók- ina, hvort sem þeir fallast á rök- semdimar eða andmæla þeim. Hafrannsókn- ir við Island Ég veit hvað ég vil Bækur Jörundur Svavarsson Út er komin bókin „Hafrann- sóknir við ísland. I. Frá öndverðu til 1937“, eftir Jón Jónsson físki- fræðing og fyrram forstjóra Haf- rannsóknastofnunar. Bókin er 340 bls. og gefín út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs. í bókinni er fjallað ýtarlega um hafrannsóknir við ísland og hefst hún á því að raktar era frásagnir um sjávarlífverur í Konungsskugg- sjá og Snorra-Eddu. Síðan er fjallað um ýmsar lýsingar á sjávarlífveram við ísland fram á seinni hluta 18. aldar (kafli I). Að því loknu rekur höfundur hinar stijálu hafrann- sóknir fram á seinni hluta 19. aldar (kaflar II og III), en þá hefjast skipulegar rannsóknir á vegum Dana hér við land. Fyrsti hluti bók- arinnar veitir lesendum góða innsýn í hugmyndir manna um sjávardýr á fyrri öldum. Kaflar IV og VI fjalla aðallega um rannsóknir Dana og Norðrnanna á hafsvæðinu við ísland. Þar rekur Jón skilmerkilega hvemig þekking á lífríki við ísland eykst veralega um aldamótin. Umfjöllun um danska Ingolf-leiðangurinn 1895 og 1896 hefði ef til vill mátt vera ýtarlegri. Niðurstöður leiðangursins era með því merkasta sem birst hefur um sjávarlífverur við ísland, enda gerir höfundur nokkra grein fyrir þeim. Efnistök höfundar era til fyrir- myndar. Hann fjallar ýtarlega um hið merka brautryðjendastarf Bjama Sæmundssonar (kafli VII) og hefur einnig töluverða umfjöllun um rannsóknir Helga Jónssonar (kafli VIII). Helgi hefur fallið nokk- uð í skugga Bjama Sæmundssonar og er ekki eins þekktur meðal seinni kjmslóða. Jón gerir allgóða grein fyrir hinu mikla framlagi Helga, sem var fyrsti íslenski þöranga- fræðingurinn. Jón gerir vel grein fyrir erlendum rannsóknum við ísiand á áranum 1924—1939 (kafli IX) og bókinni lýkur með umfjöllun um rannsóknir á vegum Fiskifélags íslands, sem vora undanfari stofnunar Atvinnu- deildar Háskólans. Ákaflega lítið er af villum í bók- inni, en prentvillupúkinn hefur þó náð að koma inn þremur villum á bls. 118. Þar er bókstafnum e bætt inn f heitið Gastropoda, sæköngu- lær era nefndar Pychogonidea í stað ÍPycnogonida eins og rétt er skrifað á sömu blaðsíðu og missagt er „krabbaflær" í stað „marflær" á sömu sfðu. Bókin er mjög vel myndskreytt. Skýrar litmyndir eru úr fyrstu ritum um sjávardýr, svo sem úr ferðabók Eggerts og Bjama. Fjöldi ljós- mynda er af þeim sem skópu sög- una, en þó vantar myndir af nokkr- um, svo sem af Helga Jónssyni grasafræðingi. Fjöldi korta og skýr- ingarmynda sýnir rannsóknasvæði og rannsóknaniðurstöður. Á eftir heimildaskrá er atriðisorðaskrá og Jón Jónsson skrár með landfræðiheitum og mannanöfnum. Bókin er því þægi- leg aflestrar og er rituð á fallegu og skýru máli. í bókinni er fjallað á nákvæman og greinargóðan hátt um mikilvægt tímabil í sögu íslendinga. Það er auðséð að höfundur er þaulkunnug- ur öllu sem snertir hafrannsóknir við ísland og hefur mikinn áhuga á efninu. Hafsjór fróðleiks er í bók- inni og höfundur hefur víða leitað fanga. Jóni tekst afbragðsvel að lýsa þessu tímabili, frásagnir hans af rannsóknunum era lifandi og skemmtilegar. Bókin „Hafrann- sóknir við Island" á skýlaust erindi inn á sérhvert íslenskt heimili. Ég vil óska Jóni Jónssyni og Menningarsjóði til hamingju með þetta veglega rit og vona að næsta hefti Hafrannsókna við ísland verði eins fróðlegt og skemmtilegt af- lestrar eins og það fyrsta. Höfundur er dóseat ísjá varlíf- fræði við Háskóla íslands. Békmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Andrés Indriðason. Kápumynd: Páll Stefáns- son/Frostfílm. Hönnun kápu: Teikn. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. Hljótast má af munúð enn mæðustjá og hneisa. Ástin þjáir ýmsa menn eins og þrálát kveisa. Þessi ferskejrtla fermingarföður míns, séra Helga Sveinssonar, kom hvað eftir annað í hug mér er ég las þessa bók. Já, þau fá að reyna það Sif og Amar, að ástin getur bæði verið ljúf og sár. Þau era krakkar í menntaskóla, gleyma sér á góðri stund, og eiga bam í vonum. Amar flýr. Heldur norður í MA. Finnur ekki frið. Gefur námið frá sér. Gerist skipti- nemi í henni Ameríku. Á þar illa vist og leiða. Gefst enn upp. Held- ur heim þeirri reynslu ríkari, að sjálfan sig flýr enginn. Strákur fæddur og Sif enn á fæðingar- deildinni. Blóm keypt, en feimnin beggja veldur að óvissan er söm og áður. Átök við foreldra og frændgarð, sem ætlast til meir en krakkar valda. Beggja er af lífinu freistað, en eitthvað, sem þau þó ekki skilja, klæðir freistingamar í búning fár- ánleikans, svo þau flýja. Við brim- rót ólgandi aftirýði og hjal öldu við fjörasteina verður þeim loks ljóst, hvað lífíð er að hvísla hið Andrés Indriðason innra með þeim, og á gleðivæng svífa þau móti fyrirheitum nýrra daga. Víst er þetta framhald sögunnar Með stjömur í augum, samt sjálf- stæð, þarf ekkert til þess að styðj- ast við. Spegill, sem hálfstálpaðir krakkar munu sjá sína eigin mjmd í, læra af, skilja lífíð betur eftir. Höfundur segir, eins og oftast áður, meistaralega frá, hleður bók- ina spennu eftirvæntingarinnar, sem lesandinn fær ekki svar við, fyrr en bókin er öll. Fáir munu láta hana frá sér, áður en það svar er fengið. Spá mín er, að margur ungling- urinn muni eiga góðar stundir með þessari bók um jólin. Hún hefír allt sem til slíkrar gleði þarf. Hönnun kápu og mynd Páls lokk- andi vel gerðar. Prentverk allt mjög vel unnið. Enn ein prýðisbók frá Máli og menningu. Kærar þakkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.