Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 fyró’ unglmgana Alveg milljón eftirAndréslndriðason Það er alveg milljón að verða vitni að milljónaráni á Laugaveginum, að smella óvænt inn í klíkuna og eignast æðislega vinkonu, - allt sama daginn! Hvemig bregst 14 ára strákur við þegartil- veran tekur slíkri stökkbreytingu? Spennusaga úr raunveruleikanum, bók fyrir alla hressa krakka, ALVEG MILLJÓN! MállMlog menning Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Síðumúla 7-9. Sími 688577. Reiðskóli Reiðhallar- innar tekinn til starfe. REIÐSKÓLI Reiðhallarinnar tók til starfa nú um mánaðamótin, en í skólanum verður almenn reiðkennsla fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Reið- skólinn er rekinn á vegum eig- enda Reiðhallarinnar, en rekstur skólans annast sérstök skóla- nefhd ásamt Bjarna E. Sigurðs- 1 syni, sem ráðinn hefur verið skólastjóri. í skólanefnd Reið- skóla Reiðhallarinnar eiga sæti þau Rosmarie Þorleifsdóttir, sem er formaður nefhdarinnar, Gísli B. Björnsson og Gísli Ellertsson. „Við bytjuðum á því að semja löggjöf fyrir skólann til að starfa eftir og hefur hún nú verið lögð fyrir landbúnaðarráðherra og menntamálaráðherra, en stefnt er að því að skólinn fái viðurkenningu innan hins almenna menntakerfis,“ sagði Bjami E. Sigurðsson skóla- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „í skólanum verður almenn reið- kennsla í Reiðhöllinni og verður skólinn í framtíðinni starfræktur frá 1. nóvember og út maímánuð, en fyrstu námskeiðin hófust 2. des- ember og er fullbókað í þau, en það eru byijendanámskeið. Næstu nám- skeið heíjast síðan 16. desember og er innritun í þau hafin. I janúar mun svo Hafliði Halldórsson kenna tamningar, Sigurbjörn Bárðarson verður með gangskiptinganámskeið og byijendanámskeið verða bæði fyrir unglinga og fullorðna, en Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Sigurðsson, skólastjóri Reiðskóla Reiðhallarinnar. fastir kennarar við skólann eru Unn Krogen og Aðalsteinn Aðalsteins- son. í hveijum hópi verða mest 12 nemendur, en mögulegt er að kenna tveimur hópum í einu þar sem hægt er að tvískipta salnum. Kennt verð- ur frá klukkan fjögur á daginn til klukkan níu á kvöldin, og útvegar skólinn þeim nemendum hesta sem þess óska. Námsvísir skólans tekur mið af því að námið verði í þremur þrepum, samtals 125 kennslustund- ir. Hvert námsþrep skiptist í 30 verklegar stundir og 10 bóklegar Hjörleifiir Guttormsson: Óeðlilegt að skipa stjóm- málamenn sendiherra HJÖRLEIFUR Guttormsson al- þingismaður segist hafa lýst þeirri skoðun i utanríkismála- nefnd Alþingis, að óeðlilegt sé að stjórnmálamenn séu teknir fram yfir starfsmenn utanríkis- þjónustunnar þegar skipað er í embætti sendiherra. Hann gagn- rýnir einnig utanríkisráðherra fýrir að kynna nefhdinni ekki Kötlurit KOMIÐ er út á vegum bókafor- lagsins Lögbergs Kötlurit Þor- steins Magnússonar og er út- gáfan tileinkuð minningu Páls Jónssonar bókavarðar, en hann lést 27. maí 1985. „í kynningu Lögbergs segir: „Fyrir fáeinum árum eignaðist Landsbókasafn íslands eintak af hinu sjaldgæfa kveri um Kötlugosið 1625, en það var prentað á dönsku í Kaupmannahöfn 1627. Rímfræð- ingur konungs, Niels Haldvad, bjó textann undir prentun. Einungis er vitað um eitt annað eintak varð- veitt í Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur benti á í grein, sem birtist í Arbók Landsbókasafns 1975, að líklega sé kverið úrdráttur úr skýrslum Þorsteins Magnússon- ar klausturhaldara á Þykkvabæjar- klaustri og er það trúlega rétt til- gáta. Danska frásögnin ber það með sér, að þar komi helst til greina skýrslan, sem Þorsteinn sendi séra Gísla Oddssyni, en hún er dagsett 15. september 1625. íslenskur texti, sem svarar námkvæmlega til hins danska texta, hefur ekki fund- fyrirætlanir sínar um skipun í sendiherraembætti, og segir að talsverð umskipti til hins verra hafi orðið á sambandi utanríkis- ráðherra við utanrikismálanefhd siðan Jón Baldvin Hannibalsson tók við því embætti. Á síðasta fundi utanríkismála- nefndar lýsti Hjörleifur því yfir að hann teldi eðlilegt að utanríkisráð- Páll Jónsson ist. Grein Sigurðar er prentuð óbrejf t í Kötluritinu sem eins konar inngangur, en á eftir fylgir íslensk þýðing gerð af Leifi A. Símonarsyni jarðfræðingi og að lokum ljósprent- aður danski frumtextinn. Formála rituðu Leifur A. Símonarson og Snær Jóhannesson." herra kynnti utanríkismálanefnd fyrirætlanir sínar um skipan nýrra manna í störf á vegum íslensku utanríkisþjónustunnar, áður en til þess kæmi. Var þetta vegna frétta um að Albert Guðmundssyni hefði verið boðin sendiherrastaða í París. Hjörleifur lýsti einnig þeirri skoð- un sinni að við skipan sendiherra eigi fyrst og fremst að gilda fagleg sjónarmið um reynslu og hæfni og það viðhorf, að starfsmenn utanrík- isþjónustunnar eigi að hafa forgang þegar ráðið er í stöður. þar. Hjörleifur sagði við Morgunblað- ið að það hefði áður verið venja að utanríkismálanefndin væri virt það mikils að hún fengi vitneskju á undan öðrum hvað tiLstæði, varð- andi sendiherraráðningar. „Eg er almennt þeirrar skoðunar að við eigum að gera miklar kröfur til okkar utnaríkisþjónustu. Við höfum ekki efni á að halda uppi nema fáum sendiráðum erlendis og það er mikið álag á þeim sem þar vinna. Það þarf því að þjálfa menn sem best til þessara starfa, og þótt ég hafni ekki þeim sjónarmiðum alfarið að reynsla stjórnmálamanna geti nýst á þessum vettvangi, þá hefur t.d. mjög dregið úr slíkum embættaveitingum í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa hins vegar nokkra hefð fyrir þessu með mis- jöfnum árangri," sagði Hjörleifur. Þegar Hjörleifur var spurður hvort honum þætti utanríkisráð- herra sniðganga utanríkismála- nefnd, svaraði hann að utanríkis- ráðherra væri mikill einfari þegar nefndin ætti í hlut. „Það hefur kom- ið fram í mörgum málum því mið- ur, og þetta er nokkuð annað en nefndin hefur átt að venjast," sagði Hjörleifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.