Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
TIL
KANARÍ
FYRIR
JÓUN!
Notaöu desember til aö hvíla þig á skamm-
deginu, bregöa birtu á tilveruna. Nú gefst þér kostur
á Kanaríeyjaferö á sértilboði Flugleiða:
6 daga ferð
Verð frá kr.
21.900
BroHför er 14. desember.
Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiöa,
Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni,
umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar.
Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.
FLUGLEIDIR
*
3
Skóli í kreppu
eftírHauk Sigurðsson
Starfsdagurinn í Menntaskólan-
um í Reykjavík hefst kl. 8 að
morgni. Þá verður að vera ljóst
hvert skal haldið í fyrstu stund: í
Pjós, Casa Nova, Þrúðvang eða
ekkert út fyrir gamla skólahúsið.
Hvað þarf að taka með sér? Tösku
og kort, eitt eða tvö. Meira ber
maður ekki í einni ferð. Þegar inn
í stofu er komið, flýgur kortið upp
á nagla og nær yfir hálfa töflu. Þá
verður að skrifa á töflu báðum
megin við kortið og út á vegginn
ef vel ætti að vera. Séu sögukortin
tvö, er því síðara slengt yfir það
fyrra þegar nota þarf. Ekki er
hægt að nota þau hlið við hlið.
Skynsamlegast væri sennilega að
hafa annað um hálsinn. Þurfi mað-
ur að fara í aðra byggingu fyrir
næsta tíma, þarf gjaman þriðja
kortið ef öðrum bekk er kennt. Þá
þarf að koma hinum tveim yfir í
Gamla skóla í frímínútum, grípa
það þriðja og arka síðan í þriðja
húsið. Verst ef þröng er í stiganum
og lítið hægt að komast áfram. Þá
þarf að ryðjast, biðja fólk að ganga
hraðar en helst þyrfti rennibraut
fyrir þá sem una ekki hægagangi.
Onnur kennslutæki en þau sem
greint hefur verið frá verða ekki
með góðu móti flutt milli húsa nema
menn vilji hætta á að skemma þau
í þrengslum, rigningu og hríð.
Þannig er þetta í flestum öðrum
greinum. Tungumálakennaramir
bera sín segulbandstæki milli bygg-
inga, aðrir troða í töskur sínar þeim
handbókum sem ættu að vera í stof-
unum. Myndarlegt bókasafn í íþöku
bjargar þó miklu. En fjárveiting til
starfs þar er svo skorin við nögl
að hinn lipri bókavörður okkar er
þar í hlutastarfi og safnið því stund-
um lokað þegar nemendur þurfa á
að halda.
Um húsnæðismál Menntaskólans
í Reykjavík hafa birst greinar hér
í blaðinu að undanfömu og áskoran-
ir á stjómvöld um úrbætur. Nem-
endasamband skólans hefur látið
þau mál til sín taka, og er það vel.
Orð skulu til alls fyrst. Lesendum
má einnig vísa á greinargóða úttekt
um húsnæðismálin og viðtöl við
rektor og einn af kennurum skólans
f tímaritinu Þjóðlífi í september
síðastliðnum. Húsnæðisvandinn
hefur lengi legið eins og mara á
skólanum og skyggt á allt starf sem
þar hefur verið unnið. Þrengsli og
bág aðstaða til að rækja það starf,
Haukur Sigurðsson
„Húsnæðisvandinn hef-
ur lengi leg-ið eins og
mara á skólanum og
skyggt á allt starf sem
þar hefiir verið unnið.
Þrengsli og bág að-
staða til að rækja það
starf, sem ætlast er til
af nemendum, kennur-
um og öðrum starfs-
mönnum skólans, veld-
ur kyrkingi með tíman-
um.“
sem ætlast er til af nemendum,
kennurum og öðrum starfsmönnum
skólans, veldur kyrkingi með tíman-
um. Þótt menn beri sig vel þar inn-
an dyra, og vilji ekki láta umhverf-
ið draga úr sér kjark, finnum við
sem þar kennum að bilið breikkar,
við verðum stöðugt fjær því að sinna
starfí okkar eins og við helst viljum.
Stundum hvarflar að manni að sumt
húsnæði skólans sé ekki ósvipað
því sem kom fram í skýrslu Guð-
mundar Finnbogasonar um skóla-
húsnæði upp úr síðustu aldamótum,
en þá var pottur víða brotinn í þess-
um efnum. En engan þarf að undra
að svo hafí verið þá: þjóðin var að
feta sín fyrstu spor að fræða allan
ungdóminn í skólum. En vissulega
er öldin önnur nú. Með fé er bruðl-
að. Við sjáum verslunarhallir rísa,
þegar offjárfesting í verslunum og
skrifstofum er þegar orðin vanda-
mál. í Kringlunni hafa nú risið þjón-
ustuhús fyrir verslun sem rúma
37.000 fermetra. Hvaða verðmæti
er verið að skapa með því? Hvaða
vanda er verið að leysa með þeim
byggingum?
Ráðamenn tala fjálgum orðum
um að menntunin sé besta fjárfest-
ingin og æskan sé okkar mestu
verðmæti. Skólar hafa víða risið á
síðustu árum og margir vel búnir.
Þessar umbætur hafa skotist fram
hjá Menntaskólanum í Reykjavík.
Aðstaða nemenda til félagsstarfs
er svo með öllu óviðunandi. Þeir
geta ekki haldið almennan fund um
málefni sín, þyrftu í raun að endur-
taka hann átta sinnum til að ná vel
til allra. Svo aum er fundaraðstaðan
í kjallara Casa Nova. Sennilega
verður aldrei nein viðunandi lausn
fyrr en reist verður bygging sem
hugsuð er til kennslu og annars
skólastarfs og innréttingu hagað í
samræmi við það. Allar aðrar lausn-
ir eru skammtímalausnir.
Hvernig er þá hægt að starfa í
slíkum skóla? Sá góði andi sem í
skólanum er bjargar honum. Sam-
vinna nemenda og kennara er yfir-
leitt góð og þar sem slíkt er í skóla
etur árangur ekki orðið slæmur.
ýmsum greinum eru unnin góð
störf, þó að þessi vonda aðstaða
komi í veg fyrir að önnur verði
unnin. Arangur riokkurra nemenda
sem keppt hafa í stærðfræði og
eðlisfræði síðustu ár hefur verið
með ágætum. Ég ætla að vel sé
unnið í ýmsum öðrum greinum sem
ekki er keppt í. Úrslit í keppni segja
ekki allt, þau eru ijóminn ofan á.
Fyrir löngu er viðurkennt að ekki
verður kennt almennilega í mennta-
skóla né í öðrum framhaldsskólum
nema hver grein eigi sér sína stofu.
Nú eru þrjár sérstofur í skólanum,
fyrir náttúrufræði, eðlisfræði og
efnafræði. Aðrar greinar eiga sér
enga slíka stofu. Mín kennslugrein
er saga. Hvað þyrfti að vera þar
svo að hægt væri að kenna af viti?
Sögukort, myndvarpi fyrir glærur
og annar sem varpar myndum úr
bókum á tjald. Hljómbandstæki til
að flytja merka texta, ræður nem-
enda og annarra og dagskrár um
söguleg efni. Myndbandstæki
og/eða sýningarvél fyrir kvikmynd-
ir. Skúffur til að geyma í glærur
og fjölrit. Hillur til að geyma á
nauðsynlegustu handbækur í er-
lendri og innlendri sögu, kortabæk-
ur o.fl. Sumt af þessu er til á hveiju
heimili og þykir ekki mikið. Slíkt
umhverfi er hvetjandi, þroskandi
og fæðir nýjar hugmyndir og þá
finna menn að þeir eru að gera eitt-
hvað sem hefur varanlegt gildi.
Þessu þjóðfélagi tröllríður enda-
laus umræða um vexti, vísitölu,
fjárfestingu, gjaldþrot, bankana og
markaði erlendis, fyrir utan „vanda
frystingarinnar". Þó að ekki verði
hjá þeirri umræðu komist, veldur
hún því að önnur mál sitja á hakan-
um eða gleymast. Þær stóru línur
eru sjaldan dregnar upp hvemig
menn vilja að þjóðfélagið eigi að
þróast, við hvaða skilyrði menning
okkar eigi að búa svo að hún dafni.
Sótt er að henni úr öllum áttum.
Fjárveiting til menningar- og
menntastofnana er ár eftir ár skor-
in við nögl. Slíkt á eftir að hefna
sín. Til að veijast sókn erlendrar
lágkúru sem flæðir yfir okkur þarf
öflugt og vakantji menningarstarf.
í því starfí eru skólamir grunnur.
Ef menntunin er besta fárfestingin
þarf að sjá það í verki.
Höfiindur er cand.mag. ísagn-
fræði og kennari við Menntaakól-
ann í Reykjavík.
Metsölublad á hveijum degi!
I
Stærðir: 35-40
Verð kr. 2.97S,-
Stærðir: 40-47
Verð kr. 3.450,-
Stærðir: 35-40
gj Verð kr. 3.2S0,
I
Stærðir: 40-47
Verð kr. 3.795,-
V
I
Italskir leður kuldaskór
ímiklu úrvali
GEís
I
y////////^^^m4////////7mm.
1