Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 76
ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. 18 dagar til jóla: Dagur heilags Nikulásar DAGUR heilags Nikulásar, sankti Kláusar öðru nafni, er í dag. Sankti Kláus er fyrir- mynd jólasveinsins eins ogr við þekkjum hann í dag. Hann var gTÍsk-kaþólskur biskup, þekktur fyrir að vera mjög barngóður og var eftir dauða sinn tekinn í helgra manna tölu og varð verndardýrlingur sjómanna og barna. Sagt var að sankti Kláusi fylgdu engill og púki og gaf eng- illinn góðu bömunum gjafir en púkinn flengdi þau óþekku. Hann var þekktur í Hollandi og Þýska- landi á miðöldum og sagnir um hann fluttust vestur um haf með landnemum þaðan. Þar blönduð- ust sagnimar af honum sögnum um jólanissa sem skandinavískir innflytjendur trúðu og útkoman varð sá jólasveinn sem þekktur er um allan heim í dag. Búningur- inn er útfærsla á biskupskápu heilags Nikulásar en rauði litur- inn er kominn frá nissunum. Þess má geta að við opnun Mynd úr Helgastaðabók sem sýnir biskupsvígslu heilags Nikulásar. Það er hann sem krýpur fyrir altari en hönd Drottins bendir á að þetta sé einn hinna útvöldu. jólasýningar í Þjóðminjasafninu klukkan fimm í dag verður flutt- ur leikþáttur um sankti Kláus. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aðvörunarkerfið fór í gang Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gærkvöldi viðræður við fulltrúa stjómarandstöðunnar í fjármálaráðuneytinu. Kynnti ráðherrann tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar og leitaði stuðnings við þau. Fyrst gengu á hans fund fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, síðan fulltrúar Kvennalista og loks Borgara- flokksmenn. A meðan fulltrúar Borgaraflokksins sátu inni hjá Ólafi Ragnari birtust skyndilega tveir laganna verðir. Aðvörunarkerfi ráðuneytisins hafði farið í gang og voru lögreglumennimir að kanna hvort misindismenn hefðu brotið sér leið inn í sjálfa ríkisijárhirsluna. Létti þeim mjög er þeir hittu þama fyrir starfsfólk ráðu- neytisins og nokkra stjórnmálamenn. Frumvarp um hækkun vörugjalds: Yfir 100 vöruflokk- ar hækka um 6-10% SAMKVÆMT frumvarpi um breytingu á vörugjaldi, sem lagt var fram á þingi í gær, hækkar verð á nær 120 vöruflokkum, allt frá ölkelduvatni til upp- þvottavéla. Vörugjaldið á að hækka úr 14% í 25% á sælgæti og gosdrykki, úr 14% í 20% á ýmis heimilistæki, snyrtivörur og byggingarvörur, og að auki verð- Þorvaldur Garðar í utandagskrárumræðu: . * Amælisverð framkoma ráðherra og forseta þings Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, fyrrverandi forseti samein- aðs þings, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær til að ræða áfengiskaup sín sem hand- hafa forsetavalds og sagði þá meðal annars að hann hefði álit- ið að kaup sin á áfengi á þessum kjörum fylgdu embætti sínu og gengju að hluta upp í risnukostn- að. Þorvaldur Garðar sagði Ríkisend- urskoðun aldrei hafa gert athuga- semd við sín áfengiskaup þau fimm ár sem hann gegndi embætti for- seta sameinaðs þings. Forsetar er- lendra þjóðþinga hefðu ákveðna risnu auk þess að hafa ráðherra- laun, en hér væri um hvorugt að ræða. Þorvaldur Garðar vék einnig að því fjölmiðlafári sem hann sagði að myndast hefði um þetta mál og beindi máli sínu til Guðrúnar Helga- dóttur forseta sameinaðs þings og Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra og taldi framkomu þeirra í þessu máli ámælisverða. „Ég ætla ekki að í raun og veru geti verið ágreiningur um að hand- hafar forsetavalds hafi haft heimild til kaupa á áfengi á kostnaðar- verði. Hins vegar getur menn greint á um hvað sé hæfilegt að nota heim- ildina mikið,“ sagði Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. Sjá nánar á bls. 46. ur lagt 10% vörugjald á ýmsar byggingarvörur svo sem steypu, timbur, innréttingar og húsgögn. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins má gera ráð fyrir því að vörur hækki hlut- fallslega um mismuninn á gamla og nýja vörugjaldinu, eða um 6-10%. Nú eru komin fram á þingi fimm frumvörp, sem ætlað er að afla við- bótartekna fyrir ríkissjóð sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fyrirhugað er að leggja fram tvö til viðbótar á þessu ári, um breytingu á tekjuskatti, og um sölu- skatt á happdrætti. Fulltrúar ríkis- stjómarflokkanna áttu í gærkvöldi formlegar viðræður við fulltrúa stjómarandstöðuflokkana, um hugsanlegan stuðning þeirra við einstök tekjuöflunarfrumvörp. Breytingar á vörugjaldinu eiga að skila ríkissjóði um 15.00 til 1600 milljónum í auknar tekjur á næsta ári. Fj'ármálaráðherra segir að gera megi ráð fyrir '/2% hækkun á fram- færsluvísitöku og 3% hækkun á byggingarvísitölu, fari þessi hækk- un öll út í verðlagið. Kvennalistinn hefur lýst því yfir að hann geti stutt hækkun vörugjalds á sælgæti, og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins myndi það eitt þýða aukn- ar tekjur upp á 4-500 milljónir. Sjálfstæðismenn í fjárveitinga- nefnd hafa krafist þess að 2. um- ræða íjárlaga hefjist ekki fyrr en öll skattafrumvörp hafa litið dags- ins ljós og 3. umræða fjárlaga hefj- ist ekki fyrr en sjái fyrir endann á afgreiðslu frumvarpanna. Umræð- an verði ekki marktæk nema tekju- hlið fjárlagafrumvarpsins liggi ljós fyrir. Hér á eftir eru tekin nokkur dæmi um verð á vörutegundum nú og síðan reiknuð út 6-10% hækkun. ► Coca Cola, 1,5 lítrar: úr 118 krónum í 130. ► Suðusúkkulaði, 100 grömm: úr 80 krónum í 88. ► Silkience Sjampó: úr 141 krón- um í 149. ► Þvottavél, ASEA Cylinda 1100: úr 64.920 krónum í 68.815. ► Kæliskápur, Osby KS 2451: úr 43.065 krónum í 45.648. Hljómflutningssamstæða, Hitachi MD 38CD: úr 63.100 krón- um í 66.886. ► Sjónvarp, Hitachi CPT 2564, 25 tommu: úr 74.900 í 79.394. ► Myndbandstæki, Hitachi VT 426: úr 49.900 krónum í 52.894. ► Chesterfield sófi, 3 sæta með bómullaráklæði: úr 62.900 krónum í 69.200. ► Timbur 1x6 tommur, 3 metr- ar, 100 borð: úr 16.500 krónum í 18.200. Sjá nánar á miðopnu. Bankar: Spaiiskírteini með afföllum Utvegsbanki býður 8,5% raunávöxtun ÚTVEGSBANKI íslands hf hef- ur boðið a.m.k. einum lífeyris- sjóði að kaupa sparisklrteini ríkissjóðs með aSollum. Um er að ræða spariskirteini sem bank- arnir keyptu samkvæmt samn- ingum við ríkissjóð í ágúst síðast- liðnum. Ríkissjóður ábyrgist 7,3% raunávöxtun bréfanna, en Útvegsbankinn mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Jboðið 8,5% raunávöxtun. Þá býð- ur Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans sum bréfanna með af- follum. Bankar, sparisjóðir og verðbréfa- fyrirtæki keyptu þessi spariskírteini og báru þau þá 8% raunávöxtun. í framhaldi af ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar um vaxtalækkun var leitað samninga við peningastofn- animar um að raunávöxtunarkrafa af bréfunum lækkaði. Samningar tókust í október um að þriggja og fimm ára bréf bæru 7,3% raun- vexti og átta ára bréf 7%. Astæður þessara affalla segja heimildir blaðsins vera þær að bréf- in seljist ekki á lægri vöxtum. Mik- ið framboð sé af skuldabréfum og 8,5% raunávöxtun sé almenn krafa þeirra sem fjárfesta í bréfunum. Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans hefur boðið þessi sömu bréf með 7%, 7,5% og 8% raun- vöxtum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort tilboði Ötvegsbankans var tekið af hálfu viðkomandi lífeyris- sjóðs, né heldur um hve háar ijár- hæðir er að ræða. Til samanburðar má geta þess, að lífeyrissjóðirnir kaupa skuldabréf Byggingasjóðs ríkisins með 7,5% raunvöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.