Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 76

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 76
ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. 18 dagar til jóla: Dagur heilags Nikulásar DAGUR heilags Nikulásar, sankti Kláusar öðru nafni, er í dag. Sankti Kláus er fyrir- mynd jólasveinsins eins ogr við þekkjum hann í dag. Hann var gTÍsk-kaþólskur biskup, þekktur fyrir að vera mjög barngóður og var eftir dauða sinn tekinn í helgra manna tölu og varð verndardýrlingur sjómanna og barna. Sagt var að sankti Kláusi fylgdu engill og púki og gaf eng- illinn góðu bömunum gjafir en púkinn flengdi þau óþekku. Hann var þekktur í Hollandi og Þýska- landi á miðöldum og sagnir um hann fluttust vestur um haf með landnemum þaðan. Þar blönduð- ust sagnimar af honum sögnum um jólanissa sem skandinavískir innflytjendur trúðu og útkoman varð sá jólasveinn sem þekktur er um allan heim í dag. Búningur- inn er útfærsla á biskupskápu heilags Nikulásar en rauði litur- inn er kominn frá nissunum. Þess má geta að við opnun Mynd úr Helgastaðabók sem sýnir biskupsvígslu heilags Nikulásar. Það er hann sem krýpur fyrir altari en hönd Drottins bendir á að þetta sé einn hinna útvöldu. jólasýningar í Þjóðminjasafninu klukkan fimm í dag verður flutt- ur leikþáttur um sankti Kláus. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aðvörunarkerfið fór í gang Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gærkvöldi viðræður við fulltrúa stjómarandstöðunnar í fjármálaráðuneytinu. Kynnti ráðherrann tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar og leitaði stuðnings við þau. Fyrst gengu á hans fund fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, síðan fulltrúar Kvennalista og loks Borgara- flokksmenn. A meðan fulltrúar Borgaraflokksins sátu inni hjá Ólafi Ragnari birtust skyndilega tveir laganna verðir. Aðvörunarkerfi ráðuneytisins hafði farið í gang og voru lögreglumennimir að kanna hvort misindismenn hefðu brotið sér leið inn í sjálfa ríkisijárhirsluna. Létti þeim mjög er þeir hittu þama fyrir starfsfólk ráðu- neytisins og nokkra stjórnmálamenn. Frumvarp um hækkun vörugjalds: Yfir 100 vöruflokk- ar hækka um 6-10% SAMKVÆMT frumvarpi um breytingu á vörugjaldi, sem lagt var fram á þingi í gær, hækkar verð á nær 120 vöruflokkum, allt frá ölkelduvatni til upp- þvottavéla. Vörugjaldið á að hækka úr 14% í 25% á sælgæti og gosdrykki, úr 14% í 20% á ýmis heimilistæki, snyrtivörur og byggingarvörur, og að auki verð- Þorvaldur Garðar í utandagskrárumræðu: . * Amælisverð framkoma ráðherra og forseta þings Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, fyrrverandi forseti samein- aðs þings, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær til að ræða áfengiskaup sín sem hand- hafa forsetavalds og sagði þá meðal annars að hann hefði álit- ið að kaup sin á áfengi á þessum kjörum fylgdu embætti sínu og gengju að hluta upp í risnukostn- að. Þorvaldur Garðar sagði Ríkisend- urskoðun aldrei hafa gert athuga- semd við sín áfengiskaup þau fimm ár sem hann gegndi embætti for- seta sameinaðs þings. Forsetar er- lendra þjóðþinga hefðu ákveðna risnu auk þess að hafa ráðherra- laun, en hér væri um hvorugt að ræða. Þorvaldur Garðar vék einnig að því fjölmiðlafári sem hann sagði að myndast hefði um þetta mál og beindi máli sínu til Guðrúnar Helga- dóttur forseta sameinaðs þings og Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra og taldi framkomu þeirra í þessu máli ámælisverða. „Ég ætla ekki að í raun og veru geti verið ágreiningur um að hand- hafar forsetavalds hafi haft heimild til kaupa á áfengi á kostnaðar- verði. Hins vegar getur menn greint á um hvað sé hæfilegt að nota heim- ildina mikið,“ sagði Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. Sjá nánar á bls. 46. ur lagt 10% vörugjald á ýmsar byggingarvörur svo sem steypu, timbur, innréttingar og húsgögn. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins má gera ráð fyrir því að vörur hækki hlut- fallslega um mismuninn á gamla og nýja vörugjaldinu, eða um 6-10%. Nú eru komin fram á þingi fimm frumvörp, sem ætlað er að afla við- bótartekna fyrir ríkissjóð sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fyrirhugað er að leggja fram tvö til viðbótar á þessu ári, um breytingu á tekjuskatti, og um sölu- skatt á happdrætti. Fulltrúar ríkis- stjómarflokkanna áttu í gærkvöldi formlegar viðræður við fulltrúa stjómarandstöðuflokkana, um hugsanlegan stuðning þeirra við einstök tekjuöflunarfrumvörp. Breytingar á vörugjaldinu eiga að skila ríkissjóði um 15.00 til 1600 milljónum í auknar tekjur á næsta ári. Fj'ármálaráðherra segir að gera megi ráð fyrir '/2% hækkun á fram- færsluvísitöku og 3% hækkun á byggingarvísitölu, fari þessi hækk- un öll út í verðlagið. Kvennalistinn hefur lýst því yfir að hann geti stutt hækkun vörugjalds á sælgæti, og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins myndi það eitt þýða aukn- ar tekjur upp á 4-500 milljónir. Sjálfstæðismenn í fjárveitinga- nefnd hafa krafist þess að 2. um- ræða íjárlaga hefjist ekki fyrr en öll skattafrumvörp hafa litið dags- ins ljós og 3. umræða fjárlaga hefj- ist ekki fyrr en sjái fyrir endann á afgreiðslu frumvarpanna. Umræð- an verði ekki marktæk nema tekju- hlið fjárlagafrumvarpsins liggi ljós fyrir. Hér á eftir eru tekin nokkur dæmi um verð á vörutegundum nú og síðan reiknuð út 6-10% hækkun. ► Coca Cola, 1,5 lítrar: úr 118 krónum í 130. ► Suðusúkkulaði, 100 grömm: úr 80 krónum í 88. ► Silkience Sjampó: úr 141 krón- um í 149. ► Þvottavél, ASEA Cylinda 1100: úr 64.920 krónum í 68.815. ► Kæliskápur, Osby KS 2451: úr 43.065 krónum í 45.648. Hljómflutningssamstæða, Hitachi MD 38CD: úr 63.100 krón- um í 66.886. ► Sjónvarp, Hitachi CPT 2564, 25 tommu: úr 74.900 í 79.394. ► Myndbandstæki, Hitachi VT 426: úr 49.900 krónum í 52.894. ► Chesterfield sófi, 3 sæta með bómullaráklæði: úr 62.900 krónum í 69.200. ► Timbur 1x6 tommur, 3 metr- ar, 100 borð: úr 16.500 krónum í 18.200. Sjá nánar á miðopnu. Bankar: Spaiiskírteini með afföllum Utvegsbanki býður 8,5% raunávöxtun ÚTVEGSBANKI íslands hf hef- ur boðið a.m.k. einum lífeyris- sjóði að kaupa sparisklrteini ríkissjóðs með aSollum. Um er að ræða spariskirteini sem bank- arnir keyptu samkvæmt samn- ingum við ríkissjóð í ágúst síðast- liðnum. Ríkissjóður ábyrgist 7,3% raunávöxtun bréfanna, en Útvegsbankinn mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Jboðið 8,5% raunávöxtun. Þá býð- ur Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans sum bréfanna með af- follum. Bankar, sparisjóðir og verðbréfa- fyrirtæki keyptu þessi spariskírteini og báru þau þá 8% raunávöxtun. í framhaldi af ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar um vaxtalækkun var leitað samninga við peningastofn- animar um að raunávöxtunarkrafa af bréfunum lækkaði. Samningar tókust í október um að þriggja og fimm ára bréf bæru 7,3% raun- vexti og átta ára bréf 7%. Astæður þessara affalla segja heimildir blaðsins vera þær að bréf- in seljist ekki á lægri vöxtum. Mik- ið framboð sé af skuldabréfum og 8,5% raunávöxtun sé almenn krafa þeirra sem fjárfesta í bréfunum. Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans hefur boðið þessi sömu bréf með 7%, 7,5% og 8% raun- vöxtum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort tilboði Ötvegsbankans var tekið af hálfu viðkomandi lífeyris- sjóðs, né heldur um hve háar ijár- hæðir er að ræða. Til samanburðar má geta þess, að lífeyrissjóðirnir kaupa skuldabréf Byggingasjóðs ríkisins með 7,5% raunvöxtum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.