Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 39 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Hólar í Hjaltadal Stofnað var til biskupsstóls að.Hólum í Hjaltadal fyr- ir rúmum 880 árum, nánar tiltekið árið 1106. Það ár var Jón Ögmundsson vígður Hólabiskup. Þar var reist dómkirkja skömmu síðar, mikið hús og virðulegt, en stærð þess er óþekkt nú. Önnur dómkirkja var reist að Hólum 1280, sú þriðja 1395 og hin fjórða 1624. Kirkja sú, sem enn stendur á þessum sögufræga stað, var vígð haustið 1763, fyrir 225 árum, og hafði þá verið í byggingu frá 1757. Safnað var fé til byggingarinnar bæði í Danmörku og Noregi. Húsameistari konungs hann- aði bygginguna en þýzkur húsameistari veitti smíðinni forstöðu. Kirkjan var reist úr rauðgrýti, sem sótt var í fjal- lið Hólabyrðu. Norðlenzkir bændur byggðu síðan kirkj- una í skylduvinnu. Bygging Hóladómkirkju var því að hluta til samnorrænt átak, þótt efniviðurinn og vinnu- framlagið væri íslenzkt. Biskupsstóllinn að Hólum í Hjaltadal varð einn af mikil- vægari homsteinum íslands- sögu. Hólar og Skálholt vóru miðstöðvar kennslu, menn- ingar og kristni lengst af byggðar í landinu, eins konar „höfuðborgir“ í hinu forna bændasamfélagi, og þangað safnaðist veraldlegt vald í bland við hið kirkjulega. Biskupsstólarnir og kirkj- an í heild stóðu í senn vörð um þjóðleg verðmæti, eins og fomar bókmenntir okkar, og vóru tengiliðir við umheim- inn, farvegir fyrir erlenda menningar- og þekkingar- strauma, ekkert síður úr Mið- og Suður-Evrópu en frá Norðurlöndum. Utgáfa Guð- brandsbiblíu styrkti stöðu og varðveizlu móðurmálsins fremur en flest annað. Það framlag kirkjunnar verður seint fullþakkað. En það var ekki sízt líf og saga Jóns bisk- ups Arasonar, sem varð eins konar tákn fyrir sjálfstæðis- baráttu okkar í hugum þjóð- arinnar, er varpaði ljóma á Hólastað. Heim að Hólum var því og er sérstakt andrúm, sem hvergi er annars staðar að finna; saga lands og þjóðar nánast snertanleg. Þess vegna eiga Hólar svo sterk ítök í íslendingum enn þann dag í dag. Og þar er á líðandi stund margháttað menning- arstarf, m.a. bændaskóli og aðsetur annars af tveimur vígslubiskupum þjóðarinnar. Hólamenn horfa og til nýrra tíma, sem bezt sést af starf- rækslu fiskeldis á staðnum. Hóladómkirkja er elzta steinhús í landinu. Kirkjan og búnaður hennar hafa ómetanlegt byggingar- og menningarsögulegt gildi fyrir íslendinga. Það var því þarft verk og fagnaðarefni flestum þegar hafið var endurreisnar- starf í Hóladómkirkju fyrir u.þ.b. tveimur misserum. Endurbyggingu kirkjunnar innan dyra er nú lokið og var kirkjan tekin í notkun á ný sl. sunnudag við hátíðlega athöfn. Stefnt er að því að viðgerð utan dyra og frá- gangi umhverfis kirkjunnar ljúki á næsta ári. Þá er einn- ig unnið að viðgerð hinnar sögufrægu Hólabríkur, sem, Jón biskup Arason færði kirkjunni á 16. öld. Ríkis- stjórnin lofaði fjármunum til þess verks á 70 ára afmæli íslenzks fullveldis, 1. desem- ber síðastliðinn. Ástæða er til að fagna því að endurreisn Hólakirkju er lokið innanhúss og stefnt er að því að ljúka verkum utan- húss á næsta ári. Það var vissulega ástæða til þess að fagna þessum áfanga með hátíðlegum hætti í Hóladóm- kirkju, eins og gert var. Hér hefur verið vel og rösklega að verki staðið. Islendingar eiga að setja metnað sinn í það að gera veg Hólastaðar og Skálholts sem mestan og skipa þessum sögufrægu stöðum verðugan sess í sam- félagi komandi ára. Þann vilja hafa þeir reyndar sýnt í verki. Þessi ræktarsemi er mikilvægur hluti þess að standa vörð um menningar- arfleifð okkar og menningar- legt sjálfstæði. Dómkirkjan á Hólum tekin í notkun að nýju Mikið fjölmenni lærðra off leikra sótti Hóla heim Sauðárkróki. í MARGRA alda sögu Hólastað- ar skiptast á ljós og skuggar, tign og niðurlæging, vald og auðmýkt. En hvernig sem mál hafa skipast, hvort sem ísland heíur verið undir ánauð erlends valds, eða sjálfstætt og full- valda ríki, hefur Hólastaður verið önnur af tveimur höfuð- miðstöðvum trúar, kirkjulífs og menntunar meðal íslendinga. Þessi forni höfuðstaður Norð- lendinga hefur litið marga daga bjarta, þegar veraldlegur glæsi- leiki og tign hinnar kristnu kirkju sameinuðust. Þá lágu margar Ieiðir „Heim að Hólum“. Einn þessara björtu daga skein yfir Hólastað nú á miðri aðventu, þegar lokið var gagngerðri endur- byggingu Hóladómkirkju og hún tekin aftur í notkun við hátíðlega athöfn sl. sunnudag. Sá mikli mannfjöldi, bæði lærðra og leikra, sem lagði leið sína heim að Hólum þennan dag, vitnaði um þann sess, sem Hólastaður skipar í hjörtum Norðlendinga. Dómkirkjan á Hólum var reist á árunum 1757—1763 á dögum Gísla Magnússonar biskups. Þessi elsta steinkirkja landsins er sjö- unda kirkjan sem reist hefur verið á Hólum og fimmta dómkirkjan. Stendur hún á sama grunni og hinar fyrri. Ríkissjóður Dana kost- aði byggingu kirkjunnar og hú- sameistari danska ríkisins, Lauritz de Turah, teiknaði hana. Þýskur múrarameistari, Sabinsky að nafni, sá um framkvæmd bygging- arinnar, en kirkjan er byggð úr rauðum sandsteini og blágrýti úr Hólabyrðu. í tímans rás hafa ýmsar breyt- ingar og endurbætur verið gerðar á kirkjunni, eftir því sem þörf hefur þótt á. Arið 1983 var ákveðið, vegna þess að kirkjan var farin að láta verulega á sjá, að gera á henni lagfæringar, svo vel yrði við unað. Nefnd sú, er um þetta fjallaði, ákvað í samráði við þjóðminjavörð að ráða hönnuði til verksins, þá Þorstein Gunnarsson arkitekt og Ríkharð Kristjánsson verkfræð- ing, og í samráði við þá var ákveð- ið að um endurgerð á kirkjunni en ekki viðgerð yrði að ræða. Hafist var handa við fram- kvæmdir í janúar á þessu ári og nú á miðri aðventu er lokið þeim verkþætti sem er að endurgera kirkjuna að innan. Mikill fjöldi gesta sótti hátíðar- guðsþjónustu sem haldin var eftir endurbætumar sunnudaginn 4. desember. Svo margir lögðu leið sína heim til Hóla þennan dag að ekki nema hluti hátíðargesta, sem voru hátt á þriðja hundrað, komst fyrir í kirkjunni, en aðrir fylgdust með athöfninni inni í skólahúsinu í gegnum kapalkerfí. Við athöfnina söng kirkjukór Hóla- og Viðvíkurkirkna, og Brynjar Skúlason lék einleik á trompet. Þá predikaði biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson. Skrúðganga presta til Hóladómkirkju. í predikun sinni minnti biskup á hve háan sess Hóladómkirkja og Hólastaður hafa skipað í huga Norðlendinga og raunar lands- manna allra og benti á að þegar í fyrstu tíð kirkju- og biskupssetur á Hólum festist í sessi orðtækið „Heim að Hólum“, sem lifir enn í dag. Þá ræddi biskup sögu staðar- ins og hina miklu helgi er hér ríkti. Loks lýsti biskup blessun í messulok. Fýrir altari þjónuðu sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, sr. Hjálmar Jónsson prófastur, sr. Sigurpáll Óskarsson og sr. Dalla Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Þórðardóttir. Að lokinni guðsþjónustu hófst samkoman í kirkjunni með ávarpi sr. Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups, sem lýsti og þakk- aði þær framkvæmdir sem nú hafa verið gerðar á kirkjunni. Þakkaði hann sérstaklega Guð- mundi Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Trésmiðjunnar Borgar, en hann hefur haft aðal- umsjón með verkinu frá upphafi og sinnt því verki af einstakri alúð og trúmennsku. Þá tók til máls Þorsteinn Gunn- arsson arkitekt og rakti aðdrag- andann að því að ráðist var í það stórvirki að endurgera kirkjuna á Hólum. Ekki aðeins að lagfæra það sem úr sér hefur gengið í tímans rás, heldur færa allt til fyrri gerðar, þar með talið gólf og glugga, svo eitthvað sé nefnt. Þá skýrði Þorsteinn hvernig hann og aðrir, sem að framkvæmd þess- ari stóðu, leituðu svo sem kostur var allra þeirra heimilda, sem fjöl- luðu um frumgerð þessa einstaka guðshúss. Þannig var hinn rauði sandsteinn Hólabyrðu notaður til viðgerðar á veggjum og gólfi, svo sem var í öndverðu, og allt múr- verk unnið á sama hátt og gert var í upphafi. Þá hafa allir bitar og burðarvirki, svo og allt tréverk, verið lagfært og endurnýjað svo sem verða má. Upp hefur verið sett nýtt loftræstikerfi, grunnur kirkjunnar þurrkaður og lagfærð- ur. A næsta ári verður væntanlega gengið frá ytra útliti kirkjunnar og umhverfi hennar fegrað. Halldór Ásgrímsson kirkju- málaráðherra fagnaði því að vera nú staddur á svo helgum stað í sögu þjóðarinnar, stað sem svo mjög tengdist kristni hennar og sjálfstæði. Stað sem var um sjö alda skeið annað aðalmenningar- setur þjóðarinnar, þar sem stóð vagga íslenskrar bókagerðar, sem átti hvað stærstan þátt í varð- veislu tungu og menningar. Þá ræddi ráðherrann á hvern hátt stjórnvöld hafa staðið að upp- byggingu Hóladómkirkju og hvort framhald verður þar á. Gerði hann grein fyrir þeirri ákvörðun ríkis- stjórnar Islands, sem tekin var 1. desember sl., að veita verulegu fé til endurbóta á kirkjunni og grip- um hennar, þar með talinni hinni fornu Hólabrík og minnast þannig á verðugan hátt 70 ára afmæli fullveldis íslands. Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur lýsti ánægju og þakklæti fyrir það stórvirki sem nú hefur verið framkvæmt, með endurgerð Hóla- dómkirkju. Svo sem aðrir þakkaði þjóðminjavörður öllum þeim sem lögðu hönd að því að bjarga þeim þjóðardýrgrip sem Hóladómkirkja er, frá verulegu tjóni. Sagði hann alla framkvæmd hafa tekist eins og best verður á kosið. Lokaorð flutti sr. Hjálmar Jóns- son, þakkaði hann gestum komuna heim til Hóla og bað þeim öllum guðsblessunar. Að aflokinni messu og sam- komu í kirkjunni sátu viðstaddir kaffisamsæti í boði Hólanefndar í skólahúsi Bændaskólans. - BB. — ---—.—----- Morgunblaðið/Árni Stefán Björnsson Gígja VE landar í Fraserbourg á síðustu vertíð. Hjaltlendingar bjóða um 6.000 fyrir loðnutonnið Fiskmjölsverksmiðjur í Skot- landi og á Hjaltlandi bjóða nú frá 5.900 krónum upp í 6.400 fyrir tonnið af loðnu og tæplega 170 krónum betur, sjái áhöfnin um löndun. Verð á loðnutonni hér á landi eru í kringum 4.000 krón- ur, mismunandi eftir Qarlægð verksmiðja frá miðunum. Baldvin Gíslason í fyrirtækinu Gíslason and Marr í Hull í Bret- landi hefur milligöngu um sölu á ferskri loðnu til nokkurra verk- smiðja á Bretlandseyjum svo sem Bressay á Hjaltlandi, Barra, Stomoway og Fraserbourg í Skot- landi og bjóða þær allar sama verð; 70 pund, 5.899 krónur fyrir tonnið af loðnu miðað við 15% þurrefnis- innihald og 16% fítu. Verðið hækk- ar eða lækkar um 4 pund við hveija breytingu um 1% í þurrefni og 1,89 fyrir sömu breytingar í fítu. Bald- vin sagði í samtali við Morgun- blaðið, að íslenzku skipin ættu að komast vandræðalaust inn á flestar þessar hafnir og ákvæðu einhverjir að sigla á þær, myndi fyrirtækið senda mann frá sér á staðinn. Morgunblaðið innti Jón Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags fisk- mjölsframleiðenda, álits á þessum verðmun. Hann sagði að svo hátt verð, sem Skotar og Hjaltlendingar byðu, stæðist engan veginn án ein- hverra styrkja. Þó afurðaverð hækkaði eitthvað og íslenzku verk- smiðjumar væm keyrðar stöðugt allt árið, myndu þær aldrei geta greitt svona hátt verð. í dag væru 4.000 krónur of hátt miðað við af- urðaverð. Síldveiðar: Búið að veiða um 70.000 tonn Um 16.500 tonn eftir af kvótanum „BÚIÐ er að veiða um 70 þúsund tonn af síld af þeim 86.500 tonn- um sem var úthlutað í september síðastliðnum. Þar af hafa 16,7% farið til bræðslu. 89 skipum var úthlutað þessum 86.500 tonnum en 28 þeirra hafa framselt kvóta sína til annarra skipa, þannig að til síldveiða fer 61 skip að þessu sinni,“ sagði Orn Traustason, veiðieftirlitsmaður, í samtali við Morgunblaðið. „Síldveiðileyfin gilda til 15. des- ember næstkomandi," sagði Örn. „Samtals var úthlutað leyfum til veiða á 90.500 tonnum af síld á þessu ári, því 4.000 tonnum var úthlutað eftir síðustu áramót. Eitt loðnuskip, Jón Finnsson, fór á síldveiðar á vertíðinni. Síldin var fryst um borð í skipinu en það klár- aði ekki síldarkvóta sinn og er far- ið á loðnuveiðar," sagði Öm Traustason veiðieftirlitsmaður. Tekjuöflunarfrumvörp lögð fram á þingi í gær: Frumvörpin eiga að feera ríkissjóði um 2 milljarða króna í viðbótartekjur Fjármálaráðherra lagði í gær fram þijú frumvörp á Alþingi sem fela í sér aukna tekjuöflun ríkisins á næsta ári. Eitt frum- varpið var um hækkun vöru- gjalds og breiðari gjaldstofh þess, annað um framlengingu gjalds á erlendar lántökur, og það þriðja um skattskyldu veð- deilda og fjárfestingarlánasjóða. Samtals eiga þessi frumvörp að færa ríkissjóði tæpa 2 milljarða króna í auknar tekjur, þar af á Gjald af erlendum lántökum framlengt Fram hefur verið lagt frumvarp, þess efhis, að gjald af erlendum lántökum, sem falla átti úr gildi um nk. áramót, verði framlengt til ársloka 1989. I athugasemdum við frum- varpið segir að gert sé ráð fyr- ir að gjaldtaka þessi gefi 200 milljóna króna tekjur í ríkissjóð 1989. Lánssamningar vegna kaupa á atvinnuflugvélum og kaup- skipum falla utan þessarar gjaldskyldu. Þá er í frumvarp- inu heimild til að undanþiggja skuldbreytingalán gjaldskyldu. Einnig lán sem tekin eru vegna sérstakra aðgerða stjórnvalda í þágu útflutningsgreina. vörugjaldshækkunin að skila 1,6 milljörðum. Á þessu ári eru tekj- ur ríkisins af vörugjöldum 1200 milljónir króna, en verða á næsta ári 2800 milljónir. Samkvæmt núgildandi lögum er 14% vörugjald á sælgæti, gos- drykki, snyrtivörur, þvottavélar, ísskápa, hljómflutningstæki, hrein- lætistæki, raflagnaefni og steypu- styrktaijárn svo nokkuð sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum mun vörugjaldið hækka í 25% á sælgæti og gosdrykki, í 20% á aðrar vörur sem bera vörugjald, og að auki verður lagt á 10% vörugjald á ýms- ar byggingarvörur, svo sem timbur, sement, innréttingar og húsgögn. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á fréttamanna- fundi að þessari vörugjaldshækkun væri, auk þess að afla ríkinu við- bótartekna, ætlað að draga úr fjár- festingu. Þannig væri 10% vöru- gjald á byggingarvörur ákveðið skref í átt til fjárfestingarskatts, sem fjármálaráðuneytið hefði velt fyrir sér að setja á en ekki unnist tími til að undirbúa. Fjármálaráð- herra sagði að fyrirhugað væri að taka upp slíkan skatt ti, að stýra fjárfestingu innanlands miðað við efnahagsástand á hveijum tíma. Fjárnialaráðherra sagði, að ef hækkun vörugjalds færi öll út í verðlag, myndi framfærsluvísitala væntanlega hækka um ’/2% og byggingarvísitala um 3%. Hann sagði þó að undanfarnar vikur hefði komið í Ijós að samdráttur og auk- in samkeppni hefði haft það í för með sér að 3% gengisfelling í haust hefði nánast ekkert farið út í verð- lagið og því engin áhrif haft á vísi- tölur. Frumvarp um framlengingu gjalds á erlendar lántökur á að skila um 150 milljónum í auknar tekjur og skattskylda veðdeilda og fjár- festingarlánasjóða á að skila ríkis- sjóði um 200 milljónum. Hagnaður þessara aðila var á síðasta ári um 1 milljarður króna. Fjármálaráð- herra sagði að með þessu frum- varpi væri verið að koma á sam- ræmi í skattlagningu á bankakerf- ið, og það væri óeðlilegt að þessar stofnanir væru undanþegnar skatti. Frumvörp um breytingar á tekju- skatti og söluskatt á happdrætti eru enn til umræðu innan ríkisstjórnar- innar. Ekki hefur enn verið gengið frá því hvemig breytingum á tekju- skatti verður háttað. Fjármálaráð- herra sagði að deildar meiningar væru um nýtt hátekjuskattþrep, aðallega vegna þess að skattlagning hjóna gæti orðið erfið vegna mis- munandi tekna þeirra. Hann sagði því að eðlilegast væri að hækka tekjuskattþrepið, en auka um leið bótagreiðslur, til að ná frekar til þeirra tekjuhærri. Fjármálaráðherra sagði að innan ríkisstjómarinnar væri enn rætt um að skattleggja happdrætti 'í ríkis- stjórninni, þótt þingmenn Fram- sóknarflokksins hafi þegar hafnað því að leggja 12% söluskatt á happ- drættin eins og til stóð. Ólafur Ragnar benti á, að í fjárlagafrum- varpinu væri gert ráð fyrir þeim möguleika, að í staðinn fyrir skatt- inn yrði stærri hluta tekna af sölu happdrættismiða, varið til rekstrar á þeirri starfsemi sem byggð er upp af happdrættisfé en síðan rekin fyrir opinbert fé. Aðspurður um hvort stefnt væri að frekari niðurskurði á ríkisút- gjöldum en fjárlagafrumvarpið ger- ir ráð fyrir, sagði Ólafur Ragnar að verið væri að skoða þau mál. Hann nefndi að útlit væri fyrir að raunaukning á því fé, sem færi frá lífeyrissjóðunum til opinberra bygg- ingasjóða á næsta ári, muni aukast um tæplega 30% að raungildi frá þessu ári, og því kæmi til greina að minnka framlag ríkissins til sjóð- anna. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu er það framlag 1,8 milljarð- ar á næsta ári. Verslunarráð: Hækkun vörugjalds skað- ar samkeppnishæfhina í fréttatiikynningu sem Morg- unblaðinu hefur borist frá Versl- unarráði íslands er varað ein- dregið við framkomnum hug- myndum um hækkun vörugjalds og útvíkkun vörugjaldsstofhsins. Þar segir, að með skattkerfis- breytingunum um sl. áramót hafi verið stigið stórt skref í þá átt að jafna samkeppnisstöðu at- vinnulífs á íslandi miðað við helstu viðskiptalöndin. Með hækkun vörugjalds sé hins vegar tekin þveröfúg stefiia og at- vinnulífið verði verr í stakk búið til þess að mæta aukinni sam- keppni. Vörugjaldið leggist fyrst og fremst á vörur sem heimilin noti. í fréttatilkynningunni segir einn- ig: „Nú er ennfremur áformað að taka upp þijár mismunandi vöru- gjaldsprósentur í stað einnar sem flækir skattkerfið enn meir og eyk- ur mismunun milli fyrirtækja og atvinnuvega. Sú meginregla að skattar skuli vera hlutlausir m.t.t. atvinnugreina og neysluvals er brotin enn freklegar en áður. Að Stj órnarfr um varp: Fjárfestingarsjódir skattskyld- ir líkt og bankar og sparisjóðir Samkvæmt stjórnarfrum- varpi, sem lagt var fram á Al- þingi í gær, skulu opinberir fjár- festingarlánasjóðir „skyldir' til þess að greiða tekjuskatt af öll- um tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignaskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru, í samræmi við ákvæði laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignaskatt, með síðari breyt- ingum“. Þau frávik eru í frum- varpinu að „til skattskyldra tekna og eigna teljast ekki tekjur og eignir Ríkisábyrgðarsjóðs, Byggðasjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna". Þar eð frumvarpið felur í sér skattlagningu á stofnanir og fyrir- tæki, sem ekki hafa áður sætt skattlagningu, og hafa því e.t.v. ekki hagað bókhaldi sínu og upp- gjöri í samræmi við ákvæði skatta- laga, er ákvæði til bráðabirgða sem kveða á um endurmat, fyrningar- stofn og stofn til söluhagnaðar vegna þeirra eigna sem þessir aðil- ar hafa eignast fyrir væntanlega gildistöku laga samkvæmt frum- varpinu, efnislega samhljóða bráða- birgðaákvæðum sem sett vóru við gildistöku laga nr. 65/1982 svo og núgildandi tekjuskattslaga. Þegar lög vóru sett um skatt- skyldu innlánsstofnana (nr. 65/1982) vóru tekjur og eignir opin- berra fjárfestingarlánasjóða, svo og stofnlánasjóða og veðdéilda, sem stofnuð vóru með sérstökum lögum eða með reglugerð, undanskilin. Með frumvarpi þessu er hinsvegar lagt til að fjárfestingarlánasjóðir verði skattskyldir með sama hætti og bankar og sparisjóðir, með til- greindum undanþágum. í athuga- semdum með frumvarpinu er breyt- ingin talin jafna stöðu lánastofnana í þessum efnum og auðvelda fram- kvæmd og eftirlit með skattheimt- unni, auk þess að færa ríkissjóði auknir tekjur. svo miklu leyti sem vörugjaldið beinist sérstaklega gegn innflutn- ingi er það tæki til þess að halda uppi falskri gengisskráningu og bitnar því á útflutningsgreinunum. Ein rök fyrir lækkun vörugjalds fyrir ári að gera íslenska verslun samkeppnisfærari við verslun er- lendis. Nú er áformað að veikja samkeppnisstöðu verslunarinnar og stuðla að auknum flutningi verslun- ar til útlanda. Manneldis- og hollustusjónarmið-. um hefur verið haldið fram í því skyni að knýja fram hærri skatt- lagningu á sælgæti og gosdrykkj- um. Þessum sjónarmiðum er vísað á bug. Sérstöku 25% vörugjaldi á sælgæti og gosdrykki er fyrst og fremst stefnt gegn nokkrum ein- stökum íslenskum fyrirtækjum og því starfsfólki sem vinnur þar. Hugmyndir um sérstakt 10% vörugjald á byggingarefni vekja undrun á sama tíma og húsbyggj- endur þurfa á víðtækri aðstoð ríkis- valdsins að halda bæði á almennum og félagslegum grunni. Áætlað er að slík hækkun vörugjalds leiði til 3-4% hækkunar á byggingarvísitölu sem hækkar byggingarkostnað húsbyggjenda samsvarandi og enn- fremur verður hækkun á láns- kjaravísitölu. Innheimta vörugjalds á byggingarvörur á eftir að reynast dýr og handahófskennd. I langflestum fyrirtækjum lands- ins er verið að leita leiða til hagræð- ingar í rekstri og sparnaðar. Al- mennt er verið að draga saman yfirvinnu og uppsagnir starfsfólks eru meiri en verið hefur um langt skeið. Um áramót er áætlað að at- vinnuleysi verði um 3% og þegar kemur fram á næsta ár má búast við því að um 5.000 íslendingar verði atvinnulausir. Skattahækkan- ir munu gera þetta ástand verra. Á sama tíma eru litlar sem engar til- raunir til hagræðingar eða spamað- ar í gangi hjá ríkisstofnunum eða ríkisfyrirtækjum. Áform ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir í stað sparnaðar og hagræðingar eru því í hróplegu ósamræmi við þær aðstæður sem almenn atvinnufyrirtæki og starfs- fólk þeirra búa við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.