Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS í»essir hringdu .. Stútur við stýrið H.S. hringdi: „Ég kom heim frá London í kvöldflugi fyrir nokkru. Þegar við ókum til Reykjavíkur urðum við vör við að margir óku drukknir heim og sást það greinilega á aksturslaginu. Svo langt gekk þetta að oft lá við árekstri hjá okkur. Enginn lögreglubíll var sjáanlegur á leiðinni til Reykjavík- ur en ég tel ástæðu til að lögregl- an fylgist betur með þeim sem aka heim frá Keflavíkurflugvelli." Jafiirétti? E.V. hringdi: „Ég tel að í umfjöllun um jafn- réttismál sé oft hallað á karlmenn- ina. Ef t.d. er talað um drykkju- vandamál á það alltaf að vera karlmaðurinn sem vandræðunum veldur. Því miður eru konur ekk- ert betri þegar misnotkun víns er annars vegar. Fólk sem fjallar um jafnréttismál ætti að gæta þess að hafa jafnréttið að leiðarljósi." Rangt með farið Sesselja hringdi: „Rangt var farið með vísu í Velvakanda 29. nóvember. Rétt er vísan svona: Vertu ekki að hafa hátt þó hrapi einhver niður. Horfðu bara í aðra átt eins og flestra er siður.“ Frægar hljómsveitir Poppaðdáandi hringdi: „Ég vil taka undir það sem ,,Strákur“ sagði í Velvakanda fyr- ir skömmu að hingað þyrfti að fá fleiri frægar popphljómsveitir. Það er nauðsynlegt fyrir popp- menninguna að hingað komi góð- ar hljómsveitir öðru hvoru. Það er mikill áhugi fyrir góðum tón- leikum hér og trúi ég ekki öðru en tónleikahaldið myndi standa undir sér ef góðir menn stæðu að þessu." Fjölmiðlafar Borgari hringdi: „Mér finnst umræðan í fjölmiðl- um vegna áfengiskaupa tiltekins hæstaréttardómara vera yfir- gengilegt. Maðurinn er sakfeldur þó ekki sé hægt að benda á nein lög eða reglugerð sem hann hefur brotið. Umfjöllunin um þetta mál yfírskyggir alveg miklu alvarlegri mál s.s. líkamsárásir á borgara og lögreglu, yfirvofandi atvinnu- leysi fólks í þúsunda tali o. fl. Enginn hefur hins vegar fárast yflr þeirri frétt að nú á að fækka í lögreglunni þrátt fyrir að glæpir aukist stöðugt. Getur einhver haldið því fram að þetta sé ábyrg framkoma hjá fjölmiðlum?" Óviðeigandi grín María hringdi: „Ég vil lýsa furðu minni á óvið- eigandi gríni um vínkaupsmálið sem var í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn í síðustu viku. Ég tel að þetta atriði hafí verið á of lágu plani fyrir Ríkissjónvapið og vonast til að annað eins verði ekki endurtekið þar.“ Seðlaveski Seðlaveski tapaðist á leið frá Snorrabraut niður á Tryggvagötu hinn 30. nóvember sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 36689 eftir kl. 19. GERÐU VERÐSAMANBURÐ Það borgar sig BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820 JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSI NS Um hunda o g hundahald Til Velvakanda. Mikið hefur verið talað um hunda og hundahald annars vegar og hunda og hundaeigendur hins veg- ar. Mig langaði að nefíia nokkur atriði varðandi það síðamefnda. Nú les maður það aftur og aftur að hundaeigendur séu að kvarta yfír scheffer-hundum sem bíta, ráðast á og klóra eða glefsa í aðra hunda og eru hundaeigendumir að sjálf- sögðu óhressir með þetta. Ekki hef ég séð þetta sjálf og veit ekki hvort hinir hvuttamir sitji bara aðgerðar- lausir á meðan og ekki hvor byijaði. Annars er það vitað mál að hund- ar þurfa hreyfíngu en nægir alls ekki að hlaupa á eftir eigandanum í bíl, það gerir alla hunda tauga- veiklaða hvort sem þeir heita scheffer eða eitthvað annað. Það er ekki við hundana að sak- ast heldur eigendur þeirra og scheffer-hundur er ólíkur mörgum hundum að því leyti að hann verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann er vinnuhundur og bamgóður og ekkert árásargjamari en aðrir hundar en verður leiður á aðgerðar- leysi. Og það skyldi fólk hafa í huga sem ætlar að fá sér svo stór- an og þurftarmikinn hund. Ég tala af reynslu því ég hef átt collie- hund, skosk-íslenskan hund og skoskan terrier-hund og á nú scheffer-hund. Og þar sem ég bý í útjaðri Reykjavíkur þarf minn hundur sjaldan að vera bundinn en hins vegar hafa komið til mín hund- ar (að heilsa uppá tíkina mína) og aldrei hafa orðið slagsmál. Að lokum. Það er ekki nóg að fá sér hund. Hann þarf daglega hreyfingu með eiganda sínum. Hundur sem er lokaður inni og fær ekki aðra hreyfingu en hlaup á eft- ir bíl getur orðið hættulegur hund- ur. L.M.G. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: OSRAM Heildsölubirgðir æJÓHANN ÓLAFSS0N & C0.HF. 43Sundaborgl3-104Reykjavík-Sími688 588 SÆNGURVERASETT M/LAKI SÆNGUR KODDAR HANDKLÆÐI IAKKAFÖT AUGAVEGI 91 KJALLARA SÁ BESTI í BÆNUM • STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HLÆGILEGT VERÐ LAKKSKÓR KR. 500 HERRASPARISKÓR FRÁ - 1.450 KULDASKÓR - ~ 1.200 VERKFÆRAKASSAR ~ 690 FERÐATÖSKUR - 2.180 LEÐURJAKKAR - 5.900 KR. 1.290 - 1.990 690 190 - 1.500 PEYSUR FRÁ KR. 390 ÚLPUR - - 990 BUXUR - - 500 ÍSVÉL - 590 4 BJÓRGLÖS - 195 BARNAREIÐHJÓL KR. 690 ~ JÓLASTJÖRNUR KR. 399 ÚRVAL AF JÓLASKRAUTIÁ HLÆGILEGU VERÐI • SJÓN ER SÖGU RÍKARl OPIÐ 13-18 VIRKA DAGA 10-16 LAUGARDAGA ■IL0 SAMBANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.