Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 21 fjöldann allan af merkum málum á síðustu þingum. Sú samþykkt sem gerð var á landsfundinum og olli fjaðrafokinu var því engin stefnu- breyting. Hún var einungis sam- þykkt um hvenær varaþingkonur eigi í síðasta lagi að fá vitneskju um hvaða vetrarpart þær megi gera ráð fyrir að fara inn á þing. Einnig hveijar eiga að vera viðbúnar ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta vinnulag ætti öllum að vera ljóst því að við höfum alltaf lagt ríka áherslu á að kynna þessar starfs- reglur vel fyrir kosningar. Alvarlegur skortur á sýndarmennsku Koma varamanna inn á þing er heldur ekkert nýtt í sögu Alþingis eins og Agnes Bragadóttir kemst réttilega að orði í grein sinni í Morgunblaðinu. þann 13. nóv.: „Það hefur tíðkast áratugum saman að þingmenn hafi vikið úr sæti um stundarsakir, einungis til þess að „leyfa" þingsetu. Þetta hef- ur tíðkast svo lengi sem menn muna, þótt opinberar skýringar á athæfinu hafi verið margvíslegar. Brot „kvennó" getur því ekki falist í athæfinu sjálfu heldur hinu að lýsa því yfir fyrirfram, að þetta skuli gert. Brotið hlýtur því að vera í því fólgið að fela ekki þennan ásetning nógu vel. Niðurstaðan: Kvennalistakonur skortir kannski ekki hæversku, en augljóslega er skorturinn á sýndarmennsku alvar- légur.“ Flestir flokkar skipta oftar út en Kvennalistinn Nú mætti ætla af umræðunni að Kvennalistinn væri nær einn um að láta varamenn taka sæti á þingi. Staðreyndin er að hlutfallslega komu einna fæstir varaþingmenn inn fyrir Kvennalistann á síðasta þingi. Eftirfarandi tafla var tekin saman af starfsmönnum Alþingis að beiðni Danfríðar Skarphéðins- dóttur formanns þingflokks Kvennalistans (ekki Guðrúnar Helgadóttur eins og ætla má af fjöl- miðlum). Taflan sýnir fjölda þing- manna hvers flokks og hve oft vara- menn settust á þing. Varaþm.: Þingmenn Alþfl. 10(18%) 10(16%) Framsfl. 12(21%) 13 (21%) Sjálfstfl. 18 (32%) 18 (29%) Alþbl. 7 (13%) 8(13%) SJF 1 (2%) 1 (2%) Borg.fl. 4 (7%) 7(11%) Kvennal. 4 (7%) 6 (10%) Markmiðið er valddreifing Þegar þessi tafla er skoðuð er erfitt að skilja hví þessi gagnrýni um misnotkun á varaþingliði beinist að Kvennalistanum. Hvað fer þá svona fyrir bijóstið á mönnum? Það skyldi þó ekki vera hugmyndafræð- in á bak við útskiptingamar, hin yflrlýstu markmið sem eru m.a.: — að dreifa valdi og tryggja að reynsla og þekking einstakra kvenna nýtist sem best þar sem ráðum er ráðið og ákvarðanir teknar. — að ýta undir að sem flestar kon- ur kynni sér störf og vinnubrögð Alþingis og fínni að þær geti flutt þar mál sem brenna á þeim. — að stefna að virku lýðræði svo fáeinir einstaklingar sitji ekki uppi með ábyrgð, reynslu og þekkingu á því sem er að gerast innan veggja Alþingis. — að leggja áherslu á að málefnin skipta höfuðmáli ekki persónur eða leiðtogaímyndir. — að þær konur sem sitja á þingi einangrist ekki frá hinu daglega lífi og tengslin við grasrótina rofni. Þessar innskiptingar eru ekki hugsaðar sem pólitískur skóli fyrir konur eins og Guðrún Helgadóttir hefur lýst yfir í fjölmiðlum. Það er reyndar umhugsunarefni að þing- kona Alþýðubandalagsins, flokks jafnréttis og félagshyggju, gerist helsti málsvari þeirra sem vilja skerða samábyrgð og valddreifingu með því að túlka lögin um þingsköp þrengsta skilningi. Því hefur verið slegið upp að þessar valddreifingarhugmyndir Kvennalistans kosti Alþingi of Qár. Staðreyndin er hins vegar sú að kostnaðurinn hefur hingað til ekki verið neinn fyrir þingið. Þingkon- umar eða hreyfingin hefur staðið straum af kostnaðinum sem fylgir nema þegar varaþingkonur sitja þingið vegna fjarveru þingkvenna í opinberum erindagjörðum. Þó má ekki gleymast að ef við viljum virkt lýðræði í landinu þá verðum við að sætta okkur við að það kostar pen- inga þó að Þjóðviljinn hafí ekki enn uppgötvað það. Þess má geta að eitt af umræðu- efnum á landsfundinum voru leiðir til þess að fjármagna veru vara- þingkvenna í þingi. Samþykkt var að skipa nefnd til að ræða málið. Þó að fjölmiðlar hafí blásið upp moldviðri í kringum þetta mál varð varla nokkur umræða um það á landsfundinum. Konur hafa fyrir löngu komið sér saman um þessar vinnureglur. Það sem situr eftir í hugum þeirra er vitneskjan um mikilvægi þess að konur hviki ekki frá sínum grundvallarhugsjónum og þekki sinn vitjunartíma. Hann kemur, „ .. .kannski í mars, kannski í maí, kannski ekki fyrr en eftir 2V2 ár“. Höfundur er námsstjóri í tölvu■ fræðum. Bubbi Morlhens - Serbian Flower LP, KA&CD „Serbian Flower" inniheldur mörg þekktustu lög Bubba frá seinni árum í nýjum og oft á tíðum stórbreyttum útgáfum og með enskum textum. Kærkomin gjöf til vina erlend- is. Kamarorghestar - Kamarorghestar ríóaá vaóió LP&KA Fyrir helgina er von á annarri plötu Kamarorghestanna. A nýju plötu Kamarorghestanna kveður vissulega við nýr tónn. Upptökustjórn var í höndum þúsundþjalasmiðsins Hilmars Arnar Hilmarssonar. SH draumur - Bless 12" 45rpm Síðasta útgáfa Draumsins „Goð“ er af mörgum talin ein besta plata síðasta árs. Fjög- urra laga platan „Bless" er stórkostlegt framhald af „Goðinu". Fylgist með hljóm- sveitinni Bless sem mun kynna plötu Draumsins. ARTCH - Another Return LP&CD Gagnrýnendur erlendis kepp- ast við að lofa hljómsveitina ARTCH, sem Eiríkur Hauksson starfar með um þessar mund- ir. Artch kunna þetta. Plata þeirra Another Return er at- hyglisverðasti frumburður þungarokksins á árinu. Látið ykkur ekki koma á óvart þó að Artch verði súperstjörnur áður en langt um líöur. Metal Force 100/100. & MEGAS Bláir draumar LP. KA&CD Mikil eftirvænting hefur verið ríkjandi vegna útkomu nýju plötu Bubba og Megasar, „Bláir draumar". Eftir margra ára vináttu og samstarf senda þeir félagar loks frá sér sameiginlega plötu. „Bláir draumar“ er létt og leikandi en um leið kyngimögnuð. Á þessar plötu kveður við annan tón. Hér greinir áhrifa frá djass og blús og hin íslenska dægurlagahefð er vissulega ríkjandi. „Bláir draumar“ er „grúppu“- plata, þar sem hljómsveitin er skipuð nokkrum af fremstu djassleikur- um þjóðarinnar ásamt danska píanistanum Kenneth Knudsen (Secret Oyster/Niels Henning). Meðal annara aðstoðarmanna eru Birgir Baldursson, Tómas Einarsson, Jón Páll Bjarnason, Karl Sighvatsson, Össur Geirsson, Ólafur Flosason og telpnakór Öldutúnsskóla. Ath: Geisladiskurinn inniheldur þrjú aukalög. ASKELL MASSON Sykurmolarnir - Life's Too Good LP, KA&CD Komu, sáu og sykruðu. Í0\ Áskell Másson CD Út er kominn geisladiskur með tónverkum eftir Áskel Másson. Einvala lið hljóðfæraleikara flytur tónlistina, en þeir eru m.a. Einar Jónsson, Guðný Guðmundsdóttir, RogerCarls- son og Sinfóníuhljómsveit Is- lands undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Einstæð útgáfa og ein- staklega falleg gjöf til unn- enda góðrar tónlistar. Jóhann G. Jóhannsson - Myndrœn áhrif LP, KA&CD Nýjasta plata Jóhanns, Mynd- ræn áhrif, sannar að hann er í stöðugri þróun sem tónlistar- maður. Stórgóð og listræn hljómplata. Megas - Höfuólausnir LP, KA&CD Umdeilt meistaraverk. Vegna eindreginna áskoranna aðdá- enda Megasar verður gripur- inn endurútgefinn 1. desem- ber og nú meö textablaói. Sendumípóstkröfu samdægurs. „Heimili litlu risanna" i portinu. Póstkröfur simi 91-12040 Heildsala simi 91-17650 gramm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.