Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
73
Hljómplata með karla-
kórnum Fóstbræðrum
KARLAKÓRINN Fóstbræður
hefur nú sent frá sér hljómplötu
með 11 islenskum lögum á léttu
nótunum. Heiti plötunnar er
„Fóstbræður syngja vinsæl
íslensk lög“.
Hér eru á ferðinni vinsæl og al-
þekkt íslensk sönglög með nýstár-
legu sniði, sem ekki eru á hefð-
bundinni efnisskrá kórsins. Val lag-
anna er við það miðað að sem flest-
ir geti notið þeirra. Meðal efnis á
plötunni eru: ísland eftir Magnús
Þór Sigmundssón, Við Reykjavík-
urtjöm eftir Gunnar Þórðarson,
Söknuður eftir Jóhann Helgason,
Maístjaman eftir Jón Ásgeirsson,
Reyndu aftur eftir Magnús Eiríks-
son. Kvöldljóð eftir Jónas Jónasson
og Á Sprengisandi eftir Sigvalda
Kaldalóns.
Það eru félagar úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands og hrinsveit með
Áma Scheving, Grétari Orvarssyni
og Birgi Baldurssyni, sem leika með
í flestum laganna. Einnig leika þau
Jónas Ingimundarson og Helga B.
Magnúsdóttir á píanó í tveimur lag-
anna.
Gylfi Gunnarsson tónlistarmaður
raddæfði og stjómaði söngmönnum
í öllum lögunum nema Á Sprengis-
andi, því stjómaði söngstjóri Fóst-
bræðra, Ragnar Bjömsson. Lögin
vom tekin upp í Stúdíó Stemmu nú
í haust. Bókaútgáfan Öm og Örlyg-
ur sér um dreifingu á plötunni.
Karlakórinn Fóstbræður
m J|: m ' | • ‘t MI- '■ 1 :;i>' ái '&Fú | T i ;i : KM 'í
»■ • A g W / / 'wi f fft
gp J ||' ■ |S: I' f ■ :5 | > í | M M 4 fj M
í i W s ji h| í'Í
. IL i m J 1 i pjf \ f| fj®| íy. i B [1 B WSmÁ H J
f i i In 1 m
B i tí i S - m
Fimmta bindi Annála ís-
lenskra flugmála komið út
ANNÁLAR
ÍSLENSKRA FLUGMÁLA
ÚT er komið fimmta bindi Ann-
ála islenskra flugmála í sam-
nefndum bókaflokki eftir
Arngrím Sigurðsson. Útgefandi
er Islenska flugsögufélagið.
Annálar íslenskra flugmála
fjalla, eins og nafnið bendir til, um-
sögu flugs á íslandi. Hið nýja hefti
flugannálanna tekur til áranna
1939 til 1941, sem var viðburðaríkt
tímabil í flugsögu þjóðarinnar.
Bókin er í sama broti og fyrri
bindi Annálanna. Fjórða bindi kom
út, fyrir ári en nokkur ár höfðu þá
liðið frá útgáfu fyrstu þriggja bind-
anna.
Fimmta bindi flugannálanna er
piýdd á þriðja hundrað ljósmynda
sem fæstar hafa birst áður. Á bók-
arkápu er litmynd af TF-ÖGN, einu
flugvélinni sem hönnuð hefur verið
og smíðuð á íslandi. Myndina mál-
aði breskur listamaður og sýnir hún
Ögnina, eins og flugvélin var jafnan
nefnd, á .flugi yfir sundunum við
Reykjavík. Bókin er 195 blaðsíður.
Um hjarnbreiður
á hjara heims
Bók eftir norsku vísindakonuna
Monicu Kristensen á íslenzku
BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg
hefur gefið út bókina Um hjarn-
breiður á hjara veraldar eftir
norsku vísindakonuna Monicu
Kristensen. Bókin ber undirtitil-
inn Til suðurskauts í slóð
Amundsens. Höfundur kom til
íslands í september sl. og hélt
þá fyrirlestur í Norræna húsinu.
I tilkynningu frá útgáfunni segir
m.a. að Monica Kristensen er mag-
ister í stærðfræði og eðlisfræði við
Oslóarháskóla og í raunvísindum
frá háskólanum í Tromsö. Árin
1976—78 vann hún á Norsk Polar-
institutt í Nýja Álasundi á Sval-
barða. Þar vaknaði áhugi hennar á
heimskautasvæðunum. Hún er
magister í heimspeki og jöklafræði
frá Cambridge-háskóla. Doktorsrit-
gerð hennar íjallar um borgarís við
Suðurskautsland. Monica Kristen-
sen hefur tekið þátt í mörgum leið-
öngrum um norðurslóðir. Áður en
sú för var farin sem þessi bók fjall-
ar um hafði hún tekið þátt í þrem
leiðöngrum um suðurskautssvæðið,
tveim breskum og einum norskum.
Hún hefur birt margar vísindarit-
gerðir í tímaritum, bæði heima og
Til suðurskauts
i slóð Ámundsens
Monica Kristensen
heims
erlendis, þ.á m. Nature og Journal
of Glaciology. Nú starfar hún við
vísindarannsóknir hjá loftslagsdeild
veðurstofunnar norsku og býr í
Kongsvinger.
Vígsluafinælis Lund
arkirkju minnst
Hvannatúni í Andakíl.
ÞESS var minnst við hátíðar-
messu, sunnudaginn 20. nóvem-
ber, að 23. júní í sumar voru lið-
in 25 ár frá vígslu Lundarkirkju
í Borgarfirði.
Sr. Ágnes M. Sigurðardóttir
sóknarprestur þjónaði fyrir altari
og prófasturinn í Borgarfirði, sr.
Jón Einarsson, flutti hátíðarraeðu.
Að lokinni messu bauð sóknameftid
tl kaffisamsætis í félagsheimilinu
Brautartungu. í ræðu sinni þar gat
sr. Ólafur Jens Sigurðsson fyrrver-
andi sóknarprestur þess, að fyrst
hafi verið prests getið á Lundi árið
1121, en sennilega hafi verið kirlq'a
á Lundi þegar um miðja 11. öld. í
þá daga var talað um Lund í
Reykjadal syðra sem síðar breyttist
í Lundarreykjadal. Prestur sat á
Lundi allt fram til ársins 1932.
Formaður sóknamefndar, Jón
Gíslason á Lundi, rakti byggingar-
sögu núverandi kirkju. Hún reis á
2 árum, en’ þáð er me’ð afbrigðum
stuttur byggingartími kirkju. Aðal-
hvatamenn heima í söfnuði voru
hjónin á Lundi, Sigríður Jónsdóttir
og Gísli Brynjólfsson. Kirkjusmiður
var Þorvaldur Brynjólfsson, en
hann gekk nánast í öll verk við
kirkjusmíðina og lánaði síðan sókn-
inni efni og vinnulaun. Sjálfboða-
vinna sóknarbarna mun hafa verið
um 1.000 klst. Á núvirði er kirkju-
smíðin talin hafa kostað um 2 millj.
kr. Þorsteinn Guðmundsson á
Skálpastöðum lagði mikla áherslu
á þátt hjónanna á Lundi við fram-
gang kirkjubyggingarinnar. Sókn-
arprestur á þeim árum var. sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
Undir kaffiborðum söng Ragna
Bjamadóttir, Hvammi í Skorradal,
nokkur íslensk sönglög við undirleik
Ingibjargar Þorsteinsdóttir, tónlist-
arkennara í Borgamesi.
Margt gesta var við athöfnina
og var elstur þeirra Þorsteinn Krist-
leifsson, fyrrum bóndi á Gullbera-
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Lundarkirkja í Borgarfirði.
stöðum, sem nú er 98 ára að aldri.
Hann sýndi enn einu sinni hug sinn
til kirkjunnar, nú með peningagjöf.
Fleiri gjafír bárust af þessu tilefni
og heillaskeyti.
Hitamælinga-
miðstöðvar
Fáanlegar fyrir sex, átta,
tíu, tólf, sextán, átján
eða tuttugu og' sex
mælistaði.
Ein og sama miðstöðin
getur tekið við og sýnt
bæði frost og hita, t.d.
Celcius-f-200+850 eða
0+1200 o.fl. Hitaþreifarar
af mismunandi lengdum
og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar.
Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm háir.
Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns-
hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum,
lestum, sjó og fleira.
VESTURGÖTU 16 SIMÁR 14680 ?1480
NÁMSGAGN ASTOFNUN
NÁMSGAGNASTOFNUN
AUGLÝSIR EFTIR
UMSÓKNUM UM STARFSLAUN
ÁÁRINU 1989
Verkefni höfunda geta verið af ýmsu tagi, s.s. handrit
að náms- og kennslugögnum í einhverri grein, efni til
sérkennslu, handrit að myndbandi, þýðingar, tölvufor
rit, lestrarefni o.fl. sem tengist grunnskólum eða fram-
haldsskólum. Þá kemur til greina að veita starfslaun
til rannsókna sem beinast að notkun námsefnis í grunn-
skólum og mati á námsefni.
Með umsókn um starfslaun skal fylgja greinargóð
lýsing á því efni sem áætlað er að vinna. Fleiri en einn
geta unnið að sama verki. Með hliðsjón af umsókn
verður ákvarðað um fjölda starfsmánaða til hvers ein-
staks verks, allt að 6 mánuðum.
Ekki er gert ráð fyrir að viðkomandi gegni öðru
meginstarfi meðan hann nýtur starfslauna. Starfslaun
verða greidd samkvæmt launaflokki BHMR1 148, 4.
þrepi. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu og ann-
arra launatengdra gjalda.
Námsgagnastofnun hefur einkarétt á útgáfu efnis
er þannig verður til í allt að þrjú ár eftir að handriti
hefur verið skilað. Ákveði námsgagnastjórn að gefa út
handrit, verður gerður útgáfusamningur samkvæmt
reglum Námsgagnastofnunar. Starfslaun teljast þá hluti
af endanlegri greiðsu fyrir útgáfurétt verksins.
Frekari upplýsingar, m.a. um reglur og starfslaun,
viðmiðanir stofnunarinnar um framsetningu og frágang
efnis og hugsanleg forgangsverkefni, gefur Hanna
Kristín Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Námsgagna-
stofnunar.
UMSÓKNIR SKULU HAFA BORIST NÁMSGAGNA-
STOFNUN í SÍÐASTA LAGI FYRIR 15. MARS 1989.
- D.J.