Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
65
Una Kristjánsdóttir
Thoroddsen—Minning
Við virðum
ei manninn fyrir að fá
fé eða rós úr hnefa.
Og hrós
fyrir allt sem hann ekki var.
Menn ótal blekkingar vefa.
Því einungis
virðingu okkar fær sá,
sem eitthvað hefur að gefa.
Gunnar Dal
í dag verður kvödd hinstu kveðju
móðursystir mín, Una Thoroddsen,
sem lengst bjó á Miklubraut 62 hér
í bæ, en jarðarför hennar fer fram
í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Una fseddist á Sveinseyri við
Dýrafjörð 22. desember 1909. For-
eldrar hennar voru Ólöf Guðmunda
Guðmundsdóttir og Kristján Jó-
hannsson, skipstjóri, sem þar
bjuggu. Una var næstelst fyögurra
bama þeirra hjóna. Elstur var ólaf-
ur, netagerðarmeistari, en hann
starfaði lengst sem verkstjóri í
Hampiðjunni í Reykjavík. Hann lést
1980. Yngri en Una voru Guðmund-
ur, fyrrverandi deildarstjóri á Rann-
sóknarstofu Háskólans í meina-
fræði, og Kristján, fyrrverandi
hafnarvörður í Reykjavík. Kristján
Jóhannesson fórst með skipi sínu
og allri áhöfn 1912.
Fljótlega eftir lát Kristjáns réði
Guðmunda til sín ráðsmann, Ben-
óný Stefánsson frá Meðaldal í Dýra-
fírði. Þau giftust 1915 og reyndist
Benóný bömum Guðmundu af fyrra
hjónabandi sem besti faðir. Guð-
munda og Benóný eignuðust fyórar
dætur, Sigríði, Guðbjörgu, Stefaníu
og Friðrikku, allar húsfreyjur í
Reykjavík. Þær Guðbjörg og Stef-
anía em nú látnar, Guðbjörg lést
aðeins 27 ára gömul, Stefanía á
miðjum aldri. Sigríður, móðir undir-
ritaðrar, starfar sem gæslukona á
Þjóðminjasafni íslands og Friðrikka
er skrifstofumaður í Reykjavík.
Systkinahópurinn var þvf stór
sem ólst upp á Sveinseyri og síðar
í Haukadal í Dýrafírði. Vegna alvar-
legra veikinda Guðmundu og dvalar
hennar á sjúkrahúsum þurftu þau
hjónin á hjálp að halda. Bömin
dvöldu því um lengri eða skemmri
tíma hjá góðu frænd- og vinafólki.
En systkinin hafa alla tíð haldið
sterkt saman og notið þess fram á
síðasta dag að koma saman og
fylgjast náið með fyölskyldum hvers
annars. Vafalítið hefur kærleikur
móðurinnar og einstök ljúfmennska
Benónýs átt sinn þátt í að skapa
þau tengsl.
Una fór snemma að vinna öll
algeng heimilisstörf og var hún
móður sinni mikill styrkur í veikind-
um hennar. Nokkra vetur var hún
í Reykjavík og vann við sauma-
skap, verslunarstörf og fleira, en
dvaldist í Dýrafirði á sumrin. Fjöl-
skyldan fluttist til Reykjavíkur
1930 og bjó þar sfðan.
Una giftist 1933 Kristni Guð-
laugssyni, vélstjóra, frá Reykjavík.
Böm þeirra eru þijú, elst er Olína,
gift Magnúsi Ámasyni, matreiðslu-
meistara, þá Guðlaugur, kvæntur
Ragnheiði Jónsdóttur, skrifstofu-
manni, og yngst er Unnur, bóka-
vörður, gift Sigmari Bjömssyni,
skrifstofumanni. Þau Una og Krist-
inn slitu samvistum.
Síðari maður Unu var Bolli Thor-
oddsen, borgarverkfræðingur í
Reykjavík. Þeirra sonur er Skúli,
lögfræðingur. Böm Bolla frá fyrra
hjónabandi hans em Gríma, gift
Sumarliða Gunnarssyni, Bolli,
tæknifræðingur, kvæntur Ragnhildi
Helgadóttur, bókasafnsfræðingi, og
Þorvaldur, tæknifræðingur, kvænt-
ur Guðrúnu Guðmundsdóttur,
hjúkranarfræðingi.
Á heimili Unu og Bolla á Miklu-
braut 62 ólust þau upp Unnur og
Skúli, en böm þeirra beggja frá
fyrri hjónaböndum héldu alla tíð
góðu sambandi við heimilið. Ætíð
var mikið um að vera á Miklubraut-
inni, fyölskyldan stór og vinahópur-
inn einnig. Una kunni þá list að
láta öllum líða vel f návist sinni og
njóta vinafunda. Allar veislur á
heimili hennar urðu stórveislur.
Hún var forkur til vinnu, enda ærið
að starfa eins og algengt var hjá
duglegum húsmæðram í þá daga.
En Una hafði aldrei svo mikið að
gera að hún gæfi sér ekki tíma til
að taka vel á móti gestum sínum
sem oft komu óboðnir.
Una var mikill náttúraunnandi
og naut þess að ferðast um landið.
Hún var minnug á staði og stað-
hætti og hafði unun af að segja frá
ferðum sfnum. Þau Bolli ferðuðust
einnig töluvert til útlanda og era
mér minnisstæðar frásagnir hennar
af ferðum til Finnlands og Tékkó-
slóvakíu.
Við fráfall frænku minnar leita
minningar á hugann. Þær fyrstu
era bundnar við sumarbústaðadvöl
systranna, móður minnar og Unu,
með bömum sínum í Miðdal er ég
var tæplega fímm ára. Fjölskylda
mín hafði þá dvalist í Vestmanna-
eyjum undanfarin ár þannig að Unu
þekkti ég ekki. En svo heillaðist ég
strax af þessari frænku minni að
ég mátti ekki af henni sjá allan
tímann. Hún hafði einstakt lag á
bömum, talaði við mig eins og ég
væri fullorðin manneskja sem ég
og trúði sjálf. Og til að staðfesta
það hve ég væri orðin merkileg
manneskja var mér gefið forkunn-
arfagurt mandólín á fímm ára af-
mæli mínu í sumarbústaðnum.
Kristinn, maður Unu, hafði keypt
mandólínið í Englandi sem fátítt
var í þá daga. Aldrei, hvorki fyrr
né sfðar, hef ég séð jafn fagurt
mandólín, enda prýðir það heimili
mitt enn þann dag í dag.
Fjölskyldur móður minnar og
Unu bjuggu öll uppvaxtarár mín
nálægt hvor annarri, fyrst í Vestur-
bænum og síðan f Hlíðunum. Sam-
gangur milli heimilanna var mikill.
Eg minnist sérstaklega áranna í
Hlíðunum þegar ég var f mennta-
skólanum, þá var gott að geta leit-
að til Bolla með erfíð stærðfræði-
dæmi. Alltaf var hann boðinn og
búinn að hjálpa mér og Una þá létt,
hlý og skemmtileg eins og ævinlega
þegar litið var inn til hennar.
Bolli lést 1974. Eftir það bjó Una
ein á Miklubraut 62 og hélt góðu
sambandi við böm sín, stjúpbörn
og fjölskyldur þeirra. Hún átti við
langvarandi heilsuleysi að stríða
vegna alvarlegrar beingisnunar,
afleiðingar hennar og fleiri sjúk-
dóma. Þurfti hún því oft að dvelj-
ast á sjúkrahúsum tímabundið. Þar
lágu leiðir okkar saman vegna
starfs míns. Var hún þá oft sárþjáð
en þakklát fyrir heimsóknir mínar
og ég fór ríkari frá henni en til,
því að ævinlega hafði Una eitthvað
að gefa.
Síðastliðin fjögur ár dvaldi Una
á Minni-Grand. Þar naut hún sam-
vista við vistfólk hjúkranarheimilis-
ins og þegar heilsan leyfði hafði
hún mikla ánægju af að taka þátt
í ýmsu tómstundastarfi sem þar fór
fram. Fallegir vora þeir munir sem
hún vann og gaf fyolskyldu og vin-
um. Ævinlega þegar eitthvað var
um að vera hjá systkinum hennar
og systkinabömum, kom hún í
heimsókn ef hún treysti sér til. Þó
svo að heimsóknir mfnar til hennar
hafí verið alltof fáar síðustu árin
var það ekkert sem þurfti að afsaka
þegar ég færði það í tal við hana.
„Þú hefur nú svo mikið að gera,
Beta mín,“ og samverastundimar
vora þeim mun betur nýttar. Una
varð bráðkvödd núna hinn 25. nóv-
ember, tæplega 79 ára.
Ég og fjölskylda mín sendum
bömum Unu og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Unu Thoroddsen.
Elísabet S. Magnúsdóttir
Nú er hún amma búin að kveðja
í hinsta sinn í þessu lífi. Það var
hinn 25. nóvember sem hún kvaddi
þennan heim. Við eigum erfitt með
að trúa því að nú sé hún okkur
horfín að sinni.
Við ætlum ekki að rekja ævi
þessarar stórbrotnu konu sem fór
í gegnum lífíð með einstakri reisn
og lét enga erfíðleika buga sig,
þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm sem
sótti að henni seinni árin.
Sem böm voram við ætíð fasta-
gestir hjá ömmu á Mikló, hvort sem
var á nóttu eða degi því ávallt var
hún amma gestrisin og félagslynd
og var það hjá henni sem fjölskyld-
an hittist.
Amma reyndist okkur góður vin-
ur sem ávallt var gott að leita til
því henni var einstaklega annt um
allt samferðafólk sitt og var óþreyt-
andi að segja okkur frá sínum yngri
áram. Hún var náttúrabarn mikið
og því stolt yfír landi sínu sem hún
ferðaðist um gangandi eða á hest-
um enda hafði hún dálæti á dýram.
Amma var einstaklega tignarleg
og falleg kona sem við voram stolt-
ar af, og var ætíð gaman að vera
í samfylgd með henni, og skildi hún
eftir sig spor í þeim er hana þekktu.
Með þessum fáu orðum viljum
við þakka henni fyrir samfylgdina
og kraftinn, sárast kveðjum við
hana og munum við ávallt minnast
hennar fullar af söknuði.
Þótt svalar kyljur æði um auðan svörð,
hver endurminning titrar í lífsins gígju.
011 sporin hennar féllu sem fræ í jörð
- sem fyrirheit um vor er blómgast að nýju.
Og bams þíns rödd á elskunnar undraklið,
er engir stormar megna í hel að þegja, —
sá hljómur æ mun vaka í vorsins nið
og verma hjarta ljóðum, sem aldrei deyja.
(GJ.)
Guðmunda Ólöf,
Hrefiia og Una M.
í dag er til moldar borin Una
Kristjánsdóttir Thoroddsen. Hún
var Vestfírðingur að ætt og upp-
rana, komin af dugmiklum útvegs-
bændum í Dýrafirði.
Una var dóttir hjónanna Ólafar
Guðmundu Guðmundsdóttur frá
Amamúpi í Keldudal og Kristjáns
Jóhannessonar, skipstjóra frá Mó-
um í Keldudal. Þau bjuggu á
Sveinseyri í Dýrafírði. Ung missti
Una föður sinn, en hann fórst með
skipi sínu og allri áhöfn árið 1912.
Guðmunda stóð þá ein uppi með
fjögur ung böm, en auk Unu áttu
þau hjónin þrjá syni: Ólaf, Guðmund
og Kristján.
Árið 1915 giftist Guðmunda Ben-
óný Stefánssyni frá Meðaldal. Ben-
óný gekk bömunum ungu í föður-
stað og bjuggu þau við ástúð og
yl góðs heimilis. Dætur Guðmundu
og Benónýs vora fjórar: Sigríður,
Stefanía, Guðbjörg og Friðrikka.
Una ólst upp við leik og störf í stór-
um mannvænlegum og glaðværam
systkinahópi. Alla tíð hefur ríkt
sérstök samheldni og tryggð milli
systkinanna. Látin era: Ólafur,
Guðbjörg og Stefanía.
Una var falleg stúlka, æskuglöð,
tápmikil og kappsöm við vinnu.
Þegar á unglingsáram aðstoðaði
hún móður sína við margþætt hús-
móðurstörf á stóra og umsvifamiklu
heimili. Síðan lá leið hennar suður
til Reylqavíkur til náms og vinnu.
Árið 1933 giftist Una Kristni Guð-
laugssyni vélstjóra í Reykjavík og
eignuðust þau þijú börn: ólínu,
Hólmfríði, Guðlaug og Unni. Þau
slitu samvistir. Árið 1948 giftist
Una Bolla Thoroddsen, bæjarverk-
fræðingi Reykjavíkur. Hann átti
einnig þijú böm af fyrra hjóna-
bandi, en sonur Bolla og Unu er
Skúli.
Starfsvettvangur Unu var fyrst
og fremst innan stokks. Þar var
hún drottning í ríki sínu, því henni
lét einstaklega vel öll umsýsla sem
fylgir rekstri heimilis. Una var með
afbrigðum greiðvikin, sköraleg,
samúðarfull og fljót til hjálpar vin-
um og ættingjum ef aðstoðar var
þörf. Una bjó Bolla fallegt og glæsi-
legt heimili, þar sem smekkvísi og
fegurðarkennd hennar naut sín vel.
Bolli var einstakur ljúflingur, og á
heimili þeirra var gestrisni höfð í
hávegum og ættingjar og vinir lað-
aðir að garði.
Bolli lést vorið 1974. Við fráfall
hans missti Una mikið og ágerðust
þá mjög veikindi sem áður höfðu
gert vart við sig. Lífsganga hennar
var því oft og tíðum erfíð hin síðari
ár. En hún naut alla tíð stuðnings
og umhyggju bama sinna, og Unn-
ur dóttir hennar umvafði hana ástúð
sem létti henni sporin. Frá 1984
var Una búsett á Minni Grand og
bjó þar við gott atlæti og hlýtt við-
mót.
Tæp þijátíu ár era liðin síðan ég
tengdist fjölskyldu Unu. Vináttu
hennar, tryggð og vinsemd hlaut
ég. Fyrir það vil ég þakka.
Ég votta bömum hennar, tengda-
bömum, bamabömum og systkin-
um samúð mína.
Ragnhildur Helgadóttir
Nú er Una vinkona mín látin.
Hún yfirgaf þetta líf án átaka. Það
er mikil huggun. Fyrir fjóram ára-
tugum kynntumst við, er hún gift-
ist Bolla Thoroddsen þáverandi
bæjarverkfræðingi, móðurbróður
Skúla mannsins míns.
Bolli var okkar indæli heimilis-
vinur, sem ræddi um allt mögulegt
við okkur og bömin, m.a. um leik
þeirra bræðra á Bessastöðum, þeg-
ar þeir sigldu skipum sínum á
Bessastaðatjöm, vísur hans og ann-
arra. Talnaspeki, stærðfræði og
stjömufræði vora einnig á dagskrá.
Þegar við fóram að kynnast Unu
komumst við fljotlega að því, að
við og bömin okkar höfðum eignast
„frænku", sem var okkur öllum svo
góð, sem nokkur gat verið, og hélst
það alla tíð.
Varla þarf að geta þess hve hún
dáði Bolla eiginmann sinn og hlúði
hún að öllu, sem honum var kært.
Þegar Bolli, sem var ljós heimilisins
lauk lífsgöngu sinni, fór svo að eft-
ir það bar sólin okkar ekki lengur
þá birtu og þann yl er hún hafði
veitt henni á meðan hún hafði geng-
ið við hlið síns ástkæra eiginmanns.
Unnur, tengdamóðir mín, bjó í
næsta húsi við þau hjónin, og reynd-
ist Una henni stórkostlega vel. Þær
mágkonur áttu margar góðar
stundir saman. Þegar lasleiki Unnar
ágerðist og ellin kom til sögu gerði
hún allt sem hún gat fyrir hana,
færði henni mat og allt það besta,
sem hún hafði handbært.
Þetta verður frá okkar hendi
aldrei fullþakkað. Ég votta öllum
ástvinum Unu dýpstu samúð. Hvíli
hún í Guðs friði.
Steinunn Guðný Magnúsdóttir
Það era oft ekki nema örfáar
sekúndur sem skilja að líf og dauða.
Þannig var Una fyrrverandi tengda-
móðir mín kát og hress um hádegi
föstudagsins 25. nóvembers, sat og
borðaði á elliheimilinu Grand, en
sekúndubroti síðar var hún horfín
á braut, komin til Bolla síns sem
hefur beðið eftir henni nú í nokkur
ár.
Mig langar að kveðja þau hjón
með örfáum orðum. Ég var 16—17
ára þegar ég kynntist þeim, þá
nýfarin að skjóta mér í syni þeirra,
Skúla. Bolli og Una vora þá um
sextugt, bæði höfðu þau verið gift
áður og áttu þijú böm í fyrri hjóna-
böndum áður en þau áttu Skúla,
þá komin á fimmtugsaldur. Þegar
ég kynnist þeim er degi tekið að
halla í lífí þeirra, Bolli kominn meira
og minna á eftirlaun, og því meira
heima við en framan af ævinni. Ég
minnist hans sitjandi í eldhúskrókn-
um á morgnana, í slopp, með hárið
allt út um allt, sígarettu í annarri
hendi og kaffíbolla í hinni, að rifya
upp drauma næturinnar. Stærð-
fraeðibækur las hann eins og reyf-
ara, og á góðum stundum í mörgum
af þeim ótal mannfögnuðum sem
haldnir vora á Miklubrautinni fékk
frásagnargleði hans notið sín, hann
hafði einstaklega skemmtilegan
húmor, og gerði góðlátlegt grín að
samferðarmönnunum. Og mitt í öllu
stóð Una sem ekkert virtist fá brot-
ið á, var óþreytandi að gleðja alla
sem vora í kringum hana, hafði
mikla samúð með öllum sem áttu
erfítt, svo mikla reyndar að ég man
eftir henni hágrátandi af áhyggjum
af vinafólki þeirra, og það oftar en
einu sinni. Og þó að heimilið hafí
verið erfítt, því það var áreiðanlega —
erfítt fyrir þau að taka saman með
tvo bamahópa, sum bömin orðin
hálffullorðin, þá ríkti glaðværð á
heimilinu, þar var gestkvæmt og
margir áttu þar athvarf, meðal ann-
ars vinir og kunningjar bama
þeirra.
Skömmu eftir dauða Bolla skildu
leiðir okkar Skúla, en Una hélt
áfram að reynast mér vel eins og
hennar var von og vísa. Og þó dauði
Unu hafi komið skyndilega og öllum
á óvart, ekki síst henni sjálfri sem
var farin að undirbúa hvemig hún
gæti glatt bamabömin og bama-
bamabömin á jólunum, og jafnvel
farin að velta fyrir sér hvemig hún
ætti að halda upp á 80 ára af-
mælið á næsta ári, þá var hún búin
að fá sinn skammt og meira en það
af veikindum um ævina. Síðustu
árin hafði hún talsvert átt við van-
heilsu að stríða, og því má segja
að hönd dauðans hafi snortið hana
af nærgætni, því ekki hefði verið
betra að liggja langa og erfiða
banalegu.
Ég þakka Unu og Bolla fyrir
samfylgdina og megi guð blessa þau
og minningu þeirra.
Systa
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmorex/Grmít
Steinefnaverksmiöjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Erfidrykkjur í hlýju
ogvinalegu jö*
umhverfi.
Salir fyrir 20-250 manna hópa f
Veitingahöllinni og Domus Medica.
Veitingahöllin Húsf Verslunarinnar
S: 685018-13272.
?
1