Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
31
PANTHELLA
Hönnuður:
Verner Panton
Borðlampar tvær stærðir:
Lítill: 400 mm, hæð 530 mm
Stór: 500 mm, hæð 675 mm
Gólflampi:
500 mm, hæð 1270 mm
Hvítur
Skipastóll í vanda
NÁMSMENN
ATHUGIÐ!
Ný hraðvirk, létt og
handhæg TA
Triumph-Adler skrif-
stofuritvél á verði
skólaritvélar.
UmboSsmenn um land allt:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavfk, Bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði, Bókabúöin Grima, Garðabæ, Grifill, Reykjavík’,
Hans Arnason, Reykjavlk, Jón Bjarnason, Akureyri'
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf„
Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi
Penninn, Reykjavík, Rás s.f„ Þorlákshöfn, Stuðull s.f ’
Sauðárkróki, Sameind, Reykjavík, Skrifvélin, Reykjavik,
Tölvuvörur hf„ Reykjavík, Traust, Egilsstððum.
Sendum i póstkröfu
• Prenthraði 13 slög/sek
• "Lift off” leiðréttingar-
búnaður fyrir hvern staf eða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjálfvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
• Handfang og lok.
auk ýmissa annarra kosta sem
prýða eiga ritvél morgun-
dagsins.
Komdu við hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
eftirSigurð
Arngrímsson
Kaupskipaflotinn er að sigla í
strand, vegna þess að útgjöld eru
í engu samræmi við tekjur félag-
anna, ef undan eru skilin skipafé-
lög sem fljóta á háum farmgjöldum
á inn- og útflutningi landsmanna,
þar sem þau hafa nánast einokun-
araðstöðu. Há framgjöld flytjast
síðan yfir á tolla og álagningu
kaupmanna og orsaka hér hærra
verðlag á neysluvarningi en þekk-
ist meðal nágrannaþjóða okkar og
verri samkeppnisaðstöðu útflutn-
ingsatvinnuveganna.
Hvað veldur og hvað
er til bóta
Yfirbygging í landi er stór
kostnaðarliður. Aðrir þættir sem
valda þessu eru stórir áhafnir, röng
áhersla á menntun skipstjórnar-
manna, tregða stéttarfélaganna til
að fallast á breytingar og há að-
stöðugjöld hafna og skattar.
Haldi stéttarfélögin fast við fyrri
ákvarðanir, verður engu breytt og
siglingar sem atvinnuvegur mun
leggjast af, ef undan eru skilin þau
skipafélög sem njóta sérstöðu og
hækka farmgjöld í samræmi við
þarfir sínar og kostnað. Fyrsta
skrefið hlýtur því að vera að fækka
til muna í áhöfn yfir- og undir-
mönnum skipanna og breyta lögum
þar að lútandi.
Stærri skip sem sigla á föstum
rútum ættu ekki að þurfa fleiri en
sjö í áhöfn, þ.e. skipstjóra, stýri-
mann, tvo háseta, tvo vélstjóra og
matsvein. Sjóbúnað og viðhald má
færa yfir á sérstök gengi. En á
skipum, þúsund lestir og minni,
þarf vart fleiri en fimm í áhöfn.
Samhliða þessu verði menntun
skipstjórnarmanna endurskoðuð
og lögum breytt þar að lútandi svo
menntunin verði markviss og tekn-
ar inn í námsefnið nýjungar, en
felldir burt úreltir kennsluhættir-
og stefnt verði að því að skipstjórn-
armenn fái hagnýta menntun í:
„Hleðslufræði, siglingum, vélfræði
og samskiptum við land, þannig
að þegar fram í sækir verði hægt
að fækka enn frekar í áhöfn skipa.
Lögum verði breytt enn frekar
og öllum skipum, sem eru tryggð
og hafa haffærisskírteini, leyft að
skrá sig undir íslenskan fána og
skipsbækur megi skrifa auk
íslensku á ensku, frönsku, þýsku
og norðurlandamálunum.
Á skipum sem sigla til og frá
íslandi og með ströndum landsins,
skal áhöfn að jafnaði vera íslensk
og æskilegt að skipstjóri og yfirvél-
stjóri á öllum skipum sem sigla
undir íslenskum fána séu Islend-
ingar.
Það er mikill misskilningur, sem
stafar að sumu leyti af vanþekk-
ingu, að skip sem sigla nú undir
hagkvæmisfánum, séu illa mönnuð
°g öryggi þeirra ábótavant. Hitt
er sönnu nær, að hjá þeim er
skylda að halda vikulega bruna-
og bátaæfingar og skipstjórar eiga
á hættu að missa réttindi sín, sé
út af þessu brugðið. Og ef við tök-
um yfirmenn frá Filippseyjum sem
dæmi, þá hafa stjórnvöld þar sér-
hæft sig í útflutningi menntaðra
yfirmanna, sem fengið hafa mun
hagnýtari menntun en við eigum
kost á að fá, við ríkjandi kennslu-
aðferðir í sjómannaskólanum.
Einfalda þarf alla afgreiðslu í
landi og gera hana markvissa til
að lækka yfirbyggingu, sem stafar
ekki síst af úreltum vinnubrögðum
banka og opinberra aðila, sem
valda því að stór hluti starfsmanna
skipafélaganna vinnur við óþarfa
bréfaskriftir og skýrslugerðir,
flokkun og geymslu bréfa og skjala
frá þessum aðilum, sem ekkert
hagnýtt gildi hafa. Þetta veldur
auknum kostnaði, sem velt er út
í verðlagið.
FAXAFENI 7 - sími 687733
Hvað vinnst og hveiju
töpum við
Margir óttast að við þetta missi
sjómenn atvinnu sína. Það óttast
ég ekki, en hún kemur til með að
breytast. Ég tel ekki óraunhæft
að líta svo á að innan tíu ára yrði
kaupskipafloti landsmanna um tíu
milljón tonn. Og í stað fækkunar
mundi félagatala aukast í félögum
yfirmanna og fleiri störf skapast
fyrir þá með auknum flota.
Undirmönnum skipa mundi
fækka um borð, en margir þeirra
flytjast yfir í önnur störf, s.s. við
sjóbúnað og viðhald. Þeirra er víðar
þörf en í þessum störfum og með
tiltölulega stuttu námskeiði væri
hægt að þjálfa þá í störf eftirlits-
manna, sem líta eftir öryggis-
búnaði skipa, að hann sé í góðu
lagi. Þarna yrði um mörg ný störf
að ræða og ferðalög um allan heim
til að sinna eftirlitinu. Breytingarn-
ar geta kostað tímabundna röskun,
en þegar fram í sækir munu þær
verða sjómönnum og landsmönn-
um til góðs vegna starfa sem skap-
ast við aukinn flota og þjónustu
við hann.
Með fækkun í áhöfnum skipa
og einföldun afgreiðslu þeirra geta
skipafélög lækkað farmgjöld á
vöru til og frá landinu og stuðlað
að lækkun vöruverðs á innfluttum
varningi, þannig að það verði svip-
að og í nágrannalöndum okkar og
gert útflutning samkeppnishæfari
á heimsmarkaði. Og auk þessa
mundi verðlækkunin knýja flugfé-
lög til að lækka há gjöld á flutn-
ingi á farmi og farþegum. En við
það mundu tekjur þeirra aukast
en ekki minnka, vegna aukinna
viðskipta og fijálsræðis í viðskipt-
um, sem ríkið yrði að sjálfsögðu
yrði að taka þátt í með afnámi
margvíslegra kvaða á þessa þjón-
ustu, s.s. sölu- og matarskatt, sem
drepa mun annars vaxtarbrodd
þessa iðnaðar.
Lokaorð
Islendingar eru vel menntaðir
og á mörgum sviðum hafa þeir
verið fljótir að tileinka sér nýjung-
ar og aðlaga sig að þörfum mark-
aðarins og kröfum nútímans. Mörg
ár eru síðan ég kynnti þessa hug-
mynd, en þá átti hún hvergi hljóm-
grunn. Nú hafa aðstæður breyst
það mikið, að málið verður að
ræða og kanna og taka síðan af-
stöðu. Það hafa frændur okkar á
Norðurlöndunum þegar gert. Lög-
um um skráningu skipa og flug-
véla og fjölda manna í áhöfnum
þeirra hefur þegar verið breytt
þannig að félögin geti aðlagað sig
þörfum markaðar og samkeppni.
Þetta er gert með því að fækka í
áhöfnum og einfalda reksturinn,
án þes að minnka öryggi, með því
að nýta nýja tækni og öruggari
og betri vélar.
Ef við ætlum okkur hlutdeild,
verðum við að taka upp ný vinnu-
brögð. Flytja staðnaða menntun til
sinna heima á sjóminjasafn, ’en
nýta þess í stað nýja tækni, þjálfun
og menntun, sem gera munu okk-
ur, samkeppnislega séð, að for-
ystuþjóð í flutningum á fólki og
vörum á sjó og lofti.
Höfundur er fyrrverandi skip-
stjóri.
Góö hönnun og glæsilegt útlit einkenna
ritvélarnar frá TA Triumph-Adler
Sigurður Arngrímsson
„Með fækkun í áhöfin-
um skipa og einföldun
afgreiðslu þeirra geta
skipafélög lækkað
farmgjöld á vöru til og
frá landinu og stuðlað
að lækkun vöruverðs á
innfluttum varningi,
þannig að það verði
svipað og í nágranna-
löndum okkar og gert
útflutning samkeppnis-
hæfari á heimsmark-
aði. Og auk þessa
mundi verðlækkunin
knýja flugfélög til að
lækka há gjöld á farmi
og farþegum.“
ipf|6m