Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
, 72
Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið
gómsætum réttum þannig að allirfinna
eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin.
Verð pr. mann aðeins kr. 995.-
Borðapantanirísíma 2 23 22.
Islenskir einleikarar halda
tónleika víða um landið
Menntamálaráðuneytið hef-
ur undanfarin ár samkvæmt
tilmælum Qárveitinganefndar
Alþingis veitt Félagi íslenskra
tónlistarmanna (FIT) styrk til
tónleikahalds úti á landi. Fjár-
Síðan skein
sól á plötu
KOMIN er á markað ný hljóm-
plata með hljómsveitinni Síðan
skein sól. Þessi plata hefur verið
í vinnslu í þijá mánuði.
Hljómsveitina skipa Helgi
Björnsson sem syngur, Eyjólfur
Jóhannsson spilar á gítar, Ingólfur
Sigurðsson á trommur og Jakob
Magnússon á bassa. Lögin eru sam-
in í sameiningu af hljómsveitinni
en textar eru eftir Helga Björnsson.
11 lög eru á þessari plötu og af
einstökum lögum má nefna „Geta
pabbar ekki grátið", „Glugginn",
„Einfalt mál“ og „Svo marga daga“.
veiting fyrir veturinn 1988-’89
nemur 700.000 kr. og hafa 17
einstaklingar verið styrktir til
tónleikaferðar ýmist sem ein-
leikarar eða í samleik. Meðal
þeirra er ferðast munu um
landið á komandi vetri eru
Einar Jóhannesson, Guðni
Franzson, Guðný Guðmunds-
dóttir, Laufey Sigurðardóttir,
Gunnar Kvaran, Gísli Magnús-
son, Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son, Jónas Ingimundarson,
Kolbeinn Bjarnason, Páll Ey-
jólfsson, Símon ívarsson o.fl.
Haldnir verða u.þ.b. 30 tónleik-
ar víðs vegar um landið auk þess
sem tekið er þátt í tónlsitarlífi
heimamanna með ýmsu móti.
Ferðir þessar eru skipulagðar í
samvinnu við stjórn FÍT sem ann-
ast úthlutun styrkjanna til tónlsit-
armanna.
Stjórn FÍT telur tónleikaferðir
þessar mjög þýðingarmiklar sem
lið í því að skapa tónlistarmönnum
tækifæri til að koma fram, sem
er forsenda þess að eiga góða tón-
JÓHANN G. Jóhannsson, tónlist-
ar- og myndlistarmaður, hefúr
sent frá sér nýja hljómplötu, sem
listarflytjendur. Um leið fær fólk
sem býr utan höfuðborgarinnar
aukna möguleika á að sækja tón-
leika og nýta um leið aðstöðu þá
sem víða hefur verið komið upp í
þessu skyni.
Lögð hefur verið áhersla á að
ná til nemenda jafnt í tónlistar-
skólum sem í almennum skólum
landsins og hafa heimsóknir og
tónlistarkynning í skólunum verið
fastur liðir í ferðum þessum.
Félag íslenskra tónlistarmanna,
stofnað 1940, er félag einleikara,
einsögvara og stjórnenda, sem
Stundað hafa ítarlegt tónlistarnám
og hafa tónlist að aðalstarfi. Fé-
lagið er deild innan Bandalags
íslenskra listamanna og eru fé-
lagsmenn um 65 talsins.
Nýir félagar eru teknir inn á
aðalfundi og skulu umsóknir um
aðild berast fyrir 15. janúar.
Núverandi stjórn félagsins
skipa Selma Guðmundsdóttir
píanóleikari, formaður, Pétur Jón-
asson gítarleikari og Hafsteinn
Guðmundsson fagottleikari.
(Fréttatilkynning)
ber heitið „Myndræn áhrif*. Á
plötunni eru átta lög, sem öll eru
eftir Jóhann, sem og textar. Þá
syngur Jóhann öll lögin sjálfur,
en nýtur aðstoðar Öldu Ólafs-
dóttur söngkonu i einu.
Margir tónlistarmenn koma við
sögu á plötunni, eða þeir Friðrik
Karlsson, gítar, Jóhann Ásmunds-
son, bassi, Gunnlaugur Briem, slag-
verk, Þorsteinn Jónsson, hljómborð,
Halídór Pálsson, saxófónn, Þor-
steinn Magnússon, gítar, Guðmund-
ur Jónsson, gítar, Þröstur Þor-
bjömsson, gítar, Jón Björgvinsson,
slagverk og Sveinn Kjartansson,
bassi og hljómborð. Sá síðastnefndi
annaðist upptökur, sem fram fóru
í Hljóðrita. Utsetningar voru gerðar
í samstarfi Jóhanns og Sveins, að
viðbættu framlagi viðkomandi tón-
listarmanna.
Tónlistin er væntanleg á geisla-
disk um mánaðamótin og undirleik-
urinn, án söngs, verður fáanlegur
á kassettu undir heitinu „Syngið
sjálf.“ í fréttatilkynningu segir að
þetta sé nýjung, ætluð söngelsku
fólki. Utgefandi hljómplötunnar er
JGJ-Útgáfa, en Grammið sér um
dreifingu.
I tilefni útgáfunnar kemur einnig
út á vegum JGJ-útgáfunnar tak-
markað upplag af heildarútgáfu
Jóhanns G. 1970-1979, sem inni-
heldur 5 hljómplötur.
Ragnheiður Bragadóttir t.v. og Rósmary Bergmann í versiuninni
Stórum stelpum.
Verslun með stór föt
Verslunin Stórar stelpur tók til starfa 19. nóvember sl. á Hverfisgötu
105. Verslunin sérhæfir sig í kvenfatnaði í stærð 46—56.
„Myndræn áhrif ‘
Jóhanns G.
Listaverka-
kort Safiis . v ti' . 1
Asgríms Jónssonar
ÚT ER komið listaverkakort sem Saíh Ásgríms Jónssonar gefúr út fyrir þessi jól. Kortið er gert eftir vatnslitaðri túskteikningu frá 1957 af Mjað- veigu Mánadóttur úr samnefndu ævintýri sem var ein af eftirlætis- sögum Ásgríms. Kortið er til sölu í Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74. á onnunartíma bess kl.
13.30 16.00 þriðjudaga, fimmtu- Mjaðveig’ Mánadóttir eftir Ásgrím Jónsson. daga, laugardaga og sunnudaga. \