Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 St|örn.u- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson VogogFiskur í dag ætla ég að fjalla um samband. Vogar (23. sept.— 22. okt.) og Pisks (19. feb.— 19. mars). Listir og menning Þessi tvö merki eru ólíkari en mörg önnur og geta þurft að gera málamiðlanir til að vel gangi. Samband þeirra getur einkennst af breytileg- um stíl, en yfir því hvílir ákveðin mýkt og sveigjan- leiki. Merkin eru lík að því ieyti að bæði eru listræn og fagurfræðilega sinnuð. Vogin Vogin þarf félagslega og hugmyndalega lifandi um- hverfí til að viðhalda lífsorku sinni. Hún þarf að fást við félagsmál eða starfa þar sem margt fólk er í umhverfínu. Hún hefur ríka þörf fyrir umræðu og félagslíf. Fram- koma Vogarinnar er opin og jákvæð. Hún er hugmynda- maður og vill vera skynsöm, yfirveguð og réttlát. Fiskurinn Fiskurinn þarf að skipta um umhverfí til að viðhalda iífsorku sinni eða að geta dregið sig annað slagið í hlé. Hann er tilfínningaríkur per- sónuleiki, er næmur og hefur sterkt innsæi og ímyndunar- afl. Hann á til að vera mis- jafii í hegðun og viðmóti (stundum opinskár, stundum hlédrægur), en reynir samt sem áður að vera vingjarn- legur og þægilegur. Fiskur- inn vill vera skilningsríkur og ná til annarra. Innsœi Til að vel gangi þurfa þessi merki að átta sig á einu. Fisk- urinn er tilfinningamaður og metur menn og máiefni útfrá órökrænu tilfínningalega innsæi. Með þessu er ekki átt við að hann sé óskynsam- ur, heldur að hann getur ekki alltaf útskýrt af hveiju hon- um finnst eitt rétt og annað rangt. Vogin metur viðfangsefni sfn hins vegar útfrá rökum og hugmyndalegri skynsemi. Það er því ekki alltaf víst að þessi merki skilji hvort ann- að. Einvera og félagslif Félagslyndi Vogarinnar og þörf Fisksins fyrir einveru getur einnig rekist saman. Vogin sem er félagsiynd get- ur átt erfítt með að skilja þörf Fisksins fyrir vissa ein- angrun. Fiskurinri getur aft- ur á móti átt erfítt með að umgangast allt það fólk sem Vogin vill þeklcja. Þetta er ekki alltaf augljóst, því ein- stakir Fiskar eru oft félags- lyndir, en segja má að áhersl- umar og þarfír merkjanna á félagslega sviðinu séu ólíkar og kreflist þess að gerðar séu málamiðlanir. Óljósstefna Þar sem Fiskurinn á stundum tíl að vera óljós í vilja og markmiðum og Vogin á til að vera lengi að ákveða sig er hætt við að saman verði þessi merki heldur reikandi og stefnan á köflum óljós. FegurÖ og jákvœðni Gott er fyrir Vog og Fisk að taka þátt í félags- og menn- ingarlífi, en gæta þess jafn- framt að vera útaf fyrir sig þess á milli. Gefandi við- fangsefni liggja einnig á and- legum og listrænum sviðum. Umhverfí þeirra þarf að vera jákvætt og fagurt vegna til- fínningalegs næmleika Fisksins og þarfar Vogarinn- ar fyrir jafnvægi og frið. GARPUR £ve rökk&ð kbllur >f//e i/oða- SLérru-. H/H/H. N/KULAS PfZ/MS ASTV /fÐ HAFA /WNN! 'AHy&SJl/K. AF~ UPP/SCJNA S/NU*t bN /vte/e/ af FKA/yme SlNN/.i 06 ÉS Æ-rrt AÐHUGSA /H/NNA U/H FEKSÓNULEG/iK TILF/UN/ng. Ar m/nar-- Fy/enz sök Kcjnnadals,.' J l fJl/cULAS Pe/NS BÍ'ÐUH YKKUK l/EL- KOMIN,OGÉ6 AÐUARA yKKUK... I mOehcUR. G/SEIFI /HUN FVLGJAST VEL \ /V!E£> Pe£>U/H DFOTTNlUGARMNA f? GRETTIR BRENDA STARR fíNNSr U/H fCARLMENN ?P/>PEg££K/ H/EGT AÐBÖA /HEÐþelM ð<5 EKK/ f/Æ3STAÐTEOPSAeJAI K \ " . /’FOKA HA 't : þe/R se/n fre/sta /vianns /vtesr EEU f/IANNI UFFST/R. &ETR/ E/e L. KEÓKUK EN KeUM. w ^ kAlhaus HÆTT/RÐU ab Ucla Or- AF pessOM /UANN/ OS B/ÐCR BVKON l'AUABP/ \UPP / (Ml/AP EK HaNN OANS. At^-v etö/NLEGA ? W; 'k > 1 vri /ri ri 1 11 / UÓSKA r«^*ieoe>s- FUNDlRN'R. SeKJcI^INU BVB?V HANN SKVLDI _____ NO VEKPA A HLUSTA A SIMN JS , þETTA! - A M.K.LAUS (OCVHAST HJÍV VW HANN u t>Vi Aí> RARA I HÉ.R rF,'~X KLIPPINCU //vjii , \ FVpllZ -I FERDINAND SMÁFÓLK I MEAR I 60T TRAPEP BACK, CWARLE5,50 I JUST UJANTEP T0 SAV ÖOOPBH'E.. I 6UE5SI WASN TMUCH HELP T0 VOUR BA5EBALLTEAM „I PIPN'TSCORE A SIN6LE 60AL.. Mér er sagt að það hafi verið skipt á mér aftur, Karl, svo að ég ætlaði bara að kveðja. Ég hefi víst ekki verið að miklu gagni fyrir liðið þitt . . . ég skor- aði ekkert . . . Ég gaf ekki einu sinni upp . . . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Nýliðinn og „kostarinn" í sveit Bandaríkjanna, Seymon De- utsch, spilaði við Bob Wolff fyrstu 16 spil úrslitaleiksins gegn Austurríki á ÓL. Þeir virt- ust ná illa saman í sögnum, enda kerfí þeirra lítt unnið. í spili 10 lá þeim báðum óþarflega mikið á: Austur gefur; allir á hættur. Norður ♦ 10 V K96542 ♦ DG965 ♦ 5 Vestur Austur ífo3 | ♦ K742 ♦ DG10984 ♦ G7643 ♦ D8 ♦ 83 ♦ K762 Suður ♦ ÁKD952 ♦ ÁG7 ♦ Á10 ♦ Á3 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 hjörtu Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Opnun Deutsch á tveimur laufum var alkrafa. Wolff sagði frá hjartanu, og þegar hann fékk það stutt, tók hann völdin og fór í ásaspumingu. Þótt svarið f fímm laufum sýndi ijóra ása, taldi Wolff líklegt að eitthvað vantaði í spilið og lét sex hjörtu duga. En Deutsch átti ýmislegt ósagt og honum er mikil vör- kunn að lyfta í sjö. Hjartað lá vel, en spaðinn illa, svo Wolff varð að svína fyrir tígulkónginn. Einn niður og 17 IMPar til Austurríkismanna, þar eð Kubac og Fuick sögðu aðeins háifslemmu á hinu borðinu. Deutsch var of fljótur að taka undir hjarta makkers. Hann hefði átt að segja tvo spaða fyrst og taka svo sjálfur völdin við þremur tíglum norðurs. Umsjón Margeir Pétursson Yngsta Polgar-systirin, Judit, 12 ára, átti ekki minnsta þáttinn í gullverðlaunum ungversku kvennasveitarinnar í Saloniki. Hún náði hæsta vinningshlutfalli allra á Ólympíumótinu með 12V2 v. af 13 mögulegum. Hún tefldi þar þessa laglegu skák: Hvítt: Judit Polgar, Svart: Angelova (Búlgaríu), Sikileyjarvöm. 1. e4 — c5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - g6 4. 0-0 - Bg7 5. c3 - e5 6. d4 - exd4 7. cxd4 — Rxd4 8. Rxd4 — cxd4 9. e5 — Re7 10. Bg5 — 0-0 11. Dxd4 - Rc6 12. Dh4 - Db6 13. Rc3 - Bxe5 14. Hael! (Lag- leg mannsfóm) — Bxc3 15. bxc3 - Dxb5 16. Dh6 - Df5 17. Dxf8+! og svartur gafst upp, því mátið blasir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.