Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKEPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
Prentiðnaður
PRENTSMIÐJUR hamast nú við að ljúka prentun jólabókanna.
Það var að heyra á talsmönnum þeirra prentsmiðja sem Morgun-
blaðið ræddi við, að prentun jólabóka hafi ekki dreifst eins mikið
á þijá síðustu mánuði ársins um þessi jól en undanfarin ár, heldur
raðast mest á nóvember og desember. Talið er að óvissa í efhahags-
málum og stjórnarskipti hafi ráðið miklu þarna um. Þannig er nú
prentað allan sólarhringinn í nokkrum prentsmiðjum, og á ströng-
um vöktum í öðrum.
Hjá prentsmiðjunni Odda er nú
unnið sleitulaust allan sólarhring-
inn. Samkvæmt því sem Þorgeir
Baldursson forstjóri Odda segir,
prentar Oddi nú á annað hundrað
bækur sem ætlaðar eru á jólamark-
að. Þorgeir sagði, að þessari keyrslu
yrði haldið út næstu viku, en þá
hægist um þar til endurprentun á
bókum sem seljast vel hefst. Hann
sagði að minna hefði verið prentað
hjá Odda í september og október
nú en undanfarin ár, og að greini-
lega hefði verið hik á mönnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
prentsmiðju ísafoldar er nú prentað
á vöktum þar. Ísafoid prentar fjórar
jólábækur í ár, og talsmaður prent-
smiðjunnar sagði, að ekki sæi út
úr verkefnum þar fyrr en haila
færi mjög að jólum. Hann sagði,
að það hik sem kom á menn í kjöl-
far stjómarskipta hafi sett strik í
reikninginn hjá prentsmiðjum, og
hjá ísafold hafi þau verkefni sem
venjulega eru unnin á tveimur eða
þremur mánuðum hrúgast á sama
hálfa mánuðinn.
SYNINGAR — Forsvarsmenn sjávarútvegssýningarinnar í Bella Center og Úrvals ræða skipulag
ferða héðan á sýninguna í sumar. T.v. Knútur Oskarsson, framkvæmdastjóri Úrvals, Þórleifur Ólafsson,
umboðsmaður sýningarinnar hér á landi, Judith Barrell, skipulagsstjóri ITF, John V. Legate, framkvæmda-
syóri ITF í Evrópu og Patricia Foster, framkvæmdastjóri sjávarútvegssýninganna, auk Roland Assier, sölu-
manns innanlandsdeildar Úrvals.
Sýning-ar
Sjávarútvegssýningin íBella
Center í fulluin undirbúningi
Forsvarsmenn sýningarfyrirtækisins ITFI hvetja íslendinga eindregið til að endur-
skoða hönnun handknattleikshallarinnar svo að hún nýtist sem best
UNDIRBÚNINGUR fyrir alþjóð-
legu sjávarútvegssýninguna í
Bella Center í Kaupmannahöfii
6.-10. júní á næsta sumri er kom-
inn vel á veg. Skipuleggjendur
þessarar sýningar eru hinir sömu
og standa að sjávarútvegssýning-
unni sem haldinn er reglulega
ISLANDSKYNNING — Hótelstjóri Pullman hótelsins í Luxemborg var staddur hér á landi
fyrir nokkru. Kynnti hann m.a. Íslandshátíð, sem haldin verður á hótelinu dagana 15.-26. febrúar 1989.
Um sviðað leyti mun opna ný Flugleiðaskrifstofa og íslensk ferðamálaskrifstofa í Luxemborg. Verndari
hátíðarinnar verður Einar Benediktsson sendiherra. Meðan á hátíðinni stendur verður sett upp sýning í
anddyri htoelsins, þar sem kynntar verða ýmsar útflutningsvörur íslendinga, jafnframt verður kynning á
ýmsum vinsælum ferðamannastöðum. Hefur Ferðamálaskrifstofa Lúxemborgar látið gefa út upplýsingabækl-
ing á íslensku.
Myndin var tekin 'þegar hótelstjórinn var staddur hérlendis og hitti ýmsa þá aðila sem hann hefur átt
samstarf við. Frá Flugleiðum f.v. Jóhann D. Jónsson, Sveinn Sæmundsson, Einar Gústavsson, Pétur Esra-
son, Pétur J. Eiríksson og Sigurður Helgason forstjóri, Karel Hilkhuyzen hótelstjóri Pullman hótelsins,
Margrét H. Hauksdóttir, Flugleiðum, Már Gunnarsson, Flugleiðum, Knútur Óskarsson Ferðaskrifstofunni
Úrval, Anna Guðný Aradóttir, Flugleiðum og Birgir Þorgilsson Ferðamálaráði íslands.
hér á landi, eða Industrial &
Trade Fairs International Ltd.
Við skipulag sýningarinnar í
Bella Center hefiir verið tekin
upp sú nýbreytni að eftia til
tveggja hliðarsýninga, annars
vegar helgaða búnaði fyrir fisk-
eldi og hins vegar er sýning á
sjávaraiurðum. Forsvarsmenn
ITF voru einmitt hér á landi fyr-
ir skömmu til að vekja áhuga
íslenskra framleiðenda sjávaraf-
urða á þessari sýningardeild.
Patricia Foster, forstöðumaður
sjávarútvegssýninga ITF, sagði í
samtali við Morgunblaðið að til-
gangurinn með þessari útvíkkun
sýningarinnar yfir á sjávarafurða-
sviðið væri að búa til hér í Evrópu
einhvers konar hliðstæðu sjávaraf-
urðasýningarinnar í Boston. Patric-
ia Foster bendir á að helsti sýning-
arvettvangur sjávarafurða í álfunni
hafi til þessa verið bundinn við stór-
ar matvælasýningar á borð við
SIAL í Frakklandi, þar sem hætta
geti verið á að sjávarafurðimar
hverfi í skuggann fyrir hvers kyns
öðmm matvælum. Með samtvinnun
sjávarútvegssýningarinnar í Bella
Center við sjávarafurðir og fiskeldi
er aftur á móti verið að freista þess
að gefa sýningargestum heildar-
yfirsýn yfir það sem er að gerast
á þessu sviði.
Patricia Foster segir, að öll sýn-
ingaraðstaða sjálfrar sjávarútvegs-
sýningarinnar sé meira og minna
seld. Þar verða 12 þjóðir með sér-
stakar sýningardeildir fyrir fram-
Fj ármagnsmar kaður
Heildarkostnaður vegna
greiðslukorta er um 8prósent
— miðað við 50% ávöxtunarkröfu og 1% söluþóknun hjá Kaupþingi
PÉTUR Blöndal, framkvæmda-
stjóri Kaupþings, segir að vegna
aukinnar eftirspurnar hafi
Kaupþing ekki séð sér annað
fært en að hækka ávöxtunar-
kröfú fyrir greiðslukortanótur
úr 45% í 50%. Ávallt sé mikil
eftirspurn fyrir jól eftir pening-
um og það sama sé að gerast
núna. Hann sagði að kaupmenn
þyrftu að borga 2-3% til greiðslu-
kortafyrirtælganna í þóknun,
2,5-5 % í ávöxtunarkröfú eftir
tímalengd og 0,93% til Kaup-
þings í söluþóknun. Kaupmaður-
inn þurfi því að fórna um 8% til
að fá peningana strax.
„Þetta eru aðilar sem væntanlega
þurfa að kaupa inn vörur fyrir jólin
og ég treysti þeim fullkomlega til
að gera það sem er skynsamlegt
fyrir þá. Hér er því ekki verið að
lána fátækjum ekkjum peninga,“
sagði Pétur Blöndal í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði jafn-
framt að Kaupþing væri með lægstu
söluþóknunina en veitti aftur á
móti eigendum Einingarbréfa lang-
bestu ávöxtunina. Þessi 50% ávöxt-
un rynni því beint til mörg þúsund
sparifjáreigenda um allt land og
helmingurinn af því fólki ætti innan
við 200 þúsund krónur. „Ef kaup-
menn hafa mikla þörf fyrir peninga
rétt fyrir jólin og eru reiðubúnir að
borga þessa vexti finnst mér sjálf-
sagt að ná í þá vexti fyrir sparifjár-
eigendur heldur en að láta myndast
biðröð þar sem menn fara jafnvel
að múta mér fyrir að kaupa þeirra
nótur.“
Pétur sagði ennfremur að það
sem seljandi greiðslukortanótna
þyrfti að athuga væri hvaða kjör
hann fengi hjá hinum ýmsu aðilum
þ.e. hver heildarkostnaðurinn væri.
Hann gat þess að hér væri um
mjög háa ávöxtun að ræða en á
Islandi hefðu alltaf viðgengist mjög
háir duldir vextir í formi stað-
greiðsluafsláttar. Það þætti ekki
mikill afsláttur að fá 5% afslátt en
samt væru það 5% afföll sem gæfu
50% ávöxtunarkröfu á greiðslu-
kortanótum.
leiðendur sína og eru Islendingar
þar á meðal en auk þeirra Norð-
menn, Svíar, ítalir, Hollendingar,
Bretar, Frakkar, Færeyingar og nú
í fyrsta sinn Grænlendingar og
Finnar. Þátttakendur koma að sjálf-
sögðu víðar að og verða alls um
600 talsins.
Reynslan af fyrri sýningum Ieiðir
í Ijós að um 60% sýningargesta eru
frá Norðurlöndunum en um 40%
eru lengra að komnir, jafnvel allt
frá Ástralíu og Saudi Arabíu, enda
þótt ekki fari miklar sögur af sjáv-
arútvegi í því landi. Patricia Foster
segir að enn sé laus sýningarað-
staða í fiskeldisdeildinni og einnig
í sjávarafurðadeildinni, en erindi
Patriciu Foster hingað til lands á
dögunum var ekki síst að vekja
athygli innlendra framleiðenda
sjávarafurða á þeirri deild, eins og
áður segir.
Auk þess voru Foster og sam-
starfsmenn hennar innan Industrial
& Trade Fairs Intemational hér að
ganga frá ýmsum málum í tengsl-
um við fyrirhugaða sjávarútvegs-
sýningu í Laugardalshöll árið 1990.
Patricia Foster segir að heita megi
að fullbókað sé á þá sýningu og
engir frekari vaxtamöguleikar fyrir
hendi vegna skorts á sýningarað-
stöðu.
Foster hafði heyrt af áformum
um byggingu handknattleikshallar
vegna heimsmeistarakeppninnar
1995 og hugmyndum um að nýta
hana einnig sem sýningarhöll, en
taldi þær fráleitar. „Þetta er vissu-
lega fallegt hús ef dæma má eftir
þeim hugmyndadrögum sem fyrir
liggja en staðreyndin er sú að hring-
laga byggingar af þessu tagi henta
afar illa til sýningarhalds. Ákjósan-
legast er að slíkar byggingar séu
rétthyrntar eða jafnvel ferning-
slaga. “
Þau Foster og John V. Legate,
framkvæmdastjóri ITF í Evrópu,
voru hins vegar sammála um að
skynsamlegast væri að hanna slíka
byggingu með það fyrir augum að
hafa mætti af henni hin margví-
slegustu not — til hvers kyns innan-
ússíþrótta, skemmtana, tónleika og
sýninga. Hvöttu þau íslendinga ein-
dregið til að kynna sér sýningar-
höll í Birmingham í Bretlandi sem
einmitt hefði verið hönnuð með til-
liti til þess að nota mætti hana til
alls kyns uppákoma og þannig ná
hámarksnýtingu. Víðar væri að
finna dæmi um slíkar byggingar í
Bretlandi, t.d. í Glasgow, og lýstu
þau sig reiðubúin að vera íslenskum
aðilum innan handar, ef þeir hefðu
hug á að kynna sér slíkar bygging-
ar í Bretlandi.
Jólabókaprentun
á lokasnúningi