Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, VTDSKlPl'i/AIVINNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 43 Fræðsla Fundur umstefau- mótun STJÓRNUNARFÉLAG íslands eftiir til síðdegisfundar 7. des. nk. í framhaldi af umræðum um áætlanagerð, sem urðu á ftindi félagsins í nóvember. Eftii fiind- arins verður Stefhumótun, Að hrinda stefhumótandi ákvörð- unum í framkvæmd og Þáttur ráðgjafa í því starfí. Rætt verð- ur sérstaklega um hvenær og hvemig beri að nýta sér ráð- gjafaþjónustu við stefhumótun og framkvæmd. Fyrirlesarar verða þeir John Lindquist, framkvæmdastjóri Bos- ton Consulting Group í London, sem hefur haft forystu um ráð- gjafaverkefnin fyrir Álafoss hf. og Flugleiðir hf. Simon Farmbrough, sem hefur starfað hjá BCG í 8 ár og aðallega fengist við stefnumót- un og áætlanir fyrirtækja, síðast sem daglegur stjómandi ráðgjafa- verkefna hjá Álafossi og Flugleið- um. Og Álastair Flanagan sem hefur unnð hjá BCG við stefnumót- un fyrir viðskiptavini fyrirtækisins í Englandi og á Norðurlöndum. Hann vinnur nú að verkefni fyrir Flugleiðir hf. Fundurinn hefst kl. 17.00 og er haldinn að Ánanaustum 15, 3. hæð. Þjóiiusta Stilling býður bíla- leigubíla STILLING hf. og Bílaleiga Akureyrar hafa gert með sér samning um hagstæð kjör á bílaleigubílum fyrir viðskiptavini Stillingar að þvi er segir í fréttatilkynn- ingu. Stilling býður þeim sem koma með bíla sína til hemla- viðgerðar að leigja bílaleigu- bíla frá Bílaleigu Akureyrar á 1995 kr. á dag og er innifalinn söluskattur og 100 km. akst- ur. Um er að ræða nýja bíla ‘ B—flokki. * Alafossteppi í Teppabúðinni TEPPABÚÐIN á Suðurlands- braut hefur nú tekið við smásölu- dreifingu á Álafoss-gólfteppum, sem undanfarið hafa eingöngu verið til sölu í verksmiðjunni í Mosfellsbæ. Álafoss hf. er eina fyrirtækið á íslandi sem fram- leiðir gólfteppi. Rúmlega 30 ár eru liðin síðan Álafoss hf. hóf framleiðslu á gólf- teppum úr íslenskri ull. Teppin fást að jafnaði í átta litum og boðið er upp á sérvefnað fyrir stofnanir og fyrirtæki. Ullarmagn er breytilegt eftir gerð teppanna. Tryggingar Abyrgð hugleiðir ekki sameiningu við annað félag Boðar aukið samstarf við móðurfélagið Ansvar og nýja fjölskyldutryggingu, Al- tryggingu TRYGGINGAFÉLAGIÐ Ábyrgð sem að mestu er í eigu sænska tryggingafélagsins Ansvar, mun á næstunni taka þátt í auknu sam- starfi Ansvar félaganna á Norð- urlöndum undir kjörorðina, An- svar í norðri. Ábyrgð boðaði blaðamenn á sinn fund i síðustu viku m.a. til að hrekja sögusagnir sem hafa verið í gangi um hugsan- lega sameiningu við annað félag eða að félagið væri til sölu og útskýra í hveiju aukið samstarf Ansvar félaganna yrði fólgið. Jafhframt tilkynnti Jóhann Björnsson, forstjóri, að Ábyrgð myndi setja á markaðinn nýja Altryggingu um áramót sem taki til heimilisins og Qölskyldunnar. Ábyrgð hf. starfað hefur um tæp- Iega 20 ára skeið á því sviði að tryggja einungis þá sem skrifa und- ir yfirlýsingu um að þeir séu bindind- ismenn. Félagið hefur frá stofnun verið hlekkur í keðju Ansvarsfélag- anna sem nú starfa í 13 löndum. Ansvar í Svíþjóð á nú 89% hlutafjár í Ábyrgð. Til marks um stærð sam- steypunnar má nefna að áætlað er að iðgjaldatekjur Ansvar félaganna á Norðurlöndum nái á næsta ári 1 milljarði sænskra króna eða 7,5 mill- jörðum íslenskra. Bo Swedbert, upplýsinga- og blaðafulltrúi Ansvar í Stokkhólmi, sagði í fundinum að með tilkomu Ansvar í Norðri væri reiknað með mjög jákvæðri þróun á næstu árum í tryggingastarfsemi Ansvar sam- steypunnar í þessum heimshiuta. Hlutur Ábyrgðar myndi fara mjög vaxandi í samstarfi Ansvar í norðri og félagið þannig hagnast á þeirri hagræðingu sem fælist í stærri rekstrareiningu. Auk þess myndu möguleikar á nánara samstarfi á hugsjónalegum grunni aukast. „Á fjármálasviðinu mun tilkoma Ansvar í norðri hafa mjög hagstæð áhrif, því hún mun stuðla að auknu öryggi og festu í fjármálum félaganna. Þá gerum við í Stokkhólmi einnig ráð fyrir því að hið aukna samstarf muni hafa örvandi áhrif á framþróun í ýmsum tryggingagreinum og nýtískuleg tækniþróun aukist meðal félaganna þar sem þessi mál verða nú öll undir einni stjórn," sagði Swedbert. Sveinn Skúlason, stjórnarformað- ur Ábyrgðar, sagði að umræða um að Ábyrgð ætlaði að sameinast öðru félagi hefði skapað óróa hjá við- skiptamönnum. „Það eru engar áætlanir uppi hjá okkur um að breytá rekstri félagsins og þær sögu- sagnir sem hafa verið í gangi um samruna við önnur félög eiga sér enga stoð í veruleikanum", sagði Sveinn og bætti við að hann sæi ekki hvernig Ábyrgð gæti fallið inn í myndina með samruna þar sem félagið byggði á öðrum grunni en önnur. Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar, sagði að félagið hefði náð mjög hárri markaðshlutdeild hér á landi i bílatryggingum miðað við önnur Ansvars-lönd eða 5,32%.„Við erum aftur á móti á mjög sérhæfðum markaði og eigum mjög erfitt með að koma okkur fyrir í faðmi annars félags og falla frá því grundvallarat- riði sem starfsemin byggist á,“ sagði hann. Strangari reglur í bílatryggingum Jóhann sagði að Ábyrgð hygðist setja á markað endurbætta heimils- tryggingu um áramótin sem fengið hefði nafnið Altrygging. Altrygging væri í sjálfu sér ekki ný trygging heldur hefðu gömlu skilmálarnir ver- ið endurskoðaðir þannig tryggingin næði yfir húseignirnar sjálfar. „Hús- ið sjálft er þannig tryggt gegn óhöppum sem kunna að koma upp skyndilega og ófyrirsjáanlega," sagði Jóhann. Aðspurður um hvort hátt hlutfall bílatrygginga hjá Ábyrgð hefðí ekki haft slæm áhrif á rekstur félagsins sagði Jóhann að gerðar hefðu verið ákveðnar ráðstafanir til að breyta þessu hlutfalli. „Við réðum hörku- duglegan sölumann til okkar á síðasta ári sem hefur unnið að því að selja aðrar tryggingar en bíla- tryggingar til að dreifa ábyrgðinni. En það er ekkert launungarmál held- ur að við tókum upp stangari reglur þann 1. maí gagnvart ungum öku- mönnum og þeim sem eru í lægstu bónusflokkunum. Við hækkuðum iðgjöldin um 15% fyrir þessa ákveðnu tryggingarhópa." Sveinn Skúlason sagði varðandi afkomuna að þróunin á síðustu árum hefði verið þannig kröfur vegna slysa hefðu farið mjög hækkandi. Það væri ekki slæmur hlutur í sjálfu sér því að sjálfsögðu ættu þeir sem yrðu fyrir slysum að fá bætur. „En vegna þess hve breytingin hefur verið skyndileg þá höfum við eins og kannski önnur félög ekki lagt nóg til hliðar vegna óuppgerðra tjóna. Menn sáu ekki þessa þróun fyrir við iðgjaldahækkanir og þess vegna lögðum við á síðasta ári 10 milljónir króna í varasjóði til að vera betur I undirbúnir," sagði Sveinn. N GljSgG r Stjómendur fyrirtælga athugið Við tökum að okkur bókhald fyrir allar stærðir af fyrirtækjum. Fyrsta flokks tölvuvinnsla IBM 36. Söluskattsuppgjör, mánaðaruppgjör. Mikil reynsla tryggir örugg og traust vinnubrögð. BÓKHALDSÞJÓNUSTA ARINIAR Nýbýlaveg 4, Kópavogi. Sími 45800, á kvöldin í sima 672741. Þegar komið er inn úr kuldanum Tilbúið þykkni í þennan vinsæla vetrardrykk á norðlægum slóðum. 1 Ltr. 0.7 L 0,35 L Verið verðglögg! Aðferð: Hitið að suðu- marki, blandið möndlum og rúsínum í ef vill. Berið fram heitt með Paáls piparkökum. Góða skemmtun og gleðilega hátíð. íslensk ///// Ameríska Óafeng glögg: 1 hluti glögg þykkni 2 hlutar vatn. Rauðvíns glögg: 1 hluti glögg þykkni 2 hlutar rauðvín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.