Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 t Eiginmaður minn og faðir okkar, DAVID J. VINCENT lést á heimili sínu í London 1. desember. Málfríður (Bfbi) Árnadóttir Vincent, David og Kenneth Vincent. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Vogatungu 99, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 3. desember. Ólafur Jóhannesson og dætur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝI NGVARSDÓTTi R, Lundargötu 13b, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 3. desember. Kolbrún Sigurlaugsdóttir, Ágúst Siguriaugsson, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIGERÐUR GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, Heiðarvegi 5, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 4. desember. Kristrn Guðfinnsdóttir, Örn Guðmundsson, Árni Guðfinnsson, Kristfn Hjaltadóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, Ari Páll Tómasson og barnabörn. t Systir okkar, HALLDÓRA G. GUÐJÓNSDÓTTIR, Rauðarárstfg 9, sem lést 27. nóvember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 6. desember kl. 15.00. Helga Guðjónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR BJARNEY EINARSDÓTTIR frá Hreggsstöðum, sem andaðist 27. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember kl. 15.00. Jarðsett verður sama dag að Lágafelli. Börnin. t Faðir okkar, KRISTJÁN JÓNSSON fyrrv. skóiastjóri, Hnffsdal, sem andaðist 2. desember, verður jarðsunginn frá Hnífsdals- kapellu laugardaginn 10. desember kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Áskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13.30. Kjartan Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Elfsabet Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Kristján Kristjánsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður og afa, DANÍELS WILUAMSONAR, Grýtubakka 12, sem andaðist 4. desember, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember kl. 13.30. » Þeim sem vildu minnast hans, er bent á húsbyggingarsjóö Leik- félags Reykjavíkur. Kristfn Ásta Egilsdóttir, Ágústa Danfelsdóttir, Ásthildur Kristjánsdóttir, Ólafur Theódórsson, Egill Kristjánsson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Kristján Ólafur Kristjánsson, Vignir Kristjánsson, Elfsa Guðmundsdóttir og barnabörn. Þóranna Lofts- dóttir - Minning Fædd 1. desember 1895 Dáin 26. nóvember 1988 Lítið jólatré í íbúð undir súð í Bólstaðarhlíðinni, allt tandurhreint, snoturt og hlýlegt, hver hlutur með sinn ákveðna stað og tilgang í til- verunni. í miðri þessari mynd er Þóranna afasystir mín. í mörg ár fannst mér jólin byija þegar ég hljóp upp stigana í Ból- staðarhlíðinni með smájólaglaðning rétt fyrir klukkan 6 á aðfangadags- kvöld. Þama bjó frænka mín ein en aldrei einmana að því er mér fannst. Hún bjó sér hlýjan og góðan heim sem virtist öruggur og óum- breytanlegur, þar sem litlir hlutir urðu stórir, litla jólatréð hennar eitt hið stærsta serh ég hef séð. Þessi lífsfylling eða innri gleði, hversu sátt hún virtist við líf sitt, örlögin og sjálfa sig, fannst mér einkenna hana mest. Hún hafði þess vegna sjálfstraust, sjálfsöryggi til þess að fara sínar eigin leiðir, láta sínar skoðanir í ljós óhikað þegar hún vildi vera hreinskilin. Hvaða nútímakona sem er gæti verið stolt af því sjálfstæði sem ein- kenndi hana. Ekki er ólíklegt að hörð lífsbar- átta hafi mótað þessi viðhorf henn- ar en ung missti hún móður sína og þurfti fljótlega eftir það að fara að vinna fyrir sér, treysta á sjálfa sig. Þóranna Loftsdóttir fæddist að Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 1. desember 1895, þriðja í röðinni af sex systkinum, tveimur bræðrum og fjórum systrum. Foreldrar henn- ar voru hjónin Loftur Jónsson og Ingibjörg Þóroddsdóttir. Æskuheimilið tvístraðist nokkru eftir lát móðurinnar og bömin þurftu ung að sjá um sig. Þóranna vann við ýmis þjónustustörf, aðal- lega ráðskonu- og framreiðslustörf. Framan af ævi hélt hún sig við Norðurland, en fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó í ára- tugi. Um tíma rak hún matsölu við góðan orðstír, en hún þótti mjög samviskusöm og dugleg til vinnu. Ég kynntist frænku minni strax í frumbemsku. Ég býst við að mér hafi fundist ég fara einhvers á mis, þar sem ég átti hvorki móðurömmu né móðurafa og hafi ákveðið að láta Þórönnu bæta mér það upp. Hún bar umhyggju fyrir okkur systkinunum, og lagði m.a. mikla áherslu á hollustu í mataræði og t Útför móður okkar, GUÐRÚNU JÓNÍNU GUNNARSDÓTTUR Ijósmóðurfrá Bakkagerði, Furugerði 1, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd. Ragnheiður Kristinsdóttir, Hreinn Kristinsson, Anna Kristinsdóttir. t Útför UNU KRISTJÁNSDÓTTUR THORODDSEN, sem lést þann 25. nóvember sl., verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 6. desember, kl. 10.30. Ólfna Kristinsdóttir, Magnús Arnason, Guðlaugur Kristinsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Unnur Kristinsdóttir, Sigmar Björnsson, Skúli Thoroddsen og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BJARGARJÓNSDÓTTUR frá Vallanesi, Selási 26, Egilsstöðum. Magnús Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS BJARNASONAR, Króki, Gaulverjabæjarhreppi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka innilega auðsýnda samúö og hljálpsemi við andlát og útför eiginkonu minnar, DAGBJARTAR J. PÁLSDÓTTUR, Laufvangi 1, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Stefán Hallgrímsson. minnisstæðar eru mér áhyggjur hennar yfír því hversu föl ég væri, ég væri ekki nógu mikið sólarmeg- in þar sem svefnherbergi mitt sneri í norður. Hún lumaði ýmsu að okkur systk- inunum, m.a. Jesúmyndum, enda trúuð kona, en aldrei var ég ánægð með svarið sem ég fékk hjá henni við spumingunni um hver guð væri, en það var, að guð væri andinn í sjálfri mér. Svar þetta olli mér mikl- um heilabrotum og hálfgerðum von- brigðum lengi á eftir. I sínum óumbreytileika og ákveðna lífsstfl virtist frænka mín búa yfír miklum sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Hún fluttist úr litlu notalegu íbúðinni sinni á Hrafnistu í Hafnar- firði, þar sem hún bjó síðustu 7 árin. Hún vildi komast í örugga höfn áður en heilsu hennar hrak- aði. Þetta hljóta að hafa verið tals- verð umskipti fyrir hana þar sem hún hafði búið ein og Hafnarfjörður hálfgerð sveit í hennar augum. En hún lagaði sig vel að þessum nýju heimkynnum með sínu jákvæða hugarfari. Þessari sterku konu var mikið í mun að standa sig eins lengi og hún gat og kraftar hennar leyfðu. Hún vildi að sem minnst væri fyrir sér haft, vildi halda í sjálfstæði sitt sem lengst. Hún lést 26. nóvember sl. Við lífið hafði hún verið sátt og dauðann líka. Þó helsjúk í lokin, var stutt í brosið og manni fannst hún segja: „Þetta er allt í lagi, þetta er bara hluti af lífinu." Guð blessi minningu frænku minnar. Gunnhildur Gunnarsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Blómastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.