Morgunblaðið - 15.01.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
C 5
greiðslukort húsbón(íans.
Við vettvangsrannsókn komast
rannsóknarlögreglumenn að raun
um að farið hafði verið inn um
glugga á neðri hæð hússins og
vísbending er um að fleiri en einn
hafi verið að verki. Við gluggann
finnast skóför og ennfremur fíngra-
för á uppbrotnu skrifborðinu og
víðar. Af verksummerkjum er ljóst
að þjófamir hafa farið í ísskápinn
og fengið sér að borða og sígarettu-
stubbar finnast í öskubakka í stof-
unni.
Að lokinni vettvangsrannsókn
setja rannsóknárlögreglumennimir
sig í samband við nábúa og spyrj-
ast fyrir um hvort nokkur hafi orð-
ið var mannaferða við húsið. Starf
lögreglu byggist að vemlegu leyti
á góðri samvinnu við hinn almenna
borgara og þó ekki sé kæruskylda
hér á landi almennt, þá er æskilegt
að fólk komi á framfæri upplýsing-
um um gmndsemdir sem vaknað
hafa. í þessu tilfelli hafði kona í
húsi andspænis innbrotsstað tekið
eftir því að bifreið, ákveðinnar teg-
undar og lit, hafði þrívegis komið
í götuna umrædda helgi og verið
að snuðra, að henni fannst, þegar
hún er spurð um það sérstaklega.
Næsta skref er að vinna úr þeim
upplýsingum sem aflað hefur verið.
Bera þarf upplýsingar saman við
önnur innbrot, til dæmis önnur inn-
brot í sama hverfí, ef um slíkt er
að ræða. Rannsóknarlögreglumenn
bera sig ennfremur saman við kol-
lega sína í málum sem þessum.
Kannast einhverjir til dæmis við
lýsingar á þeim bíl sem vitnið gaf
upplýsingar um? Hafa einhveijir
kunnir afbrotamenn sést á slíkum
bíl? Fingraför sem fundust eru bor-
in saman við það safn sem til er
hjá RLR og ennfremur er rannsak-
að hvort sambærilegt skófar hefur
áður fundist á innbrotsstað. Leitað
er upplýsinga í verslunum til að
finna út hverrar tegundar skómir
eru og með aðstoð bifreiðaskrár em
fundnir bílar sömu gerðar og lit sem
sást í götunni. Ennfremur er haft
samband við alla sem selja notuð
heimilistæki.
í þessu máli var mikilvægt að
safna sem mestum upplýsingum.
Það gerðist ekki með þvi að sitja
við skrifborð á vinnustað -heldur
þurftu rannsóknarlögreglumenn-
imir að vera úti á meðal fólks. Fljót-
lega fóm brotin að falla saman og
meðal annars fannst sjónvarpstæk-
ið á sölu og falsaður tékki var kom-
inn í umferð. Með hliðsjón af þeim
upplýsingum sem fyrir lágu beindist
gmnur að ákveðnum mönnum, sem
síðar vom handteknir og færðir til
yfírheyrslu þar sem þeir játuðu inn-
brotið.
Tæknideild
Þáttur tæknideildar RLR í máli
af þessu tagi hefst strax við upphaf
rannsóknarinnar. Starfsmaður
deildarinnar fer á staðinn og gerir
vettvangsrannsókn, sem felst meðal
annars í því að leita að fíngrafömm
og kanna verksummerki. Tækni-
deild er undir stjóm Ragnars Vign-
ir, aðstoðaryfirlögregluþjóns, sem á
lengstan starfsaldur að baki í Rann-
sóknarlögreglunni, 36 ár. Hann hóf
störf hjá rannsóknarlögreglunni í
Reykjavík árið 1952, þegar hún var
til húsa á Fríkirkjuvegi 11, og hef-
ur hann starfað við rannsóknir
brotamála allar götur síðan. Upphaf
tæknideildar má hins vegar rekja
nokkur ár lengra aftur í tímann,
er Axel Helgason kom heim frá
námi í Bandaríkjunum árið 1945,
þar sem hann hafði kynnt sér
tæknirannsóknir brotamála. Tækni-
tæknideildar- að flokka og skrá
fingraför og ljósmyndir afbrota-
manna. Fingrafaraskrá RLR geym-
ir nú fingraför um 5.000 afbrota-
manna af höfuðborgarsvæðinu, auk
um 2.000 fingrafara af unglingum,
sem hafa komið við sögu lögregl-
unnar á starfssvæði RLR. Þar að
auki em í skránni um 1.200 fíngra-
för af afbrotamönnum utan af landi.
Ljósmyndasafnið hefur að geyma
myndir af sömu afbrotamönnum og
fingraför hafa verið tekin af nema
RLR geymir ekki ljósmyndir af
unglingum undir 15 ára aldri.
„Staðreyndin er sú að fæstir þess-
ara unglinga koma við sögu lögregl-
unnar síðar á ævinni. Athugun sem
við höfum gert á þessu síðastliðin
25 ár bendir til að aðeins um þrír
af hveijum tíu, sem lenda í afbrot-
um á unglingsámm, koma aftur við
sögu lögreglunnar síðar á ævinni,"
sagði Ragnar.
8 7 6 5
Ljósmynd úr safni RLR
Fingurfar sem
tæknideild RLR
hafði til athugunar
vegna rannsóknar á
ákveðnu brotamáli.
Á myndina em
merkt inn 16 sérein-
kenni, en reglan hér
á landi er sú að ef
12 samsvarandi ein-
kenni finnast á þeim
fingrafömm sem
rannsökuð em, er
það talin fullnægj-
andi sönnun.
deild RLR rekur því upphaf sitt til
bandarískrar fyrirmyndar, en hefur
þó lengst af tekið mið af starfsað-
ferðum rannsóknarlögreglumanna
á Norðurlöndum og hafa starfs-
menn deildarinnar m.a. notið þjálf-
unar þar og iðulega notið aðstoðar
við sérfræðirannsóknir. Að sögn
Ragnars em tæknirannsóknir í
stærri löndum, eins og t.d. í Banda-
ríkjunum, Vestur-Þýskalandi og
Bretlandi, orðnar mjög háþróaðar,
sérfræðingar margir og þar hafi
peningar ekki verið sparaðir til þess
að lögreglan næði sem bestum ár-
angri, sérstaklega í baráttunni við
skipulögð glæpasamtök og hryðju-
verkamenn.
Ragnar sagði að auk vettvangs-
rannsókna væri helsta verksvið
Hann sagði að aðstaða tækni-
deildar hefði breyst mjög til hins
betra eftir að RLR var sett á lagg-
imar og starfsemin flutt í núver-
andi húsakynni í Auðbrekku í Kópa-
vogi árið 1978. Auk þess sem rýmra
hefði orðið um starfsemina hefði
tækjakostur batnað og meðal ann-
ars hefði tæknideild þá fengið sam-
anburðarsmásjá, sem hefði reynst
hið mesta þarfaþing. Hún kostaði
6 milljónir gamlar krónur, sem þótti
mikið fé, en hefði nú margborgað
sig, að sögn Ragnars. „Meðal þess
sem er á óskalistanum hjá okkur
nú er nýtt laser-tæki til fingrafara-
leitar, en það kostar um 6 milljónir
króna að núvirði. Ég er þó sann-
færður um að því fé yrði vel varið.“
Yfírheyrslan
lögreglufulltrúar og sjö rannsókn-
arlögreglumenn.
III deild
rannsakar aðallega þjófnaðarbrot,
gripdeildir og rán, þegar líkams-
meiðingar eru ekki afgerandi
þáttur í brotinu. Ennfremur mál
bama og ungmenna, fölsun tékka
og úttektarmiða í greiðslukorta-
viðskiptum, bmna og almanna-
hættubrot. Deildarstjóri er Jón
H. Snorrason og auk hans starfa
í deildinni tveir lögreglufulltrúar
og sjö rannsóknarlögreglumenn.
IV delld
vinnur einkum að skatta- og efna-
hagsbrotum svo og öðmm skyld-
um brotum eftir ákvörðun rann-
sóknarlögreglustjóra. Deildar-
stjóri er Amar Guðmundsson og
með honum vinna tveir lögreglu-
fulltrúar, tveir rannsóknarlög-
reglumenn og löggiltur endur-
skoðandi.
Jaftiframt starfa þrjár
aðrar sérdeildir:
Boðunardeild annast stjómun
fjarskipta, umsjón með bifreiðum
RLR, móttöku og boðun þeirra
sem óskað er eftir í yfirheyrslur
og eftirgrennslan ef menn skila
sér ekki á tilteknum tíma. Deildin
starfar undir stjóm Helga Daní-
elssonar yfírlögregluþjóns og und-
ir hann heyra einnig skráninga-
deild, sem annast skráningu mála,
flokkun og vörslu málaskráa og
svo kæramóttaka, sem tekur við
fólki, sem kemur gagngert til að
kæra mál. í boðunardeild starfa
einn lögreglufulltrúi og þrír rann-
sóknarlögreglumenn, í skráningu
einn rannsóknarlögreglumaður og
einn spjaldskrárritari og á kæra-
vakt einn rannsóknarlögreglu-
maður. Loks má nefna tæknideild,
sem annast vettvangsrannsóknir,
gerð uppdrátta, sýnatökur, mat á
sönnunargögnum og vörsla þeirra
og flokkun. Tæknideild er undir
stjóm Ragnars Vignis, aðstoðar-
jrfirlögregluþjóns og með honum
starfa einn lögreglufulltrúi og þrír
rannsóknarlögreglumenn. Á
skrifstofu starfa tveir menn, við
næturvörslu tveir, einn afleys-
ingamaður allt árið og með starfs-
fólki í mötuneyti era stöðugildin
hjá RLR samtals 51.
„Yfírheyrslan er oft einn vanda-
samasti þáttur rannsóknarferils-
ins,“ sagði Arnar Guðmundsson
deildarstjóri, er hann var spurður
um þennan þátt starfsins. „Það sem
við höfum að leiðarljósi er að upp-
lýsa málavöxtu í hveiju máli, finna
þá seku og ekki síður sanna sak-
leysi þeirra, sem hugsanlega hafa
verið teknir í yfírheyrslu en reynast
saklausir. Við dæmum ekki menn,
það er þýðingarmikið að fólk átti
sig á því. Yfirheyrslan þjónar aðeins
þeim tilgangi að leiða í ljós hið
sanna í hveiju máli.
Ábyrgð yfirheyranda er því mikil
og gera verður þær kröfur að hann
sé vel heima í því máli sem um
ræðir. Yfírleitt era yfirheyrandi og
hinn granaði aðeins tveir við yfir-
heyrslu, en sakbomingur getur ósk-
að eftir að réttargæslumaður hans
sé viðstaddur yfírheyrsluna. Um
leið og granaðir era komnir í yfír-
heyrslu þarf að hafa hraðar hendur
um framvindu mála, því tími sá sem
lögregla getur haft menn í haldi
við framrannsókn er afskaplega
naumur. Ef til vill þarf að kalla til
vitni og yfírheyra, það kann eftir
atvikum að þurfa að samprófa
granaða menn um ýmis atriði sem
í milli ber og eftir atvikum að leita
til Sakadóms með kröfu um húsleit
á fleiri en einum stað, þar sem leit-
að er sakargagna vegna þess að
ástæða er til að ætla að þar kunni
þau að fínnast. Ef menn era í haldi
þarf fljótlega að ákveða hvort gera
þurfi kröfu um gæsluvarðhald.
Slíka kröfu þarf að rökstyðja fyrir
dómi. Ef það verður ofan á hefst
raunar mjög erfíður þáttur í mál-
inu, því stöðugt verður að vinna að
málum þeirra manna sem era í
haldi.
í þessu sambandi er ástæða til
að minna á, að þó dómari hafí úr-
skurðað mann í gæsluvarðhald,
granaðan um afbrot, þá er ekki
verið að dæma í máli mannsins og
losa skal um gæsluvarðhald um leið
og forsendur era komnar fram, til
að mynda um leið og ekki er lengur
hætta á að granaður maður spilli
rannsókn. Rannsókninni sem slíkri
þarf þar með ekki að vera lokið.
Eftir að mál er upplýst þarf að
gera það upp, eins og kallað er.
Það þarf að ganga frá því til send-
ingar til hins opinbera ákæranda,
ríkissaksóknara, sem ákveður um
framhald þess og hvort einhver eða
einhveijir verði ákærðir."
Nauðgunarmál erfið í
yfírheyrslu
Eins og áður er getið era efna-
hagsbrot tímafrekust í rannsókn
hjá RLR og flest era þau mál sem
tengjast þjófnaðarbrotum. Á hinn
bóginn era ofbeldisbrotin oftast al-
varlegust og hafa forgang. Má þar
nefna nauðganir, sifjaspell og kyn-
ferðisafbrot gagnvart bömum svo
og líkamsárásir, sem raunar tengj-
ast oft þjófnaði, ráni og innbrotum.
Kynferðisbrot era að því leyti frá-
brugðin öðram brotum að þau geta
reynst afar viðkvæm í rannsókn,
einkum með tilliti til fómarlamb-
anna sjálfra. Þess era mörg dæmi,
að konur, sem orðið hafa fyrir
nauðgun, gefíst upp í miðri yfír-
heyrslu og dragi kærar til baka,
þar sem þær treysta sér ekki til að
riija atburðina upp eða finnst
spurningar yfírheyranda of nær-
göngular og niðurlægjandi. Að-
spurður um þetta atriði sagði Amar
að vissulega væri hér um mjög við-
kvæm mál að ræða, þar sem yfír-
heyranda væri ærinn vandi á hönd-
um. Rannsóknarlögreglumenn
lægju stundum undir ámæli fyrir
tillitsleysi í þessum efnum, kannski
fyrir það eitt að spyijast fyrir um
fyrri samskipti kæranda við kærða,
ef fyrir liggur að þau þekkjast, sem
oft er. Að sögn Árnars koma mál
sem þessi ósjaldan upp þar sem
áfengi er haft um hönd og aðdrag-
andi og aðstæður allar oft harla
óljósar. „Við geram okkur fulla
grein fyrir viðkvæmni þessara
mála, enda era þau oft mjög alvar-
legs eðlis, þótt einnig séu dæmi um
hitt, að nauðgunarkærar séu
byggðar á vafasömum forsendum,"
sagði hann.
Hér getum við staldrað við og
horfið aftur að upphafí þessarar
greinar varðandi upplýsingatregðu
RLR. Menn geta til dæmis spurt
sjálfa sig hvaða tilgangi það þjón-
aði að gefa nákvæmar upplýsingar
um gang rannsóknar í nauðgunar-
máli og í hverra þágu slík umfjöllun
væri. Rannsóknarlögreglan hlýtur
því, eðli málsins samkvæmt, að
vera lokuð stofnun og ef til vill er
það helsti styrkur hennar að var-
kámi gagnvart hvers konar yfírlýs-
ingum í fjölmiðlum er þar í heiðri
höfð. Vissulega er það hlutverk fjöl-
miðla að skýra frá staðreyndum, í
sakamálum sem öðram málum. Á
sama hátt hlýtur það að vera skylda
Rannsóknarlögreglunnar að gefa
ekki upplýsingar fyrr en staðreynd-
ir liggja fyrir og það getur tæpast
orðið fyrr en rannsókn máls er lokið.
rakvöld
Vals
^r-5- föstudaeinn 20. janúar
v \ Dagskra hefst i
;ÍplfelagsKeimili Vals kl. 18.00.
\ / Yfirskrift kvöldsins:
„Vfö lcikum allir saman“
Miðasala í Hlíðarenda.
Verð kr. 3.500,-
X
ÚTSALAN
Kuldastigvél kr.1990-
kvenna 2490
ECCO kr.
Karlmannaskór 1990
mmm
i
Laugavegi 95, s.21932 (ÁÖUf SkÓV. ÞÓlÚar R&tUfSs)