Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR .1989
■C 7
WÐI
ir menningardeildina. Ég skrifaði
reyndar á sjöunda áratugnum líka
fyrir Moggann, það voru fastir dálk-
ar sem báru yfirskriftina Að ut-
an ...
En danskir þættir um ísland
hafa yfirleitt verið þannig gerðir
að þáttagerðarmennirnir hafa farið
í nokkra daga að upplifa þetta
skrýtna land norður í Dumbshafi,
séð Geysi, Heklu, fallegu konumar,
Reykjavík, en ekki búið yfir neinni
raunverulegri þekkingu á landi og
þjóð. Ég hef hins vegar reynt að
fjalla um það í menningarsögulegu
ljósi. ísland er það land í Norður-
álfu þar sem nútímavæðingin hefur
gengið hraðast fyrir sig. Það er
hægt að tala um hreina þjóðfélags-
byltingd eftir stríð. Þar hefur verið
sæmilega viðunandi stjómmálaleg
þróun, með flokkum sem bera nöfn
sem Danir eiga erfitt með að skilja;
sosíaldemókrataflokkur sem er ólík-
ur þeim skandinavísku, Alþýðu-
bandalagið sem í fréttaskeytum
Reuters hefur verið kallað komm-
únískur flokkur sem það er ekki,
Sjálfstæðisflokkurinn sem á sér
enga hliðstæðu annars staðar, ein-
hverskonar blanda af krata- og
frjalslyndum íhaldsflokki. Þróunin
á íslandi hefur í einu orði sagt ver-
ið stórkostleg; að fámenn þjóð skuli
geta haldið uppi jafn blómlegri
menningu og íslendingar gera á sér
enga hliðstæðu í heiminum.
— Þú hefur alltaf verið íslenskur
ríkisborgari, af hveiju?
Fyrst og fremst af tilfinningaleg-
um ástæðum, og svo líka vegna
þess að mér finnst maður jjeta vel
verið þekktur fyrir það. I Afríku
og Suður-Ameríku vekur það oftast
mikla athygli hjá tollurunum þegar
maður réttir þeim íslenskt vegabréf
og þeir láta það ganga á milli sín
svo allir geti banð þennan skrýtna
pappír augum. Eg hef því stundum
stungið upp á því í gríni við fólk
sem þarf að falsa vegabréf að það
falsi íslensk, því þau eru svo sjald-
séð og óþekkt að þau geta verið
hvað sem er. Reyndar er þetta að
breytast því íslendingar eru famir
að ferðast mikið í seinni tíð. Ég var
einmitt í morgun að klára viðtals-
)átt við Thor Vilhjálmsson vegna
útkomu Grámosans á dönsku, hann
er víðförull maður, og annar vinur
minn, Sigurður A. Magnússon, hef-
ur líka ferðast um allar trissur ...
— Fyrst þú nefnir rithöfunda, —
fylgistu vel með íslenskum bók-
menntum?
Nei, ég les yfirhöfuð lítið af fag-
urbókmenntum því ég þarf að lesa
svo mikið faglegt efni í sambandi
við starfíð. Ég les því mest tímarit
og dagblöð; reyndar krefst starfíð
þess að ég sé vel heima í latneskum
bókmenntum, en að öðru leyti...
Eini íslenski höfundurinn sem ég
hef lesið að einhvetju gagni er
Halldór Laxness. Mér þykir afskap-
lega leiðinlegt að hafa ekki getað
sett mig inn í íslenskar bókmennt-
ir, og það hefur einu sinni komið
mér illilega í koll. Það var þegar
ég fór til íslands að eiga viðtal við
Snorra Hjartarson þegar hann fékk
Bókmenntaverðlaun Norðurlandar-
áðs. Ég taldi mig vera sæmilega
undirbúinn en frétti svo að ég hefði
orðið mér hálfpartinn til athlægis á
íslandi fyrir það hvað ég spurði
vitlaust...
- Nú hefur þú farið svo víða,
hvaða hugmyndir hefur fólk um
ísland?
Flestir vita ekki neitt, en þeir sem
hafa verið á íslandi eru undantekn-
ingalítið mjög hrifnir, því eins og
ég sagði áðan á íslensk menning
sér enga hliðstæðu. Og náttúran,
það vita allir hve útlendingar eru
hrifnir af henní. Reyndar hefur
þekkingin aukist á seinni árum,
landið hefur verið meira í heims-
fréttunum, samanber fund Reagans
og Gorbatsjovs. Það er farið að
taka eftir því hvað það er mikill
kraftur í landanum; kvennahreyf-
ingin og svo Vigdís maður lifandi,
sem er eitt mesta PR-kúpp sem
vestræn þjóð hefur ...
Ég hef aldrei upplifað að reynt
sé að gefa vitlausa mynd af íslandi
í dönskum íjölmiðlum, en í eitt
skipti gerði sjónvarpið leiðinda mis-
tök. Það var í síðasta þorskastríð-
inu; ég dekkaði þau alltaf, og það
var merkilegt að fylgjast með því
hvemig lítil fámenn þjóð stóð upp
í hárinu á stórveldi og það svo
helvíti vel, að alvarleg bresk blöð
gátu ekki annað en dáðst að íslend-
ingum. En ég hafði sem sagt verið
á Islandi og tekið meðal annars tvö
viðtöl fyrir sjónvarpið. Annað var
við formann einhverra samtaka sem
ég man ekki lengur hver voru, og
hann blótaði Dönum í sand og ösku
fyrir afstöðu þeirra í málinu gagn-
vart Bretum og NÁTO, Danir áttu
jú hagsmuna að gæta líka varðandi
fiskveiðarnar. Hitt viðtalið var við
Einar heitinn Ágústsson sem þá var
utanríkisráðherra og stóð sig að
mínu mati alveg frábærlega vel í
þessu máli. Hann lýsti afstöðu ís-
lendinga og talaði á sinn yfirvegaða
diplómatíska hátt um nauðsyn þess
að leysa málið á friðsamlegan hátt.
Svo kom ég með þessi viðtöl til
Kaupmannahafnar og sagði þeim
hjá sjónvarpinu að sá sem talaði
dönsku væri utanríkisráðherrann
en hinn sem talaði ensku væri for-
maður hagsmunasamtaka. En svo
snerist það við í útsendingunni;
formaðurinn var gerður að utanrík-
isráðherra og það viðtal sent út á
undan. Dagana á eftir var mikið
skrifað um þennan öfgafulla ut-
anríkisráðherra í blöðum og allir
voru á því að Islendingar ættu nú,
þrátt fyrir að þeir teldu sig eiga
þennan rétt og allt það, að passa
sig á því að vera ekki að rakka
Dani. svona niður ...
Ég var svo í Moskvu í maímán-
uði ’76 á alþjóðlegu móti sem var
haldið í tilefni þess 'að fjörutíu ár
voru liðin frá því að spænska borg-
arastyijöldin hófst. Þar var meðal
annars sendinefnd frá Bretlandi.
Og eitt kvöldið í veislu þar sem
menn höfðu innbyrt góðan slatta
af vodka fór breska nefndin að
syngja Rule Brittania , Brittania
n
Á Seyðisfirði urðum við oft
fyrir aðkasti vegna mömmu.
Hún var kölluð danski djöfull-
inn og ég lenti oft í slagsmálum
út af þvf.
u
rules the waves — og þá gekk ég
yfír að borðinu þeirra og gaf til
kynna með mynduglegri hand-
sveiflu að ég hefði eitthvað mikil-
vægt að segja, söngurinn hljóðnaði
ög það eina sem ég sagði var: I’m
an Icelander — gekk svo burt og
Rule Brittania var ekki sungið aftur
það kvöldið. — Seinna í mánuðinum,
þann 31sta, undirrituðu svo íslend-
ingar og Bretar samkomulag um
lok deilunnar í Osló.
— Hvernig hefur þér liðið sem
íslendingur í Danmörku?
Ég hef alla tíð verið í minni-
hluta. Á Seyðisfirði var ég hálf-
danskur og fékk rækilega að finna
fyrir því eins og ég hef þegar sagt.
Og upplifði svo þegar ég kom til
Danmerkur árið 1946 að vera líka
þar í minnihluta. Þá voru Danir
margir hveijir mjög hneykslaðir á
íslendingum fyrir að hafa slitið
sambandinu svona einhliða og
móðgað þar með kónginn og dönsku
þjóðina. Flestir vissu heldur ekki
að samkvæmt fullveldissamningn-
um 1918 gat hvort landið fýrir sig
rift samningnum eftir 25 ár, eða
árið 1943. Eins og þá var ástatt
fyrir Dönum var ómögulegt að segja
til um hvemig hlutirnir myndu
æxlast; landið hemumið af Þjóð-
verjum og allt það. Fólk skildi því
ekki að ísjendingar vom í rauninni
neyddir til að velja þá... Þegar
ég kom til Danmerkur var sem sagt
almenn fýla í garð íslendinga, sem
loddi lengi við og gaus til dæmis
upp aftur í handritamálinu. En
keltneskra og norrænna eiginleika,
og svo því hversu snemma fólk
lærir að vinna og vinna mikið, það
er mjög jákvæður þáttur í íslensku
uppeldi sem ég vona að sé enn til
staðar.
Og ég get bætt því við til sönnun-
ar þess hversu stórfenglegt andlegt
atgervi íslendinga er, að ég hef
kynnst og starfað mikið í löndum
sem em fyrrverandi nýlendur, t.d.
í Suður-Ameríku. Þjóðir sem losn-
uðu undan Portúgölum og Spán-
veijum á fyrri hluta nítjándu aldar,
en nýlenduhugsunarhátturinn er
samt enn við lýði, og birtist meðal
annars í almennri undirgefni gagn-
vart fámennri hástétt sem tók við
af nýlenduherrunum. Þetta endur-
tekur sig svo í Afríku á þessari öld
þar sem valdastéttimar em að gera
sömu vitleysumar og gerðar voru
í Suður-Ameríku á síðustu öld. ís-
lendingar, þrátt fyrir langvarandi
nýlenduástand, sögðu hins vegar
við Dani: Út með ykkur, nú er kom-
ið að okkur. Það var stórfenglegt!
— En svo við snúum okkur aftur
að því sem þu sagðir um að hafa
alla tíð upplifað þig í minnihluta ...
Já, það hefur sjálfsagt haft sitt
að segja fyrir mig, en þetta er
reyndar mjög algengt fyrirbæri um
allan heim; það em minnihlutahóp-
ar alls staðar þótt staða þeirra sé
vissulega misjöfn. Ég er svo hepp-
inn að vera í hvíta helmingnum af
þeim 100 þúsund útlendingum sem
em hér í Danmörku og fell þar með
inn í götumyndina, sérstaklega
„IVIýlendutími Dana á Íslandi er
af einhverjum ástæðum mjög
viðkvæmt mály sem kemur ekki
síst f ram í því að ísland er eina
danska nýlendan sem sagn-
fræðingar hér hafa nánast ekk-
ert skrifað um . . .“
þetta hefur breyst mikið á síðustu
ámm. Vigdís hefur til að mynda
haft mikil og jákvæð áhrif á við-
horf Dana til íslendinga, en sá
maður sem hefur kannski lengst
og mest haft áhrif í þessum efnum
er Halldór Laxness, sem er mjög
þekktur og vel metinn af þeim sem
hafa einhvern snefíl af bóklegri
þekkingu.
— Hefur þú samband við íslend-
inga hér?
Nei, því miður, og það er auðvit-
að mér sjálfum mest að kenna. Ég
fer til dæmis lítið í Jonshús, þótt
þangað sé alltaf gott að koma. ís-
lendingar em hins vegar góðir áróð-
ursmenn og gefa út nokkur góð
blöð fyrir erlendan markað og ég
les þau. News from Iceland, Iceland
Review og svo verslunarblöð sem
fjalla um útflutningsvörur Islend-
inga o.fl. Þessi blöð em mjög vei
úr garði gerð og það segir sitt um
Dani að þeir skuli ekki gefa út svona
blöð til að kynna sig út á við. Þetta
er eitt dæmið um hversu miklir
heimsborgarar Islendingar em
orðnir; þetta Stóra stökk frá
stríðsámnum þegar þeir vom bara
sveitamenn. Núna em þeir farnir
að ferðast mikið, bæði sem túristar
og námsfólk; fylgjast vel með og
em fljótir að tileinka sér nýjustu
tækni. íslendingar em meira að
segja farnir að flytja út þekkingu
og það hefði mann ekki einu sinni
dreymt um fyrir 30 árum. Ég dáist
æ meir að því hversu drifkraftur
íslendinga er mikill. Hann blundar
sjálfsagt í velheppnaðri kynblöndun
núna í seinni tíð þegar kynþáttahat-
ur fer vaxandi með auknum fjölda
innflytjenda og flóttafólks frá Mið-
Austurlöndum. Og alls staðar í
heiminum er litið á mig sem penan
mann því ég hef rétt litaraft og blá
augu og allt það. En þetta setti
sitt mark á mig í æsku, og þegar
ég kem núna til íslands er litið á
mig sem Dana; ég er Bauni eða að
minnsta kosti hálf-Bauni og hér í
Danmörku er ég íslendingur því ég
ber íslenskt eftirnafn og skrifa
skírnarnafnið á íslenskan hátt. En
ég þykist hafa norrænan hugsunar-
hátt, og hann er ekki alls staðar
viðurkenndur. Við verðum að hafa
í huga að íslenskur krati, já, eða
formaður Sjálfstæðisflokksins, væri
umsvifalaust fangelsaður sem
kommúnisti í Guatemala, Arg-
entínu, Brasilíu éða sumum löndum
Afríku þar sem flest það sem nor-
ræn stjómmál snúast um er só-
trauður kommúnismi: verkalýðs-
félög, verkfallsréttur, kosninga-
frelsi, mál- og félagafrelsi o.s.frv.
— Margar hættur samfara starf-
inu?
Það er óhjákvæmilegt. Maður er
tekinn fastur þvf maður hittir fólk
sem er í ónáð hjá stjórnvöldum,
tekur viðtöl við fólk sem hefur se-
tið í fangelsi fýrir skoðanir sínar,
er viðstaddur mótmælaaðgerðir
o.s.frv.... Ég hef oft verið hand-
tekinn og stundum fangelsaður, en
þá bara í nokkra daga því maður
er verndaður sem blaðamaður og
allir vita að blaðamenn standa sam-
an þannig að komi eitthvað fyrir