Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 To^ AÐ SUNWAN^ gvöldb®*'* ”Það í hSmUi1 af viðgsystur mínu æskuheimiU og fjórar sváfum i ** saman máttum ,^ðr en við fórum með hljóðlega áður en við vorum bænirnar- En við ekki búnar að pv við hunnum tala saman. k C "mma áttumál, svefnhættir og fótaferð upphátt og MAÐUR AÐ NORÐAN: Þjónustan „Á fólksmörg-um heimilum hafði hver karlmaður sína þjónustu. Húsfreyjan þjónaði húsbóndanum. Hlutverk þjónustunnar var að hirða plögg þess sem þjónað var, þvo og gera að eftir þörfum, hafa í lagi skó og sokka fyrir morgundaginn og nærföt til skipta.“ Kona að norðan: „Ég var aðeins 16 ára gömul þegar ég varð að gerast þjónusta á stóru heimili. Strákurinn sem ég þjónaði var hálfu ári eldri en ég og mesti vösull. Þakkaði mér aldrei þótt ég þyrfti að eyða af svefntíma mínum til þess að þvo sokka og gera skó hans á meðan hann svaf og hvfldist. Víst mátti þetta breytast. Vafalaust fengu þjónustur smágjafir ef það snerist þannig að maðurinn var á leið ,að klæðast biðilsbuxum. Mér er ekki grunlaust um að þetta samband hafi stundum orðið til nánari kynna þegar vel viðraði á báðar hliðar. “ ‘*-jhkSKjco«- flo rota *jiípur '?i%kv6Tdsitsfa^mí“ k°m ?nni>gefna.H2 laZ ka afar fetí-SrSSí «0mu % upp a.furafstað.Sa??r fóru alla vökuna. “ Ua gat gen8’ð Fi lötin voru brotin saman á kvöldin eftir ákveðnum reglum og nostrað við hveija flík, því vel var farið með minnstu eign á þeim tímum þegar veraldlegur auður var ekki að angra menn. Vestfirðingar vönduðu sig við samanbrotið á peysunni sinni og Sunnlendingar áttu það til að berhátta sig í baðstofunni. Oft sváfu tveir eða fleiri saman í rúmi og var þá mikill kostur að vera ekki mjög rúmfrekur, því breidd á rúmum var yfirleitt minni en hún er nú til dags. Flestir sögðust hafa skipt reglulega á rúmfatnaði og nærfötum, og í þá daga fór góð stund í að heilsa nýjum degi, eða sækja góðan daginn, þótt hinir sömu væru nú ekki endilega að skrúbba sig svona dagsdaglega. í spumingaskrá þjóðháttadeildar var spurt um háttumál, þjónustubrögð, hve margir sváfu saman í rúmi, hvemig menn háttuðu sig, og fl., en svör við eftirtöldum atriðum voru valin hér: 1. Að hátta sig. 2. Rekkjunautar. 3. Skipti á rúmi og nærfötum. 4. Fótaferð. Svör við spurningum: Vestfirðir 1. Fyrst fór maður úr peysunni, lagði ermamar þvers yfir brjóstið, braut svo peysuna saman í sömu brot þar til eftir var sama breidd og ermamar, þá braut maður það sem eftir var utanyfir þannig að úthverfan sneri út, þar næst leysti maður af sér skóna, lagði þá undir rúmið, - fötin lagði maður á koffort sem stóð við rúmstokkinn. 2. Það var vani að tvennt til NORÐLENDINGUR: Hörkumenn „Ekki þótti hlýða að hafa sokkana undir koddanum. Það taldist sóðaskapur enda vom sokkamir óhreinir oft og iðulega og áreiðanlega sjaldgæft að þeir væm þurrkaðir inn á milli rúmfata. En fyrir kom að hraustir hörkumenn þurrkuðu rennvot ívemföt, sokka sem annað, á sínum eigin skrokki, en notalegt var það ekki.“ þrennt svæfi í sama rúmi, böm og unglingar sváfu þá tvennt upp í arminn og eitt til fóta. Ef svo var þröngt í rúmi þegar tveir sváfu saman að báðir þyrftu að liggja á sömu hlið, var það kallað að gafla sig, annars að snúa bökum saman eða sofa andfæting. 3. Skipt um rúmföt hálfsmánaðarlega og nærföt vikulega. Það var vani að signa sig þegar maður fór í flík sem smokkað var yfir höfuðið. 4. Enginn mátti bjóða góðan daginn eða gleðilega hátíð nema hann væri búinn að fara út, flestir signdu sig, en ekki í austur. Norðurland 1. Skómir vom alltaf lagðir þannig frá sér að táin sneri fram og ofan á þá vom sokkamir lagðir. Fötin átti að leggja hvert ofan á annað eftir reglu. 2. Algengt að tveir svæfu saman í rúmi og var þá talað um rekkjufélaga. Þá var stundum sá þriðji til fóta (krakki) ef húsakynni vom lítil. Það var talað um að sofa „uppitil" og til fóta. 3. Venja að skipta á nærfötum hálfsmánaðarlega en á sængurfötum mánaðarlega. Menn signdu sig þegar farið var í hreinan nærbol. 4. Við áttum að signa okkur þegar komið væri út á morgnana og hafa eftir versið „Nú er ég klæddur og kominn á ról“. Austurland 1. Menn háttuðu sig þegjandi, surair þmgluðu eitthvað í lágum hljóðum. Þegar háttað var settu menn fötin við rúmgaflinn eða undir koddann og skóna undir rúmið til 1 e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.