Morgunblaðið - 15.01.1989, Page 38

Morgunblaðið - 15.01.1989, Page 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 -4- ÆSKUMYNDIN. . . ERAFINDRIÐA G. ÞORSTEINSYNIRITHÖFUNDIOG RITSTJÓRA ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Iþróttahetjur á árum áður Afreksmenn í íþróttum voni mjög í sviðsLjósinu hér á árum áður, eins og reyndar enn í dag. í myndasafni Olafs K. Magnússonar má fínna margar myndir af íþróttamönnum sem teknar eru ýmist innan vallar sem utan. Myndirnar í þessari syrpu voru teknar um og eftir 1950 og sýna þrjár íþróttaheijur frá þeim árum við ólíkar aðstæður. Mælsku maðurog háska penni? Mörg sverð sjást á lofti þegar Indriði G. Þorsteinsson beitir orðsins brandi. Maðurinn er vel mælskur og sumir segja jafiivel að þvílíkur „háskapenni" hafí ekki skrifað í dagblaðið Tímann síðan Jónas frá Hriflu var og hét. Morgunblaðsmanni lék for- vitni á því að grafast fyrir um uppvaxtarár Indriða. Indriði Guðmundur Þorsteinsson er fæddur 18. apríl 1926 á Gil- haga í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. Sonur hjónanna Þorsteins Magnússonar og Önnu Jósepsdótt- ur. Indriði átti tvo eldri hálfbræður, Þorberg Þorsteinsson og Amald Jónsson, einnig eignaðist hann síðar yngri alsystur, Helgu. >. A bemsku- og æskuámm Indriða bjó fjölskyldan á ýmsum jörðum í Skagafirði en flutti til Akureyrar þegar Indriði var um fermingarald- urinn. Þorsteinn var ekki neinn ríkisbóndi en vel bjargálna og góður hagyrðingur. Allar heimildir benda til að á bernskuheimili Indriða hafi ríkt gott andrúmsloft, gestrisni og þjóðleg íslensk menning verið í há- vegum höfð. Indriði ólst eins og flest sveita- böm við öll algeng störf en þegar ■0. ftjáls stund gafst var rennt fyrir silung eða farið á hestbak. Nægar heimilir em um ást Indriða á hest- um, eftirlæti hans var hryssan Hamra-Rauðka. Á vetmm þegar ísa lagði renndi Indriði sér á skautum. Heimildir benda ekki til þess að Indriði hafi verið neinn sérlegur íþróttagarpur þegar hann var bú- settur í Skagafirði en hann kvað síðar hafa spymt knetti með íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Auk náttúrlegs áhuga Skagfirð- ingsins á hrossum var Indriði með „veiðidellu". Af kennumm Indriða í Skaga- firði má nefna Felix Jósafatsson og Jón P. Emils. Skólafélögum hans ber saman um að hann hafi verið gamansamur og opinn og „aldrei hefur skort á að Indriði geti talað“. Kunningi Indriða frá bemskuár- unum, Siguijón Jónasson bóndi á Syðra-Skörðugili, sagði hann hafa verið „skemmtilegan strák sem hafði gaman af því að gera grín — og hann hélt vel við hest“. Siguijón var inntur eftir hvemig Indriði hefði verið í viðræðu. „Hann var engu síður orðheppinn þá heldur en nú, einbeittur og ákveðinn og lét ekki hlut sinn.“ Siguijón vildi þó ekki hafa nein tilsvör Indriða eftir á prenti í Morgunblaðinu. Bernskuvinur og leikfélagi Ind- riða, Valtýr Jónsson frá Glaumbæ, sagði Indriða hafa verið skemmti- legan „og alltaf dálítið sérkennileg- an, hugsaði meira en aðrir. Ágætis drengur". Þótt Indriði hafi oft sótt sitt mál af einbeitni og hörku var honum einnig lagið að ná sínu fram með blíðmælgi og lipurð. Þá Indriði var á níunda ári vistaðist á heimilið kaupakona, „afskaplega ljúf og in- dæl manneskja", Indriði mun hafa komist upp á lag með að láta hana bera sig á bakinu af engjum heim á bæ. Hálfbróður Indriða, Arnaldi, líkaði ekki þessi kvenhylli; bauðst til að hvfla stúlkuna og bera litla bróður heim á leið. Arnaldur mun þó ekki hafa borið þessa byrði lengri leið en að næsta læk. Þar ofan í endaði ferðin. Aeinni þeirra heldur Öm Clausen, núverandi hæstarétt- arlögmaður, á syni sínum Hauki Skúla í lófa sér, en drengurinn var þá 8 mánaða gamall. Órn sagði að hugmyndina að þessari uppstill- ingu hefðu þeir Ólafur K. fengið úr erlendu blaði, þar sem mynd birtist af þekktum íþróttamanni með son sinn sex mánaða í lófan- um. Haukur Skúli fæddist í ágúst 1952 og myndin hefur því verið tekin snemma árs 1953. Önnur er af Vilhjálmi Einarssyni, sem nú er rektor Menntaskólans á Egilsstöð- um, en myndin var tekin við heimkomuna frá Ólympíu- leikunum í Melboume í Ástralíu 1956, þar sem Vil- hjálmur hreppti silfurverð- laun í þrístökki. Með Vil- hjálmi á myndinni em for- eldrar hans, Sigríður Vil- hjálmsdóttir og Einar Stef- ánsson. Þriðja myndin er svo af knattspymustjömunni Al- bert Guðmundssyni skömmu eftir að hann flutti heim til íslands eftir fræki- legan feril sem atvinnu- knattspymumaður í Frakk- landi. Albert hefur sem kunnugt er látið mikið að sér kveða í íslensk- um stjórnmálum á undanfömum ámm, en er nú aftur á föram til Frakklands þar sem hann tekur við embætti sendiherra íslands. Að sögn Ólafs K. var myndin tek- in á skrifstofu heildverslunar Al- berts Guðmundssonar daginn sem hann hóf rekstur hennar, um sumarið 1955. Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson skömmu eftir heimkomuna frá Frakklandi um miðjan sjötta áratuginn. STARFIÐ GÍTARVIÐGERÐIR SIGURÐAR DAGBJARTSSONAR BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU PLATAN Á FÓNINUM MYNDIN í TÆKINU Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Dagbjartsson að störfum. Ekki hægt að taka stóifé Sigurður vinnur í hljóðfæraversl- uninni Rfn. Auk þess að sinna viðskiptavinum gerir hann við gítara sem þangað em sendir til meðferðar. Hann kvaðst aðallega gera við rafmagnsgítara en þar að auki „einstaka kassagítar". Algengustu viðgerðir em í sam- bandi við strengina, innbyrðis still- ingar og festingar. — En einnig fær Sigurður á sitt borð gítara sem hafa brotnað. Það tíðkast að menn vilja fegra hljóminn í rafmagnsgítumm t.d. með nýjum tónskynjara (pick-up), lagfæra tíðnisviðið, skipta um raf- kerfið o.fl. Þetta starf reynir skilningarvitin; augun, eymn og síðast en ekki síst fingrafimi og „puttatilfmningu". Sigurður kvaðst hafa leiðst út í þetta starf á æskuámnum. Þá leyfðu efnin ekki kaup á nýjum gítar; varð því að ráði að gera við bilaðan gítar. Viðgerðin tókst og nú á Sigurður fjóra. Viðgerðirnar em „hliðarbúgrein“, „Ekki hægt að taka stórfé af þessum strákum." PETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ. . . Dr. Gunn- laugur Þórðarson hæstarrétt- arlögmaður. Traitors and heroes", sjálfsævi- saga lögfræðingins Martins Garbus. Ég er rétt byijaður. Síðasta plata? Ég hlusta töluvert á plötur. Það var níunda sinfón- ia Beethovens sem ég hlustaði á. Það var breska sinfóníuhljómsveitin sem leik en ég man ekki hver stjórn- aði flutningnum." Guðmundur Magnússon, fyrrum aðstoðar- maður Birgjs ísieifs Gunnars- sonar mennta- málaráðherra. Guðmundur endurskipuleggur nú flokksstarf Sjálfstæðisflokksins. Fjandflokkur launamanna „Á milli Vöku og Sjálfstæðis- flokksins, aðal fjandflokks Iauna- manna á f siandi, eru augljós tengsl... ... hver íhaldsmaðurinn á fætur öðrum notað félagið sem stökkpall til metorða í Sjálfstæðisflokknum. . . .Kjartan Gunnarsson, Vökufor- ingi, er nýorðinn formaður einhvers afturhaldssamasta félags norðan Alpafjalla, Heimdallar... Guðmundur Magnússon í Stúdenta- blaðinu 7.tbl.53.árg. 1977. Þuríður J. Jónsdóttir rithöfundur. Er að risa upp til lífsins. Les bókina um veginn eftir Lao-Tsé og sú bók er mér mjög handkær. Jóhanna Thor- steinsson fóstra. Einmitt núna var ég að hugsa um að setja Vetrarferðina eftir Schubert á fóninn. Já, Vetrarferðin, einmitt árstím- inn til að spila þá plötu." Friðrik Haralds- son leiðsögu- maður Hefnd busanna hét myndin. Þetta var bandarísk mynd. Satt besta að segja ákaflega mikið léttmeti. Þráðurinn fór svona inn um annað og út um hitt.“ Kristinn Björnsson afgreiðslu- maður Konan valdi stórmerkileg mynd um kvenlögfræðing, Suspect heitir hún, mjög góð mynd.“ Og hvað vill hún fá næst? Núna vill konan fá Nuts með Barböm Streisand.“ I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.