Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 13 Nýtt íslenskt verk og einleikur á selló Tónleikarnir endurteknir á Selfossi annað kvöld eftir Rafh Jónsson Á Áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld verða flutt þrjú verk: Im- promptu eftir Áskel Másson, Sin- fónía nr. 5 eftir Franz Schubert og Sellokonsert í h-moll eftir Dvor- ák. sín bestu verk. Einleikari á tónleikunum verður breski sellóleikarinn Ralph Kirsh- baum, sem einnig lék með eftir- minnilegum hætti á sellóið sitt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar fyrir réttu ári. Ralph Kirsh- baum er ekki eingöngu góður ein- leikari, heldur leikur hann stofu- tónlist af miklu kappi m.a. með Gyorgy Pauk, sem verður gestur hljómsveitarinnar síðar í vetur. Tónleikamir hefjast í Reykjavík í kvöld klukkan 20:30 og annað kvöld á Selfossi á sama tíma. Mið- ar eru seldir í Gimli við Lækjar- götu og einnig við innganginn. Höfiindur er blaðafulltrúi Sinfóníuhljámsveitarinnar. Morgunblaðið/Emilía Áskell Másson tónskáld og Frank Shipway hljómsveitarstjóri tala saman um hið nýja verk Askels. Impromptu Verk Áskels tekur um 13 mínút- ur í flutningi og hann kallar það Impromptu, þ.e. ljóðrænt tónverk í frjálsu formi. Áskell sagði í stuttu samtali, að hann hefði samið þetta verk á tæpum mánuði fyrir þremur árum, er hann naut styrks úr Tónskálda- sjóði Ríkisútvarpsins. — Imp- romptu er í frjálsu formi, stílað upp leikgleði og glæsileik, segir Áskell. Verkið er byggt upp á ein- földu stefi, sem er endurtekið í sífellu með tilbrigðum og einum grunnhljómi. Hljómsveitarstjóri á tónleikun- um í kvöld og annað kvöld er Bret- inn Frank Shipway, sem stjómaði á nokkrum tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í fyrravetur. Frank Shipway hefur verið eft- irsóttur stjórnandi austan hafs og vestan allt frá 1980, er hann þreytti frumraun sína í Banda- ríkjunum sem hljómsveitarstjóri. Hann sagði að frá því hann var hér síðast hefði hann verið mjög upptekinn við hljómsveitarstjórn, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og nú væri svo komið að hann hefði hug á því að draga úr störf- um og veija meiri tíma með fjöl- skyldu sinni. Hann sagði það væri gaman að fá tækifæri til að stjórna frumflutningi verksins. Það yrði spennandi að hlusta á útkomuna. Þetta væri vel skrifað verk og tvímælalaust myndu hljóðfæra- leikararnir leggja sig meira fram, þar sem þeir sæju, að vandað hefði verið til vinnunnar, en ekki skilað hálfkömðu verki, sem því miður kæmi stundum fyrir hjá tónskáld- um. Áskell er eitt af yngri tónskáld- um okkar, 35 ára að aldri, og sennilega sá eini, sem helgar sig algerlega tónsmíðum. Hann er langt komin með óperu en segir, að hann hafi þurft að leggja hana á hilluna í bili, þar sem hann njóti ekki lengur meiri launa við smíðina. Hann hefur því undanfar- ið unnið að kórverki fyrir blandað- an kór og slagverksleikara; Há- skólakórinn og Pétur Grétarsson, slagverksleikara, en þessi hópur heldur í tónleikaför til Spánar í mars. Sellóieikur Auk verka Áskels verður flutt Sinfónía nr. 5 eftir Schubert, sem hann samdi aðeins 19 ára að aldri. Hann var með afkastamestu tón- skáldum samtíðar sinnar og tvímælalaust þekktastur fyrir sönglögin, sem urðu um 600 tals- ins. Hann skrifaði þó fjölda ann- arra verka, m.a. átta sinfóníur. Þeir sem hrífast af fallegum laglínum og rómantísku samspili hljóðfæranna verða ekki sviknir af 5. sinfóriíunni, enda var Schu- bert einn af feðrum rómantísku stefnunnar í tónlist. Síðasta verkið á tónleikunum verður svo Konsert fyrir selló og hljómsveit í h-moll eftir Antonín Dvorák. Þetta verk skrifaði Dvorák, þegar hann dvaldi í Bandaríkjunum í lok 19. aldar, en á þeim árum skrifaði hann flest NÝR BMW fyrir 835 þúsund BMW 316, 2ja dyra. Þaö er mikil reynsla aö aka BMW í fyrsta skiptið og lýsa þeim gæöum og þeirri fágun sem einkenna þennan vestur-þýska gæöing. BMW er framleiddur af einum þekktasta og virtasta bifreiðaframleiðanda veraldar, þar sem þaö besta er sjálfsagður hlutur. Útlit BMW segir allt um hiö innra; hönnun- in er óaöfinnanleg, frágangurinn tákn um fullkomnun og vélin dæmi út af fyrir sig. Þessi nýi BMW 316, er góöur fulltrúi fyrir eitt virtasta merki veraldar, BMW. Vélin er 90 hestöfl, 1800 cc meö rafstýrðum blönd- ungi. Sportlegt útlit og aksturseiginleikar sem þeir kröfuhöröu kunna aö meta. Eignist þú BMW, ertu kominn í hóp stoltra eigenda sem vita nákvæmlega hversu góö fjárfesting er í BMW. ‘verö frá því fyrir tollabreytingu aö viöbættu gjaldi fyrir ryövörn og skráningu. Nú eru nokkrir BMW 316 og 318i, árgerö 1988 til afgreiðslu strax á verði sem kemur verulega á óvart. Dæmi um verð: BMW 316, 2ja dyra kostar frá kr. 835 þúsund.* Þetta er síðasta tækifærið til að eignast nýjan BMW árgerð 1988. Haföu samband viö söludeild sem fyrst, því fjöldinn er takmarkaöur. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 9 til 18 og laugardaga frá kl. 13 til 17. Bílaumboðið hf BMW einkaumboð á Islandi Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.