Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Samskipti merkjanna „Samband okkar hjóna er ágætt, fyrir utan það að þegar ég vil setjast niður með honum og ræða um samskipti okkar og lífið og tilveruna almennt, annað en það sem kemur vinnu og þessu venjulega við, þá fer hann venjulega undan í flæmingi. Ef ég geng á hann þá verður hann á endanum reiður og rýkur í burtu.“ Þetta sagði ein ágæt kona í Vatns- * beramerkinu við mig um mann sinn sem var Krabbi og hafði einnig Fiska- og Hrútsmerkin sterk í korti sínu. Hún talaÖi Orka konunnar lá á huglægum sviðum en mannsins á sálræn- um. Hún vildi tala um málin og velta þeim fyrir sér, en maðurinn lifði í heimi sálrænn- ar skynjunar og framkvæmda og átti erfitt með að setja hugsun sína í orð. Hann gat einfaldlega ekki talað um upp- lifanir sínar. Hann var ekki þannig innréttaður. Þetta gat konan ekki skilið, enda er það oft svo að í daglegu lífi finnst okkur okkar heimur sjálfsagð- * Tjr, en hugsum ekki út í það að aðrir hugsa öðruvísi. Þegar þess var krafist af manninum að hann tjáði innsæi sitt og tilfínningalega skynjun með orðum, þá varð hann fyrst vandræðalegur, fylltist síðan vanmáttarkennd og varð á endanum reiður. Aörireru öðruvísi Eg rifja þetta upp vegna þess að skilningsleysi á mannlegu eðli, á því að annað fólk sé T öðru vísi en við sjálf, getur leitt til árekstra. Konan var í stórum dráttum ánægð með samband sitt við manninn sinn en stefndi því í voða með því að kreíjast of mikils af honum. Hver erJón? Það er mikilvægt að þekkja eðli þeirra sem við um- göngumst, ekki síst til þess að firra okkur óþarfa vand- ræðum. Ég ætla í dag og á næstu dögum að hefja aftur þá umfjöllun sem var i gangi á haustmánuðum um sam- skipti merkjanna. Áður en það gerist ætla ég þó að fjalla nokkrum orðum um merkin öll saman. * ' Hvernigeigum við saman? Eins og ég hef oft sagt áður er ekki hægt að segja afdrátt- arlaust að ákveðin tvö merki eigi vel saman en önnur illa. Þegar upp er staðið er það heild kortsins, eða sú stað- reynd að hver maður á sér nokkur merki sem skiptir öllu. Það þarf því að bera saman kort ákveðinna aðila sem við viljum vita um. Það er hins vegar hægt að segja hvaða merki eru skyld og eiga betur saman en önnur. Skyldu merkin í stuttu máli eru það frum- þættimir, eldur, jörð, loft og vatn, sem helst ákvarða hvemig merkin eiga saman. Það þýðir að eldsmerkin, Hrútur, Ljón, Bogmaður, eru lík og eiga vel saman, þó stundum geti hið líka skapað of mikið af því góða. Og stund- um þolum við ekki að sjá sjálf okkur í öðrum. Jarðarmerkin, Naut, Meyja og Steingeit, eiga vel saman. Loftsmerkin, Tvíburi, Vog og Vatnsberi, og vatnsmerkin, Krabbi, Sporð- dreki og Fiskur. f öðra lagi era það Hrútur, Ljón og Bog- iuaður sem falla vel að Tvíbura, Vog og Vatnsbera og Naut, Meyja og Steingeit sem falla að Krabba, Sporð- dreka og Fiski. Önnur merki eiga ekki vel saman eða era ólík. Ekki má hins vegar gleyma því að við læram oft mikið af ólíku fólki og getum átt við það ágætt samstarf ef vilji er fyrir hendi. GARPUR 1//B JAÐ4&. S/SOTASKÓG/lfZ/H S /iAMAl £/S UEL TéA/K/TOK l pess/ / BRENDA STARR LJÓSKA SMÁFÓLK ^OW,COME 0N!\ gj I JUMPEP ) FARTHERTHAM / ^ z ^ THATÍ yWt jjí Sr W Jf ■ j - -- © 1988 United Feature Syndlcate, Inc. Æ, láttu ekki svona! Ég stökk lengra en þetta! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suður verður sagnhafi í fímm laufum eftir opnun austurs á fjórum hjörtum. Sér lesandinn hvaða tvo slagi vömin fær? Austur gefur: enginn á hættu. Norður ♦ ÁG32 ♦ 1073 ♦ K10954 ♦ 6 Vestur Austur ♦ D109876 ♦ - ♦ G872 ♦ 32 ♦ K ♦ ÁKDG852 ♦ 63 ♦ 1084 Suður ♦ 4 ♦ 964 ♦ ÁD ♦ ÁKDG975 Vestur Norður Austur Suður — — 4 hjörtu 5 lauf pass pass pass Útspil: spaðatía. Þetta er eitt af þeim spilum þar sem skiptingin liggur krist- altær fyrir eftir fáeina slagi. Sagnhafí drepur á spaðaás og trompar spaða. Tekur svo þrisv- ar tromp. Þá er austur upptalinn með nákvæmlega tvo tígla. Austur gæti átt Gx í tígli, svo næsta skref er að taka tígulás og yfírdrepa svo drottninguna með kóng. Það er bara skemmti- legra að vestur skuli valda tígul- inn og hann fær að eiga næsta slag á tígulgosa. Hann spilar spaðadrottningunni, en fær að eiga þann slag. Þá verður hann að spila blindum inn á tígul eða spaða. Tapslagirnir tveir voru á spaða og tígul, en enginn á hjarta. Nokkuð sem blasti ekki við í upphafí. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í undanrásum sovézka meist- aramótsins, sem tefldar voru í nóvember, kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Viktors Gavrikovs og hins unga og efni- lega meistara Ilya Smirins, sem hafði svart og átti leik. 25. — Rg3+! 26. hxg3 — Dxg3 27. Dc3 (Valdar bæði hrókinn á el og peðið á f3) 27. - Hac8 28. Dd2 - Bxfl 29. Hxfl - Dh8+ 30. Kgl — BfB (Hvltur á nú ekk- ert svar við hótuninni Hg8+) 31. Rxd6 - Hg8+ 32. Dg2 - Hcf8 og þar sem hvíta drottningin er fallin vann svartur auðveldlega. Smirin var afskaplega óheppinn þar sem þessi glæsilegi sigur yfír stigaháum stórmeistara gagnaðist honum ekkert! mótinu, því Gav- rikov hætti keppni áður en mótið var hálfnað og vinningar gegn honum voru því strikaðir út. Smir- in var síðan dæmdur í sjötta sæt- ið á stigum, en aðeins fímm kom- ust áfram. Stundum er ekki nóg að tefla vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.