Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS (if tftfraian wffl'tflí Vottar Jehóva: Annað sjónarhorn Til Velvakanda. Vegna ummæla Einars Ingva Magn- ússonar, sem birt hafa verið hjá Velvakanda í tveimur greinum, um votta Jehóva, vildi ég láta eftirfar- andi koma fram. í fyrri grein Einars: „Eru vottar Jehóva yfirstétt?“ kemur fram hörð ádeila á trúarfyrirkomulag vótta Jehóva, og er ekki í henni annað að finna en vonbrigði út í þennan sér- trúarhóp, sem kennir sig við Krist en er hvergi í heiminum álitinnkrist- inn, nema innan sinna eigin raða. í síðari greininni kveður við annan tón, eins og Einar hafi skipt um skoðun varðandi trúflokkinn. Hann segir: „Margt ber að lofa hjá vottum Jehóva, — þeir boða ríki Guðs, hús úr húsi, allt í sjálfboðavinnu." Hér gætir nokkurs misskilnings hjá Ein- ari. Varðtumsfélagið í Brooklyn, New-York, hefir margt fólk á launa- skrá, og margir fá laun óbeint í formi framlaga og gjafa „fyrir vel unnin störf", eins og sumir umdæmistil- sjónarmenn (District Overseers). Varðtumsforystan (The Goveming Body), sem aðallega er skipuð eldri mönnum, er öllu ráða, em ekki beint fátækir. Þeir vinna alls ekki neina sjálfboðavinnu. Guðs-ríkið, sem vottamir boða, er all frábrugðið því, sem ritningin greinir frá. Þeir eru m.a. þekktir fyrir það að boða Harmageddon, þ.e. heimsendi. í þeim hildarleik verður Kristur yfirböðullinn Mikael. Jesús Kristur og englar hans taka síðan af lífi alla þá sem ekki til- heyra vottum Jehóva. Vottamir sjálfir verða aðeins áhorfendur þessa „kristilega athæfis“, en þurfa ekki sjálfir að murka lífið úr fólki. Fylgj- endur Varðtumsfélagsins og kenn- inga þess verða ekki teknir af lífi. Pélagið hefir oft tímasett ímyndaða atburði, eins og heimsendi eða end- urkomu Krists. Öðmm spádómum er einnig hampað. Hægt er í því sambandi að nefna ártöl eins og 1799, 1874, 1878, 1914, 1918, 1925, 1941 og 1975. Síðasta ártalið varðaði heimsendi. Rættist það ekki frekar en aðrir spádómar félagsins. Urðu margir fyrir vonbrigðum þetta ár og yfirgáfu félagið. í 24. kafla Matteusar-guðspjalls standa þessi orð: „Ef einhver segir við yður: hér er Kristur, eða þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn. Eða, ef þeir segja: Sjá hann er í leynum, þá trúið því ekki.“ Varð- tumsleiðtogamir segja: sjá hann er í leynum, hann kom ósýnilegur árið 1914. Ifyrr á öldinni varð kennt, að Kristur hefði komið ósýnilegur árið 1874, í október (vantaði bara dag/tíma/mínútur. Þessum „sann- leika “ trúðu vottar Jehóva allt fram á þriðja áratuginn, en þá var því breytt í 1914! — Heimsendir átti að skella á árið 1914. Þegar það ekki varð, var árinu breytt í 1915. o.s.frv. Sannleikurinn er alltaf að breyt- ast hjá Varðturnsfélaginu. Vottar Jehóva kenna algjöra stéttaskipt- ingu og það sem trúaratriði. Aðeins 144 þúsund einstaklingar em útvald- ir til himins og hófst upprisa dauðra árið 1918. Stendur hún enn yfir, — en um þetta upprisuatriði vom vott- amir ekki upplýstir af Varðturns- félaginu fyrr en árið 1927. Vottar þeir, sem uppi vom fyrir þann tíma trúðu því, að upprisan hefði hafist 1878, svo sem áður hafði verið boð- að. Þegar „nýr sannleikur" kemur fram, verða vottamir að endur- forrita heilana. Kristin trú boðar annað. Þar em allir jafn réttháir fyrir Drottni hvað snertir sáluhjál- pina. Kristnum em m.a. gefin þessi fyrirheit: „Guð hefir uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himin- hæðum með honum" (Efes.br. 2:6). — „Og í trúnni á hann eigum vér ömggan aðgang að Guði“ (Efes. 3:12). Allir, sem á Jesúm Krist trúa, eiga þessi fyrirheit, — ekki aðeins 144.000 stk. Jehóva-vottar, en sú tala er nálægt 5% allra félags- manna. Yfir 95% af öllum „vottum" eiga engan Frelsara, samkvæmt kokkabókum Varðturnsfélagsins (Varðtumsritið, 1. apríl 1979, bls. 31 (enska útgáfan)). Þar stendur meðal annars, að Jesús sé aðeins frelsari 144.000 útvaldra. E.I.M. segir, að vottarnir selji bækur og rit á „lygilega lágu verði“. Það er auðvitað virðingarvert í dýr- tíðinni. Til fróðleiks skal það nefnt, að Varðtumsfélagið fær um 70% tekna sinna af sölu bóka og rita (töl- ur frá „útbúi“ félagsins í Englandi). Margir fyrrverandi vottar Jehóva hafa sakað Varðtumsfélagið um gróðafíkn, — talið það vera hreint gróðafyrirtæki, og hafa á þeim gmndvelli einum sagt skilið við fyrir- tækið. Á rúmum áratug hafa meira en milljón manns yfírgefíð „Stóra bróður". E.I.M. segir einnig, að vottamir fari til fólksins með kenningar Krists, eins og Kristur gerði. — Hörmulegur misskilningur, og al- rangt. Kristniboðsskipunin, sem E.I.M. virðist vitna til, hljómar þann- ig: „Farið þvi og gjörið allar þjóðir að lærisveinum Skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda“ (Matt. 28:19). — Lærisveinar Varðtums- félagsins em ekki með kristinn trú- arboðskap í skjalatöskum sínum, heldur hugarsmíð manna. Upphafið má rekja til ársins 1870, þegar Char- les Taze Russell hélt biblíunámskeið og kenndi út frá sínum eigin hug- myndum um Ritninguna. Þá litu fyrstu kenningar votta Jehóva dags- ins ljós. Þessi Russell er síðan stofn- andi Varðtumsfélagsins, fyrsti for- seti þess og eigandi. Félagið stækk- aði smám saman í það að verða eins konar orwellskt bákn, þar sem ein- staklingsfrelsið og ftjáls hugsun tak- markaðist glæfralega. Fjöldanum skyldi „leiðbeint" af fáum útvöldum, sem áttu að hafa einkarétt á sann- leikanum. Vottunum er kennt, að hlýðni við kerfíð sé hlýðni við Guð. Guð er „faðirinn", en kerfi Varð- tumsfélagsins er „móðirin". Svo ber öllum að hlýðnast foreldmnum. — Úr þeirra eigin ritum er þessu best lýst þannig: Varðtuminn 1983, 15. jan. bls. 27: Forðist sjálfstæða hugsun. Ef við hugsum sjálfstætt, þá þykjumst við vita betur en félagið. Við ættum því að spyrja sjálfa okkur: Hvar lærðum við fyrst biblíulegan sann- leika? Myndum við þekkja sannleikann án leiðbeininga frá Varðturnsfélag- inu? Nei, það væri óhugsandi," — segja leiðtogamir. Varðtuminn 1984, bls. 29 (ensk útgáfa): Hugsunarglæpur er dauði. Svona „glæpur" er alvarlegt mál hjá vottum Jehóva, og er tekið afar hart á þess háttar framhjáhlaupum. Ótaldir em þeir, sem hlotið hafa brottrekstur úr félaginu fyrir það eitt að efast um biblíutúlkanir leið- toganna. Þeir em ófáir, vottarnir, sem hrasað hafa um kenningamar um blóðið. Segja má, að Varðtums- félagið sé eina trúarfélagið í veröld- inni, sem segist vera kristið en leyf- ir mannfómir sem trúaratriði (killer cult). Er þetta kenningaratriði sér- lega óhugnanlegt, þegar um börn er að ræða, eða þegar móðir kýs fremur að deyja frá barni sínu á fæðingardeildinni, vegna blóðskorts. Vald Varðturnsfélagsins yfir þegnum sínum er heilaþvottur, — og innræting af versta tagi. Það er óhugnanlegt, þegar fólk gengur í dauðann sökum fáfræði og ótta við að óhlýðnast félaginu. En slíkt jafn- gildir því að óhlýðnast Guði, í hugum milljóna, sem ekki vita betur. Hve margir vottar Jehóva skyldu vita það, að blóðgjafabannið átti ekki rúm á síðum Varðturns-rita fyrr en árið 1944? — Eða það, að forseti félagsins, sá annar í röðinni, var hlynntur blóðgjöfum til bjargar mannslífum (Rutherford. Consolati- on, 25. des. 1940). Kristur sagði: „Miskunnsemi þrái ég, en ekki fóm“ (Matt. 12:8). Vottum er bannað að halda jól, vegna þess að það er talinn hinn argasti heiðindómur. Samtímis hafa þeir svo í trú sinni eitt myrkasta einkenni heiðindómsins: mannsfórn- ir. — Einföld en mddaleg kenning: Líf verður að deyja, svo Guð verði ekki reiður. Sömu hugsun er að finna víða hjá frum^tæðum þjóðflokkum í Afríku. Öllum þeim, sem eitthvað lesa Biblíuna, ætti að vera kunnugt, að hvergi er í henni að finna einn stafkrók um bann við blóðgjöfum. Strangtrúaðir gyðingar hafa ekkert á móti blóðgjöfum, en líta á þær sem sjálfsagðan hlut. Sú var tíð, að Varð- tumsfélagið bannaði bólusetningar og líffæraflutninga, en frá því hef- ur, sem betur fer, verið horfið (Guð skipti um skoðun). Kristinn maður er fijáls í sinni trú og reynir að lifa samkvæmt lögmáli trúarinnar. Bænin og þörfín fyrir Krist verður trúarlögmál. „Trúið á Guð og trúið á mig,“ segir Kristur (Jóh. 14:1). Að lokum vil ég hVetja alla votta Jehóva til þess að kynna sér sögu og starfsemi Varðtumsfélagsins, allt frá stofnun þess, án heimatilbúinna gleraugna félagsins. í bók, sem fé- lagið hefír gefíð út, eru vottarnir hvattir til þess að gera slíka rann- sókn. Þeir segjast elska sannleikann, — þeir ættu því að gera slíka athug- un. Varðandi nánari upplýsingar fyrir þá, sem áhuga kunna að hafa, má benda á að skrifa til einhverra eftir- talinna: Reynir Valdimarsson læknir, 600 Akureyri. Leonard Chretien, p.o. box 8007, La Jolla, Califomia 92038, USA. Rev. Ted Dencher, Box 7265, Sacramento, Califomia 95826, USA. Randall Watters, The Bethel Min- istries Newsletters, Box 3818, Man- hattan Beach, Ca. 90266, USA. Duane Magnani, Witness, Inc. Box 597, Clayton, Ca. 94517, USA. Vetner ná for Jesus, Boks 709 Hjellen, 2700 Skien, Norge. Signrbjörn Reynisson Bandalag kvenna í Reykjavík HVAR STÖNDUM VIÐ? HVAD VILJUM VIÐ? Athyglisverð ráðstefna og undirbúningsstofnfund- ur um landssamtök heimavinnandi fólks verður haldinn í Kristalssölum Hótels Loftleiða, laugardaginn 21. jan. 1989, kl. 10.00 f.h. Áhugafólk af öllu landinu: Mætið vel og gerum 21. janúar að bar- áttudegi um bætta réttarstöðu heimavinnandi! Ingunn Birkeland DAGSKRA Kl. 10.00. Ráðstefna sett. Kristín Guðmundsdóttir, form. Bandalags kvenna í Reykjavík. Starfsemi: Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra: Helga Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar. Störf og stefna Norska húsmæðrasambandsins: Ingunn Birkeland, formaður sambandsins. Ath. fyrirlestur Ingunnar Birkeland verður túlkaður. Réttarstaða heimavinnandi fólks: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Dagvistunarmál: Davíð Oddsson, borgarstjóri. Skattamál: Ríkisskattstjóri eða fulltrúi hans. Sifjaréttur/hjúskapareign: ^ Davíð Þór Björgvinsson, dósent. Tryggingamál: Helga Jónsdóttir, formaður Tryggingaráðs. Fjölskyldan og heimilið: Séra Orn Bárður Jónsson, Grindavík. Eiga hagsmunasamtök heimavinnandi fólks rétt á sér: Ragna Jónsdóttir. Fyrirspurnir og/eða umræður. Fundarstjóri: Gunnar Ragnars, forstjóri, Akureyri. Matarhlé áætlað kl. 12.15-13.00. Ráðstefnugjald er kr. 2.000,- Innifalið kaffi, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi. Ráðstefnuslit áætluð kl. 16.30. Vonumst eftir að sjá sem flesta á ráðstefnunni. STIGFJORD Stigfjord 28 er 5.6 tonn, 8.45 mtr langur og 3 mtr breiður. Vél er VOLVO PENTA TAMD31 130 hestöfl. Ganghraði allt að 15 sjómílur. Nú þegar eru 6 Stigfjord 28 í notkun hérlendis. Stuttur afgreióslufrestur. 28 UMBOÐSMENN: Jakob Kristinsson, Bifdudal S: 94-2128 Skipasmiðastöð Marselíusar, ísafirði S: 94-3899 Jón Jóhannsson, Pórshöfn S: 96-81127 Hilmar Árnason, Höfn S: 97-81337 Marinó Sigursteinsson, Vestmannaeyjum S: 98-12441 Matthias Bragason, Ólafsvik, S: 93-61463 Axel Sveinbjörnsson hf.. Akranesi S: 93-11979 KRISTJAN OLI HJALTASON IÐNBUO 2. 210 GAROABÆ SIMI46488
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.